Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 24
Eiríkur Þorláksson „Opinberu söfnin eru jú í eigu almennings og þau hljóta að eiga að leita jafn- vægis í þessum tveimur þáttum; að sýna fólki það sem helst er að gerast, list sem það þekkir og getur fengið fræðslu um, og síð- an að ögra með nýj- ungum.“ ÓHÆTT er að telja Lista-safn Íslands og Lista-safn Reykjavíkur þæropinberu stofnanir sematkvæðamestar eru í ís- lensku myndlistarumhverfi. Í fram- haldi af sjónarmiðum viðmælenda hér að framan og ýmsum málum er hafa verið til umræðu að undanförnu ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við Eirík Þorláksson, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur, og Ólaf Kvaran, safnstjóra Listasafns Ís- lands, um hlutverk og stefnumótun stofnananna sem þeir eru í forsvari fyrir. Inntur álits á þeim sjónarmiðum sem fram koma hjá Einari Hákonar- syni listmálara hér að framan, og end- urspegla gagnrýni sem Kjartan Guð- jónsson hóf máls á í opnu bréfi sínu til borgarstjórnar og varðar aðstöðu- leysi málara í sýningarhaldi, segir Ei- ríkur Þorláksson að hlutverk safn- anna sé að reka metnaðarfulla sýningarstefnu og samræmist hún ekki fyrri starfsháttum listasafna, þar sem salir voru leigðir út til lista- manna. „Ég held að það sé alls ekki rétt að söfnin útiloki ákveðinn hóp listamanna, t.d. málara af eldri kyn- slóð. Það sem söfnin hafa verið að gera markvisst er að setja sýningar- dagskrá sína í ákveðið alþjóðlegt sam- hengi. Leitast er við að halda þar ákveðnum gæðum og eru menn ekki aðeins valdir til sýninga vegna þess að þeir eru íslenskir listamenn, heldur vegna þess að verk þeirra kallast á við og standast samanburð við það sem er að gerast á hinu alþjóðlega lista- öðrum aðilum. „Þetta hefur borgin gert með samstarfssamningum við listasöfn og gallerí sem einkaaðilar hafa átt frumkvæði að því að koma á fót og reka. Það væri hægt að auka þennan stuðning og skapa þar með möguleikann á auknum og fjölbreytt- ari sýningarrýmum fyrir myndlist. Það væri þá undir frumkvæði einka- aðila komið að reka slík rými án af- skipta borgarinnar, fyrir utan þann stuðning sem borgin gæti veitt þeim. Ég held að þetta sé mun vænlegri leið fyrir Reykjavíkurborg eða aðra opin- bera aðila til þess að styðja við slíka starfsemi.“ Málverkið einn miðill af mörgum Einar Hákonarson gagnrýnir list- fræðinga sem stýra opinberum sölum fyrir einsýni sem útiloki m.a. mál- verkið og setur í máli sínu fram harða gagnrýni á innkaupastefnu og sýning- arhald Listasafns Íslands, sem hann telur endurspegla þá söguskoðun að málverkið hafi hætt að vera til um 1960. Hann segir sýninguna Íslenska myndlist 1980–2000 endurspegla glöggt hvers konar list sé listfræðing- um „þóknanleg“. Í svari sínu við þess- ari gagnrýni ítrekar Ólafur Kvaran að staða málverksins hafi breyst mjög á síðari hluta 20. aldar, og endurspegli sýningin sem nú er í safninu þá stað- reynd. „Með hliðsjón af sýningunni Íslenskri myndlist 1980–2000, sem nú stendur yfir í Listasafninu, er ljóst að eitt megineinkenni myndlistar síðast- liðin 20 ár á Íslandi eins og annars staðar er að listamenn nota margvís- lega miðla til að setja fram hugmynd- Eðlilegt að kröfur til listastofnana séu miklar sviði. Þetta er sú stefna sem flest þeirra safna sem gegna hér opinber- um skyldum leggja áherslu á og óneit- anlega verður það til þess að einhverj- um finnst þeir útilokaðir. En það verður alltaf svo. Ekkert safn getur vonast til að standa undir nafni í sam- anburði á alþjóðavettvangi, ef sýning- ardagskrá felst í því að úthluta sölum eftir einhverjum misskildum lýðræð- isviðmiðum.