Morgunblaðið - 14.05.2003, Blaðsíða 38
HESTAR
38 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Styrkleikaflokkarnir hafa nú fest sig
rækilega í sessi og er nýafstaðið
Reykjavíkurmót góð sönnun þess.
Áhugi fyrir keppni er geysilega mikill
og má ætla að það sem nú vantar sé
léttara verkefni fyrir þá sem
skemmra eru á veg komnir í reið-
mennskunni því það virðist löngu ljóst
að þegar verkefnin eru við hæfi og
möguleikar á verðlaunum fyrir hendi
lætur ekki áhuginn á sér standa. Ekk-
ert stuðlar eins vel að hröðum fram-
förum í reiðmennsku og þátttaka í
keppni og sést það kannski hvað best
á frammistöðu yngri keppenda. Á
mótinu nú vakti til að mynda athygli
hversu vel ríðandi þetta unga fólk var
og það hversu breiddin virðist mikil.
Á það reyndar við um alla flokka.
Keppnin hraðar framförum
Ánægjulegt er að sjá hversu mikil
nýliðun á sér stað meðal annars hjá
þeim eldri og skemmtilegt þegar fólk
sem hefur til margra ára aðeins verið
í útreiðum og sýnt hægar framfarir
svo tekur sig til og fer að keppa af
nokkurri alvöru láta ótvíræðar fram-
farir ekki á sér standa.
Mótið var opið að venju og virðist
allt stefna í að tími lokaðra félagsmóta
muni senn heyra fortíðinni til. Er það
vissulega jákvæð þróun sem hleypir
auknu lífi í keppnina.
Þátttaka úr öðrum félögum var all-
nokkur og fór þar mikinn Holtsmúla-
fólkið undir forystu landsliðseinvald-
ar Sigurðar Sæmundssonar eins og
sjá má hér á úrslitunum. Voru þar
auk Sigurðar aðstoðarfólk hans og
dóttir.
Til stóð að nota hið nýja tölvukerfi
Hestamiðstöðvar Íslands við skrán-
ingu og vinnslu á mótinu eins og
mótinu sem haldið var hjá Fáki í lok
apríl en þar sem það er ekki tilbúið
reyndist ekki unnt að nota það að
þessu sinni. Tölvustjóri mótsins
Valdimar Snorrason sagði spennandi
að vita hvort það yrði ekki tilbúið fyrir
næsta mót hjá Fáki sem verður haldið
eftir hálfan mánuð.
En þetta mót lukkaðist vel í alla
staði og ekki spillti veðrið.
Mikil breidd í
öllum styrk-
leikaflokkum
Vel hefur ræst úr óskilahestinum Goða frá Strönd sem
er stórmyndarlegur og fallegur í framgöngu hjá Jó-
hönnu Magnúsdóttir, enda sigruðu þau í fjórgangi.
Morgunblaðið/Vakri
Sveinbjörn Bragason og Surtsey frá Feti áttu góðan dag
og sigruðu eftir harða keppni í tölti ungmenna.
Sylvía Sigurbjörnsdóttir hefur nú tekið við hinum góðkunna gæðingi Oddi frá Blönduósi og ekki að sökum að
spyrja; sigur í bæði tölti og fjórgangi. Næst henni eru Vigdís og Gyðja, Edda og Fiðla, Viktoría og Svás, Teitur og
Hrafn og Eva og Fiðla.
Opna Reykjavíkurmeistaramótið haldið í Víðidal um helgina
Hestakostur á viðamiklu Reykjavíkurmóti var í
betri kantinum og þátttaka með því besta sem
gerst hefur þar á bæ. Valdimar Kristinsson brá sér
í Víðidalinn á síðasta degi mótsins.
