Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Opið mán.-fim. kl. 9-12 og 13-18, fös. kl. 9-12 og 13-17. Sýnishorn úr söluskrá. Sjá margar eignir og myndir á fmeignir.is og mbl.is. ELDRI BORGARAR GRANDAVEGUR LYFTA Fyrir 60 ára og eldri er til sölu mjög góð þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð í vinsælu lyftuhúsi. Vandaðar innrétting- ar, yfirbyggðar svalir, þvottahús í íbúð. Mikil sameign, húsvarðaríbúð, veislu- salur ofl. 21034 Einbýlishús ARNARFELL MOSFELLSBÆR Óvenju glæsilega staðsett einbýlishús með tvöföldum bílskúr. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús samtals um 292 fm hús þar af 55 fm bílskúr. Húsið stendur á 7,481 fm lóð. Frábært útsýni. Góð aðkoma. Einstök eign sem vert er að skoða. Verð 45,0 m. 7867 LYKKJA 4 KJALARNESI Til sölu 146 fm einbýlishús á einni hæð. Húsið er steinhús byggt 1989 og stend- ur í jaðri Grundarhverfis. Húsið stendur á 1,290 fm eignarlóð. Áhugaverð stað- setning. Verð 16,9 m. 7874 Hæðir BLÖNDUHLÍÐ GLÆSILEG HÆÐ Vorum að fá í sölu glæsilega vel skipu- lagða íbúð í fallegu steinhúsi á þessum eftirsótta stað. Íbúðin sem er á efri hæð um 110 fm Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð, m.a. gólfefni og eldhúsinn- rétting. Eign sem vert er að skoða. Fæst aðeins í skiptum fyrir stærri eign á svipuðum slóðum eða í Vesturbæ. Nán- ari uppl á skrifstofu. Verð 16,5 m. 5488 NJÖRVASUND Vorum að fá í sölu 82 fm sérhæð. Tvær samliggjandi stofur, tvö svefnherb. parket og flísar á gólfum. Eign á góðum og friðsælum stað í sundunum. Verð 12,2 m. 5486 4ra herb. og stærri SVARTHAMRAR GRAFARV. Vorum að fá í sölu á frábærum stað 106 fm, íbúð á annari hæð með sérinn- gangi. Þrjú svefnherb. Parket og dúkur á gólfum. Verð 14,5 m. 3818 SÆBÓLSBRAUT KÓPAVOGUR Vorum að fá í sölu rúmgóða 95 fm íbúð á efstu hæð í níu íbúða húsi. Þrjú rúm- góð svenherbergi. Tengt fyrir þvottavél á baði. Flísar og parket á gólfum. Ekk- ert áhvílandi. Verð 13,5 m. 3817 FRÓÐENGI BÍLSKÝLI Mjög góð fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð ásamt stæði í bílskýli. Þrjú svefnherbergi. Snyrtilegar innréttingar. Skápar í öllum herbergjum. Stutt í skóla og alla þjónustu. Eign sem vert er að skoða. 3731 SUÐURHÓLAR BREIÐHOLT Vorum að fá í sölu rúmgóða íbúð, þrjú svefnherbergi. Flísar og parket á gólf- um. Tengt fyrir þvottavél í íbúð. Stutt í skóla og sundlaugina. Húsið var lagfært og málað fyrir þremur árum. Ásett verð 12,9 m. 3819 BÚJARÐIR – BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur eru nú um 150 áhugaverðar jarðir, m.a. hlunninda- jarðir, jarðir með greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferða- þjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is . 3ja herb. íbúðir SÆVIÐARSUND SÉRINNG. Vor- um að fá í sölu góða íbúð á fyrstu hæð í fjórbýlishúsi. Rólegt og rótgróið hverfi. Eign sem vert er að skoða. 