Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 11 ALNÆMISSAMTÖKIN ljúka um þessar mundir fræðslu- og for- varnaverkefni og hafa þau þá heim- sótt 138 skóla, auk meðferðarheim- ila. Fræðslan náði til um 9.000 nemenda í 9. og 10. bekk á öllu landinu. Nemendur voru fræddir um HIV og alnæmi auk þess sem rætt var um varnir gegn öðrum kynsjúkdómum. Fræðslan miðaði að því að uppfræða unglinga um mikilvægi þess að sýna ábyrgð í eigin athöfnum. Verkefnið hófst hinn 21. október á Vestfjörðum og lýkur í Reykjavík hinn 22. maí. Fræðslunni var þannig háttað að nemendur fengu 40 mínútna fyr- irlestur. Þar ræddi sýktur ein- staklingur um Alnæmissamtökin og starfsemi þeirra og muninn á HIV og alnæmi. Einnig var farið yfir hve margir hafa greinst hér á landi og lækningu. Að auki var fjallað um aðra kynsjúkdóma, smitleiðir og lyfjagjafir. Í lokin sagði sýkti ein- staklingurinn persónulega reynslu- sögu sína. Snerti það verulega við nemendum og voru þess dæmi að kennarar og nemendur táruðust yf- ir slíkum frásögnum. Samtökin skildu svo eftir fræðsluefni á hverj- um stað til nánari glöggvunar. Haraldur Briem sóttvarnalæknir sagði verkefnið hafa verið vel und- irbúið. „Við erum afar ánægð með framkvæmd verkefnisins hjá Al- næmissamtökunum,“ sagði Har- aldur. Hann sagði að alls væru um 15– 20 þúsund Íslendingar prófaðir við veirunni á ári af ýmsum ástæðum. Til dæmis eru allir þeir sem gefa blóð ásamt ófrískum konum próf- aðir. Ingi Rafn Hauksson, fræðslu- fulltrúi Alnæmissamtakanna, sagði að verkefnið hefði tekist afbragðs vel. „Oft var ég reyndar alveg að niðurlotum kominn,“ sagði Ingi Rafn sem sagði lífsreynslusögu sína stundum fjórum sinnum á dag. „Það sem kom mér mest á óvart var hve vel okkur var tekið úti á landi,“ sagði Ingi Rafn og bætti við að hann hefði ekki orðið var við for- dóma. „Hver einasti unglingur sem gekk út úr skólunum tók í höndina á mér.“ Krakkarnir hlustuðu sérstaklega vel þegar Ingi Rafn sagði sögu sína. „Ég hefði eflaust passað mig betur ef ég hefði fengið fræðslu í skóla,“ sagði Ingi Rafn sem smitaðist af HIV fyrir tæpum 11 árum. Hann sagði jafnframt að meðferð væri óheyrilega dýr og kostnaður við einn sjúkling á ári álíka mikill og kostnaður fræðsluherferðarinnar í heild. Svo virðist sem alnæmi sé í rénun á Íslandi. Árið 1999 greindust 12 einstaklingar, 10 árið 2000, 11 árið 2001, 7 í fyrra en einungis einn hef- ur greinst á þessu ári. „Það var áhrifaríkast að segja þeim að ég væri smitaður. Maður sá að þau tóku andann á lofti. Einnig hafði það mjög mikil áhrif á þau þegar ég sagði þeim að ég ætti dótt- ur á þeirra aldri,“ sagði Ingi Rafn. „Ég vonast til að verkefnið verði til þess að færri smitist. Ef þetta verður til þess að einn losni við smit, þá er það æðislegt. Einnig viljum við minnka fordóma gegn sjúkdómnum og sjúkdómum yfir- höfuð.“ Ingi Rafn sagði baráttuna við samfélagið hafa oft á tíðum verið erfiðari en þá við sjúkdóminn í gegnum árin. Hann hefur til dæmis tvisvar verið rekinn úr vinnu vegna sjúkdómsins. Hann sagði fordóma þó hafa minnkað stórlega. „Sú bar- átta er nánast engin í dag og það segir okkur hvað þjóðfélagið hefur breyst mikið á stuttum tíma.“ Ingi Rafn sagði að þrjú ár hefði tekið að koma herferðinni á lagg- irnar en loks hefðu fengist styrkir frá landlæknisembættinu, Hjálp- arstarfi kirkjunnar og fyrirtækinu GlaxoSmithKlein ásamt heilbrigð- isráðuneytinu sem hefðu gert hana að veruleika. Fræðsluherferð Alnæmissamtakanna í 138 grunnskóla um allt land er að ljúka Reynslusög- urnar voru áhrifaríkastar Morgunblaðið/Kristinn Ingi Rafn Hauksson, fræðslufulltrúi Alnæmissamtakanna, Birna Þórð- ardóttir formaður og Haraldur Briem sóttvarnarlæknir. ÍBÚAR Búðahrepps og Stöðvar- hrepps, sem hafa Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð innan sinna marka, samþykktu tillögu um sameiningu sveitarfélaganna í kosningu sem fram fór samtímis alþingiskosning- unum. Alls