“ Eiríkur segir að það yrði skref aft- ur á bak fyrir safnið að taka upp þann háttinn að leigja út hluta af sýning- arrými safnsins og úthluta eftir um- sóknum, og bendir á að núverandi stefna Listasafns Reykjavíkur hafi verið pólitísk ákvörðun en ekki geð- þóttaákvörðun eins safnstjóra. „Hvað Listasafn Reykjavíkur varðar hefur ákveðin þróun átt sér stað frá árinu 1988 þegar faglega menntaður for- stöðumaður tók þar við í fyrsta sinn og fór að vinna í þessum málum. Árið 1992 var síðan tekin sú pólitíska ákvörðun í menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar að hætta að leigja út sali á Kjarvalsstöðum og að allt sýningarhald yrði á ábyrgð safnsins sjálfs. Forsendan á bak við þetta var sú að auka metnað í starfsemi safns- ins á alþjóðavísu, að hafa sýningar- dagskrána jafna og góða og koma í veg fyrir gloppur í sýningarhaldi sem gætu orðið fyrir tilverknað einhverr- ar biðraðarpólitíkur.“ Eiríkur telur að ef Reykjavíkur- borg eigi að gera eitthvað til að auka við sýningarrými fyrir listamenn eigi sú viðleitni að birtast í stuðningi við listasöfn og gallerí sem rekin eru af Ólafur Kvaran „Listamenn vinna jöfnum höndum með málverk og aðra miðla, listhugtakið hefur stækkað og hug- myndalegar skírskotanir orðið víðtækari. Þetta er staðreynd í íslenskri og al- þjóðlegri listasögu, og í raun sérkennilegt að þurfa að tíunda þessi sannindi árið 2002.“ sem mörgum er tíðrætt um að vanti í íslenskt myndlistarumhverfi. Slík fyr- irtæki eru rekin samkvæmt við- skiptalegum hagsmunum, jafnframt því sem þau geta orðið mikilvægur vettvangur áhuga- og fagfólks til að meta myndlistarumhverfið og upp- götva þá sem eiga möguleika á að ná langt. Edda Jónsdóttir hefur rekið i8 gallerí um sjö ára skeið og lagt áherslu á að starfsemin standist kröf- ur hins alþjóðlega myndlistarum- hverfis, m.a. hvað varðar samstarf við önnur faglega rekin fyrirtæki og þátt- töku í alþjóðlegum listakaupstefnum. Edda talar því af reynslu þegar hún segir rekstrarskilyrði fyrir einkarek- in gallerí sem standast alþjóðlegar kröfur einkar erfið hér á landi. „Ég held að það sé alveg ljóst að án einkarekinna gallería væri myndlist- arlífið hér á landi fábrotnara, því gall- eríin sinna tilteknu hlutverki sem er annað en hlutverk safnanna. Þau vinna að því að selja listaverkin, sinna ákveðinni upplýsingadreifingu, vinna að því að ná sambandi við erlenda safnara og koma á samstarfi og sýn- ingum á íslenskum listamönnum er- lendis. Þá eiga galleríin ekki síst þátt í að auðga myndlistarflóruna í borgum, en vart er hægt að hugsa sér stórar menningarborgir án gallería. En í svo fámennu samfélagi sem hér er, er erf- itt að halda gallerírekstri gangandi nema forsendur séu skapaðar til að reka þau á alþjóðlegum grundvelli. Tekjur galleríisins sem ég rek hafa komið að mestu frá erlendum kaup- endum, söfnum og einstaklingum sem við höfum náð að