Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 27 Í TILEFNI af stofnfundi Fem- ínistafélags Íslands langar mig til að setja hér niður nokkrar línur um mál- efni sem hefur verið mér hugleikið í nokkurn tíma, en það er kynja- mismunun í töluðu og rituðu máli á okkar ástkæra yl- hýra. Á íslensku eru til nokkur orð yfir kynin en þau algeng- ustu eru kona, maður, karl, kvenmað- ur, karlmaður. Oftast er talað um konur sem konur og karla sem menn, en ekki kvenmenn og karlmenn. Til dæmis er vefsíðan femin.is auglýst fyrir konur en ekki kvenmenn og það sama má segja um Baðhúsið. Langflestir textar sem skrifaðir eru með það í huga að ná til beggja kynja eru skrifaðir í karlkyni. Til dæmis: Þú ert glaður, hamingjusamur og frjáls. Þetta eiga bæði menn og konur að lesa og taka til sín og tengja við sig. En ef textinn er skrifaður ein- vörðungu fyrir konur þá hljóðar hann: Þú ert glöð, hamingjusöm og frjáls – og um leið er ekki gert ráð fyrir því að það sé karlmaður sem er að lesa text- ann eða að hann komi til með að taka innihald textans til sín. Þegar talað er um þjóðir, trúarhópa og menningarsamfélög eru konur undantekningar. Danir, Svíar, arabar, kristnir, Englendingar, Bandaríkja- menn … allt er þetta í karlkyni og af því leiðir að fólk sér karla fyrir sér án þess að hugsa nánar út í það. Sem dæmi um þetta er talað um að músl- imar eða arabar séu vondir við kon- urnar sínar og þetta gefur strax til kynna að allir múslimar séu karlar. Í flestum fjölmiðlum er mikið talað um að menn séu að gera hitt eða þetta. T.d. menn hafa verið að velta því fyrir sér … Menn eru orðnir sáttir við … o.s.frv. Þetta á að eiga við bæði menn og konur en samt sem áður geta allir verið sammála um að það er ekki hópur af konum sem fólk sér fyrir sér í huganum þegar svona er tekið til orða. Þegar þetta er gagnrýnt hefur þeim skildi verið haldið á lofti að kon- ur séu líka menn og vitnað í orðið kvenmenn, en það heyrir til algerra undantekninga að orðið kvenmaður sjáist á prenti eða sé notað í daglegu tali í dag. Á Norðurlöndum og í öðr- um löndum þar sem tungumálið er af germönskum stofni er orðið fólk not- að yfir samfélagið eða þjóðina í heild. Orðið fólk gefur rými fyrir bæði kon- ur og menn og þar með bætast 50% þjóðarinnar við hinn helminginn sem eru – menn. Orðið „ráðherra“ er eitt greinileg- asta og undarlegasta dæmið um kynjamismunun í töluðu og rituðu máli. Herra er eins og allir vita karl- maður og það er ekkert hægt að þræta fyrir það. Á karlasalernum er orðið herra haft á hurðinni og á kvennasalerni stendur dömur og þó að konur séu farnar að gegna ráð- herraembættum er engu breytt. Sif Friðleifsdóttir, ráðherra, er frú sem bregður sér á snyrtingu merkta döm- um þó að hún sé orðin herra og stór- lega má draga það í efa að Davíð Oddsson myndi vilja láta kalla sig frú, ráðfrú, ráðdömu eða eitthvað í þá átt- ina. Fjölmörgum starfsheitum hefur verið breytt eftir að karlar fóru að taka að sér hefðbundin kvennastörf. Fóstrur heita nú leikskólakennarar, hjúkrunarkonur eru hjúkrunarfræð- ingar og skúringakonur hafa fengið hið virðulega heiti ræstitæknar. Þessu er öllu vippað yfir í hlutlausara kyn og orðin fræðingur eða kennari þykja heppilegri en maður eða kona. Flugmaður er samt sem áður enn flugmaður, þó að konur vinni við að fljúga flugvélum … enda eru þær líka menn. Þegar talað er um fólk sem vinnur hjá fyrirtækjum er það oftast í karl- kyni. Samanber þeir í fjármálaráðu- neyti, þeir í Landsbankanum, þeir hjá RÚV. Í öllum þessum fyr- irtækjum vinna örugglega jafn marg- ar konur og karlar og þess vegna væri réttast að segja þau. Lítil stelpa sem fæðist á Íslandi elst upp við það að guð sé karlkyns, konur séu menn, ráðherrar einbeittir og málefnalegir (ekki einbeittar og málefnalegar), menn velti vöngum yf- ir hinu og þessu, bílstjórar og flug- menn séu af karlkyni og að þeir hjá Landsbankanum vilji kannski gefa henni yfirdrátt. Á sama tíma eru gerðar þær kröfur á hana að hún mennti sig og öðlist starfsframa en um leið þykir það skrítið að hana skuli skorta sjálfstraust. Er það nokkur furða þegar hún er hálfpart- inn ósýnileg? Það er augljóst að það verður ekki hlaupið að því að breyta þessu því