Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 18

Morgunblaðið - 14.05.2003, Page 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FerðalögFimmtudaginn . maí fylgir Morgunblaðinu blaðauki um29 Meðal annars verður fjallað um: • gönguferðir • tjaldsvæði landsins • ferðalög á hálendið • nestið í ferðalagið • viðburði og uppákomur vítt og breitt um landið í sumar • óviðjafnanlegar náttúruperlur • nýjungar í afþreyingu • nýja gististaði og veitingahús • leiki og skemmtun fyrir börnin í aftursætinu. Blaðið verður í nýju broti, þverformi 25x19 sm, heftað og prentað á 60 gr pappír. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 föstudaginn 23. maí. Skilafrestur er til kl. 12 mánudaginn 26. maí. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is HVARVETNA um höfuðborgarsvæðið eru hverfi að fyllast af kátum krökkum sem kunna vel að meta veðurblíðu vorsins og birtu langt fram á kvöld. Þannig koma útileikir í stað dundurs innivið og börnin búin að dusta rykið af boltum, sandkassadóti, reiðhjólum og öðrum tækjum og tólum sem heyra til sumarsins. Nokkrir krakkar í 3. bekk D í Melaskóla skruppu t.a.m. um helgina í Hljómskálagarðinn að spila krik- ket og amerískan fótbolta. Bergrún bekkjarsystir þeirra fann sér þó fljótlega annað til að hafa fyrir stafni því á meðan hinir krakkarnir voru í bolta- leikjunum fékk hún Collie-hundinn Jaka lánaðan. Jaki var þó ekki alveg á því að missa af öllu fjör- inu með hinn undarlega bolta svo að vinkona hans mátti hafa sig alla við að leiða hann á réttar brautir. Eigandi hvutta nýtti sér hins vegar tækifærið og fékk sér blund í sólarblíðunni á meðan. Morgunblaðið/Ómar Að kljást við hvutta Miðborg ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta ljósum á gatnamót- um Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á þann hátt að sett verða beygjuljós á umferð frá Kringlumýrarbraut inn Miklubraut. Beygjuljósin verða hins vegar einungis virk á kvöldin og um helg- ar. Talsverð bílaröð mynd- ast allajafna við umræddar beygjur þegar umferð er mikil og er ekki laust við að einhverjir ökumanna aki gegn rauðu ljósi til að komast leiðar sinnar þeg- ar svo stendur á. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni er þó ekki vit- að hversu oft bílar aka gegn rauðu ljósi á þessum beygjum þar sem mynda- vélar á gatnamótunum mynda að- eins þá umferð sem ekur beint yfir gatnamótin en fylgist ekki með bíl- um sem aka til vinstri inn Miklu- brautina af Kringlumýrarbrautinni. 40 prósent slysa vegna vinstribeygju Umferðarstofa hefur hins vegar tekið saman tölur yfir hversu mörg umferðaróhöpp verða á gatnamótun- um þar sem kemur til kasta lög- reglu, en þá eru undanskilin óhöpp þar sem ökumenn fylla sjálfir út árekstraskýrslur og senda til trygg- ingafélaga. Samkvæmt tölum Um- ferðarstofu hafði lögregla afskipti af 220 óhöppum sem urðu á gatnamót- unum sjálfum á árunum 1996–2000. Þar af urðu langflest eða um 40% þar sem vinstri beygja annars eða beggja ökumanna kom við sögu. Sigurður Skarphéðinsson, gatna- málastjóri í Reykjavík, staðfestir að stærstur hluti þeirra umferðar- óhappa, sem verði á þessum gatna- mótum, séu vegna vinstri beygju af Kringlumýrarbraut inn Miklubraut. Flest þeirra verði hins vegar utan annatíma. Hann segir samgöngunefnd borg- arinnar hafa samþykkt á fundi sín- um í síðustu viku tillögur sem eiga að leiða til úrbóta á vandamálinu. Tillögurnar voru svo til kynningar í borgarráði í gær og gerði það ekki athugasemd við afgreiðslu sam- göngunefndar á málinu. „Við munum breyta ljósum á gatnamótunum þannig að á kvöldin og um helgar verði sett upp beygju- ljós á beygju af Kringlumýrarbraut- inni, svokölluð fjögurra fasa ljós,“ segir Sigurður. „Ljósakerfið mun virka þannig að venjulega verður blikkandi gult ljós á beygjunni sem síðan breytist í græn, gul og rauð ljós á ákveðnum tímum sólarhrings- ins. Þannig fá ökumenn sérstakt ljós til að beygja á.“ Einungis bráðabirgðalausn Í bréfi Verkfræðistofu til Lögregl- unnar í Reykjavík kemur fram að gert er ráð fyrir að ljósin verði virk frá kl. 19 á kvöldin til kl. 7 á morgn- ana á virkum dögum og allan daginn um helgar. Með þessu má fækka um- ferðarslysum á gatnamótunum um 25%. Sigurður segir að samt sem áður sé einungis um bráðabirgðalausn að ræða enda sé beðið eftir heildar- lausn fyrir gatnamótin. „Það hafa verið til skoðunar ýmsir möguleikar til að byggja þarna mislæg gatna- mót. Aftur á móti er mjög þröngt þarna þannig að menn hafa ekki enn komið sér niður á lausn sem hentar öllum.“ Beygjuljós sett á gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar Áætlað að slysum fækki um 25 prósent Beygjuljós verða nú sett upp til að stjórna um- ferð frá Kringlumýrarbraut inn Miklubraut. Þau verða hins vegar aðeins virk milli kl. 19 og 7 á virkum dögum og allan daginn um helgar. Kringlan Morgunblaðið/Kristinn UMFERÐARÁTAK meðal grunn- skólanemenda á Seltjarnarnesi hefst í dag. Með átakinu eru foreldrar hvattir til að láta börn sín ganga í og úr skóla en eru jafnframt minntir á að börn hafa ekki sama þroska og fullorðnir til að meta aðstæður og eru því í meiri slysahættu í umferðinni. Skipulag átaksins verður með þeim hætti að kennarar í Mýrarhúsaskóla vinna verkefni með nemendum sem tengd eru umferðinni og starfsmenn frá forvarnardeild lögreglunnar verða með fræðslu í öllum bekkjum. Einnig mun umferðardeild lögregl- unnar verða með sérstakt átak í hraðamælingum á helstu umferðar- götum á Seltjarnarnesi þessa daga. Starfsmenn frá Sjóvá Almennum munu bjóða nemendum í 6.–10. bekk að prófa veltibíl, en tilgangurinn er að leggja áherslu á mikilvægi notk- unar bílbelta. Átakinu lýkur síðan laugardaginn 17. maí með árlegum hjóladegi Slysavarnadeildar kvenna á Sel- tjarnarnesi á lóð Mýrarhúsaskóla. Umferðarátak meðal grunnskólabarna 14.–17. maí Börn hvött til að ganga til og frá skóla Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.