Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 23
aukins hraða og áreitis í menningar- neyslu þurfi þeir að keppa um athygli almennings. Því hafa söfnin lagt sig eftir því að fylgjast með og hleypa inn nýjum og ferskum straumum. Á al- þjóðaráðstefnu listsafna sem ég sótti í Barcelona í fyrrasumar var mikið rætt um ólíkar leiðir sem hægt er að fara við að matreiða sýningar svo þær nái til almennings, og þar skiptir framlag fagfólks miklu. Menn veltu fyrir sér af mikilli nákvæmni hvernig greiða mætti aðgengi almennings að söfnunum og listinni, bæði í praktísku og hugmyndalegu tilliti. Stór hópur fólks sækir Listasafn Íslands einmitt vegna þess að það er listasafn þjóð- arinnar. Safnið býr vissulega yfir arfi og sögu sem það á að halda utan um og rækta, en það má spyrja hvort breyttir tímar kalli ekki á það að safn- ið byggi brú milli þessarar hefðar og þess sem er að gerast á listasviðinu í dag. Ég held að það gæti hleypt lífi í starfsemina og stuðlað að því að auka skilning almennings á listahræring- um samtímans.“ Margrét Elísabet bendir jafnframt á að sérhæfðari gallerí séu þáttur sem vanti að miklu leyti inn í íslenskt myndlistarumhverfi því þar sé að finna ákveðinn hvata að því að upp- götva það sem er frambærilegt og spennandi. Hvað varðar umræðuna um „rimmu málverks og konsepts“ segir Margrét það ekkert óeðlilegt að listamenn nýti sér þá miðla sem eru nýir og aðkallandi á hverjum tíma. „Það hefur alltaf verið rík tilhneig- ing hjá listamönnum að fjalla um og nýta sér það sem efst er á baugi í sam- félaginu. Málverkið er miðill sem var mjög sterkur á ákveðnum tíma, en í dag eru nýir miðlar komnir til sög- unnar. Sköpun með nýrri tækni sem fjallar m.a. um það tækniumhverfi sem við lifum og hrærumst í er til dæmis heill heimur sem er mjög virk- ur en stendur ennþá að mestu fyrir utan hefðbundnar listastofnanir,“ segir Margrét en hún vinnur um þessar mundir að doktorsritgerð við Sorbonne-háskóla um nýja tækni og listsköpun. Efla þær stoðir sem fyrir eru Nýlistasafnið er sú safnastofnun hér á landi sem sinnt hefur nýsköpun í myndlistinni á hvað markvissastan hátt undanfarin ár. Safnið hefur frá stofnun þess verið rekið að miklu leyti á grunni sjálfboðaframlags myndlist- armanna, en á síðustu tveimur árum voru þó stigin skref í þá átt að efla rekstrargrundvöll safnsins þegar Ný- listasafnið gerði samstarfssamninga við Reykjavíkurborg og menningar- sjóð Íslandsbanka. Ósk Vilhjálms- dóttir myndlistarmaður og fyrrum formaður og stjórnarmeðlimur Ný- listasafnsins, telur þó að efla þurfi rekstur safnsins eigi það að geta sinnt íslenskri og erlendri samtímalist- sköpun sem skyldi, en eins og málin standi nú sé framtíð safnsins óviss hvað fjárhagslegan rekstrargrund- völl og húsnæðismál varðar. Ósk telur að hér á landi skorti mjög á að sam- tímahræringar séu endurspeglaðar í íslensku safnaumhverfi. „Söfnin mættu marka sér skýrari stefnu – vera vogaðri og leggja meiri metnað í það að fylgjast með samtímanum. Þar er ekki síður mikilvægt að fylgjast með grasrótinni í erlendri samtíma- list, og kaupa erlenda samtímalist jafnframt hinni íslensku á meðan hún er enn á viðráðanlegu verði. Það hefur t.d. oft gerst að upprennandi eða jafn- vel heimsfrægir erlendir listamenn sem sýnt hafa hér og boðið verk sín til sölu á mun lægra verði en gengur og gerist, en söfnin látið þau tilboð fram hjá sér fara. Framsækin myndlist er nokkuð sem þarf að fylgjast mjög vel með og greina á meðan hún er virk og ný. Við sjáum hér erlenda listamenn tíu árum eftir að þeir eru búnir að öðl- ast viðurkenningu annars staðar og eru orðnir alveg gjaldgengir og öruggir. Það þarf að fylgjast með framsækinni hugsun í myndlist, styðja við hana líkt og gert er í fræða- samfélaginu. En þar er ýtt undir rannsóknir sem fela í sér einhverja nýsköpun og stuðla að framþróun.