Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 15
S
Á SEM þetta ritar var ný-
kominn til starfa á vett-
vangi húsnæðismála fyrir
20 árum þegar á brast með
alþingiskosningar vorið 1983. Þá,
eins og nú, fjölluðu umræður um
húsnæðismál í aðdraganda kosning-
anna fyrst og fremst um lánamál,
einkum um það hvort hlutfall lána af
byggingarkostnaði hefði lækkað eða
hækkað í tíð þeirrar ríkisstjórnar er
þá var að syngja sitt síðasta.
Ríkisstjórnin gat sýnt fram á tals-
verða prósentuhækkun lánanna, en
stjórnarandstaðan benti á að vegna
þess að lánin voru greidd út á 15
mánaða tímabili í 50% verðbólgu,
væru þau í raun búin að rýrna um
helming þegar húsbyggjandinn
loksins fengi þau í hendur. Báðir að-
ilar héldu fast fram sinni túlkun og
kjósendur voru litlu nær. Að afstöðn-
um kosningum 1983 skullu svo á
mestu átök sem sést hafa í húsnæðis-
málum hér á landi með tilkomu Sig-
túnshópsins og ári síðar með átök-
unum um lánsréttindi til handa
Búseta. Hefðu íslenskir stjórnmála-
menn og embættismenn húsnæðis-
kerfisins árin á undan verið í betri
takt við raunveruleikann er næsta
víst að þróun húsnæðismála níunda
áratugarins hefði orðið talsvert önn-
ur.
Umræður um húsnæðismál voru
hverfandi litlar í nýafstaðinni kosn-
ingabaráttu. Stjórnarflokkarnir,
einkum sá sem fer með húsnæðis-
mál, töldu ástand málaflokksins vera
afar gott, sem vissulega gæti skýrt
umræðuleysið. Stjórnarandstaðan
benti hins vegar í samræmi við sitt
hlutverk á ýmsar brotalamir og
horfði með söknuði á eftir gamla fé-
lagslega húsnæðiskerfinu.
Húsnæðisumræðan hér á landi ár-
ið 2003 geldur þess enn, ekki síður
en 1983, hve föst hún er í einhliða
umræðum um lánamál og því hvort
þessi eða hinn stjórnmálaflokkurinn
hafi boðið lántakendum betri kjör
þegar hann sat við stjórnvölinn í fé-
lagsmálaráðuneytinu. Þó ekki væri
nema út af þessu yrði það framþróun
málaflokksins mjög til góðs að lung-
inn af lánastarfseminni yrði – eins og
hjá öllum öðrum vestrænum þjóðum
– færður yfir til réttra fagaðila
bankakerfisins.
Í þróuðu og nútímalegu markaðs-
samfélagi – eins og við Íslendingar
erum æ meir að sannfærast um að
við lifum í – væri það ótvírætt fram-
faraskref að hin almenna fjármögn-
Hin týnda húsnæðisumræða
un íbúðakaupa og húsbygginga yrði
endanlega tekin undan áhrifavaldi
stjórnmálamanna og færð í hendur
fagstofnana á sviði lánsviðskipta.
Slíkar stofnanir kallast bankar á ís-
lensku.
Helstu talsmönnum stjórnarand-
stöðuflokkanna í húsnæðismálum
hættir hins vegar á stundum til þess
að detta niður í taumlausa fortíðar-
hyggju og sjá enga aðra lausn en
endurreisn gamla félagslega lána-
kerfisins með tilheyrandi rokdýrum
almennum vaxtaniðurgreiðslum.
Lagðar eru fram tillögur um
byggingu óraunhæfs fjölda fé-
lagslegra leiguíbúða, en horft fram
hjá nauðsyn þess að efla leiguíbúðir
sem almennan húsnæðisvalkost,
ekki síst sem mikilvægan þátt í nýrri
borgarstefnu í höfuðborginni.
Flókið samspil
Húsnæðimál einkennast af flóknu
samspili markaðar og ríkisafskipta,
þau lúta í senn meginlögmálum
markaðshagkerfisins og eru jafn-
framt að einhverju leyti viðfangsefni
velferðaraðgerða að hálfu almanna-
valdsins. Markaðsþættirnir hafa
verið í sókn á undanförnum árum
hérlendis sem erlendis, óháð því hve
vel það fellur að hugmyndafræði
hinna ýmsu stefnumótandi aðila sem
að málaflokknum koma.
