Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g var að skoða jóla- sveinabók með dótt- ur minni í gær þeg- ar hún benti á mynd af einum jólasvein- inum og sagði: „Kona.“ Það sýndi sig að hún er ekki ennþá alveg viss á muninum á körlum og kon- um og flokkar einstaklinga ekki eftir því hvort þeir eru skeggjaðir eða hafi viðurnefnið sveinn. En svo eru aðrir sem telja að þessi munur hafi afgerandi áhrif. Mikið hefur verið rætt um stöðu kvenna eftir alþingiskosn- ingarnar. 22 konur voru á þingi eftir kosningarnar 1999 og fækk- aði þeim í 19 eftir kosningarnar um helgina. Þær eru enn tæpur þriðjungur þingmanna og óvíða í heim- inum hafa konur meira vægi. Það er nokkuð sem Íslendingar eru farnir að líta á sem sjálfsagðan hlut og þeir eru stoltir af þeirri staðreynd. Það eru því alvarleg tíðindi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn að missa fimm af níu þingkonum út af þingi. Ef til vill er fullrammt að orði kveðið að þetta sé „bakslag í jafnréttisbaráttunni“ eins og haldið hefur verið fram af vinstri- flokkunum. En engum blöðum er um það að fletta að æskilegt er að breiðari hópur komi að ákvarð- anatöku í þingflokknum, ekki síst hjá jafnstórum flokki og Sjálf- stæðisflokknum. Ef konur eiga þar fáa fulltrúa skapast hætta á því að umræðan verði einsleit og niðurstöðurnar verði eftir því. Sjálfstæðisflokkurinn hefur legið undir ámæli fyrir að tryggja konum ekki örugg sæti á fram- boðslistum. Á það hefur verið bent að þær hafi komið illa út úr lýðræðislegu prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. En það ligg- ur í augum uppi að flokkurinn þarf að endurskoða hvernig staðið er að röðun á framboðslista með það í huga að rétta hlut kvenna fyrir næstu kosningar. Það er nauðsynlegt ef flokkurinn á að halda trúverðugleika gagnvart kjósendum, ekki síst konum þar sem flokkurinn virðist hafa minna fylgi ef marka má skoðanakann- anir. Þrátt fyrir þetta bendir margt til að horfurnar séu bjartar fyrir konur í Sjálfstæðisflokknum. Ljóst er að konur eiga sóknarfæri innan flokksins fyrir næstu al- þingiskosningar. Ef til vill sást vísir að því á síðasta landsfundi þegar konur voru sex af ellefu kosnum í miðstjórn og höfnuðu í þremur efstu sætunum. Það er nægum frambærilegum konum til að dreifa. Þær þurfa að grípa tækifærið og fylla það skarð sem opnast hefur. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir aflað sér trausts og vinsælda fyrir skelegga fram- göngu. Virðingin sem hún nýtur sést vel á því að hún prýddi for- síðu blaðs Sjálfstæðisflokksins, sem aðeins var dreift í Reykjavík, þótt hún væri úr öðru kjördæmi. Þar er framtíðarforystumaður á ferð. Það virðist nær ómögulegt að sniðganga Þorgerði Katrínu sem ráðherra ef Sjálfstæðisflokk- urinn á aðild að næstu ríkisstjórn. Einnig blasir við að ef Geir H. Haarde tekur við formennsku af Davíð Oddssyni, sem hugsanlegt er að gerist á kjörtímabilinu, muni margir þrýsta á um að Þor- gerður Katrín verði varafor- maður. Ósannfærandi er að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki lagt sitt af mörkum í jafnréttismálum. Fyrsta konan á þingi, Ingibjörg H. Bjarnason, var einn af stofnendum flokksins og Guðrún Lárusdóttir sat á þingi frá 1930 til 1938. Enginn flokkur hefur átt fleiri konur á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn gerði fyrst- ur konu að borgarstjóra og skip- aði fyrsta kvenráðherrann. Ragn- hildur Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, er sú kona sem setið hefur lengst á þingi eða 23 og hálft ár. Þá hefur flokkurinn veitt mörg- um framfaramálum brautargengi, sem lúta að jafnrétti. Ef aðeins er fjallað um sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, þá rak hún smiðshöggið á jöfn réttindi kynjanna, í laga- legu tilliti, með stjórnarskrár- breytingunni árið 1995. Þá