Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ umtalsverður munur. Stór hluti þess fjár sem samkvæmt samningnum átti að renna til búsetu við fatlaða hafi verið notaður til umfangsmeiri atvinnurekstrar, meiri stofnkostnaðar við hús- næði og meira viðhalds á staðnum en samning- urinn hafi gert ráð fyrir. Samkvæmt fjárveit- ingu hafi 61% af fjárveitingu ríkisins átt að renna til búsetu fatlaðra en Ríkisendurskoðun segir að í raun hafi aðeins 39% fjárins runnið til þessa liðar. Ríkisendurskoðun tekur ekki afstöðu til þess hvort þjónustusamningurinn sé best til þess fallinn að mæta þörfum fatlaðra íbúa staðarins. Hún telur hins vegar „ótækt“ að þeir sem taki að sér lögbundna þjónustu fyrir hönd ríkisins, og geri sérstakan samning þar að lútandi, breyti að eigin vild hvernig fjármunum sé ráðstafað og án samþykkis þeirra sem kaupa þjónustuna. Að mati Ríkisendurskoðunar ber stjórnvöldum að kanna hvaða áhrif þessi ráðstöfun hefur á rétt- RÍKISENDURSKOÐUN hefur sent frá sér nýja skýrslu um þjónustuheimili fatlaðra á Sól- heimum í Grímsnesi, en þar er greint frá nið- urstöðum úttektar á því, hvernig forsvarsmenn Sólheima ráðstöfuðu framlögum ríkisins til stofnunarinnar á árunum 1996 til 1999. Ríkis- endurskoðun hafði áður skilað skýrslu um rekstrarárin 2000–2001 en í skýrslunni nú er talið að á árunum 1996–2001 hafi 158 milljónum króna af fjárveitingu ríkisins til þjónustu við fatlaða á Sólheimum verið varið á annan hátt en þjónustusamningur við félagsmálaráðuneytið gerði ráð fyrir. Segir Ríkisendurskoðun þetta svipaða niður- stöðu og í fyrri skýrslu. Um er að ræða sjálf- stætt framhald af stjórnsýsluúttekt Ríkisend- urskoðunar frá árinu 2002 en þar kom m.a. fram að fjárveitingu ríkisins til Sólheima á árunum 2000 og 2001 hefði að stórum hluta verið ráð- stafað á annan hátt en gert hefði verið ráð fyrir í þjónustusamningnum. Töldu forsvarsmenn þjónustuheimilisins sig óbundna af honum þar sem þeir hefðu sagt honum upp árið 1996. Fé- lagsmálaráðuneytið hafnaði hins vegar þessari túlkun á þeirri forsendu að samningurinn hefði síðar verið framlengdur til eins árs í senn. Í skýrslunni segir að m.a. vegna samskipta þessara málsaðila undanfarin ár, og „tómlætis þeirra við að rifta samstarfi með ótvíræðum hætti“, líti Ríkisendurskoðun svo á að stjórn- endur Sólheima hafi átt að taka mið af samn- ingnum. Sú skoðun sé óbreytt. Fjármagn notað til umfangsmeiri atvinnurekstrar Ríkisendurskoðun segir, að þegar sundurlið- un fjárveitingar fyrir árin 1996–1999 sé borin saman við raunverulega skiptingu komi í ljós indi og skyldur aðila, skv. samningum og rétt- arstöðu að öðru leyti. Í þessu sambandi vekur Ríkisendurskoðun athygli á 9. grein þjónustu- samningsins sem kveður á um að gerðardómur skuli leysa úr ágreiningi samningsaðila. Sami mælikvarði notaður Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður á sæti í framkvæmdastjórn Sólheima. Hann segir við Morgunblaðið að ólíkt fyrri skýrslu Ríkisendurskoðunar hafi talsmönnum Sólheima af einhverjum ókunnum ástæðum ekki verið veittur andmælaréttur að þessu sinni. Sigurbjörn minnir á að lögfræðiálit liggi fyrir, sem unnið var vegna fyrri skýrslu Ríkisendur- skoðunar, þar sem skýrt komi fram að þjónustu- samningur sé ekki lengur í gildi milli Sólheima og félagsmálaráðuneytisins. Hann segir að nið- urstaðan nú sé í raun hin sama og í fyrri skýrslu, enda