mynda tengsl við. Reykjavíkurborg og i8 gerðu með sér samstarfssamning svipaðan og borg- in gerði við nokkra einkarekna leik- og tónlistarhópa, sem hefur verið styrkur í að halda þessari viðleitni áfram og skipt töluverðu máli,“ segir Edda. Hún bendir þó á að það taki langan tíma að vinna upp þau sambönd, traust og virðingu sem nauðsynleg eru til að komast á kortið í markaðs- heimi myndlistarinnar. Alþjóðlegar listkaupstefnur geri t.d. ákveðnar kröfur sem gallerí verði að uppfylla til að eiga yfirleitt möguleika á að verða boðin þátttaka og sé það töluverð við- urkenning að fá inngöngu í þær. „Á meðan listmarkaðurinn er lítill sem enginn hér heima, kallar upp- bygging slíkrar starfsemi á mikil fjárútlát, og er hvatinn til þess að koma slíku fyrirtæki á fót því ekki mikill,“ segir Edda og bendir á að á flestum Norður- landanna fái þau gallerí sem kom- ast inn á þær alþjóðlegu listkaup- stefnur sem i8 hefur tekið þátt í, opinbera styrki til að kynna þar listamenn þjóðar sinnar. Greiddur er flutningskostn- aður á verkum, og stór hluti kostnaðar við þátttökuna o.fl. er greiddur, lista- mennirnir sem sýndir eru fá greidd fargjöld og uppihald. „Við sitjum ekki við sama borð og þessar þjóðir hvað þetta varðar, það virð- ist ekki ríkja hér sami skilningur á því hversu mikilvæg menningarkynning það er fyrir þjóð að taka þátt í listakaup- stefnum. Þær eru mikil- vægt tækifæri til að gera ís- lenska listamenn sýnilega á markaðstorgi myndlistarinnar í heim- inum. Menntamálaráðuneytið gerði samning við i8 en sú upphæð á þessu síðasta ári samningsins er aðeins upp í ferðakostnað fyrir einn á eina listamessu. Það er hart fyrir hæfileikaríka íslenska myndlistar- menn að þurfa að setjast að erlendis til að eiga von um markaðssetn- ingu verka sinna og þá í nafni annarra þjóða. Því þó að settar séu upp opinberar sýn- ingar erlendis á ís- lenskri myndlist á vegum safnanna öðru hverju ná þær sjaldnast til safnara samtímalista og annarra kaupenda.“ Edda segir nauðsynlegt að byggja upp innlendan listmarkað samhliða því að vinna að alþjóðlegum tengslum. Hér sé alltof lítið um að listáhugafólk og stórfyrirtæki líti á myndlist sem verðmæti í andlegum og veraldlegum skilningi. „Erlendis hafa menn komist að því fyrir löngu að oft er það myndlistin í fyrirtækjum þeirra sem lifir af verð- fall hlutabréfanna,“ segir Edda. Verðmæti listarinnar Kristinn Hrafnsson myndlistar- maður telur það af og frá að myndlist- armenn eigi að geta gengið að opin- berum sýningarsölum eins og hverjum öðrum starfsréttind- um og telur umræðuna sem átt hefur sér stað, m.a. í kjölfar opins bréfs Kjartans Guðjónssonar í Morgunblaðinu, á afar lágu plani og vart geta flokkast undir mynd- listarumræðu. Listamenn eigi ekki söfnin fyrir sig og eigi í raun ekki skilið að fá þar aðgang nema þeir standi sig í því sem mestu skiptir, þ.e. listinni sjálfri. „Þetta gildir um alla listamenn. Það er því einkennilegt að menn sem vilja láta taka sig gildandi í myndlistarumræðu sjái þá leið eina í baráttu sinni fyr- ir viðurkenningu að níða skóinn af kollegum sínum, í stað þess að láta lista- verkin tala. Það má kall- ast furðulegt að þeir hafi ekki skilað sér lengra en raun ber vitni, þrátt fyrir allan þann tíma sem þeir hafa