var sett inn ákvæði um að konur og karlar skyldu njóta jafns réttar í hvívetna. Á síðasta kjörtímabili munaði mestu að fæðingar- og foreldraorlofslögin komust að fullu til framkvæmda, sem þegar hefur haft mikil áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaðnum. Ef að líkum lætur eiga lögin eftir að valda róttækum breytingum á næstu árum. Þrátt fyrir og kannski einmitt vegna þessa góða árangurs er það óviðunandi að einungis fjórir af 22 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins séu konur. Það skiptir máli. Þótt stöðugt sé að draga saman með kynjunum eftir því sem karlmenn taka virkari þátt í fjölskyldulífinu og barnauppeldinu og axla meira af ábyrgðinni sem því fylgir, þá verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að reynsluheimur kvenna er ólíkur; þær koma úr annarri átt. Til þess að jafnrétti náist í sam- félaginu þarf viðhorfsbreytingu hjá almenningi. Hún verður ekki þvinguð fram, en skilyrðin eru stöðugt að verða hagstæðari. Því er mikilvægt að öll sjónarmið komi fram til þess að umræðan verði upplýst og skili árangri. Það verður aldrei trúverðugt fyrir stjórnmálaflokk ef þar ríkir ekki jafnvægi milli karla og kvenna. Það eru að verða kyn- slóðaskipti. Þótt dóttir mín sé ekki alltaf viss um muninn á körl- um og konum stendur hún fast á sínum rétti. Hún sparkar í bolta og lætur strákana ekki taka af sér dótið. Konur af hennar kynslóð munu gera kröfu til að verða metnar að verðleikum. Og hafa menntun og frumkvæði til að standa undir því. Þeim verður ekki troðið í baráttusæti, sem skilar því einu að þær detta út af þingi. Þær heimta það fyrsta. Og fara í formannsslaginn. Jafnrétti og þingið Konur eru tæpur þriðjungur þing- manna og hafa óvíða meira vægi. Það er nokkuð sem Íslendingar eru farnir að líta á sem sjálfsagðan hlut og þeir eru stoltir af þeirri staðreynd. VIÐHORF Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is ✝ Ástrún SumarrósJónsdóttir fædd- ist í Neðri-Miðbæ á Norðfirði 25. apríl 1910. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suður- nesja 7. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Sigríður Björnsdótt- ir, f. 8. okt. 1875, d. 12. feb. 1950, og Jón Björnsson, f. 29. mars 1883, d. 6. ágúst 1954. Systkini Ástrúnar eru: Björn, Guðröður, Friðjón, Júlíus, Svein- björg, Skúli og Sigfús, öll látin. Hálfbróðir þeirra sammæðra var Kristmann Guðmundsson, látinn. Ástrún giftist 6. janúar 1940 Agli Þorfinnssyni skipasmíða- meistara, f. 27.12. 1913. Foreldrar hans voru Steinunn Egilsdóttir og Þorfinnur Þórarinsson sem bæði eru látin. Ástrún og Egill bjuggu sín fyrstu hjúskaparár á Ísafirði en fluttu síðan til Kefla- víkur og síðan hefur heimili þeirra verið á Suðurgötu 20. Börn þeirra eru: 1) Þor- finnur, f. 26.8. 1940, d. 14.10. 1998. Maki 1. Margrét Thorder- sen, þau skildu. Börn þeirra eru Egill, f. 1963, barn Stefán Barði; Sigþrúður, f. 1967, maki Hjálmtýr Baldursson, barn Vala Margrét. Maki 2. Kristín Hjartar, þau skildu. 2) Stein- unn, f. 2.9. 1948, maki Viðar Jóns- son. Börn þeirra eru Egill, f. 1969, Ástrún, f. 1973, sambýlismaður Óttar Hreinsson, dætur þeirra eru Eydís Eir og Steinunn Ýr; Jón Við- ar, f. 1979, unnusta Ásta Kristín Victorsdóttir. Útför Ástrúnar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Amma mín var engin venjuleg kona, hún var allt í senn gáfuð, hóg- vær, falleg, góð og ljúf. Ég minnist þess aldrei að hún hafi nokkurn tíma skammað mig, sama hvað mér datt í hug að gera, hvort sem það var að fara í útileguleik í stofunni eða róta til í eldhúsinu. Hún var einstaklega ættrækin og bar hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti. Hún var félagslynd og þótti gaman að hitta fólk og spjalla við það. Alltaf var tekið jafnvel á móti manni á Suðurgötunni hjá ömmu og afa og borðin voru