Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Gunnar Þór-mundsson fædd- ist í Reykjavík 21. september 1956. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi þriðjudaginn 17. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Þórmundur Hjálmtýsson, f. 13. apríl 1935, og Hólm- fríður Jónsdóttir, f. 3. des. 1931. Systk- ini Jóns eru: 1) Ósk- ar, f. 1950, kvæntur Helgu Ragnarsdóttur, f. 1961, þau eiga sex börn. 2) Sigurjón, f. 1953, kvæntur Ragnheiði Georgsdóttur, f. 1956, þau eiga þrjú börn. 3) Þórður, f. 1954, kvæntur Ingbjörgu Harðardótt- ur, f. 1956, þau eiga sex börn. 4) Sóley, f. 1958, gift Gunnari Magnússyni, f. 1957, þau eiga fjögur börn. 5) Fanney, f. 1961, gift Hilmari Jóhannessyni, f. 1955, þau eiga fjögur börn. 6) Sigurbjörn, f. 1965, í sambúð með Önnu Friðleifsdóttur, f. 1975, þau eiga þrjú börn. 7) Bjarni Gaukur, f. 1968, kvæntur Sóleyju Ægisdóttur, f. 1963, þau eiga tvö börn. Eiginkona Jóns Gunnars er Jó- hanna Steinunn Hannesdóttir, f. 11. apríl 1958. Þau kynntust árið 1973 og gengu í hjónaband 12. nóv. 1977. Foreldrar hennar eru Hannes Halldórsson, f. 2. ágúst 1921, og María S. Steinþórsdótt- ir, f. 9. ágúst 1928. Systkini Jó- hönnu eru: 1) Gylfi Sigurðsson, f. 1953, kona hans er Anna Rósa, f. 1958, þau eiga átta börn. 2) Þorbjörg, f. 1956, gift Guðmundi K. Magnússyni, f. 1958, þau eiga þrjú börn. Synir Jóns og Jóhönnu eru: 1) Hannes Sigurbjörn, f. 25. apríl 1975, í sambúð með Berg- þóru Sigurjónsdótt- ur, f. 11. sept. 1978. 2) Halldór Gunnar, f. 15. maí 1980, unnusta hans er Auður Margrét Guðmundsdóttir, f. 4. júlí 1986. 3)Heimir Snær, f. 24. maí 1985. Jón Gunnar sleit barnsskónum að mestu í austurbæ Kópavogs. Hann lauk grunnskólaprófi frá Víghólaskóla 1972. Árið 1975 byrjaði hann að vinna við múr- verk, í framhaldi af því fór hann á samning hjá Birni Kristjáns- syni og lauk hann sveinsprófi í múrsmíði 1981. Að loknu sveins- prófi fór hann í meistaraskólann og hlaut meistararéttindi 1983. Hann starfaði áfram við múr- verk í nokkur ár en var síðan til sjós frá 1989 til 1997 á tveimur frystitogurum Granda. Þá hóf hann aftur störf við múrverk og síðustu árin vann hann hjá Bygg- ingafélagi Ólafs og Gunnars ehf. Útför Jóns Gunnars fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 30. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við áttum saman fáein spor á sömu leið í kátínu og gleði man ég þig af tilviljun ég augun rek í rauðan stein með nafn þitt grópað gyllt á sléttan flöt. Og neðst við moldarsvörð þar standa orð sem næstum klökkva hugann – þar ég les: „Minning þín mun lifa og aldrei mást“ – þótt sporin yrðu færri en bjuggumst við. (K. Kristensen.) Þín elskandi eiginkona. Elsku pabbi, ég er búinn að vera að spyrja mig að því af hverju þú en engin svör fást og þau fást líklegast aldrei. Þennan mánudagsmorgun er við vorum á leið í vinnu, ég sofandi eins og venjulega og þú keyrandi með vindilinn þinn góða, þú vekur mig er við komum niður í barnaspít- ala, við löbbum inn og þú inn á kaffi- stofu og ég að klæða mig í vinnugall- ann. Svo heyri ég að sagt er með titrandi rödd: „Hringið í 112,“ ég inn á kaffistofu, sé þig ekki, færi mig innar, sé þig þá liggja á gólfinu. Mér brá og tárin komu strax niður kinn- ar mínar, því ég fann að eitthvað mikið var að. Svo voru mínúturnar lengi að líða og þú, elsku pabbi, deyrð síðan á þriðjudeginum. Þú varst ekki bara heimsins besti pabbi, við vorum svo góðir vinir, ég gat sagt þér allt, vandamál, gleði, sorg, þú skildir allt eða hafðir svör við öllu og gast leyst allt. Þennan