Landamæri markaðar og ríkis-
stýringar hafa verið dregin að nýju,
lánastarfsemin á sér nú orðið eðli-
lega sveitfestu handan áhrifasvæðis
ríkisvalds og stjórnmálamanna.
Ábyrgð hins opinbera hefur auk þess
verið að færast nær borgurunum í
þeim skilningi að sveitarfélög hafa
verið að öðlast meira olnbogarými og
sjálfstæði og jafnframt meiri ábyrgð
á sviði húsnæðismála.
Þó að nokkur slæm umferðar-
óhöpp hafi orðið við mótun íslenskrar
húsnæðisstefnu á undanförnum ára-
tugum hefur húsnæðisyfirvöldum
hér á landi eigi að síður tekist að gera
nokkra hluti rétt. Húsbréfakerfið,
sem eiga mun 15 ára afmæli á næsta
ári, hefur til að mynda, þegar á heild-
ina er litið, heppnast býsna vel.
Þetta sést best af því að fráfarandi
félagsmálaráðherra, Páll Pétursson,
hefur ekki hróflað við því þótt hann
hafi að öðru leyti malbikað yfir vel-
flest önnur handarverk Jóhönnu Sig-
urðardóttur, forvera síns á ráðherra-
stóli. Önnur undantekning frá þessu
er reyndar húsaleigubótakerfið, sem
mótað var í tíð Jóhönnu, en hefur
góðu heilli verið aukið og eflt í ráð-
herratíð Páls.
Sú stefnubreyting sem nú er orðin
í þá átt að efla leigumarkaðinn og
auka byggingar bæði almennra og
félagslegra leiguíbúða er einnig stórt
framfaraskref. Húsaleigubótakerfið
er mikilvæg forsenda yfirstandandi
leiguíbúðauppbyggingar og efling
þess skilyrði frekari framþróunar
leigumarkaðarins.
Þrátt fyrir brýna nauðsyn þess að
draga úr yfirvikt húsnæðislánakerf-
isins, en ekki auka enn þyngd þess
með hæpnum aðgerðum eins og 90%
lánum til allra lántakenda, er áfram
brýn þörf á því að almannavaldið
haldi á tónsprotanum í þeim samkór
ólíkra aðila er koma þurfa að mótun
farsællrar húsnæðisstefnu.
Með öðrum orðum – svo notað sé
tískuorð markaðsfræðinga – gæða-
stjórnun húsnæðisstefnu og húsnæð-
iskerfis er í dag lykilatriði, eins og í
ótalmörgum öðrum tilvikum er það
ekki stærðin sem er úrslitaatriði.
Ofvöxtur ríkisstofnana hefur
margoft verið til óþurftar og oftar en
ekki boðið heim ofstjórn og miðstýr-
ingu. Það bíður þeirrar ríkisstjórnar
sem sest að völdum eftir þessar
kosningar að stilla að nýju strengi
hinnar íslensku húsnæðisstefnu.
Húsnæðisstefna
eftir Jón Rúnar Sveinsson,
félagsfræðing hjá Borgarfræða-
setri/jonrunar@hi.is
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 C 15HeimiliFasteignir
Sogavegur - Sérbýli Vorum að fá í
sölu gott 60 m² 2ja til 3ja herbergja sérbýli á
einni hæð. Sérinngangur og lóð. Áhv. 5 millj.
húsbréf og byggingasj. Verð 8,8 millj.
Asparfell Vorum að fá í sölu mjög góða
68 m² íbúð á 3. hæð í fjöleignahúsi með
lyftu. Vel umgengin íbúð með parketi og
góðum suðursvölum. Áhv. 3,8 millj. byggsj.
Verð 8,2 millj.
800.000 kr. íbúð Mjög snyrtileg 35
m² ósamþ. einstaklingsíbúð í fjórbýli. Íbúðin
er nýmáluð og laus til afhendingar. Áhv. 3,1
millj. og útb. 800.000 og íbúðin er þín.
Jörfabakki Vorum að fá í sölu góða 2ja
herbergja ósamþ. 51 m² íbúð í kjallara í
snyrtilegu fjöleignahúsi. Ákv. 3,8 millj. Verð
5,8 millj.
Lómasalir - Glæsilegar 4ra herb.
íbúðir í litlu fjölbýli á þessum skemmtilega
stað, sérinngangur í hverja íbúð og stæði í
bílageymslu. Hægt er að fá íbúðir afh. tilbún-
ar til innréttingar, ef samið er strax. Verð frá
14,6 millj.
