Morgunblaðið - 03.02.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.02.2003, Qupperneq 1
FULLTRÚAR sveitarfélaganna Norður-Héraðs og Fljótsdalshrepps afhentu stjórnendum Landsvirkjunar formlega framkvæmdaleyfi vegna byggingar Kárahnjúka- virkjunar við athöfn sem fram fór á Hótel Héraði á Egils- stöðum í gærkvöldi. „Þetta er mjög ánægjulegur viðburður og ákveðið skref á þessari braut,“ segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra sem var viðstödd athöfnina á Egilsstöðum í gær. „Þetta er allt á beinu brautinni. Hver atburðurinn rekur annan og er Alþingi um þessar mundir að fjalla um heim- ildarlagafrumvarpið [vegna samninga við bandaríska ál- fyrirtækið Alcoa] í nefnd.“ Hún segir ekki búið að dagsetja undirritun samninga við Alcoa um byggingu álversins í Reyðarfirði. Vel viðunandi niðurstaða „Nú hafa sveitarstjórnirnar gefið leyfi til þess að hægt sé að hefja framkvæmdir og að allt sé til reiðu af þeirra hálfu,“ sagði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. „Á síðustu árum hafa fulltrúar Landsvirkjunar og þessara tveggja sveitarfélaga sem málið varðar unnið að samn- ingum og heimamenn hafa auðvitað haldið fast á málum sínum en ég held að niðurstaðan sé mjög vel viðunandi fyr- ir báða aðila og samstarfið hefur verið með afbrigðum gott og ég á von á að það verði áfram,“ segir Friðrik. Afhenda framkvæmda- leyfi fyrir Kárahnjúka Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Lands- virkjunar, Friðrik Sophusson forstjóri og Guðgeir Ragnarsson, oddviti N-Héraðs, með framkvæmdaleyfin. STOFNAÐ 1913 32. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 mbl.is Mynddiskar sækja á Mynddiskalistinn og umfjöllun um DVD-upptökutækni Fólk 31 Handboltalandsliðið tryggði sér keppnisrétt í Aþenu Íþróttir 2/12 Frumsýn- ingarhelgi Tvær frumsýningar hjá Leikfélagi Akureyrar Listir 14/Fólk 33 Ólympíu- sæti í höfn GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, og Bandaríkjaþing hétu í gær nákvæmri rannsókn á hinu hörmulega slysi á laugardag er geim- ferjan Kólumbía brotnaði upp í 63 km hæð yfir jörðu er hún var að koma inn til lendingar á Flórída. Með henni fórst öll áhöfnin, sjö manns. Enn er ekki vitað hvað olli harmleiknum en getgátur um það eru komnar fram. NASA, bandaríska geimvísinda- stofnunin, hefur skipað nefnd óháðra sérfræðinga til að kanna slysið og átti hún að koma saman í dag. Hefur rík- isstjórnin heitið því, að ekkert verði til sparað við rannsóknina. Varað við ónógu öryggi Nú þegar hefur komið fram nokkur gagnrýni á NASA og er stofnunin sögð hafa hunsað viðvaranir um, að öryggi ferjunnar væri ekki sem skyldi. Breska blaðið Observer hafði það í gær eftir Don Nelson, sem vann áður sem tæknifræðingur hjá NASA, að hann hefði verið búinn að biðja Bush forseta að skerast í leikinn vegna þess, að öryggismálin væru ekki í lagi. Þá hefur slysið einnig sett spurningarmerki við framtíð ISS, Al- þjóðlegu geimstöðvarinnar, en Rúss- ar skutu í gær upp ómannaðri ferju með vistir til hennar. Bush forseti og aðrir frammámenn í Bandaríkjunum leggja hins vegar áherslu á, að slysið muni ekki verða til að draga úr geim- ferðaáætlununum. Kólumbía brotnaði upp þegar hún átti 16 mínútur eftir til lendingar á Flórída og var þá á 20.000 km hraða. Talið er, að rannsóknin muni ekki síst beinast að hugsanlegum skemmdum á hitahlífum á vinstri væng ferjunnar en vitað er, að brot úr einangrun elds- neytisgeymis ferjunnar skall á vængnum rétt eftir flugtak 16. janúar síðastliðinn. Þjóðarsorg Þjóðarsorg ríkir í Bandaríkjunum vegna slyssins og einnig í Ísrael en einn geimfaranna var ísraelskur. Var Bush forseti mjög klökkur er hann ávarpaði þjóð sína eftir slysið á laug- ardag og minntist þeirra, sem létu líf- ið. Hafa honum og Bandaríkjamönn- um borist samúðarskeyti frá þjóðhöfðingjum og öðrum frammá- mönnum víða um heim. Bandaríkjamenn syrgja geimfarana sjö sem fórust með geimferjunni Kólumbíu Reuters Grant Johns, sjö ára gamall, huggar fjögurra ára gamla systur sína við minningarreit, sem komið var upp við aðalstöðvar NASA í Houston í Texas. Hefur áhafnar Kólumbíu verið minnst með þeim hætti um öll Bandaríkin. Líkur á að ferjan hafi skaddast alvarlega strax í flugtaki Washington. AP, AFP.  