Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 33
Elsku hjartans Þór-
anna, við kveðjum þig
með miklum söknuði en
við vitum að nú eru
þjáningar þínar á enda
og þú ert komin til pabba. Við vitum
líka að þú verður búin að undirbúa
komu okkar hinna þegar þar að kem-
ur og þá stendur þú með fallega bros-
ið þitt og tekur á móti okkur. Ég veit
að við eigum eftir að hittast aftur, þú
ert bara farin á undan okkur hinum.
Guð blessi þig, elsku systir og mág-
kona, og hjartans þakkir fyrir allt og
allt.
Æ, far þú vel, þú lífs míns ljúfa rós!
á leiði þínu spretti gullin blóm:
Þín sál var hrein sem himinborið ljós,
og hold þitt bjart, sem ætti ei skylt við gróm.
Far vel, far vel, ég trúi á drottins dóm;
hann dæmir þér, mín ljúfa, eilíft hrós,
en ég, ég missi, ei Guðs míns bestu gjöf;
þó gráti ég nú,við sjáumst bak við gröf.
(M. Joch.)
Við viljum biðja Guð að blessa og
styrkja börnin þín fjögur, mömmu og
okkur hin sem syrgjum og söknum.
Kristjana Jensdóttir og
Guðjón Hjartarson.
Elsku Þóranna. Nú er komið að
kveðjustund hjá okkur, það kemur
ýmislegt upp í hugann þessa stund-
ina. Ekki datt mér í hug að við hitt-
umst ekki oftar né tölum saman í
síma.
En svona er þetta líf, enginn veit
hver næstur fer. Það rifjast upp
minningar sem við áttum saman,
þegar við vorum litlar stelpur á
Hjallaveginum og fórum í hollí-hú og
fallin spýtan og margt margt fleira.
Svo urðum við fullorðnar, þú fórst til
Kanada, giftist og áttir börn en alltaf
héldum við sambandi þó langt væri á
ÞÓRANNA RÓSA
JENSDÓTTIR
✝ Þóranna RósaJensdóttir fædd-
ist í Reykjavík 24.
júní 1952. Hún lést á
Lions Gate-sjúkra-
húsinu í Vancouver í
Kanada hinn 5. maí
síðastliðinn og var
minningarathöfn um
hana í Fella- og
Hólakirkju 12. maí.
milli okkar.
Alltaf varstu kát og
hress þegar ég heyrði í
þér og aldrei varstu að
kvarta þó lífið léki ekki
alltaf við þig.
Elsku Þóranna, ég
veit að þér líður vel
núna, búin að hitta
pabba þinn og það hafa
verið gleðifundir, ég
veit að hann umvefur
þig og passar.
Nú verð ég, elsku
besta vinkona, að
kveðja þig, en ég veit að
þú hefur auga með mér
að ég geri nú enga vitleysu.
Guð og góðar vættir veri með þér,
elsku Þóranna mín.
Ég vil votta móður þinni, börnum,
systkinum og öðrum ættingjum inni-
lega samúð.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
Sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
Og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Blessuð sé minning þín.
Þín vinkona
Soffía Ragnarsdóttir.
✝ Bernharð AdolfAndrésson fædd-
ist á Felli í Árnes-
hreppi 10. október
1919. Hann lést á
heimili sínu 3. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sigur-
lína Guðbjörg Val-
geirsdóttir, f. 16. júlí
1900, d. 6. nóvember
1992, og Andrés Guð-
mundsson, f. 11. sept-
ember 1882, d. 1.
ágúst 1974. Systkini
Bernharðs eru:
Guðný, látin, Berg-
þóra, látin, Sigvaldi, látinn, Soffía,
látin, Ólafur Andrés, búsettur í
Hafnarfirði, Guðmundur, búsettur
í Reykjavík, Vilborg, látin, Bene-
dikt, búsettur í Reykjavík, Guðrún,
látin, og Eygló, búsett í Reykjavík.