21111 MIKLABRAUT SÉRINNGANG- UR Vorum að fá í einkasölu fallega íbúð á annari hæð með sérinngangi, bílskúr og aukaherbergi. Nýtt rafmagn og nýjir ofnar. Húsið í góðu standi. Verð 14,5 m. 21110 HLÍÐARHJALLI BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu fallega þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð með frá- bæru útsýni. Þvottahús í íbúð. Flísar og parket á gólfum. Sólríkar sa-svalir. Rúmgóður bílskúr. Áhvílandi Bygg.sj. rík 4,9% vextir. Áhugaverð íbúð sem vert er að skoða. Laus fljótlega. 21107 HAMRABORG LYFTUHÚS Vorum að fá í sölu fallega þriggja herb. íbúð á fjórðu hæð, með miklu útsýni. Þvottahús á hæðinni. Húsið og sam- eign nýlega tekið í gegn að utan. Nýtt gler. Verð 10,4 m. 211032ja 2ja herb. íbúðir HRAFNHÓLAR LYFTUHÚS Vorum að fá í einkasölu tveggja herbergja íbúð á áttundu hæð í lyftu- húsi. Mikið útsýni. Svalir yfirbyggðar. Húsið hefur verið klætt að utan. Ný lyfta. Ásett verð 9,2 m. 1798 Landsbyggðin EYRARKOT KJÓS Til sölu jörðin Eyrarkot í Kjósarhreppi. Stærð jarðarinnar er um það bil 150 ha. Á jörðinni er 134 fm eldra íbúðarhús auk þess útihús sem vel gæti nýst t.d. sem hesthús. Jörðin á land að sjó. Verðhugmynd 19,8 m. Áhugaverð jörð rétt við borgarmörkin. Jörð sem vert er að skoða. Myndir á skrifstofu og á net- inu. 100780 Hesthús HAFNARFJÖRÐUR HESTHÚS Vorum að fá í sölu í nýju hesthúsi góða 10 hesta einingu með öllum þægind- um. Áhugaverð eign. 12183 HESTHÚS HEIMSENDI Til sölu nýlegt hesthús á þessum vin- sæla stað. Um er að ræða fjögur bil. Húsinu er skipt upp í fimm sjálfstæðar einingar, tvær sjö hesta einingar, eina átta hesta einingu og eina þrettán hesta. Húsið er allt með vönduðum inn- réttingum, loft upptekin klædd litaðri járnklæðningu. Kjallari er undir öllu hús- inu, sem er vélmokaður, lofthæð þar um 2,2 m. Gott gerði er við húsið og einnig rampur eða innkeyrsla í kjallar- ann. 12199 götu sem liggur frá Hafnarbergi. Við safn- götuna tengjast húsagötur sem liggja norð- ur, suður og vestur. Utan við safngötu raða sér einnar hæðar einbýlishús og tveggja hæða parhús, en byggðin innan við safngötu er tveggja hæða rað- og fjórbýlishús og mun hún því rísa upp úr. Skipulagssvæðið er í grófum dráttum flatt með jöfnum aflíðandi halla til suðausturs í átt að sjó. Landið stendur 9–14 m yfir sjáv- armáli og landslagið einkennist mjög af hrauninu sem rann yfir svæðið fyrir rúmum sex þúsund árum, þar sem skiptast á grunn- ar, grasi vaxnar dældir og sléttar hraun- klappir á víxl. Hraunið er um 12 m þykkt helluhraun með frekar slétt og ósprungið yf- irborð. Grænn geiri liggur eftir miðju svæðisins í austur-vestur og tengist síðan aðliggjandi útivistarsvæðum um þrjá geisla er liggja í gegnum vestari hluta svæðisins. Á milli nýju byggðarinnar og Berga er tekið frá breitt opið svæði. Á þessum svæðum verður komið fyrir grenndarleikvöllum og dvalarsvæðum með kröftugum gróðri til skjólmyndunar, en að öðru leyti er lögð áhersla á að náttúrulegar klappirnar fái að njóta sín. Gert er ráð fyrir flutningi knattspyrnuvalla yfir á framtíð- aríþróttasvæði suður af sundlauginni. Hverfið er hugsað sem 30 km hverfi, sem þýðir að umferðarhraði í safngötu og húsa- götum verði takmarkaður