Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 21
BJARNI Benedikt Kristjánsson
var fermdur í Landakirkju í Vest-
mannaeyjum af föður sínum séra
Kristjáni Björnssyni presti í
Landakirkju, sunnudaginn 27. apr-
íl sl. Það er nokkuð sérstætt tilvik
a.m.k. hér í Vestmannaeyjum. Það
sem var kannski einstætt við þessa
fermingu var að fjölskylda ferm-
ingarbarnsins er nánast öll af
fastalandinu, og fermingarbarnið
bauð þeim öllum til veislunnar auk
þess að halda þeim veglegt golf-
mót; B.BEN. OPEN JR. boðsmót,
og var mótið haldið á golfvellinum
á Torfmýri í Vestmannaeyjum
daginn fyrir ferminguna.
Þátttakendur skiptust í flokka
eftir getu og kunnáttu. Þannig
tóku 29 manns þátt í níu holu
keppni og nokkrir af þeim í
þriggja holu keppni. Þá var pútt-
keppni fyrir 19 manns. Mörg
glæsileg verðlaun voru í boði og
svo fór að afi og guðfaðir bæði
drengsins og mótsins, Bjarni Ben.
eldri, deildi efsta sætinu með Páli
Marcer Egonssyni en þeir fengu
vegleg verðlaun frá Bún-
aðarbanka Íslands, en einnig gaf
University Park County Club á
Flórída verðlaun til mótsins.
Mikil og góð stemmning var á
mótsstað og safnaðist fjöldi gesta í
golfskálanum til að fylgjast með
mótinu og hvetja sína fjölskyldu-
meðlimi eins og vera ber. Verð-
launaafhending fór fram í ferm-
ingarveislunni sjálfri og var þar
kátt á hjalla enda fjölmörg verð-
laun í boði og dagurinn því stór
stund í lífi fjölskyldunnar og góð
minning fyrir fermingarbarnið í
framtíðinni.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Mjög góð þátttaka var á golfmótinu sem haldið var til heiðurs fermingarbarninu, Bjarna Benedikt Kristjánssyni.
Fermingarveislugestir á golfmóti
Vestmannaeyjar
ÞRÁTT fyrir snjóleysið á liðnum
vetri hafa Strandamenn stundað
gönguskíðin af kappi, haldið mót og
þjálfað gönguskíðafólk framtíðarinn-
ar. Hátt í tuttugu krakkar hafa stund-
að æfingar og keppt á mótum í vetur
og álíka fjöldi fullorðinna. Troðnar
hafa verið brautir á Steingrímsfjarð-
arheiði eða við Stað í Staðardal.
Til stóð að senda keppendur á
Andrésar andar leikana á Akureyri
en sem kunnugt er var þeim frestað. Í
maíbyrjun tókst hins vegar að halda
Fossavatnsgönguna á Ísafirði og þar
átti Skíðafélag Strandamanna fimm
keppendur í verðlaunasætum. Á dög-
unum voru þeir sem stundað hafa
skíðin í vetur boðaðir til myndatöku
og fjölmenntu menn einkennisklædd-
ir í nýjum peysum og húfum merkt-
um skíðafélaginu. Við sama tækifæri
var þeim sem höfðu skráð sig til
keppni á Andrésar andar leikunum
afhentur glaðningur og öllum sem
keppt hafa á mótum skíðafélagsins í
vetur. Einnig voru afhent tvenn verð-
laun. Þórdís Karlsdóttir hlaut verð-
laun fyrir góða æfingasókn í vetur og
Jóhanna Rósmundsdóttir fyrir bestu
framfarir. Þjálfarar í vetur hafa verið
þau Ragnar Kristinn Bragason og
Marta Sigvaldadóttir og þeim til að-
stoðar Magnús Steingrímsson.
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Jóhanna Rósmundsdóttir fékk
verðlaun fyrir bestu framfarir
og Þórdís Karlsdóttir fékk verð-
laun fyrir góða æfingasókn í vetur.
Stranda-
menn
stunda
skíðagöngu
Strandir
BÖRN sem fara í 1. bekk grunn-
skólans á Eskifirði í haust fengu
reiðhjólahjálma að gjöf frá for-
eldrafélagi grunnskólans. Hópur-
inn setti hjálmana þegar upp og
krakkarnir munu eflaust nota þá
þegar þeir fara út að hjóla á sum-
ardögunum sem eru framundan.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Fengu reiðhjólahjálma
Eskifjörður
SAUÐBURÐUR er á fullu í fjárhús-
um sauðfjárbænda. Þegar fréttarit-
ari Morgunblaðsins leit inn í fjárhús-
in hjá Karli Pálmasyni bónda í
Kerlingadal var sauðburður að verða
hálfnaður. Segir Karl að burðurinn
hafi gengið vel og að frjósemi sé góð.
Sauðfjárbændur eru líka ánægðir
með tíðarfarið í vor enda hefur verið
hægt að setja ærnar nánast jafnóð-
um út og þær bera því gróður er
kominn óvenju vel á veg þó að smá
kuldakast í byrjun maí hafi hægt á
sprettu.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Hjördís Rún Jóhannsdóttir og Eyjólfur Karlsson með lömb í Kerlingadal.
Sauðburður í fullum gangi
Fagridalur