Til leigu - Vegmúli 140 m² á götu-
hæð, sem er að mestu salur með starfs-
mannaaðstöðu, rúmlega 200 m² á 3. hæð
(2. frá götu) sem verður innréttuð eftir þínu
höfði. Lyfta er í húsinu. Til afhendingar strax.
Starfsmenn fasteignasölunnar eru á staðn-
um og sýna húsnæðið þegar þér hentar.
Barónsstígur Vorum að fá í sölu gott
111 m² skrifstofuhæð í risi sem er nýtt sem
tannlæknastofa í dag. Eignin býður upp á
mikla möguleika. Verð 10,9 millj.
Stórhöfði Í nýju og mjög vel staðsettu
húsi eru til sölu fjórar einingar, 153 m² á 1.
hæð, 426 m² á 2. hæð, 158 m² á 2. hæð og
218 m² á 4. hæð. Húsnæðið er til afhending-
ar nú þegar, fullbúið að utan og sameign
fullfrágengin með lyftu og snyrtingum, að
innan er húsnæðið tilbúið til innréttingar.
Pálmi B. Almarsson
Löggiltur fasteignasali
Sverrir B. Pálmason
Sölumaður
Jón Guðmundsson
Sölumaður
Katrín Magnúsdóttir
Ritari
Sigurður Á. Reynisson
Sölumaður
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf.
hefur hafið sölu á stórglæsilegum 2ja, 3ja,
4ra, 5 og 6 herbergja íbúðum í glæsileg-
um fjöleignahúsum í Bryggjuhverfinu.
Íbúðirnar eru frá 95 fm og upp í 218 fm.
„Penthouse“-íbúðir eru á tveimur hæðum
og verður þeim skilað tilbúnum til innrétt-
inga. Öðrum íbúðum verður skilað fullbúnum án gólfefna. Stæði í bílageymslu fylgir
öllum íbúðum. Nokkrar íbúðir til afhendingar nú þegar. Glæsilegur sölubæklingur á
skrifstofu Bifrastar. Verð frá 14,9 millj. Skemmtileg staðsetning við smábátahöfnina
og sjávarilmur í lofti.
NAUSTABRYGGJA 12-22
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf.
hefur hafið sölu á stórglæsilegum 3ja og
4ra herbergja íbúðum, 96-119 fm, í glæsi-
legu fjöleignahúsi í Grafarholtinu. Lyfta er
í húsinu og sérinngangur í hverja íbúð.
Vandaðar innréttingar frá Brúnási, tölvu- og símalagnir í öllum herb. Hægt er að fá
bílskúr. Frábær staðsetning og glæsilegt útsýni. Íbúðum verður skilað fullbúnum án
gólfefna. Glæsilegur sölubæklingur á skrifstofu Bifrastar. Verð frá 13,2 millj.
KRISTNIBRAUT 77-79
Grafarvogur - Staðahverfi Mjög
fallega innréttuð 113 m² 4ra herb. íbúð á 2.
hæð í góðu fjöleignahúsi. Fallegar innrétting-
ar og vönduð gólfefni. Áhv. 9 millj. Verð 14,9
millj.
Laugateigur
Vorum að fá í sölu stóra og góða 103 m² 3ja
herbergja lítið niðurgrafna íbúð með sérinn-
gangi í fallegu húsi á þessum rólega stað.
Ákv. 4,1 millj. húsbréf. Verð 12,7 millj.
Spóahólar Vorum að fá í sölu góða 95
m² 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjöl-
eignahúsi. Þrjú svefnh. Flísar og parket. Áhv.
4,6 millj. Verð 11,1 millj.
Brekkubyggð - Hæð
Mjög góð 62 m² neðri hæð í raðhúsaklasa á
þessum eftirsótta stað. Sérinngangur og allt
sér. Parket og flísar. Áhv. 6 millj. Verð 10,9
millj.
Krummahólar - Stæði Mjög rúmgóð
77 m² 2-3ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt stæði
í bílageymslu. Húsvörður og lyfta. Parket og
flísar. Laus eftir mánuð. Verð 9,3 millj.
Hraunbær Vorum að fá í sölu glæsilega
58,4 m² 2ja herbergja íbúð á 3. hæð (efstu)
með suðursvölum og fallegu útsýni í fjöl-
eignahúsi. Endurnýjað eldhús og nýtt parket.
Áhv. 2,7 millj. byggsj.lán. Verð 8,6 millj.
