Morgunblaðið - 14.05.2003, Side 17
AP
Clare Short tilkynnir afsögn sína í ræðu á breska þinginu í fyrradag.
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 17
LÖGREGLUMENN í Seattle í
Bandaríkjunum á æfingu þar sem
æfð voru viðbrögð við hryðjuverk-
um, meðal annars árásum með
geislasprengjum. Æfingin hófst í
fyrradag og var þá öflug sprengja
sprengd í bíl á iðnaðarsvæði í borg-
inni. Á sama tíma voru „hryðju-
verkamenn“ látnir ráðast inn í há-
skólabyggingu og taka þar fólk í
gíslingu. Heimavarnaráðuneyti
Bandaríkjanna stendur fyrir æfing-
unni og áætlað er að hún kosti and-
virði tæpra 1,2 milljarða króna. Um
8.500 manns, meðal annars slökkvi-
liðs-, lögreglu- og björgunarmenn,
taka þátt í æfingunni sem stendur í
fimm daga.
AP
Þúsundir Bandaríkjamanna æfa
viðbrögð við hryðjuverkum
LÖGFRÆÐINGAR Belfast-búa,
sem er sagður hafa verið háttsettur
foringi í Írska lýðveldishernum
(IRA) og njósnað fyrir leyniþjónustu
breska hersins, neitaði því í gær að
hann væri breskur njósnari.
Lögfræðingarnir sögðu í yfirlýs-
ingu að Belfast-búinn, Alfredo
Scappaticci, væri „venjulegur verka-
maður“. „Hann hefur aldrei verið
uppljóstrari, aldrei haft samband við
leyniþjónustuna, aldrei verið í ör-
yggisgæslu og aldrei fengið peninga
frá leyniþjónustunni.“
Fjögur sunnudagsblöð í Bretlandi
skýrðu frá því um helgina að Alfredo
Scappaticci hefði verið uppljóstrari í
IRA í rúm 20 ár og gengið undir dul-
nefninu „Stakeknife“. Að sögn blað-
anna hafði verið vitað í mörg ár að
leyniþjónusta breska hersins væri í
sambandi við einn af æðstu mönnum
IRA, sem ljóstraði upp um félaga
sína, og hún hefði lagt sig í líma við
að koma í veg fyrir að flett yrði ofan
af honum. Breskir og írskir fjöl-
miðlar segja að uppljóstrarinn hafi
drepið 20-40 manns og leyniþjónusta
breska hersins hafi vitað af drápun-
um.
Að sögn breskra fjölmiðla var
„Stakeknife“ næstæðsti yfirmaður
illræmdrar sveitar IRA sem gegndi
því hlutverki að hafa uppi á, yfir-
heyra, pynta og drepa IRA-liða sem
veittu breskum yfirvöldum upplýs-
ingar. Hann hafi einnig verið náinn
samstarfsmaður Gerry Adams, leið-
toga Sinn Fein, stjórnmálaflokks
IRA.
Bresku fjölmiðlarnir sögðu að
leyniþjónustan hefði greitt Scapp-
aticci andvirði 9,4 milljóna króna á
ári fyrir njósnirnar og að hann hefði
boðist til að njósna fyrir hana í
hefndarskyni eftir að félagi hans í
IRA hefði gengið í skrokk á honum
vegna rifrildis á milli þeirra. Lög-
fræðingar Scappaticcis sögðu hins
vegar að hann væri „fórnarlamb
rangra upplýsinga, sem virðast hafa
komið frá öryggissveitunum og hafa
verið breiddar út í fjölmiðlunum“.
Uppnám í IRA
Breskir fjölmiðlar sögðu að talið
væri að „Stakeknife“ hefði meðal
annars skýrt breskum yfirvöldum
frá aðgerðum IRA á Gíbraltar árið
1998 og upplýsingar hans hefðu orð-
ið til þess að þrír IRA-menn voru
drepnir. Hann er einnig talinn hafa
tekið þátt í drápum á IRA-liðum,
sem grunaður voru um að hafa veitt
Bretum upplýsingar, og líklegt þykir
að hann hafi ákveðið, með samþykki
breska hersins, hvaða menn í haldi
IRA yrðu drepnir.
The Irish Times hafði í gær eftir
heimildarmanni í IRA að fréttirnar
um „Stakeknife“ hefðu valdið „miklu
uppnámi í öllum lýðveldishernum“.
„Menn spyrja hvort þeir hafi verið
handteknir, eða að félagar þeirra
hafi verið drepnir, vegna þessa
manns. Þeir spyrja líka hvers vegna
ekki voru gerðar neinar ráðstafanir
til að tryggja að slíkt gerðist ekki.
Hvers vegna var engum manni eða
hópi falið að hafa eftirlit með starf-
semi þeirra sem önnuðust innra ör-
yggi? Hafi þeir verið spilltir var allri
hreyfingunni stefnt í hættu.“
Annar heimildarmaður í Vestur-
Belfast sagði að IRA-menn hefðu
áhyggjur af því að aðrir háttsettir fé-
lagar þeirra kynnu að vera á mála
hjá Bretum. Leiðtogar IRA reyndu
þó að gera lítið úr málinu, sögðu að
Scappaticci hefði ekki gegnt mikil-
vægu hlutverki í IRA, væri heilsu-
veill og hefði dregið sig í hlé nýlega.
Fjölskyldur IRA-manna, sem
voru drepnir fyrir að veita Bretum
upplýsingar, kröfðu IRA skýringa á
málinu. Þær hafa alltaf haldið því
fram að mennirnir hafi ekki verið
uppljóstrarar.
„Í mörg ár höfum við orðið að lifa
við þá skömm að bróðir minn var
ranglega stimplaður sem uppljóstr-
ari. Sá sem njósnaði í raun var for-
ystumaður í IRA,“ sagði systir IRA-
manns sem var pyntaður og drepinn.
Sagður vera enn í Belfast
Talsmaður Sinn Fein, Gerry
Kelly, sakaði bresku leyniþjón-
ustuna um að hafa lekið nafni
„Stakeknife“ í fjölmiðlana og hélt því
fram að Scappaticci væri enn í Bel-
fast þótt breskir fjölmiðlar hefðu
skýrt frá því að breska varnarmála-
ráðuneytið hefði flutt hann á leyni-
legan stað á Englandi.
Ritstjóri eins sunnudagsblaðanna,
Glasgow-blaðsins Sunday Herald,
kvaðst hafa spurt varnarmálaráðu-
neytið í vikunni sem leið hvort birt-
ing fréttarinnar myndi hafa ein-
hverjar afleiðingar og ráðuneytið
hefði svarað að líklega væri óhætt að
birta fréttina ef blöð í öðru umdæmi
hefðu þegar gert það. Þrjú sunnu-
dagsblöð á Írlandi voru þá að búa sig
undir að birta fréttina.
Ritstjóri Sunday Herald, Andrew
Jaspan, sagði að blaðið hefði eitt sinn
ætlað að birta nöfn breskra njósnara
en lögmaður bresku stjórnarinnar
hefði þá hótað að höfða mál gegn
blaðinu. Varnarmálaráðuneytið
hefði hins vegar ekki hótað máls-
höfðun þegar hann spurði hvort
birta mætti fréttina um Scappaticci.
Ritstjórinn kvaðst því hafa talið lík-
legt að ráðuneytið vildi að skýrt yrði
frá nafni uppljóstrarans.
Kveðst ekki
vera upp-
ljóstrari í IRA