það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Við höfum öll alist upp við þessa málnotkun frá því við fæddumst og hörðustu jafnréttissinnar af báðum kynjum slysast til að tala um „þá á RÚV“. En það er ljóst að málfræð- ingar og fjölmiðlafólk landsins ætti að gefa sér tíma til að skoða þetta mál og setja á einhverjar reglur eða stefnu sem mótar vitund okkar og komandi kynslóða í átt til jafnræðis kynjanna. Með því væru Íslendingar afar góðir við konurnar sínar. Konur eru menn en menn eru ekki konur Höfundur er blaðakona. Eftir Margréti H. Gústavsdóttur Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta rKJÓSENDUR þurfa nú enn og aftur að sitja undir þeirri bábilju sumra stjórnmálamanna og fjölmiðlunga, að Framsóknarflokkurinn sé kominn í oddaaðstöðu á þingi. En þetta er ein lífseigasta og alvarlegasta meinsemdin í íslenskum stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn hefur nefni- lega enga úrslitastöðu sjálfur, enga aðra en þá sem hinir flokkarnir skapa honum. Þessi flokkur er aðeins með 17,7% atkvæða á bak við sig. Í tvennum þingkosningum í röð hafa landsmenn ekki kært sig um að útdeila honum nema 12 þing- sætum af 63. Hvaða rök eru þá fyrir því að hann leiði rík- isstjórn? Hvarflar að einhverjum, t.d. þeim sem hæst gala um vilja kjósenda, að kjósendur vilji helst fá Halldór Ásgrímsson sem forsætisráðherra? Manninn sem hlaut 11,6 prósenta fylgi í kjördæmi sínu? Nei. Það er einmitt ekki vilji kjósenda. Vilji kjósenda er sá, að annaðhvort leiði ríkisstjórn Davíð Oddsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leiðtogar stóru flokkanna. Og annað sæmir ekki þeim flokkum en að sjá um að svo verði, því það á að vera prinsipp að fara eftir vilja fólksins. Stundarhagsmunir mega ekki ráða. Hitt er móðgun við kjósendur og beinlínis svik, ef stóru flokkarnir búa til oddaaðstöðu handa heimtufrekum smáflokki og veita honum völd langt umfram þingstyrk. Enda er alveg víst, að þeir kjósendur sem orðnir eru þreyttir á afturhaldssemi og sérhagsmunagæslu margnefnds flokks, og óverðskulduðu ofurvaldi hans í ís- lensku þjóðfélagi; þeir sem kusu Samfylkinguna í von um framfarir og nýja siði; þeir ættu erfitt með að fyrirgefa slíkt. Vissulega skilur margt á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. En eitt eiga þessir flokkar þó að geta sameinast um, alveg burtséð frá því hvort þeir sjálfir starfa saman, að virða vilja 82,3% kjósenda. Gegni báðir þeirri lýðræðislegu skyldu sinni verður staða Framsóknarflokksins loksins rétt metin. Og þá má bjóða honum aðild að ríkisstjórn, í réttu hlutfalli við kjör- fylgi hans; ekki meir. Össur og Davíð! Gerið nú þjóðinni þann greiða að semja um þetta strax. Sem heiðursmenn. 17,7 = 17,7 Eftir Gunnar Þorstein Halldórsson Höfundur er íslenskufræðingur. RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Pro-Clip VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Vandaðar festingar fyrir öll tæki í alla bíla. Festingar sérsniðnar fyrir þinn bíl. Engin göt í mælaborðið. w w w .d es ig n. is © 20 03 Hlíðasmára, sími 585 4100 - jonkarl@uu.is Úrval Útsýn í Smáranum hefur í samráði við Íslendinga á staðnum ákveðið að bjóða glæsilega rútuferð um Búlgaríu nú í sumar. Fararstjóri í ferðinni er dr. Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur. Í Búlgaríu er að finna marga staði á minjaskrá UNESCO og verða þessir staðir meðal annars heimsóttir í ferðinni. Gist er á ***+ - **** hótelum. Kynningarfundur um ferðina verður í matsal Úrvals Útsýnar í Lágmúla 4, nk. fimmtudag kl. 19:00. Jómfrúarferð til Búlgaríu 11.-24. júní Upplýsingar gefa Jón Karl Einarsson, s. 585 4112 og Þorleifur Friðriksson, s. 564 3646. HINN 16. desember millilenti fyrsta flugvél HMY á Keflavíkur- flugvelli og þegar í febrúar fóru fyrstu íslensku far- þegarnir með félag- inu til Kanada. Til að byrja með var um að ræða eitt flug á viku en fjölga átti ferðum í 5–7 á viku þegar líða tæki á sumarið. En í kjölfar stríðsumræðu var ákvörðun tekin um niðurfellingu flugleið- arinnar og olli það ferðamönnum og aðilum í ferðaþjónustu miklum von- brigðum. Áhugi aðila í ferðaþjónustu og ferðamanna á flugleiðinni milli Ís- lands og Kanada hefur þó án efa opn- að augu ráðamanna fyrir