Bláhamrar - Sérinngangur
Vorum að fá í sölu mjög góða 4-5 herb. íbúð
á 2. hæð í góðu fjöleignahúsi með sérinn-
gangi. Fjögur svefnherbergi. Parket. Verð
14,5 millj.
Lómasalir - Nýtt Glæsileg 94 m² 3ja
herb. íbúð á 3. hæð í nýju fjöleignahúsi, lyfta
er í húsinu og stæði í bílageymslu fylgir.
Íbúðin verður afhent fullb. án gólfefna um
mánaðam. júní/júlí. Verð 13,9 millj.
Meðalholt - Laus í júní/júlí
Vorum að fá í sölu 3ja herb. íbúð á 1. hæð
með aukh. í kjallara á þessum eftirsótta stað.
Nýlegt bað. Parket og flísar. Laus um miðjan
júní. Áhv. 4,2 millj. veðdeild. Verð 10,7 millj.
Dúfnahólar - Laus Falleg 72 m² 3ja
herbergja íbúð á 4. hæð í fjöleignahúsi með
lyftu. Húsið er klætt að utan. Fallegt baðher-
bergi. Parket og flísar. Útsýni. Áhv. 5,5 millj.
húsbr. og 1,6 millj. viðb.lán. Laus fljótlega.
Verð 9,9 millj.
Nökkvavogur - Bílskúr
Vorum að fá í sölu góða 2ja til 3ja herbergja
íbúð á 1. hæð ásamt bílskúr í fjórbýlishúsi.
Nýleg eldhúsinnrétting. Eitt herb. í kjallara
sem er innangengt í. Verð 10,9 millj.
Austurberg - Bílskúr Góð 80 m², 3ja
herbergja íbúð á 4. hæð í góðu fjöleignahúsi
ásamt bílskúr. Íbúðin er öll nýmáluð og bað-
herbergi er flísalagt í hólf og gólf. Áhv. 3,6
millj. húsbréf. Verð 11,4 millj.
Hlíðargerði - Einbýli
Vorum að fá í einkasölu gott 100 m² einbýlis-
hús sem er hæð og ris ásamt 32 m² bílskúr.
Þrjú svefnherbergi, stofa og borðstofa. Park-
et og flísar. Góður garður. Áhv. 4,2 millj.
Verð 18,9 millj.
Hlaðbrekka - Skipti Vorum að fá í
sölu mjög gott og vel viðhaldið 161 m² ein-
býlishús á tveimur hæðum með innb. bíl-
skúr. Þrjú svefnherbergi. Hús í mjög góðu
ástandi. Parket og flísar. Skipti á minni eign
koma til greina. Áhv. 9 millj. Verð 22 millj.
Hjallavegur Góð 126 m² 5 herbergja efri
sérhæð á tveimur hæðum (hæð og ris) í fjór-
býlishúsi, sem hefur verið töluvert endurnýj-
uð. Parket og flísar. Áhv. 3,8 millj. Óskað er
eftir tilboði.
Skipholt - Nýtt
Mjög rúmgóð og fallega innréttuð 5 herb.,
112 m² íbúðarhæð á þessum eftirsótta stað.
Þrjú svefnherb. og tvær stofur. Nýtt eldhús,
parket og flísar. Áhv. 2,8 millj. Verð 16 millj.
Sólvallagata
Vorum að fá í einkasölu mjög rúmgóða og
falleg 4ra herb., 115 m² íbúðarhæð á þess-
um vinsæla stað. Þrjú svefnherbergi og stofa
eða tvær stofur og tvö herb. Nýlegt eldhús
og fallegt bað. Parket og náttúruflísar. Áhv.
3,8 millj. Verð 15,3 millj.
SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR
bifrost@fasteignasala.is
LÆGRI SÖLUÞÓKNUN - VANTAR EIGNIR
Vegna mjög mikillar sölu, það sem af er ári, vantar okkur nú þegar
allar stærðir og gerðir eigna á skrá. Sérstaklega er skortur á 2ja, 3ja,
4ra og 5 herb. íbúðum. Ef þú ert í söluhugleiðingum eða ekki hefur
gengið að selja, settu þig þá í samband við okkur. Við bjóðum upp á
miðlægan eignagrunn fjögurra fasteignasala en samt einkasöluþókn-
un. Hringdu og við skoðum eignina og gerum þér gott tilboð.
FJÓRFÖLD SKRÁNING - MARGFALDUR ÁRANGUR - MINNI KOSTNAÐUR