Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 2
ÍBÚÐALÁNASJÓÐI gefst núkostur á að koma betur tilmóts við fólk sem misst hefureignir sínar á nauðungarsölu þar sem virði húseignarinnar hefur ekki nægt til að greiða upp áhvílandi lán Íbúðalánasjóðs. Með nýrri reglugerð um meðferð krafna Íbúðalánasjóðs sem glatað hafa verðtryggingu er Íbúðalánasjóði gert kleift að afskrifa hluta þeirra skulda sem viðkomandi einstaklingur skuldar sjóðnum eftir nauðungarsölu. Kröfur Íbúðalánasjóðs teljast hafa glatað veðtryggingu annars vegar þegar sjóðurinn kaupir fasteign við nauðungarsölu og kröfur sjóðsins eru hærri en matsverð hennar við upp- boð, og hins vegar þegar aðrir kaupa fasteign við nauðungarsölu og kröfur sjóðsins sem hvíla á fasteign fást ekki að fullu greiddar af söluverði hennar. Þess ber að geta að kröfur Íbúða- lánasjóðs sem glatað hafa veðtrygg- ingu bera hvorki vexti né verðtrygg- ingu. Hingað til hafa skuldarar ekki fengið fyrirgreiðslu að nýju, hvorki ný lán né heimild til yfirtöku eldri lána, fyrr en að skuld við Íbúðalána- sjóðs hefur verið að fullu greidd. Greiða skal helming kröfunnar Með hinni nýju reglugerð getur skuldari nú hvenær sem er greitt inn á kröfuna og er Íbúðalánasjóði heim- ilt að koma til móts við skuldara við hverja greiðslu með því að fella niður af kröfunni til viðbótar sömu fjárhæð og greidd var. Með því er krafa að fullu greidd þegar skuldari hefur greitt helming hennar. Að liðnum 5 árum frá nauðung- arsölu er stjórn Íbúðalánasjóðs heim- ilt að afskrifa kröfur, sem glatað hafa veðtryggingu enda sýnt að skuldari hafi ekki haft og hafi ekki fjárhags- getu til að greiða helming kröfunnar vegna ófyrirséðra eða óviðráðanlegra atvika. Þess ber að geta að við nauðung- arsölu skal Íbúðalánasjóður tilkynna skuldara bréflega um niðurstöðu uppgjörs á nauðungarsölunni um leið og frumvarp um úthlutun á söluverði eða verðmat íbúðar liggur fyrir. Í til- kynningu skal meðal annars gera grein fyrir möguleika á greiðslu kröf- unnar og útilokun frá fyrirgreiðslu sjóðsins. Hins vegar skal Íbúðalánasjóður ekki aðhafast frekar við innheimtu kröfu nema sjóðurinn telji að krafa hafi orðið til vegna saknæmra at- hafna eða meintra brota á lána- reglum, enda fellur heimild sjóðsins til niðurfellingar niður við slík brot. Heimildir Íbúðalánasjóðs til afskrifta skulda rýmkaðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Grafarvogur Markaðurinn eftir Hall Magnússon, sérfræðing stefnumótunar og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/ hallur@ils.is 2 B ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir mbl.is/fasteignir/fastis habil.is/fastis OPIÐ 9-18 3JA HERBERGJA LAUGATEIGUR-RIS Vorum að fá í einkasölu góða 3ja herb. risíbúð í fjórbýli á þessum vinsæla stað. Nýl. kirsuberjainn- réttingar í eldhúsi. Parket. Björt íbúð. Áhv. um kr. 5,5 millj. húsbréf. LAUFENGI Í einkasölu mjög góða 3ja herb. íb. á 2. h. Í litlu nýl. fjölb. með sérinn- gangi af svölum. Austursvalir úr stofu. Barnvænt hverfi m.a. stutt í skóla. SANN- GJARNT VERÐ: 10,8 millj. 4 - 6 HERBERGJA SKIPASUND - LAUS FLJÓTL. Vorum að fá í einkasölu mjög góða 4ra herb. Íb. á jarðhæð í góðu steyptu þríbýli með sér- inngangi. Stofa, borðstofa og 2 svefnherb. Nýleg eikarinnrétting í eldhúsi. Gluggar og gler endurn. Áhv. um 4,1 millj. Byggsj. rík. LAUS FLJÓTLEGA.Verð 12,4 millj. SÓLTÚN Vorum að fá í einkasölu góða 4ra herb. íbúð ofarlega í nýlegu lyftuhúsi. Sérinn- gangur af svölum. Þvottahús á hæðinni. Suðursvalir. Húsið er steinað að utan og því væntanl. Viðhaldslaust á næstu árum. Verð 14,9 millj. BARÐASTAÐIR - BÍLSKÚR Mjög góð og vel skipulögð 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð í litlu nýlegu fjölbýli ásamt um 28 fm bílskúr. Sjónvarpshol, góð stofa m. suð-vestursvölum, 3 góð herb. Vandaðar innr. úr hunangseik. Þvottah. í íb. Flísar og parket á gólfi. Hús er steinað að utan með marmarasalla. Eign fyrir vandláta. SUÐURNES EINBÝLI Í HÖFNUM Vorum að fá í sölu lítið einbýli á einni hæð ásamt um 30 fm bílskúr. Húsið skiptist í stofu, 2-3 herb., baðh. og eldhús m. nýl. innréttingu. Út- sýni. Friðsælt og fjölskylduvænt umhverfi. Aðeins 5-10 mín. akstur til Reykjanesbæj- ar. Áhv. um 3,5 m. húsbréf. Ásett verð 7,4 millj. 