greiddu 492 atkvæði um sam- eininguna en 845 eru búsettir í sveit- arfélögunum skv. tölum frá 1. des- ember 2002. Í Búðahreppi greiddu 179 manns atkvæði með sameiningu, eða 55%, en 147 á móti. Í Stöðvarhreppi greiddu 127 atkvæði með samein- ingu, eða 85% íbúa, en 19 voru á móti. Á milli hreppanna er reyndar Fá- skrúðsfjarðarhreppur og var honum boðin þátttaka í sameiningarviðræð- um en sveitarstjórnin ákvað að taka ekki þátt í viðræðum um samein- ingu. Guðmundur Þorgrímsson var for- maður sameiningarnefndar og odd- viti sveitarstjórnar Búðahrepps. „Næsta mál á dagskrá er að finna kjördag til að kjósa til nýrrar sveit- arstjórnar. Það verða fundir í báðum sveitarstjórnum í þessari viku og ég held að við fáum fund líka með fé- lagsmálaráðuneytinu því þeir koma að sameiningunni samkvæmt sveit- arstjórnarlögum. Þetta gekk mjög vel og ég er mjög ánægður með út- komuna. Það liggur mikil vinna þarna að baki,“ sagði Guðmundur. Búðahrepp- ur og Stöðv- arhreppur sameinast REGLUR um greiðslur sjúkra- tryggðra einstaklinga fyrir þjónustu á heilbrigðisstofnunum hafa verið samræmdar með nýrri reglugerð sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út, og lækka gjöldin í ýmsum tilvikum. Reglugerðin tekur gildi 1. júní nk. og er í henni kveðið á um gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum, bráðamóttöku og göngu- og slysadeildum sjúkra- húsa og fyrir þjónustu sem veitt er hjá þeim sjálfstætt starfandi sér- fræðingum sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðismálaráðuneytisins er ekki ætlunin með þessum breytingum að auka sértekjur stofnananna þar sem gjöldin eru innheimt. Reglugerðin felur ekki í sér nýja gjaldtöku en í henni eru samræmd gjöld sem hafa verið innheimt á sjúkrahúsum fyrir þjónustu. Komugjald á slysadeild lækkar í 3.170 kr. Dæmi um breytingar af þessu tagi eru eftirfarandi: Komugjald á slysadeild og bráða- móttöku sjúkrahúsa, sem hefur verið 3.540 kr. frá 15. janúar 2003, er nú lækkað í 3.170 kr. Komugjald til annarra en lækna á göngudeildir sjúkrahúsa er það sama og sjúklingar greiða sam- kvæmt samningi við sjálfstætt starf- andi sjúkraþjálfara, 1.392 kr. Þó er reiknað með að fyrir sjúkraþjálfun og talþjálfun á sjúkrahúsum sé aldr- ei greitt hærra eða lægra gjald en kveðið er á um í gildandi samningum samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Félag talkennara og talmeina- fræðinga. Gjald fyrir dagvist aldraðra á Landspítala – háskólasjúkrahúsi á að vera hið sama og samkvæmt lög- um um málefni aldraðra, þ.e. 500 kr. á dag, þó aldrei hærra en sem nemur fullum grunnlífeyri frá Trygginga- stofnun ríkisins. Landspítalinn hefur innheimt 600 kr. gjald fyrir dag- vistina og er gjaldið því lækkað um 100 krónur. Gjald fyrir meðferð húðsjúkdóma veitta af öðrum en læknum á að vera hið sama og samkvæmt reglugerð um greiðslur TR fyrir meðferð húð- sjúkdóma veitta af öðrum en lækn- um, þ.e. 200 kr. og 300 kr. Það er sama gjald og Landspítalinn inn- heimtir nú. Gjald fyrir kransæða- og hjartaþræðingu lækkar Gjald fyrir keiluskurðaðgerðir verður fast eða 5.100 kr. en var áður 2.100 kr. + 40% af umsömdu heild- arverði, þó að hámarki 18.000 kr. Landspítalinn hefur til þessa inn- heimt gjald að upphæð 9.000 kr. Hér er því um töluverða lækkun að ræða. Gjald fyrir kransæða- og hjarta- þræðingu. Hér verður gjald fyrir kransæða- og hjartaþræðingu fast eða 5.100 kr., en var áður 18.000 kr. án afsláttarkorts, en rúmar 10.000 kr. fyrir almenna sjúklinga með af- sláttarkort. Þetta þýðir að gjaldið lækkar nú umtalsvert. Ekki er með reglugerðinni breytt komugjöldum til sérfræðilækna sem starfa innan eða utan sjúkrahúsa. Engar breytingar verða á gjaldtöku í heilsugæslunni. Mæðra- og ung- barnavernd verður eftir sem áður ókeypis og sama er að segja um heimahjúkrun, skv. upplýsingum frá ráðuneytinu. Þá tekur ráðuneytið fram að heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og