hlaðin kræsingum. Seinni ár eftir að ég flutti úr Kefla- vík reyndi ég að fara flestar þær helg- ar sem ég gat suður til að heimsækja ömmu og afa. Stundum vorum við mæðgurnar mættar fyrir níu á sunnu- dagsmorgnum í heimsókn og voru móttökurnar alltaf jafnhlýjar og inni- legar. Þegar amma hafði kvatt hafði Ey- dís Eir miklar áhyggjur af því hvort hún gæti ekki fengið að kyssa hana bless bara einu sinni í viðbót. Ég tjáði henni að það væri ekki mögulegt. Þá velti hún því fyrir sér hvernig hún gæti farið úr kistunni upp til Guðs, hvort hún myndi taka kistuna með sér. Hún sagði svo að lokum: „Verður langamma þá gamall fallegur engill?“ Þetta hefði ömmu þótt fallega sagt. Mér þótti einna vænst um allar þær sögur sem hún sagði mér um upp- vaxtarárin sín á Norðfirði. Þótt hún hefði búið í 60 ár í Keflavík var hugur hennar enn á æskuslóðunum á Norð- firði og þangað fór hún á hverju sumri í fjöldamörg ár til að dveljast hjá skyldfólki sínu í Miðbæ. Sumarið 2000 var haldið ættarmót í Miðbæ og létu amma og afi sig ekki vanta þar að vanda, þá nýorðin níræð. Hún sagði mér þá að þetta yrði að öll- um líkindum síðasta ferðin sín austur á land, sú varð raunin og var hún inni- lega þakklát hve vel var mætt á mótið. Ég gæti skrifað margar minningar um hana ömmu. Um leið og ég þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig vil ég biðja guð um að veita afa mínum styrk, sem og móður minni sem hefur reynst for- eldrum sínum ómældur styrkur und- anfarin ár. Nú líður óðum á lokaþáttinn. Mér er örðugt og þungt um andardráttinn. Hið ytra virðist í engu breytt, en sært er hjartað og sál mín þreytt. (Stefán frá Hvítadal.) Hvíl þú í friði. Þín Ástrún. Elsku amma. Margar kærar minningar koma upp í hugann þegar ég minnist þín, elsku amma mín. Það hefur alltaf ver- ið hluti af tilverunni að koma á Suður- götuna og heimsækja ömmu og afa. Ég geymi vel allar þær stundir og minningar sem ég á, t.d. voru þau ófá spilin sem við tókum og alltaf varstu tilbúin að gefa mér allan þinn tíma, hvernig sem stóð á hjá þér. Ávallt var vel tekið á móti mér þegar ég leit inn og aldrei mátti ég fara svangur þaðan, það var vel séð til þess. Orð verða oft fátækleg þegar minnast skal ástvinar en minningarnar sem ég á verða að ei- lífu hjá mér. Guð sá að þú varst þreytt og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá.“ Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Höf. ók.) Ég veit að þú ert komin á góðan stað, elsku amma mín. Guð geymi þig. Þinn Egill Viðarsson. Elsku amma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Nú ertu búin að kveðja okkur eftir langa og farsæla ævi. Það er sárt að sjá á eftir þér en ég hugga mig við all- ar minningarnar um samverustundir okkar, hvort sem það var á Suðurgöt- unni eða austur í sumarbústað. Ljúfmennska þín og blíða er ómetanleg út í lífið og þakka ég fyrir það. Guð geymi þig. Þinn Jón Viðar. Ástrún Sumarrós Jónsdóttir eða Ásta frænka er órjúfanlega tengd æsku og uppeldi okkar systkinanna. Ásta og Egill í Keflavík voru aldrei nefnd nema í sömu andrá. Fyrir okk- ur var ferð í Keflavík alltaf vissa um skemmtilegan dag. Venjulega var far- ið á sunnudögum og þá var keppikefli að komast sem fyrst af stað. Maður vissi nefnilega ekki nema Egill byði okkur á bíó, en kvikmyndasýningarn- ar hófust klukkan tvö og ekki mátti koma of seint. Oft var kátt á hjalla á Suðurgöt- unni. Ekki var einungis að við kæm- um þar um helgar heldur mátti alltaf eiga von á að hitta aðra, eins og Sveinu systur, Júlla bróður og fjöl- skyldur sem einnig voru tíðir gestir. Þetta var frábær tími sem einkennd- ist af öryggi og venjum og minningin geymir hversu rík áhersla var ávallt lögð á að rækta frændsemina og sjá um að krakkarnir hefðu eitthvað að gera. Fjölskylduveislurnar voru margar og allir gáfu sér góðan