2ja HERBERGJA LJÓSHEIMAR-LYFTUHÚS Vorum að fá í einkasölu mjög góða 2ja herbergja íbúð í þessum vinsælu húsum. Endurnýjuð eldhúsinnrétting. Austursvalir. Íbúðin er nýlega öll máluð. Ákv. sala. Verð 9,5 millj. LAUGAVEGUR Vorum að fá í sölu fallega og mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð í góðu steinhúsi ofarlega á Laugaveg- inum. Íb. snýr að mestu frá Laugav. Parket á gólfum. Bílastæði. Áhv. um 5,5 millj. langtímalán. Ákv. sala. VESTURBÆR - LAUS Vorum að fá í einkasölu litla og huggulega 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í litlu fjölb. Nýl. parket á gólfi. Áhv. um 2,7 millj. húsbr. Góð stað- setning. Laus strax. Verð 5,9 millj. FOSSVOGUR-SKIPTI Vorum að fá í einkasölu fallega litla 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. Parket. Timburver- önd í suður. BEIN SALA EÐA SKIPTI Á STÆRRI ÍBÚÐ EÐA RAÐHÚSI Í BÚ- STAÐAHVERFI. VANTAR EIGNIR Á SKRÁ PERSÓNULEG, TRAUST OG ÁBYRG ÞJÓNUSTA TÆPLEGA 20 ÁRA STARFSREYNSLA BREIÐHOLT Vorum að fá í einkasölu góða 4ra herb. íb. á 3. hæð í lyftuhúsi. Gott sjónvarpshol. Endurn. baðh. Suður- svalir. Verð 11,4 millj. HÆÐIR KAMBSVEGUR-BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu fallega efri sérhæð ásamt bílskúr í góðu þríbýli á þessum vinsæla stað. Stórt hol, stofa og borðstofa, 3 svefnherbergi, eldhús og endurnýjað bað- herb. Parket og flísar (nýtt parket í stofu). Nýlegt þak. Endurn. lagnir. Góður garður. 28 fm bílskúr. LAUS STRAX. ÁKVEÐIN SALA. SÓLTÚN - GLÆSIÍBÚÐ Mjög vönduð um 121 fm íbúð á efstu hæð í ný- legu lyftuhúsi ásamt stæði í bílsk. Flísar á baðh., vandað parket á öðru. Suðursvalir. Hagstæð langtímalán tæpar 10 millj. Ásett verð 19,9 millj. HÁTÚN - BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu mjög fallega mikið endurnýjaða 4ra herbergja efri sérhæð í tvíbýli ásamt bílskúr. Stofa í suður, 3 svefnh. Nýl. eldhúsinnrétting. Parket og flísar á gólfi. Geymsluris. Möfgul. að lyfta risi. Áhvílandi um 6,7 millj. byggsj og hús- bréf. Verð 14,9 millj. EINB.- PAR- RAÐHÚS BYGGÐARENDI-EINBÝLI Glæsilegt einbýlishús á þessum vinsæla stað, innarlega í botnlangagötu. Húsið sem er á 2 hæðum er með nýlegri vand- aðri eldhúsinnréttingu, nýl. endurnýjuðum baðherbergjum og gufubaði. Stofur með fallegu útsýni og suðursvölum. Gólfefni er parket og flísar, að mestu nýlegt. Fallegur garður. Ásett verð 39,0 millj.. GARÐABÆR - Á EINNI HÆÐ Vorum að fá í sölu mikið endurnýjað ein- býlishús á einni hæð um 125 fm ásamt um 40 fm bílskúr. Húsið er bæði endurnýjað að utan sem innan. Möguleiki á sólskála. Góð staðsetning á skjólgóðum stað. Stutt í skóla og þjónustu. Verð 20,4 millj. ÁSBÚÐ-GBÆ Vorum að fá í sölu gott um 250 fm einbýlishús að mestu á einni hæð með tvöf. Innb. bílskúr með háar inn- keyrsludyr. Góð suðurverönd og garður. Fallegt útsýni. Stutt í skóla og leikskóla. Ákv. sala. Í SMÍÐUM GRAFARHOLT-EINBÝLI Vorum að fá í einkasölu glæsilegt um 246 fm ein- býli á tveimur hæðum með innb. góðum bílskúr. Mögul. að hafa séríb. á jh. Stofa, borstofa og 6-7 herbergi. Fallegt útsýni. Afh. fljótl. Fokh. að innan og fullfrág. að utan. Teikn. á skrifstofu. Verð 19,9 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI MIÐBORGIN Til sölu eða leigu