Bernharð kvæntist Áslaugu Höllu
Guðmundsdóttur frá Naustvík í
Árneshreppi, f. 28. október 1929,
hinn 29. desember
1956. Sonur þeirra
er Arinbjörn, f. 1957,
búsettur í Reykjavík.
Maki hans er Sigríð-
ur Birna Magnús-
dóttir, f. 1958. Börn
þeirra eru: Arnar, f.
1978, Bernharð, f.
1988, og Tinna, f.
1990. Dóttir Áslaug-
ar og fósturdóttir
Bernharðs er Stein-
unn Sigurðardóttir,
f. 1955, búsett í Nýju-
Mexíkó í Bandaríkj-
unum. Sonur hennar
er Máni, f. 1992.
Bernharð vann öll helstu sveita-
störf og stundaði sjómennsku.
Hann var bóndi í Norðurfirði í Ár-
neshreppi frá 1957 til 1995 þegar
hann fluttist til Reykjavíkur.
Útför Bernharðs fór fram í
kyrrþey í Fossvogskirkju hinn 9.
maí.
Nú þegar afi er fallinn frá koma
upp í hugann minningar um allar þær
góðu stundir sem við höfum átt sam-
an. Þær voru ófáar enda eyddi ég öll-
um sumrum um margra ára skeið í
Norðurfirðinum hjá ömmu og afa.
Á hverju vori fór ég með fyrstu
flugvél eftir síðasta próf í skólanum
norður til að hjálpa þeim í sauðburð-
inum. Það var alltaf jafngaman og til-
hlökkunin var alltaf jafnmikil. Þessir
tímar voru ómetanlegir og þarna
lærði ég margt sem ég bý enn að. Það
er þó einkum tvennt sem stendur þar
upp úr. Ég lærði að vinna og ég lærði
að borða allan mat. Frá morgni til
kvölds, alla daga, allt sumarið, unn-
um við hin ýmsu landbúnaðarstörf. Á
vorin að taka á móti lömbunum, þá að
bera áburð á túnin, svo að gera við
girðingarnar, þá tók heyskapurinn
við og loks voru göngurnar og slát-
urtíðin. Ég fékk að njóta þeirra for-
réttinda að læra öll þessi störf hjá
afa. Ég fylgdi honum eins og skugg-
inn og bar ótakmarkaða virðingu fyr-
ir honum. Svo þegar ég hafði aldur til
fékk ég að læra að keyra dráttarvél-
arnar. Það fannst mér mest spenn-
andi. Ég man hvað hann vandaði sig
mikið við að kenna mér að keyra þær,
hvað hann lagði mikið upp úr því að
allt öryggi væri í fullkomnu lagi, að
ég færi alltaf varlega í kringum þær
og vissi hvað skyldi varast.
Sumrin voru fljót að líða og við
höfðum alltaf nóg fyrir stafni. Þess á
milli dundaði ég mér við að læra dag-
skrá Rásar 1 utan að. Afi var mjög
vanafastur. Hann skildi pípuna aldrei
við sig, drakk alltaf kaffið úr sama
bollanum, lagði sig alltaf eftir matinn,
vildi alltaf hafa eftirrétt eftir hverja
máltíð og svona má lengi telja.
Afi var einhver sá mesti húmoristi
sem ég hef kynnst. Húmorinn var oft
fremur svartur og þeir sem þekktu
hann ekki áttuðu sig ekki endilega á
því að hann var að grínast þegar hann
sagði eitthvað sem fólki fannst
kannski ekki viðeigandi. Það var
kannski vegna þess að honum stökk
ekki bros á vör þegar hann var að
grínast. Svo blótaði hann meira en
nokkur maður sem ég hef kynnst,
nánast í hverri setningu. En ég held
að það hafi allt verið hluti af hinum
mikla húmor sem hann hafði. Í mestu
veikindunum á síðustu dögum ævi
hans var blótið nánast það eina sem
skildist almennilega. Manni hlýnaði
um hjartaræturnar við að vita að
hann gæti enn blótað. Þá vissi maður
að honum leið ekki sem verst.