Meistaraflokkur/Tölt
1. Haukur Tryggvason, Létti, Dáð frá Hall-
dórsstöðum, 8,50
2. Sigurður Sigurðarson, Geysi, Hylling frá
Kimbastöðum, 8,09
3. Sara Ástþórsdóttir, Fáki, Þyrnirós frá
Álfhólum, 7,88
4. Tómas Ö. Snorrason, Fáki, Skörungur frá
Bragholti, 7,51
5. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, Kólfur frá
Stangarholti, 7,49
Fjórgangur
1. Berglind Ragnarsdóttir, Fáki, Bassi frá
Möðruvöllum, 7,77
2. Haukur Tryggvason, Létti, Dáð frá Hall-
dórsstöðum, 7,45
3. Tómas Ö. Snorrason, Fáki, Skörungur frá
Bragholti, 7,42
4. Þorvaldur Á. Þorvaldsson, Ljúfi, Spaði
frá Hafrafellstungu, 7,40
5. Matthías Barðason, Fáki, Ljóri frá Ketu,
7,39
Fimmgangur
1. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, Fálki frá
Sauðárkróki, 7,64
2. Þorvaldur Á. Þorvaldsson, Ljúfi, Þór frá
Prestbakka, 7,24
3. Viðar Ingólfsson, Fáki, Riddar frá Krossi,
7,14
4. Sveinn Ragnarsson, Fáki, Leiknir frá
Laugavöllum, 6,83
5. Davíð Matthíasson, Fáki, Hattur frá
Norður-Hvammi, 6,22
Fyrsti flokkur/Tölt
1. Hinrik Bragason, Fáki, Höfgi frá Ártún-
um, 8,13
2. Hafliði Halldórsson, Fáki, Ásdís frá
Lækjarbotnum, 8,02
3. Haukur Tryggvason, Létti, Hvinur frá
Holtsmúla, 7,76
4. Anna B. Ólafsdóttir, Sörla, Harpa frá
Gljúfri, 7,73
5. Sigurður Sæmundsson, Geysi, Sæli frá
Holtsmúla, 7,68
6. Lena Zielinski, Fáki, Goði frá Auðs-
holtshjáleigu, 7,43
Fjórgangur
1. Lena Zielinski, Fáki, Sveipur frá Mos-
fellsbæ, 7,19
2. Hinrik Bragason, Fáki, Höfgi frá Ártún-
um, 7,18
3. Sigurður Sæmundsson, Geysi, Sæli frá
Holtsmúla, 7,15
4. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, Kári frá Bú-
landi, 7,14
5. Róbert Petersen, Fáki, Frami frá Breiða-
bólstað, 6,88
6. Ásta D. Bjarnadóttir, Gusti, Þór frá Litlu-
Sandvík, 7,00
Fimmgangur
1. Sigurður Sæmundsson, Geysi, Ýmir frá
Holtsmúla, 7,01
2. Alexander Hrafnkelsson, Fáki, Ör frá
Miðhjáleigu, 7,00
3. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, Kjarna
frá Árgerði, 6,97
4. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, Saga frá
Lynghaga, 6,90
5. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, Sörli frá
Dalbæ, 6,13
6. Lena Zielinski, Fáki, Forkur frá Auðs-
holtshjáleigu, 6,13
Slaktaumatölt
1. Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, Hylur frá
Stóra-Hofi, 7,25
2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, Húni frá
Torfunesi, 7,13
3. Heri D. Dahl, Geysi, Esjar frá Holtsmúla,
6,95
4. Jón F. Hansson, Fáki, Þiðrandi frá
Skriðuklaustri, 6,65
5. Guðni Jónsson, Fáki, Prúður frá Kot-
strönd, 6,60
Annar flokkur/Tölt
1. Katrín Sigurðardóttir, Fáki, Hrafn frá
Þverá, 6,56
2. Andrés P. Rúnarsson, Fáki, Hrói frá
Gamla-Hrauni, 6,53
3. Hilmar Binder, Fáki, Tumi frá Túns-
bergi, 6,28
4. Pétur Ö. Sveinsson, Fáki, Rún frá Ysta-
Gerði, 6,12
5. Auður M. Möller, Fáki, Sölvi frá Hóla-
vatni, 5,53
Fjórgangur
1. Katrín Sigurðardóttir, Fáki, Hrafn frá
Þverá, 6,37
2. Ólöf Guðmundsdóttir, Fáki, Svartur frá
Syðra-Fjalli, 6,11
3. Arna Rúnarsdóttir, Fáki, Ívan frá Hvols-
velli, 5,97
4. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir, Fáki,
Safír frá Kópareykjum, 5,97
5. Pétur Ö. Sveinsson, Fáki, Ársól frá
Kommu, 5,61
Fimmgangur
1. Pétur Ö. Sveinsson, Fáki, Sesar frá
Krossi, 5,99
2. Ólöf Guðmundsdóttir, Fáki, Glóð frá
Svínafelli II, 5,54
3. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki,Skuggsjá
frá Hamraendum, 4,52
4. Mailinn Solér, Geysi, Krissa frá Forsæti,
4,14
Slaktaumatölt
1. Ólöf Guðmundsdóttir, Fáki, Fagri-Blakk-
ur frá Kanastöðum, 5,70
2. Arna Rúnarsdóttir, Fáki, Birtingur frá
Brú, 5,58
3. Viggó Sigurðsson, Sörla, Fröken Sara frá
