Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 7

Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 7 VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð (VG) fékk ut- ankjörfundaratkvæði merkt listabókstafnum V tekin gild í þremur kjördæmum af fimm en atkvæðin voru dæmd ógild í Suðvesturkjördæmi og Norð- austurkjördæmi og hafa um- boðsmenn U-listans vísað þeim málum áfram til dómsmála- ráðuneytisins. Tvö utankjör- fundaratkvæði voru merkt V í Norðausturkjördæmi og sjö í Suðvesturkjördæmi en ekki var einhugur innan kjörstjórn- anna tveggja um þetta atriði. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir ákvörðun yfirkjörstjórnar í Suðvestur- kjördæmi og Norðausturkjör- dæmi skjóta nokkuð skökku við enda hafi kjörstjórnirnar vitað af ákvörðun kjörstjórna í hinum kjördæmunum. Stein- grímur tekur þó fram að þetta hefði þó ekki breytt úrslitum kosninganna en æskilegt væri að samræmis væri gætt í mál- um af þessu tagi milli kjör- dæma. „Við vorum undrandi á þessu því að almennt er nú vilji til að láta kjósendur njóta vafans ef hægt er að ráða í hvað þeir hafi ætlað sér og ég held að í þessu tilviki hafi eng- inn velkst í vafa um það. Við mótmæltum ákvörðun yfir- kjörstjórnanna og þá voru at- kvæðin innsigluð, send dóms- málaráðuneytinu sem síðan sendir þau áfram til Alþingis en það er þess að skera úr um málið. Í raun er enginn annar kærufarvegur.“ VG fékk ekki öll V-atkvæðin HILMAR Ingimundarson hrl., skip- aður verjandi Ástþórs Magnússonar, kom í milliþinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þrátt fyrir að Ást- þór hafi lýst því yfir að hann kærði sig alls ekki um verjanda og neiti al- gjörlega að vinna með honum. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari minnti á að verjandi hefði verið skipaður í samræmi við lög þar sem m.a. væri kveðið á um að sá sem hygðist flytja mál sitt sjálfur þyrfti að vera til þess hæfur. Ástþór hefði ekki talist hæfur og í raun hefði hann beitt vægasta úrræðinu til að skipa honum verjanda. Í lögum væri heim- ild til að skipa verjanda ef sakborn- ingur væri sérstaklega sljór eða skilningslítill eða haldinn annmörk- um sem torvelduðu skynjun hans eða ef vafi léki á um sakhæfi hans. Ekki hefði þó komið til álita að beita þessu ákvæði. Dómarinn benti einn- ig á að hægt væri að kæra úrskurð um skipun verjanda en Ástþór hefði rokið á dyr í síðasta þinghaldi áður en hægt var að gera honum grein fyrir kæruheimildinni. Hilmar Ingi- mundarson sagði Ástþór hvorki vilja formlegan úrskurð né vildi hann kæra, um það hefðu þeir rætt í síma. Að öðru leyti snerist milliþing- haldið að mestu um hvaða gögn skyldi leggja fyrir og hvaða vitni þyrftu að koma fyrir dóm. Ástþór hefur m.a. krafist þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra, Gunnar Smári Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, og Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, beri vitni. Hilmar Ingimundarson sagði rétt að bíða með ákvörðun um vitni þar til ljóst væri hvaða gögn yrðu lögð fyrir dóminn. Verjand- inn mætti þrátt fyrir mótmæli Ríkiskaup hefðu með ólögmætum hætti hafnað frávikstilboði Nýherja sem hljóðaði upp á 20 milljónir sem var rúmlega 750.000 krónum lægra en tilboð Exton sem var þó tekið. Ríkiskaup héldu því fram að tilboð- inu hefði verið hafnað þar sem geisla- spilarar voru ekki tilgreindir. Ný- herji benti á hinn bóginn á að í stað geislaspilaranna hefðu DVD-spilarar RÍKISKAUP tóku með ólögmætum hætti tilboði Exton hf. í hljóð- og myndsendingarkerfi Kennarahá- skóla Íslands, að mati kærunefndar útboðsmála. Höfnun Ríkiskaupa á frávikstilboði Nýherja hf. var jafn- framt ólögmæt og telur nefndin að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna kostnaðar við að bjóða í verkið og skulu Ríkiskaup jafnframt greiða því 325.000 krónur í málskostnað. Þetta er í annað skipti sem kæru- nefndin kveður upp úrskurð varðandi útboðið. Í febrúar skar hún úr um að fylgt í tilboði þeirra og þeir átt að koma í stað geislaspilaranna. Þetta hafi verið útskýrt í bréfi til Ríkis- kaupa en þar kannaðist enginn við að hafa tekið á móti slíku bréfi. Í úr- skurði kærunefndarinnar segir að það sé alkunna að DVD-spilarar geti komið í stað geislaspilara og því óréttmætt að hafna tilboðinu. Var lagt fyrir Ríkiskaup að gefa tilboði Nýherja einkunn rétt eins tilboði Exton. Í seinni úrskurðinum kemur fram að frávikstilboð Nýherja hlaut 91,5% í einkunn en tilboð Exton fékk 86,5%. Í ljósi þessa taldi nefndin að með því að hafna tilboði Nýherja hefði Rík- iskaup komið í veg fyrir að hagstæð- asta tilboðinu væri tekið. Því hefði verið ólögmætt að taka tilboði Exton. Ekki var tekin afstaða til þess hvort Ríkiskaup ættu að greiða Ný- herja skaðabætur vegna missis hagn- aðar. Ríkiskaup tóku lakara og dýrara tilboðinu að mati kærunefndar Kærunefnd segir hagstæðara tilboð- inu hafnað með ólögmætum hætti Er allt í góðu hjá þér, ennþá? Þegar allt gengur vel og allir eru frískir og heilbrigðir er sjálfsagt að huga að því að tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar. Slys eða veikindi gera aldrei boð á undan sér. Hafðu fjárhagslegt öryggi þitt og fjölskyldunnar tryggt. Þú færð Lífís líf- og sjúkdómatryggingar hjá VÍS og Landsbankanum. Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Þjónustuver 560 5000 www.vis.is Útgefandi Lífís trygginga er Líftryggingafélag Ísland hf. www.lifis.is F í t o n / S Í A F I 0 0 6 5 5 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.