haft til þess og allar blaðagreinarnar um órétt- lætið. Ferillinn er enginn og af- raksturinn rýr og þá helst gremja. Heimtufrekjan hinsvegar er öll á kostnað annarra listamanna sem þeir ráðast á dag og nótt. Þeir virðast ekki geta komið mál- um sínum fram á eigin verð- leikum og grípa þá til þess að níða skóinn af fyrrver- andi nemendum sínum og ungu listafólki sem er af einurð að brjóta sér leið, en neitar að vera spor- göngumenn þeirra. Þeir hafa sérstakt dálæti á því að bregða fæti fyrir ungt og vel menntað fólk með áhuga á listum – og flestir fyrrverandi kennarar. Þessi um- ræða er einhvernveginn of heimskuleg til að hægt sé að halda áfram af ein- hverju viti og það má kalla sérkenni- legt að þetta sé flokkað undir mynd- listarumræðu.“ Kristinn bendir á að í myndlistar- heiminum, eins og víðast hvar annars staðar, fari fram ákveðið val sem menn verða að una við. Valið sjálft geti alltaf orkað tvímælis en það verði að fara fram. „Ef menn viðurkenndu að myndlistarheimurinn er lagskiptur hér eins og annars staðar, væri staðan önnur og við gætum farið að tala um raunverulega myndlist annars vegar og listlíki hins vegar. Eins og málin standa nú er lítill greinarmunur gerð- ur hér á milli þeirrar listar sem felur í sér raunveruleg verðmæti og hand- verks sem selt er dýrum dómum í nafni listarinnar.“ Kristinn segir að það sem máli skipti sé að söfn og fagfyrirtæki beini sjónum að hinum raunverulegu gæð- um í myndlist sem eru til þess fallin að skapa verðmæti bæði í menningar- legum og fjárhagslegum skilningi. „Það vill oft gleymast að í listsköp- un verða til raunveruleg samfélagsleg verðmæti. Þar verða hugmyndirnar til í ríkum mæli og án þeirra væri samfélagið fátækara. Öll framleiðsla kallar á hugmyndir og er það stað- reynd að iðnaður, hönnun og ímynda- mótun nýtir sér og þrífst á þeim hug- myndum sem til verða í listum. Það fjármagn sem lagt er í menningar- geirann, af einkaaðilum og því opin- bera, skilar sér þannig til baka í hagn- aði hjá þeim sem kunna að nýta sér hugmyndir. Þetta samhengi ætti að sýna fram á að stuðningur við listir er um leið stuðningur við hugmyndaauð- ugt samfélag og fjölbreyttara mark- aðssamfélag ef lengra er lesið. Með slíkum stuðningi er því ekki verið að kasta fé á glæ eða reka „ríkisrekna listamenn“, heldur er beinlínis verið að stuðla að fjölbreytni sem er auður í sjálfri sér. En eins og málin standa nú ríkir hér mjög furðulegt ástand í menningarmálum. Það er mikið að gerast í myndlistinni, fólk er uppfullt af hugmyndum, endalaust að fram- leiða og sýna, en það er enginn mark- aður til að taka við þessum sköpunar- krafti,“ segir Kristinn. Að lokum segir Kristinn það baga- legt að listastofnanir hér á landi eigi vegna fjárhagsvanda í mesta basli með að sinna lögbundnum verkefnum eins og að safna myndlist og miðla henni til almennings. „Þetta á að vera vaxandi grein í samfélaginu að mínu viti. Uppbygging safnanna og þjón- usta þeirra við almenning og safnara er ekki eins og hún á að vera ef ég met þetta rétt. Söfnin eiga í raun að virka eins og verðbréfastofur fyrir safnara og eiga að dæla frá sér upplýsingum Fljúgandi diskar Söru Björnsdóttur. Morgunblaðið/Þorkell 24 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.