við 30 km/klst. Þessu verði m.a. náð með gerð hraðahindr- ana sem tengjast göngubrautum yfir við- komandi götu. Sérbýli áberandi Í hverfinu er gert ráð fyrir strjálbyggðri, lágreistri sérbýlishúsabyggð, með megin- áherslu á einnar hæðar einbýlis- og raðhús. Til viðbótar er gert ráð fyrir einnar og tveggja hæða parhúsum auk tveggja hæða rað- og fjórbýlishúsa. Utan við safngötu raða einnar hæðar einbýlis-, par- og rað- húsin sér en innan hennar rís tveggja hæða rað- og fjórbýlishúsaþyrping. H IÐ NÝJA skipulagssvæði liggur suður af núverandi byggð sem kennd er við Berg og afmarkast af fyrirhuguðu Hafnarbergi að austan, fyrirhuguðum strandvegi að sunnan og vestan og Bergum að norðan. „Nálægðin við grunnskóla, leikskóla, íþróttasvæði og sundlaug gerir það að verk- um að þessi staðsetning er eftirsótt af íbú- um og ákjósanleg fyrir sveitarfélagið þar sem öll þjónusta er þegar fyrir hendi,“ segja þau Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslags- arkitekt hjá Landmótun, og Kristján Ás- geirsson, arkitekt hjá Alark arkitektum, en þau hafa skipulagt hið nýja byggingasvæði. „Auk þess gefur nálægðin við helstu útivist- arsvæðin og útsýnið til sjávar svæðinu meira gildi.“ Í greinargerð með skipulagstillögu þeirra segir, að markmiðin séu þessi: · Að mynda fallega og heilsteypta íbúð- arbyggð sem liggur vel í landinu og myndar eðlileg tengsl við núverandi byggð. · Að taka mið af framtíðarþörfum bæj- arbúa varðandi stærðir og húsagerðir. · Að koma fyrir öruggum gönguleiðum í gegnum hverfið sem tengjast eðlilega við nærliggjandi hverfi, skóla, leikskóla og íþróttasvæði. · Að leiksvæði, hverfisgarðar og ósnortin útivistarsvæði myndi samfellda heild og tengist gönguleiðum hverfisins. · Að móta öruggt og einfalt gatnakerfi. Um 20 hektara svæði Svæðið er u.þ.b. 20 ha. að stærð og miðað við strjálbýla til meðalþétta byggð með blöndu af einbýlishúsum, parhúsum og rað- húsum rúmast þar rúmlega 200 íbúðir. Mið- að við framreiknaða íbúðaþörf samkvæmt aðalskipulagi, sem nær fram til ársins 2009, mun þetta duga vel fram yfir skipulags- tímabilið og er því lögð áhersla á að skipta svæðinu upp í tvo áfanga. Aðkoma að hverfinu er um u-laga safn- Nýtt skipulagssvæði fyrir rúmlega 200 íbúðir í Þorlákshöfn Uppdráttur af skipulagssvæðinu, en það er u.þ.b. 20 ha. að stærð. Miðað er við strjálbýla til meðal- þétta byggð og samtals gert ráð fyrir 228 íbúðum á svæðinu. Þær skiptast í 82 einbýlishús á einni hæð, 18 parhús á einni hæð, 16 parhús á tveimur hæðum, 66 raðhús á einni hæð, 30 raðhús á tveimur hæðum og 16 fjórbýlishús á tveimur hæðum. Morgunblaðið/Arnaldur Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt hjá Landmótun, og Kristján Ásgeirsson, arkitekt hjá Alark-arkitektum, hafa skipulagt hið nýja byggingarsvæði. Meiri spurn er nú eftir nýju húsnæði í Þorlákshöfn og um leið eftir lóðum fyrir nýbyggingar. Því hefur nýtt hverfi, Búðahverfi, verið skipulagt. Magnús Sigurðsson kynnti sér skipulagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.