sérfræðilæknum sé óheimilt að innheimta hærri eða önn- ur gjöld af sjúkratryggðum en kveð- ið er á um í reglugerðinni og fylgi- skjali með henni. Komugjöld á sjúkrahúsum samræmd SKIPSTJÓRINN á Báru ÍS sem ákærður er fyrir brottkast neitar sök og segir að fiskurinn sem hent var fyrir borð hafi verið ónýtur eft- ir fjögurra nátta legu í netum. Bára ÍS komst í fréttir síðla árs árið 2001 eftir að myndir af brott- kasti birtust bæði í Morgunblaðinu og Ríkissjónvarpinu. Bjarmi BA var þá í fréttum af sömu orsökum. Á þessum tíma var heimilt að kasta ónýtum afla fyrir borð en lögunum var breytt í kjölfar myndbirting- anna. Sameyri hf., útgerðarfélag Báru ÍS, er einnig ákært og hefur fram- kvæmdastjóri þess og annar skip- stjóri bátsins, Sigurður Marinós- son, þegar komið fyrir dóm. Hann neitar einnig sök og ber við að fisk- urinn hafi verið ónýtur. Komust ekki til að ná í netin Fyrir dómi í gær sagði skipstjór- inn að sex fiskum hefði verið hent fyrir borð. Þeir hefðu í öllum til- vikum verið skemmdir eftir að hafa legið í fjórar nætur í netunum en dregist hefði að draga netin af óviðráðanlegum orsökum. Kvað hann skipverjana hafa tekið ákvörðun um hvaða fiski yrði hent en hann engin sérstök fyrirmæli gefið um það sjálfur. Helgi Magnús Gunnarsson, fulltrúi ríkislögreglu- stjóra, spurði hann hvað hefði orðið um ýsu, ufsa og flatfisk sem sæist á fréttamyndum um borð en engum slíkum afla var landað. Svar skip- stjórans var að ýsuna hefðu skip- verjarnir sjálfsagt flakað og tekið til heimilisbrúks eða eldað um borð. Hann gat engu svarað um ufsann en minnti á að hann var ekki á dekkinu í umræddri veiði- ferð. Ákæra ríkislögreglustjóra bygg- ist fyrst og fremst á fréttamyndum þeirra Friðþjófs Helgasonar, myndatökumanns Sjónvarps, og Ragnars Axelssonar. Helgi Magn- ús var greinilega ekki sáttur við vitnisburð þeirra fyrir dómi og sagði þá hylma yfir með hinum ákærðu. Dómarinn gerði athuga- semd við þessi orð og sagði að hann gæti ekki gert þeim upp annarleg- ar hvatir. Helgi Magnús sagðist ekki vera að því og benti á að Frið- þjófur neitaði að láta dómnum í té önnur myndskeið en þau sem sýnd voru í sjónvarpsfréttum. Ragnar hefði sömuleiðis aðeins látið dómn- um í té sex ljósmyndir en örugg- lega tekið mun fleiri. Löggjöfin gölluð Samkvæmt þágildandi lögum var heimilt að henda um borð fiski sem var sýktur, selbitinn eða skemmd- ur á annan hátt. Þegar dómari minnti á þessa staðreynd sagðist Helgi geta tekið undir að löggjöfin væri óttalegt rusl að þessu leyti. Í málflutningsræðu sinni sagði hann á hinn bóginn að engin merki væru um annað en að fiskurinn hefði ver- ið nýtilegur og skipverjunum því borið að landa honum. Og fiskarnir hefðu verið fleiri en sex. Komið hefði fram að afla var safnað í fiski- kar til að henda fyrir borð og á myndum sæist að í því voru um 25 fiskar. Að minnsta kosti einn þeirra hefði spriklað þegar hann hvarf út yfir borðstokkinn. Hann sagði útgerðarmanninn m.a. hafa bent á að kvótakerfið væri óréttlátt og hann því neyddur til að stunda brottkast. Að hann og skipstjórinn skyldu nú segja aflann ónýtan væri á hinn bóginn skiljanlegt enda vildu þeir koma sér hjá refsingu. Hilmar Baldursson hdl., verjandi ákærðu, krafðist sýknu og sagði að eina ástæðan fyrir ákæru í málinu væri hin mikla fjölmiðlaumræða um málið og gaf í skyn að ákvörð- unin hefði verið pólitísk. Oft hefðu komið upp mál sem vörðuðu brott- kast á nokkrum fiskum en ríkissak- sóknara þótt hjákátlegt að eltast við slík mál og látið þau niður falla. Hann hrósaði þó sækjanda fyrir að velta sér ekki upp úr því sem hugs- anlega hefði verið sagt í blaðavið- tölum. Fleiri hefðu látið svipuð orð falla án þess að verða ákærðir. Skipstjórinn á Báru ÍS neitar ásökunum um brottkast Ónýtur fiskur var eina brottkastið Morgunblaðið/RAX Í dómsmálinu er m.a. tekist á um hvort þessi mynd sýni ónýtan fisk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.