tíma. Spil voru oftast dregin fram og við krakkarnir fengum að spila við hina fullorðnu. Oft var spilað á mörgum borðum og tilfinningarnar voru stundum miklar. Veitingar voru alltaf of miklar, en það versta sem gat gerst í fjölskyldunni var að þær ætust upp. Okkur er sérstaklega minnisstætt er eitt okkar drakk hálfan kassa af gosi eftir að Egill hafði sagt að hann skyldi bara drekka eins og hann gæti í sig látið. Fjölskyldan var alltaf sett í öndvegi og Ásta fylgdist, allt að lokum, vel með, hvort heldur nýir einstaklingar fæddust í stórfjölskyldunni eða nýir tengdust henni. Uppruninn og sam- heldnin var henni svo eiginleg. Enda vissum við að hugur Ástu, eins og systkina hennar, á sínum tíma, dvaldi allajafna austur á Norðfirði þar sem vagga ættarinnar er. Þangað fór hún á hverju ári til þess að hitta frændur okkar á Efri- og Neðri-Miðbæ, svo og þá sem flust höfðu út í bæ. Þessar ferðir voru henni afar mikils virði og ekki síður yngstu kynslóðinni sem beið hennar í ofvæni því hún bar ekki aðeins með sér hlýleikann og áhuga á börnunum, heldur boðaði koma hennar sumarið, hlýindin og gróandann. Samgangur okkar systkinanna við Ástu og Egil hefur alla tíð verið mikill og á seinni árum ekki síst milli Ingi- leifar og þeirra. Og snemma var lagð- ur grunnur að þessum innileika. Móð- ir okkar var eitt vor á sjúkrahúsi um nokkurn tíma og við hin tvö yngri send í fóstur á Suðurgötuna. Ásta annaðist okkur sem móðir og fékk þá heitið Ásta-mamma. Tíminn í Kefla- vík var fljótur að líða og er í minning- unni eitt ævintýri. Foreldrar okkar og Ásta og Egill voru afskaplega góðir vinir og sameiginleg ferð þeirra um Evrópu 1965 var ævintýri sem oft var rætt um næstu árin og jók það áhuga okkar systkinanna á umheiminum. Ekki verður rætt um Ástu og Egil öðruvísi en að tengja þau sumarbú- staðnum við Brúará í landi Spóastaða í Biskupstungum. Minningin geymir svo margar ferðir þangað. Þar stóð Ásta hnarreist í eldhúsinu, hitaði kaffi og bakaði pönnukökur eða klatta. Við krakkarnir fengum strax færi hjá Agli og fórum í lækinn að veiða og þegar við urðum stærri var farið með okkur niður að á og okkur kennt að renna fyrir silung og einnig var okkur kennt hvar og hvernig að skyldi stað- ið. Oft var margt í bústaðnum í einu. Þegar mest var voru fjölskyldurnar fjórar í einu. Ekki minnumst við þess að þröngt hafi verið um okkur. Kart- öflugarðurinn sem var sameiginlegur fyrir systkinin Ástu, Sveinu og föður okkar Sigfús var sennilega einn af fáum kartöflugörðum þar sem til- hlökkun ríkti hvað varðaði puðið við uppskeruna að hausti. Ásta sá þá um að klattarnir væru tilbúnir og Egill safnaði saman í varðeld. Þá var uppskeruhátíð. Ásta og Egill eru einnig ríkulega tengd minningunni um æskuheimili okkar. Þangað komu þau oft í miðri viku. Egill átti þá erindi í bæinn og ekki ekur maður um hlaðið hjá ætt- ingjunum án þess að kíkja inn. Um- hyggja og hjálpsemi Ástu var ólýs- anleg. Óbeðin hjálpaði hún m.a. föður okkar með húsþrifin í veikindum móður okkar og stuðningur og hjálp- semi hennar og Egils við okkur systk- inin þegar foreldrar okkar féllu frá, ekki aðeins þá heldur í mörg á eftir, er ómetanlegur. Við viljum þakka þér, Ásta mín, að leiðarlokum fyrir það og þá ræktarsemi sem þú sýndir okkur alla tíð, allt fram á síðustu stundir þegar þú sagðir við Ingileif: „Æ, segðu mér einhverjar fréttir af fólk- inu.“ Trygglyndi og ættrækni var aðals- merki þessarar kæru frænku okkar sem nú, síðust níu systkina, fellur frá. Við sendum Agli, Steinunni og fjöl- skyldu, og afkomendum Þorfinns, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi fjölskyldan lifa áfram í anda þessarar heiðurskonu. Ingileif Sigfúsdóttir, Ríkarður Sigfússon og Aðalsteinn Sigfússon. ÁSTRÚN SUMARRÓS JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.