Sundraðist/12 Viðamikil rannsókn er þegar hafin á slysinu FULLTRÚAR Landsvirkjunar og ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo S.p.A hafa farið yfir alla þætti tilboðs Impregilo í tvo stærstu verkþætti Kárahnjúkavirkjunar, að sögn Friðriks Sophussonar. „Við erum að vonast til að geta lagt fram á stjórnarfundi nk. föstu- dag tillögu um að taka tilboðinu og gera tiltekna samninga sem þá ættu að liggja fyrir. Ef stjórn fyrirtæk- isins samþykkir það, ætti að vera hægt að gefa út leyfisbréf í næstu viku. Þá gæti Impregilo byrjað að undirbúa framkvæmdir en auðvitað er ekki hægt að hefja sjálfar fram- kvæmdirnar fyrir austan fyrr en skrifað hefur verið undir rafmagns- samninginn og aðra samninga sem málið varðar, og það verður varla gert fyrr en eftir að Alþingi hefur afgreitt heimildarlagafrumvarpið,“ segir Friðrik. ,,Á þessari stundu sé ég ekkert sem kemur í veg fyrir að hægt sé að gera við þá samninga.“ Samið verði við Impregilo GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, og jafnaðarmanna- flokkur hans biðu mikinn ósigur í kosningum í tveimur sam- bandslöndum í gær, Neðra-Sax- landi og Hessen. Er litið á úrslitin sem alvarlega viðvörun til ríkis- stjórnarinnar en henni er kennt um bágt ástand í þýskum efnahagsmál- um. Í Hessen bar Roland Koch, for- sætisráðherra og leiðtogi kristi- legra demókrata í sambandsland- inu, sigur úr býtum og voru horfur á að flokkur hans fengi hreinan meirihluta, rúmlega 50% atkvæða. Þar fékk flokkur Schröders innan við 30% sem er það minnsta sem hann hefur fengið eftir stríð. Í Neðra-Saxlandi, heimaríki Schröders, bentu tölur til að jafn- aðarmenn fengju um 33% atkvæða, fengu 47,9% í kosningunum 1998, en kristilegir demókratar virtust ætla að fá rúmlega 48%. Þeir munu því taka við stjórn þar og líklega í samstarfi við frjálsa demókrata. Ljóst er að þýskir kjósendur eru að refsa Schröder fyrir ástandið í efnahagsmálunum, mikið atvinnu- leysi og nýlegar skattahækkanir. Schröder bíður mik- inn ósigur Berlín. AFP. ♦ ♦ ♦ VACLAV Havel lét í gær af emb- ætti forseta Tékklands en ekki hillir enn undir, að þingið geti komið sér saman um eftirmann hans. Óttast margir, að það geti dregist jafnvel mánuðum saman og leitt til stjórn- arskrárkreppu í landinu. Havel ávarpaði þjóðina í síðasta sinn en með forsetavaldið fara nú tveir menn, Vladimir Spidla, for- sætisráðherra Tékklands, og Lub- omor Zaoralek, forseti þingsins. Hefur þinginu mistekist í tvígang að velja eftirmann Havels og þykir það sýna vel það tómarúm, sem rík- ir við brottför hans. Ekki er sjáan- legur neinn maður með það sið- ferðilega vægi, sem Havel hefur, og sumir spá því, að það geti tekið þingið nokkra mánuði að velja nýj- an forseta. Vilja breyta stjórnarskrá Æ fleiri leggja nú til, að forsetinn verði kjörinn í almennum kosning- um en það kallar á stjórnarskrár- breytingu, sem tekið getur hálft ár að koma í gegn. Þótt vinsældir Havels hafi dvínað nokkuð meðal landa hans á síðari árum, gera þeir sér grein fyrir því, að erfitt verður að fylla það skarð, sem hann lætur eftir sig: „Það skiptir einu hver verður kjörinn, sá hinn sami mun aldrei hafa þau áhrif og þá stöðu, sem Havel hefur haft,“ sagði í tékkneska dagblaðinu Lidove Noviny í gær. Tékkland án forseta Prag. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.