tíma sem ég vann með þér kynntist ég þér svo miklu meir. Sjá hvernig allir dýrkuðu meistarann, alltaf var ég svo stoltur, hvernig allir litu upp til þín enda ekki skrítið, þú varst pabbi minn. Þú gast fundið svör við öllu, meira að segja blessaða terr- asógólfinu sem enginn annar gat. Gólfið sem var alltaf að verða búið eins og þú sagðir við mig þegar ég var að verða óþolinmóður á fjórum fótum á gólfinu en alltaf varst þú jafn þolinmóður. Þú tókst mig alltaf með þér að steypa því þú vissir að ég vildi losna frá gólfinu. Þessi tími sem ég vann með þér var frábær enda valdi ég múrverkið því það var svo gaman að vinna með þér en núna er það tekið frá mér. Núna verð ég að sýna hver pabbi minn var og hvaðan hæfileikarnir koma. Þú varst ekki bara meistarinn minn, þú varst pabbi minn eins og ég sagði svo oft við strákana. Þú tókst svo mikinn þátt í lífi okkar strákanna þinna, rallið, karfan og allt, þú varst í því öllu. Ef þú varst þar ekki þá hafðir þú eitthvað mikilvægara að gera sem var ekki oft því við strákarnir og mamma vorum nr. 1 hjá þér, elsku pabbi. Við strákarnir hugsum um okkar frábæru mömmu. Pabbi, ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín mikið, þú ert sannur engill. Þinn sonur Heimir Snær. Elsku pabbi. Ekki grunaði mig að þú myndir kveðja þetta jarðneska líf svona snemma. Þú áttir eftir að gera svo margt og fá svo margt. En svona er lífið og við fáum víst engu breytt, það er greinilegt að Guð á himnum hefur eitthvað mjög mikilvægt fyrir þig að gera fyrst við fáum ekki að hafa þig lengur hjá okkur. En eitt er víst, þú verður okkur innan handar þótt við fáum ekki að sjá þig eða heyra í þér, þú verður alltaf með okkur í hjarta og anda. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Bless í bili, elsku pabbi minn, við sjáumst seinna. Þinn Hannes. Elsku pabbi. Ég hef verið að spyrja mig af hverju þetta gerðist, en fæ engin svör. Þú sem varst alltaf svo hraustur og kenndir þér aldrei meins. Ég hélt að við myndum fá að hafa þig miklu lengur, en við fáum víst engu um það ráðið. Við sem átt- um eftir að gera svo margt saman en við náðum þó að gera ýmislegt. Þú og mamma voruð alltaf númer eitt hjá okkur og við númer eitt hjá ykkur. Ég hef verið að hugsa hvern- ig ég á að fara að án þín því þú varst alltaf hægri höndin mín í lífinu, t.d. í körfunni og rallinu. Það eru fáir leikirnir sem þú hefur ekki mætt á. Eins er það með rallið því þú varst alltaf með okkur þar. Við vorum svo nánir og ég gat alltaf sagt þér hvað væri að gerast í mínu lífi en nú þarf maður bara að hugsa um allar góðu minningarnar sem við áttum saman. Þú veist, pabbi, að við strákarnir hugsum um hana mömmu. Ég sakna þín svo mikið, elsku pabbi minn. Þinn sonur Halldór Gunnar. Elsku Nonni. Það er ekki margt hægt að segja á svona stundu. Mað- ur spyr sig: Af hverju þú? Þú sem varst svo fullur af lífsvilja og orku enda á besta aldri. En þér hefur greinilega verið ætlað eitthvert stórt hluverk þarna „hinum megin“. Ég gleymi aldrei þegar ég kom fyrst inn á heimili ykkar Jóhönnu fyrir um fjórum árum. Ég var að læðupokast um heimilið en Hannes skildi ekki af hverju ég var að snigl- ast svona um. Ég svaraði því til að ég vildi ekki vekja foreldra hans. Þá sagði hann að það væri engin hætta á því að ég myndi vekja þau, því þið væruð nefnilega á Akureyri í róm- antískri Valentínusarferð. Svona hjón hef ég aldrei hitt, búin að vera svona lengi saman eða í 29 ár og allt- af jafn ástfangin og nýbúin að halda upp á silfurbrúðkaupsafmælið ykkar úti í Edinborg 