“ Ósk bendir á að mikið hafi verið í umræðunni að hér á landi skorti sam- tímalistasafn og einhvers konar kynn- ingarstofnun fyrir íslenska sam- tímalist. En áður en menn einblíni um of á að byggja eitthvað nýtt, sé nauð- synlegt að huga að þeim stoðum sem þegar eru fyrir hendi í íslensku mynd- listarumhverfi. Þannig búi Nýlista- safnið t.d. yfir sögu, orðspori og safn- eign sem hægt væri að gera meira úr. „Nýlistasafnið hefur náð ákveðinni al- þjóðlegri viðurkenningu umfram margar aðrar myndlistarstofnanir hér á landi og í hverjum mánuði berst safninu fjöldi erinda og fyrirspurna frá erlendum sýningarstjórum og öðru fagfólki er starfar að myndlist og hefur áhuga á að efna til samstarfs um sýningarverkefni eða leita upplýs- inga um íslenska myndlistarmenn. Þessar fyrirspurnir hafa verið að aukast undanfarin ár, en safnið hefur aðeins fjárhaglegt svigrúm til að hafa einn fastan starfsmann í vinnu og gef- ur augaleið að það þarf meira til, vilj- um við nýta sóknarfærin sem þarna eru. Þannig er Nýlistasafnið að berj- ast í bökkum á sama tíma og aukinn alþjóðlegur áhugi á norrænni mynd- list og listsköpun ætti að færa okkur aukin tækifæri til að rjúfa þá einangr- un sem íslensk myndlist býr við,“ seg- ir Ósk og bendir á að stjórnvöld gætu tvímælalaust nýtt þessi tækifæri bet- ur með markvissari stefnumótun á sviði lista. Hún bætir því þó við að í öllu tali um alþjóðleg tengsl og mark- vissari stefnumótun stjórnvalda megi myndlistarmenn ekki gleyma að líta í eigin barm. „Við erum ef til vill of sjálfhverf og umræðan oft föst í ein- hverjum innbyrðis kýtingi, sem stafar auðvitað að hluta til af óánægju vegna erfiðra starfsaðstæðna hér. Og þessi staða gerir tvímælalaust lítið til að brúa það bil sem myndast hefur milli myndlistarmanna og almennings. Líkt og gerðist víða um heim, átti sér stað ákveðinn trúnaðarbrestur milli almennings og myndlistarmanna þegar listin var að fara í gegnum hug- myndafræðileg umbrot eftir miðja 20. öldina. Hér birtust þessi umbrot í stofnun SÚM-hreyfingarinnar og Ný- listasafnins á áttunda áratugnum. Ólíkt því sem gerst hefur t.d. í Evrópu hefur ekki gróið um heilt þar á milli, og hin nýja hugsun myndlistarinnar ekki náð til almennings. Þetta tengist annars vegar skorti á almennri list- menntun í íslensku skólakerfi og hins vegar kannski þessari sjálfhverfu myndlistarmanna sem ég nefndi áð- an. Verk þeirra eru óaðgengileg al- menningi og kannski þyrftu myndlist- armennirnir að leitast við að tala meira til fólks. Ég held reyndar að það sé dálítið að gerast hjá grasrót- inni,“ segir Ósk. Rekstrarskilyrðin erfið Einkarekin gallerí eru hlekkur Heimurinn að baki orðunum eins og hann birtist Sigurði Guðmundssyni.  MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 23 Útsalan byrjar í dag 30-50% afsláttur af öllum vörum 13 10 /T A K TI K 2 7. 12 .0 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.