sé sami mælikvarðinn notaður, þ.e. for- sendur þjónustusamnings sem búið sé að segja upp af hálfu Sólheima. „Auðvitað er allt fjármagn notað í þágu stað- arins og til að þjónusta þá 40 fötluðu einstak- linga sem þar eru, þó að eitthvað sé sett meira í atvinnurekstur en gert var ráð fyrir í samn- ingnum. Skiptingin sem samningurinn gerði ráð fyrir gekk aldrei upp og þess vegna var honum sagt upp. Aldrei var sátt um hann og með þving- unum af hálfu félagsmálaráðuneytisins var samningurinn framlengdur um eitt ár til 1997. Samningurinn hentaði aldrei þeim veruleika sem er á Sólheimum, þó að hann kunni að henta öðrum sambýlum fyrir fatlaða,“ segir Sigur- björn. Hann segir það af og frá að fjármunum hafi verið varið í einhver gæluverkefni. Um 150 milljónir króna á ári hafi runnið til Sólheima frá ríkinu og sú fjárhæð verið uppfærð miðað við vísitölu. Sigurbjörn minnir á að í kjölfar fyrri skýrslu Ríkisendurskoðunar hafi Páll Péturs- son félagsmálaráðherra lagt til 30 milljóna kr. skerðingu á framlaginu til Sólheima. Fjármála- ráðherra og fjárveitingavaldið hafi hins vegar hafnað því. „Við lítum svo á að þarna sé verið að veita rík- inu ákveðna þjónustu sem það er tilbúið til að greiða ákveðið verð fyrir. Við komumst aldrei neitt áfram með að ræða þetta á grundvelli þjónustusamnings sem hefur ekki verið í gildi um nokkurt skeið,“ segir Sigurbjörn og vonar að nýr félagsmálaráðherra og ný ríkisstjórn taki á þessu máli og hafi meiri skilning á starfsemi Sólheima en fráfarandi félagsmálaráðherra. Vonandi verði þjónustan á Sólheimum veitt áfram gegn eðlilegu endurgjaldi og friður skap- ist um þá góðu starfsemi sem fram fari á Sól- heimum. Ríkisendurskoðun ítrekar fyrri af- stöðu til Sólheima Tekur ekki afstöðu til þess hvort þjónustu- samningurinn mæti best þörfum fatlaðra NÝR ÞINGFLOKKUR Samfylking- arinnar hélt sinn fyrsta fund eftir kosningarnar í gær. Samfylkingin bætti við sig þremur þingmönnum í kosningunum og skipa því tuttugu þingmenn þingflokkinn. Þar af eru sjö nýir þingmenn. Hér má sjá þingmenn flokksins ásamt þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Stefáni Jóni Haf- stein gæða sér á köku í tilefni dags- ins. Morgunblaðið/Kristinn Fyrsti þingflokksfundur Samfylkingar ALLT stefnir í að Fiskiðjusamlag Húsavíkur loki bolfiskvinnslu sinni í átta vikur í sumar vegna hráefnis- skorts. Um 30 manns verða því at- vinnulausir í þrjár vikur en flestir eiga fimm vikna sumarleyfi sem þeir taka út á meðan fiskvinnsla liggur niðri. Pétur H. Pálsson framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlagsins segir að enn sé ekki búið að ákveða fyrir fullt og fast að vinnslunni verði lokað en allt útlit sé þó fyrir að sú verði raunin. Ástæðan er hráefnisskortur en afla- heimildir fyrirtækisins hafi verið skornar verulega niður á síðasta kvótaári. Við bætist að framlegð í at- vinnugreininni sé engin um þessar mundir vegna hríðlækkandi afurða- verðs og sterkrar stöðu krónunnar. Þetta ástand loki fyrir möguleika á að kaupa fisk á markaði, vinna svonefnd- an Rússafisk eða leigja kvóta. Pétur segir að fyrirtækið hafi á rúmlega einu ári fjárfest fyrir einn milljarð í aukinni aflahlutdeild og hafi aukið þorskígildistonn sín úr 2.300 tonn í 3.500. Fái fyrirtækið þá kvóta- aukningu sem von sé á, séu góðar lík- ur á að því að kvótinn nægi fyrir vinnslu allt árið. Aðalsteinn Árni Baldvinsson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að auðvitað sé slæmt að vinnsl- unni verði lokað og starfsfólk þurfi að fara á atvinnuleysisbætur í þrjár vik- ur eins og útlit sé fyrir. Þá hafi ungt fólk treyst á þessa vinnu yfir sumarið. „En þeir hafa gert okkur grein fyrir ástæðunum og þær eru þessar: Þeir eru bara búnir með kvótann,“ segir hann. „Það er erfitt að kyngja þessu en hugsanlega verðum við að gera það.