12. nóv. sl. Já, svona voruð þið alltaf að gera eitthvað hvort fyrir annað, ykkur leið best tveimur einum og voruð hvort öðru svo sannarlega nóg. Ég gleymi ekki þegar ég og Hannes trúlofuðum okkur fyrir þremur árum þegar við komum til ykkar á Borgarholtsbrautina á ný- ársdag til að sýna ykkur hringana. Þetta kom ykkur svo á óvart að þið brostuð breitt, þú varst ekki lengi að setja saman texta fyrir okkur nýtrú- lofaða parið, þann texta á ég alltaf eftir að geyma í hjarta mínu. En það er erfitt að lýsa svona ein- stökum manni eins og þú varst. Ég og Hannes höfðum hugsað um fram- tíðina þegar við kæmum með börnin okkar, hversu góður afi þú yrðir, en því miður fékkst þú aldrei þann heiður að halda á þínu eigin barna- barni. Ég veit að þú verður með okkur á öllum gleði- og sorgarstund- um í lífi okkar, fylgist með eins og engill á vaktinni. Nú kveð ég þig að sinni, því ég veit að við eigum eftir að hittast aft- ur, elsku tengdapabbi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín tengdadóttir, Bergþóra. Strjúktu Drottinn tregans tár af kinn, og tak í blíða föður arma þína, svo ég megi styrk og stuðning þinn, staðfastur í mótlætinu sýna. Græddu Drottinn hyldjúp hjarta sár, hugga þá sem sárust einsemd grætir. Þökk sé þér, öll geymd og gengin ár, gimsteina sem minninganna gætir. Legg þú Drottinn þína ljúfu mund að logasáru sorgar-brotnu hjarta, og ljáðu þeim sem leitar á þinn fund, að ljós þitt megi alla eilífð skarta. Gef þú þeim sem lifa, líkn og frið, og látnum ró, í þínum kyrrðar-heimi, opna Drottinn dýrðar þinnar hlið, drengnum sem ég djúpt í hjarta geymi. (Sigurjón Ari Sigurjónsson.) Guð blessi þig, vinur, Pabbi og mamma. Mig langar í fáum orðum að minn- ast bróður míns Jóns Gunnars eða Nonna eins og hann var oftast kall- aður, en mig skortir orð á þessum erfiðu stundum. Þegar maður á besta aldri er skyndilega hrifinn burtu frá elskandi eiginkonu og ynd- islegum sonum, en guð gefur og guð tekur, maður bara skilur þetta ekki. Nonni var yndislegur bróðir og góður strákur, vildi allt fyrir alla gera. Hann valdi sér það erfiða starf að læra múraraiðn og oft var hann slæmur í bakinu en aldrei kvartaði hann, beit bara á jaxlinn og kláraði sitt verk. Nonni var einstaklega góð- ur eiginmaður og faðir og þau Jó- hanna einstaklega samheldin hjón og góðir vinir. Og hvað þau voru dugleg að styðja og hvetja strákana sína og fylgja þeim eftir út um allt land í ralli og í körfuboltanum og öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur. Nonni var mjög laghentur maður, hvort sem var við múrverk eða skreytingar á fínustu brauðtertum, og ég man hve bílaterturnar voru flottar í afmælum drengjanna þegar þeir voru litlir. Kæri bróðir, þú varst alltaf svo kátur og glaður, spilandi á gítar og syngjandi frumsamda texta til ást- vinu þinnar og okkar hinna í fjöl- skyldunni og mikið var ég stolt og glöð þegar þú söngst til mín frum- saminn texta við uppáhaldslagið mitt í fertugsafmælinu mínu í fyrra og hvað þú varst flottur síðastliðið sumar í okkar árlegu fjölskylduúti- legu og þú söngst til mömmu fyrir pabba hönd. Elsku Nonni minn, ég get ekki trúað að þú sért farinn frá okkur og að ég eigi aldrei eftir að fá að sjá þig, en ég ætla að halda í þá von og trú að við munum hittast á æðri stöðum. Það er stórt skarð sem komið er í okkar stóra systkinahóp sem aldrei verður bætt, en ég ætla að geyma þig hjarta mínu sem syngjandi og glaðan bróður. Elsku Jóhanna mín, Hannes minn, Dóri minn og Heimir minn, ykkar missir er mestur, og elsku mamma og pabbi, ykkar miss- ir