mikilvægi flugleiðarinnar og því er nauðsynlegt að leita ráða til að tryggja viðkom- andi flugleið til framtíðar. HMY gerðu betur en þeim bar Eftir að ákvörðun eiganda HMY lá fyrir um að hætta flugi til Íslands vegna aðstæðna í heimsmálum var þegar hafist handa við að leysa vanda einstakra flugfarþega og gekk sú vinna vonum framar. Öllum farþeg- um sem þegar voru erlendis og áttu heimferð eftir 10. mars var útveguð ný leið heim og þeim farþegum sem ekki áttu bókað flug fyrr en eftir 10. mars var endurgreiddur flugmiðinn með kreditfærslu á gjaldfært kred- itkort. Þá tók HMY-flugfélagið þá einstöku ákvörðun að leyfa öllum þeim sem ekki höfðu hafið ferð og áttu bókað flug fram að 10. mars að halda sig við áætlun og tryggðu þeim heimferð með öðrum flugfélögum. Þessi ákvörðun gengur lengra en al- mennar skyldur flugfélaga gera ráð fyrir. Farþegar fengu því í það minnsta mánaðar fyrirvara á breyt- ingu eða ferðuðust án aukakostnaðar sem í mörgum tilfellum var marg- faldur miðað við upphaflega greitt gjald. Allir reikningar vegna þjónustu og lendingargjalda voru greiddir strax sem sýnir að flugfélagið leggur áherslu á að skilja við Ísland á sem bestan hátt og eiga þannig aftur- kvæmt þegar og ef aðstæður leyfa. Mikilvægt að opna Kanada-markaðinn aftur Á þeim örfáu vikum sem flug HMY stóð yfir kom í ljós sú mikla þörf sem er á flugi milli Íslands og Kanada, en frá byrjun var áhersla lögð á að milli- lendingar kanadíska flugfélagsins leiddu til aukinna viðskipta hér á landi. Sérstaklega má nefna Keflavík- urflugvöll og flugstöðina, en þar hef- ur samdráttar gætt síðastliðna mán- uði og því þótti Kanadaflugið kærkomin búbót fyrir þau fyrirtæki sem þar vinna. Ferðamenn frá Vest- ur-Kanada er einnig nýr og áhuga- verður kostur fyrir ferðaþjónustufyr- irtæki hér á landi. Fjölmargar fyrirspurnir og bókanir Íslendinga með HMY sýndu sömuleiðis fram á mikinn áhuga á flugleiðinni milli Ís- lands og Kanada. Hverju breytti stríðið í Írak? Ákvörðun eiganda HMY-flugfé- lagsins byggðist eingöngu á þeirri staðreynd að stríð við Írak var í nánd. Margir voru tilbúnir að lýsa undrun á þeirri ákvörðun. Svo virðist sem stríð í Írak muni hafa nokkuð víðtækari áhrif á rekstur bandarískra flug- félaga en áður var talið ef marka má nýlegar greinar sem birst hafa í ís- lenskum fjölmiðlum og á vefmiðlum The Wall Street Journal og The Economist. Þannig hafa bandarísk flugfélög tilkynnt um 20–40% sam- drátt í bókunum upp á síðkastið s.s. hjá United Airlines. Er nú jafnvel bú- ist við að rekstrartap í greininni geti numið allt að 10 milljörðum Banda- ríkjadala á yfirstandandi ári. Þannig fór Hawaiian Airlines fram á greiðslustöðvun í apríl. Northwest tilkynnti að félagið myndi draga úr áætlunarflugi um 12% og fækka stöðugildum um 11%. United Airlines hefur tilkynnt 8% samdrátt í sæta- framboði frá og með 1. apríl til við- bótar við 6% samdrátt fyrr á þessu ári. American Airlines berst í bökk- um til að forðast gjaldþrotameðferð á meðan önnur félög leita leiða til að draga úr umsvifum og auka framlegð. Er skemmst að minnast umfangs- mikilla aðgerða SAS-flugfélagsins sem á í miklum fjárhagsvanda um þessar mundir. Lokaorð Þrátt fyrir ákvörðun HMY um að hætta flugi yfir Atlantshafið í bili er ljóst að aðilar í ferðaþjónustu, al- menningur og ráðamenn hafa komið auga á mikil sóknarfæri sem liggja í flugleiðinni milli Íslands og Kanada. Má til gamans geta þess að eftir að frumkvæði okkar með flugleið kan- adískra flugfélaga til Íslands hófst jukust komur kanadískra ferða- manna til Íslands yfir 3.000%. Um- sókn undirritaðs um auglýstan styrk, króna á móti krónu, var þó í sl. mán- uði hafnað af Ferðamálaráði Íslands. Markaðsstyrkur í þeirra augum á greinilega ekki við um markaðssókn eða frumkvæði – þeirra styrkur berst þegar allir endar eru bundnir. HMY-flugfélagið opnaði augu fyrir mikilvægum markaði Höfundur er hótelstjóri og umboðsmaður HMY á Íslandi. Eftir Steinþór Jónsson Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur Flott föt Gott verð Hallveigarstíg 1 588 4848 Bikiní - BCD skálar Sundbolir Strandpils COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575 alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.