Hvítárvöllum, 5,39
4. Anne M. Martin, Sörla, Mósart frá Odd-
hóli, 5,20
Ungmenni/Tölt
1. Sveinbjörn Bragason, Máni, Surtsey frá
Feti, 7,06
2. Rut Skúladóttir, Mána, Klerkur frá Dals-
mynni, 6,78
3. Signý Á. Guðmundsdóttir, Fáki, Framtíð
frá Árnagerði, 6,59
4. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, Jökull frá
Austvaðsholti, 6,48
5. Helga B. Helgadóttir, Geysi, Eydís frá
Djúpadal, 6,42
Fjórgangur
1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, Fógeti frá
Oddhóli, 6,75
2. Rut Skúladóttir, Mána, Klerkur frá Dals-
mynni, 6,59
3. Sveinbjörn Bragason, Mána, Surtsey frá
Feti, 6,57
4. Signý Á. Guðmundsdóttir, Fáki, Framtíð
frá Árnagerði, 6,52
5. Anna K. Kristinsdóttir, Fáki, Ímynd frá
Reykjavík, 6,33
Unglingar/Tölt
1. Jóhanna Magnúsdóttir, Sleipni, Goði frá
Strönd, 6,90
2. Valdimar Bergstað, Fáki, Sólon frá Sauð-
árkróki, 6,83
3. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, Hylma
frá Austurkoti, 6,46
4. Ívar Ö. Hákonarson, Andvara, Rosi frá
Hlíð, 6,36
5. Unnur G. Ásgeirsdóttir, Fáki, Dögg frá
Þúfu, 6,28
Fjórgangur
1. Unnur G. Ásgeirsdóttir, Fáki, Hvinur frá
Syðra-Fjalli, 6,75
2. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, Hrókur
frá Enni, 6,42
3. Valdimar Bergstað, Fáki, Haukur frá Ak-
urgerði, 6,30
4. Glennie L. Kjeldsen, Fáki, Fiðla frá
Sælukoti, 6,28
5. Ívar Ö. Hákonarsonar, Andvara, Rosi frá
Hlíð, 6,01
Fimmgangur
1. Eyvindur H. Gunnarsson, Fáki, Huld frá
Auðsholtshjáleigu, 6,57
2. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, Fönix frá
Oddhóli, 6,13
3. Valdimar Bergstað, Fáki, Nótt frá Ytri-
Gegnishólum, 6,12
4. Ragnar Tómasson, Fáki, Dreki frá Syðra-
Skörðugili, 6,03
5. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, Njála
frá Arnarhóli, 4,94
Börn/Tölt
1. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, Oddur frá
Blönduósi, 6,72
2. Vigdís Matthíasdóttir, Fáki, Gyðja frá
Syðra-Fjalli, 6,46
3. Edda R. Guðmundsdóttir, Fáki, Fiðla frá
Höfðabrekku, 6,44
4. Viktoría Sigurðardóttir, Mána, Svás frá
Miðsitju, 6,25
5. Teitur Árnason, Fáki, Hrafn frá Ríp, 6,24
6. Eva M. Þorvarðardóttir, Fáki, Fiðla frá
Sælukoti, 6,13
Fjórgangur
1. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, Oddur frá
Blönduósi, 7,00
2. Viktoría Sigurðardóttir, Mána, Dimma
frá Krithóli, 6,18
3. Ragnar Tómasson, Fáki, Perla frá
Bringu, 6,05
4. Edda H. Hinriksdóttir, Fáki, Bjarmi frá
Ytri-Hofdölum, 6,02
5. Lilja Ó. Alexandersdóttir, Fáki, Krapi frá
Miðhjáleigu, 6,02
6. Vigdís Matthíasdóttir, Fáki, Gyðja frá
Syðra-Fjalli, 5,92
Úrslit Opna Reykjavíkurmótsins 2003
UNDIRBÚNINGUR fyrir Ís-
landsmótið í opnum flokkum
og meistaraflokki, sem haldið
verður á Selfossi 27. til 29.
júní, er kominn í fullan gang.
Þar verður að sjálfsögðu
keppt í öllum greinum hesta-
íþrótta sem eru tölt, fjórgang-
ur, fimmgangur, gæð-
ingaskeið, 150 og 250 metra
skeið auk 100 metra flug-
skeiðs. Í fréttatilkynningu frá
Sleipni, sem ber hita og þunga
undirbúnings, er minnt á að
allir þeir hestar sem skráðir
verða til leiks verði að vera
grunnskráðir samkvæmt nýj-
um reglum. Er það vegna nýja
tölvukerfisins sem sagt hefur
verið frá hér á hestasíðunni og
má finna þá grein á mbl.is. Þá
benda Sleipnismenn einnig á
að þetta mót sé síðasta tæki-
færið fyrir metnaðarfulla
keppendur til að tryggja sér
sæti í íslenska landsliðinu sem
keppa mun á heimsmeist-
aramótinu í Herning í Dan-
mörku í ágúst í sumar.
Þá er að sögn Gunnars Mar-
els Friðþjófssonar nokkuð
öruggt að sýnt verði beint frá
mótinu í sjónvarpinu eins og
gert var á Íslandsmótinu á
Varmárbökkum 2001.
Beinar út-
sendingar frá
Íslandsmótinu