um 110 fm skrifstofuhæðí nýl. lyftuhúsi. Laus strax. BORGARTÚN-LEIGA Til leigu um 370 og 170 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í góðu húsi við Borgartún. Leigist saman eða í tvennu lagi. Möguleiki á stærri hluta. Uppl. á skrifst. MIÐHRAUN-GARÐABÆ Vorum að fá í einkasölu nýlegt um 1160 fm hús- næði sem er sérhannað fyrir heildsölu. Húsnæðið er á einni hæð með um 8 metra lofthæð auk lítils millilofts fyrir skrifstofur. Góð aðkoma og bílaplan. Nánari uppl. veitir Haukur Geir. Haukur Geir Garðarsson viðskiptafr. og lögg. fasteignasali Efnisyfirlit Ás .......................................... 28—29 Ásbyrgi ........................................... 5 Bakki ............................................ 22 Berg .............................................. 30 Bifröst ............................................. 3 Borgir ............................................ 21 Eign.is .......................................... 35 Eignaborg .................................... 39 Eignalistinn ................................. 12 Eignamiðlun ....................... 22—23 Eignaval ........................................ 31 Fasteign.is ................................... 10 Fasteignamarkaðurinn .......... 6—7 Fasteignamiðlunin ....................... 4 Fasteignamiðstöðin ................. 47 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 37 Fasteignasala Íslands ................. 2 Fasteignastofan ........................ 40 Fasteignaþing ............................. 27 Fjárfesting .................................. 45 Fold ................................................. 11 Foss .............................................. 46 Garður .......................................... 26 Garðatorg ..................................... 41 Gimli .............................................. 18 101 Reykjavík ............................. 34 Heimili .......................................... 29 Híbýli ............................................ 44 Hóll .......................................... 16—17 Hraunhamar ....................... 24—25 Húsakaup .................................... 48 Húsavík ........................................ 43 Húsið ............................................. 14 Hús.is .............................................. 3 Húsin í bænum ........................... 42 Höfði ................................................ 9 Höfði, Hafnarfirði ........................ 8 Kaupendaþjónusta .................... 44 Kjöreign ........................................ 13 Laufás .......................................... 20 Lundur .................................. 32—33 Lyngvík .......................................... 19 Miðborg ........................................ 36 Óðal & Framtíðin .......................... 7 Skeifan .......................................... 15 Smárinn ........................................ 14 Stakfell ......................................... 17 Valhöll .................................. 38—39 Vönduð, amerísk ilmkerti hafaverið seld í glerkrukkum með skrúfuloki. Þessi kerti eru nokkuð dýr, en endast ótrúlega lengi. Lokin á sumum krukknanna eru með lausum toppi, þ.e. fyrst er plata lögð ofan á krukkuna og síð- an er lokað með því að skrúfa nið- ur að henni. Þessar krukkur eru kjörnar til að endurnýta, t.d. sem nálapúða og hirslu undir tvinna og fleira smálegt. Nálapúðinn er gerður úr svampi sem þakinn er taubút. Stífur pappi er sniðinn í sömu stærð og lokið og hann límdur undir það til að fela fráganginn á tauinu í nálapúðan- um. Krukka undan kerti getur orðið að skemmtilegum nálapúða. Kerta- krukka und- ir smádótið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.