er mikill en við skulum reyna að styðja hvert annað og biðja til guðs um styrk og trú. Hvíl þú í friði, minn kæri bróðir. Þín systir Fanney. Elsku Nonni minn, hvað er hægt að segja á svona stundum fyrir utan hvað þetta er ósanngjarnt og ótíma- bært, enginn var eins duglegur að láta alla brosa og þú, enginn sagði eins skemmtilega frá og þú, alltaf með stríðnisglott á vör, enginn var eins fljótur að bjóða fram aðstoð ef á þurfti að halda. Það er svo margt sem ég gæti sagt um þig, þú varst ekki bara besti bróðir minn heldur vinur okkar Gunna, hann er að missa frábæran vin og mág þó þú værir miklu meiri bróðir. Árin sem þið voruð saman á sjónum tengdust þið mjög sterkum böndum og þakk- ar Gunnar nú fyrir þau, nú á hann aldrei eftir að segja; hringdu í Jón, biddu hann um að koma með gít- arinn og syngja með mér. Sú hugsun að þú eigir aldrei eftir spila á gít- arinn og syngja með okkur er skelfi- leg. Ég gæti sagt frá svo mörgum stundum, það er af svo mörgu að taka, utanlandsferðunum sem við fórum fjögur í, hinar fjölmörgu úti- legur bæði við fjögur og börnin og svo fjölskylduútilegurnar, það skarð verður aldrei fyllt. Nú myndir þú segja við mig; hættu þessu tuði og segðu eitthvað skemmtilegt. Ég veit þú vildir að við myndum reyna brosa líka þessa dagana en það er svo erf- itt. Þegar ég varð fertug samdir þú svo frábæran texta handa mér og söngst fyrir mig og spilaðir á gít- arinn, það var yndislegt. Þú hefur samið marga texta undanfarin ár, þó mest til Jóhönnu, þar kom ást þín til hennar fram í hverri línu. Nú var komið að því að þú ættir að fá texta fyrir þig í næsta þorrablót en nú er það of seint. Ekki er hægt að hugsa um þig og gítarinn öðruvísi en að þú værir að syngja lög eftir Bubba. Þú snertir ekki gítarinn öðruvísi en syngja Stál og hnífur og margt fleira. Það er mín trú að við eigum eftir að hittast aftur og sú trú hjálpar mér að komast yfir þessa daga sem eru mér svo erfiðir hvað þá heldur Jóhönnu og strákunum. Elsku Nonni, takk fyrir að fá að eiga svona góðan bróður, vin og mág. Elsku Jóhanna, Hannes, Dóri og Heimir, Guð gefi ykkur styrk og kraft á þessum erfiðu tímum. Elsku mamma og pabbi, guð gefi ykkur líka styrk til að ganga í gegn- um þessa efiðleika. Sóley og Gunnar. Nonni bróðir okkar er dáinn, að- eins 46 ára gamall. Þessi ljúfi og glettni strákur. Við bræðurnir fjórir, Óskar, Siggi, Doddi og Nonni, flutt- um með foreldrum okkar, Þórmundi og Fríðu, í Kópavoginn árið 1957. Nonni var þá á fyrsta ári. Síðan bættust í systkinahópinn tvær syst- ur, Sóley og Fanney og loks tveir bræður, Bjössi og Gauki. Við bjugg- um fyrstu árin á Nýbýlavegi 44a. Síðan í Fögrubrekku 24 og loks í Bræðratungu 7. Nonna leiddist, þegar fólk sagði hvað hann væri lítill: „Ert þú minnstur, vinur?“ Nonni var ekkert lítill, hann var bara yngstur og því minnstur af okkur bræðrunum, en hann fann ráð við þessu og sagðist kannski vera minnstur af strákun- um, en hann væri stærstur af stelp- unum. Nonni „litli“ var snemma úræða- góður og hugaður. Þegar við fórum öll í berjamó, einu sinni sem oftar og Nonni var þá þriggja eða fjögurra ára, heyrðum við ýlfur í hundi og JÓN GUNNAR ÞÓRMUNDSSON MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand- riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ef birta á minningargrein á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi) verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrr. Ef útför hefur farið fram eða greinin kemur ekki innan tiltekins skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.