Meðal þess sem einkenndi afa var
mikil svartsýni og gróft yfirborð.
Hann sá enga ástæðu til bjartsýni og
trúlega var eitt af hans mottóum að
búast við því versta, en það góða sak-
aði ekki. Ég get ímyndað mér að
ókunnugum hafi þótt erfitt að kynn-
ast honum. Yfirborðið var gróft og
ekki hefur allt blótið hjálpað til. Hann
var ekki maður margra orða, heldur
kom hann skoðunum sínum á fram-
færi á stuttan og hnitmiðaðan hátt.
„Helvítis ferðamennirnir að geta ekki
verið heima hjá sér!“ tautaði hann
einhvern tímann og er dæmi um setn-
ingu sem ég mun aldrei gleyma. Ég
hneig niður úr hlátri. Þrátt fyrir
þetta grófa yfirborð var hann mikill
ljúflingur og vildi engum illt.
Ég man hvað honum þótti alltaf
vænt um okkur systkinin og Mána.
Hann var alltaf svo stoltur af okkur
öllum og okkur mætti alltaf mikil
hlýja þegar við heimsóttum ömmu og
afa. Hvort sem það var í Norðurfjörð-
inn eða eftir að þau fluttu suður í
Rofabæinn.
Með þakklæti og söknuði í huga, kveð ég
vin minn og afa í hinsta sinn.
Farðu í friði, vinur minn kær
Faðirinn mun þig geyma
Um aldur og ævi þú verður mér nær
Aldrei ég skal þér gleyma
Svo vöknum við með sól að morgni
Svo vöknum við með sól að morgni
(Bubbi Morthens.)
Arnar Arinbjarnarson.
BERNHARÐ ADOLF
ANDRÉSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
LEGSTEINAR
Mikið úrval af legsteinum
og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR S. SIGURÐSSON,
Bárðarási 5,
Hellissandi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn
3. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna. Jarðsett var í Ingjaldshólskirkjugarði.
Þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna D. Þorleifsdóttir.
Elskuleg systir okkar,
JÓNA K. JÚLÍUSDÓTTIR TYSOL,
andaðist á heimili sínu í Denver, Colorado,
sunnudaginn 27. apríl.
Bálför hefur farið fram.
Fyrir hönd barna hinnar látnu,
Árni Júlíusson,
Elsa Júlíusdóttir,
Einar Júlíusson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN KARLSSON,
Rauðalæk 40,
Reykjavík,
lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins
12. maí .
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 20. maí kl. 15.
Dagrún Helga Jóhannsdóttir,
Unnur Vala Jónsdóttir, Jónas Skúlason,
Karl Jóhann Jónsson, Rannveig Hildur Ásgeirsdóttir,
Sæþór Jónsson, Íris María Jónsdóttir
og barnabörn.
Móðurbróðir minn,
ÞÓRÐUR ELÍASSON,
Hólshúsum,
Gaulverjabæjarhreppi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum,
Selfossi, mánudaginn 12. maí.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Gunnar E. Þórðarson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR
frá Efri Kvíhólma,
Faxabraut 30,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð laugardaginn
10. maí.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Júlía Sigurgeirsdóttir, Jóhann Sveinsson,
Heiðar Baldursson, Ragnheiður Sigurðardóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi,
JÓHANN BJÖRNSSON,
Nýlendugötu,
Vestmannaeyjum,
andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánu-
daginn 12. maí.
Útför hans fer fram frá Landakirkju, Vest-
mannaeyjum, föstudaginn 16. maí kl. 16.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja
minnast hins látna, láti Sjúkrahús Vestmannaeyja njóta.
Freyja Stefanía Jónsdóttir,
Björn, Jenný, Inga, Jón Freyr,
barnabörn og barnabarnabörn.