Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 21 BJARNI Benedikt Kristjánsson var fermdur í Landakirkju í Vest- mannaeyjum af föður sínum séra Kristjáni Björnssyni presti í Landakirkju, sunnudaginn 27. apr- íl sl. Það er nokkuð sérstætt tilvik a.m.k. hér í Vestmannaeyjum. Það sem var kannski einstætt við þessa fermingu var að fjölskylda ferm- ingarbarnsins er nánast öll af fastalandinu, og fermingarbarnið bauð þeim öllum til veislunnar auk þess að halda þeim veglegt golf- mót; B.BEN. OPEN JR. boðsmót, og var mótið haldið á golfvellinum á Torfmýri í Vestmannaeyjum daginn fyrir ferminguna. Þátttakendur skiptust í flokka eftir getu og kunnáttu. Þannig tóku 29 manns þátt í níu holu keppni og nokkrir af þeim í þriggja holu keppni. Þá var pútt- keppni fyrir 19 manns. Mörg glæsileg verðlaun voru í boði og svo fór að afi og guðfaðir bæði drengsins og mótsins, Bjarni Ben. eldri, deildi efsta sætinu með Páli Marcer Egonssyni en þeir fengu vegleg verðlaun frá Bún- aðarbanka Íslands, en einnig gaf University Park County Club á Flórída verðlaun til mótsins. Mikil og góð stemmning var á mótsstað og safnaðist fjöldi gesta í golfskálanum til að fylgjast með mótinu og hvetja sína fjölskyldu- meðlimi eins og vera ber. Verð- launaafhending fór fram í ferm- ingarveislunni sjálfri og var þar kátt á hjalla enda fjölmörg verð- laun í boði og dagurinn því stór stund í lífi fjölskyldunnar og góð minning fyrir fermingarbarnið í framtíðinni. Morgunblaðið/Sigurgeir Mjög góð þátttaka var á golfmótinu sem haldið var til heiðurs fermingarbarninu, Bjarna Benedikt Kristjánssyni. Fermingarveislugestir á golfmóti Vestmannaeyjar ÞRÁTT fyrir snjóleysið á liðnum vetri hafa Strandamenn stundað gönguskíðin af kappi, haldið mót og þjálfað gönguskíðafólk framtíðarinn- ar. Hátt í tuttugu krakkar hafa stund- að æfingar og keppt á mótum í vetur og álíka fjöldi fullorðinna. Troðnar hafa verið brautir á Steingrímsfjarð- arheiði eða við Stað í Staðardal. Til stóð að senda keppendur á Andrésar andar leikana á Akureyri en sem kunnugt er var þeim frestað. Í maíbyrjun tókst hins vegar að halda Fossavatnsgönguna á Ísafirði og þar átti Skíðafélag Strandamanna fimm keppendur í verðlaunasætum. Á dög- unum voru þeir sem stundað hafa skíðin í vetur boðaðir til myndatöku og fjölmenntu menn einkennisklædd- ir í nýjum peysum og húfum merkt- um skíðafélaginu. Við sama tækifæri var þeim sem höfðu skráð sig til keppni á Andrésar andar leikunum afhentur glaðningur og öllum sem keppt hafa á mótum skíðafélagsins í vetur. Einnig voru afhent tvenn verð- laun. Þórdís Karlsdóttir hlaut verð- laun fyrir góða æfingasókn í vetur og Jóhanna Rósmundsdóttir fyrir bestu framfarir. Þjálfarar í vetur hafa verið þau Ragnar Kristinn Bragason og Marta Sigvaldadóttir og þeim til að- stoðar Magnús Steingrímsson. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Jóhanna Rósmundsdóttir fékk verðlaun fyrir bestu framfarir og Þórdís Karlsdóttir fékk verð- laun fyrir góða æfingasókn í vetur. Stranda- menn stunda skíðagöngu Strandir BÖRN sem fara í 1. bekk grunn- skólans á Eskifirði í haust fengu reiðhjólahjálma að gjöf frá for- eldrafélagi grunnskólans. Hópur- inn setti hjálmana þegar upp og krakkarnir munu eflaust nota þá þegar þeir fara út að hjóla á sum- ardögunum sem eru framundan. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Fengu reiðhjólahjálma Eskifjörður SAUÐBURÐUR er á fullu í fjárhús- um sauðfjárbænda. Þegar fréttarit- ari Morgunblaðsins leit inn í fjárhús- in hjá Karli Pálmasyni bónda í Kerlingadal var sauðburður að verða hálfnaður. Segir Karl að burðurinn hafi gengið vel og að frjósemi sé góð. Sauðfjárbændur eru líka ánægðir með tíðarfarið í vor enda hefur verið hægt að setja ærnar nánast jafnóð- um út og þær bera því gróður er kominn óvenju vel á veg þó að smá kuldakast í byrjun maí hafi hægt á sprettu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hjördís Rún Jóhannsdóttir og Eyjólfur Karlsson með lömb í Kerlingadal. Sauðburður í fullum gangi Fagridalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.