“ Þar sem atvinnuleysisbætur séu aðeins 77.000 krónur á mánuði, þær lægstu á Norðurlöndunum, verði starfsfólkið fyrir talsverðri tekju- skerðingu. Stjórnmálaflokkarnir hafi raunar lofað að hækka atvinnuleys- isbætur og það hljóti að koma að því að þeir standi við það. „Ég trúi ekki öðru en menn hækki atvinnuleysis- bætur eins og þeir hækkuðu launin hjá opinberum embættismönnum,“ segir Aðalsteinn. Aðspurður um atvinnuhorfur að öðru leyti segir Aðalsteinn að þær séu svipaðar og verið hefur. Aukin rækju- vinnsla hjá Fiskiðjusamlaginu hafi haft talsvert að segja sem og fram- kvæmdir við Húsavíkurhöfn og við vegagerð í nágrenni bæjarins. Stór- iðjuframkvæmdir á Austurlandi muni einnig hafa jákvæð áhrif á atvinnu- ástandið. Stefnir í átta vikna lokun hjá Fiskiðjusamlaginu ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar græns framboðs kom sam- an í gær í fyrsta sinn eftir kosn- ingar. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, var staðan í stjórnmálunum rædd og starfið framundan undirbúið. „Við eigum hins vegar eftir að skipta með okkur verkum og spá betur í spilin,“ sagði hann. Ögmundur Jónasson stjórnaði fundinum sem sitjandi þingflokks- formaður. Fimm þingmenn skipa þingflokkinn, en VG missti einn mann í kosningunum, Árna Steinar Jóhannsson. Við borðið sitja frá vinstri til hægri þau Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir, Steinþór Heið- arsson, kosningastjóri VG, Ög- mundur Jónasson, Kristín Halldórs- dóttir framkvæmdastjóri flokksins, Þuríður Backman og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. VG undirbýr starfið framundan Morgunblaðið/Kristinn EIMSKIP ætlar að hækka gjöld á sjóflutningum til og frá Bandaríkj- unum og Kanada um 5,8% frá næst- komandi mánudegi, 19. maí. Gjald- skrá á innflutningi frá Evrópu hækkar á sama tíma um 4% sem og þjónustugjöld innanlands. Að sögn Erlends Hjaltasonar, framkvæmdastjóra hjá Eimskip, hafa þessar hækkanir ekki áhrif á verðlag innanlands. Hann segir hækkanirnar annars vegar koma til vegna gengisstyrkingar íslensku krónunnar og hins vegar vegna verð- lagsþróunar innanlands. „Sjóflutn- ingar eru reiknaðir í erlendri mynt og þar sem krónan hefur styrkst þá hafa flutningsgjöld lækkað í íslensk- um krónum,“ segir Erlendur. Hann segir flutningsgjöld, reikn- uð sem hlutfall af heildarvöruverði hér á landi, hafa lækkað á undan- förnum árum. Þau séu því hækkuð nú til samræmis við verðbólgu. Gjaldskrá Eimskips var síðast hækkuð í ágúst 2001. Þá var gengi dollars gagnvart krónu um 98 krón- ur fyrir hvern dollar en er nú um 72 krónur fyrir hvern dollar. Atlantsskip hækka ekki Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði framkvæmdastjóri Atlants- skipa, Stefán Kjærnested, að fyrir- tækið hefði verið rekið með það fyrir augum að bjóða besta verðið á flutn- ingaþjónustu. „Þar verður engin breyting á,“ segir Stefán. Eimskip hækkar flutningsgjöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.