Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í ÁTJÁN ára kennslustarfi mínu brýndi ég gjarnan fyrir nemendum mínum að þeir skyldu verða góðar fyrirmyndir sín- um börnum seinna á lífsleið- inni. Það gilti raunar um hvað- eina varðandi dag- lega breyni og ef- laust hefur mörgum þótt sem þetta væru siðaprédikanir og hafa ugglaust ver- ið það, en merkilegt þykir mér það þó í dag, hversu margir nemendur mínir hafa í gegnum tíðina minnt mig á þessar messur mínar og ævinlega með þakklæti. Mig minnir þó fastlega, að ég hafi venjulega endað á því að ræða um áfengið og þær hættur sem af því stöfuðu og þá með aðaláherzlu á það að láta það alveg vera, byrja aldr- ei, en raunar varaði ég alveg sérstak- lega við viðkvæmum þroskaárum unglingsins, að þá skyldi áfengið ekki haft um hönd. Áhrifin af þessum að- vörunum læt ég eðlilega liggja milli hluta, en alla vega er samvizka mín betri í dag, hafandi haft þennan boð- skap fyrir mínum kæru nemendum og það með að í þessu einnig gilti það að vera hin góða fyrirmynd. Mér flugu þessar löngu liðnu stund- ir í hug þegar ég sá sanna gleðifregn sem yljaði mínu gamla kennarahjarta um heit og efndir nemenda Kvenna- skólans í Reykjavík, sem úthýstu Bakkusi með öllu jafnt á útskriftarhá- tíð sinni sem og óvissuferð í kjölfarið. Skólameistari segir að undanfarin ár hafi nemendur sammælzt um áfengisbann en þetta hafi verið í fyrsta sinn sem allir nemendur hafi undirritað yfirlýsingu um áfengisleysi og við það var svo sannarlega staðið. Skólameistarinn, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, er hæstánægð með sitt unga fólk og segist reglulega stolt af því. Hún segir einnig að þetta sé mjög mikilvægt í því ljósi að yngri nemend- ur horfi mjög til þeirra eldri. Orðrétt er eftir Ingibjörgu haft í Fréttablaðinu: „Þetta gefur tóninn fyrir yngri nemendur“ og eru vissu- lega orð að sönnu. Fyrirmyndin er eins og alltaf áður afar dýrmæt og þarna gáfu nemendur þessa skóla virkilega gott fordæmi og til sannrar eftirbreytni. Þau eiga miklar þakkir skildar. Aðeins skal svo að því vikið að bezt er auðvitað fyrir alla að byrja aldrei, því enginn veit hver verða örlög hans eða hennar í baráttuni við Bakkus. En það er líka rétt að vekja verð- uga athygli á því að miklu skiptir varðandi neyzlu, hvenær byrjað er, ef fólk velur þann ranga kost. Rannsóknir erlendis hafa sýnt og sannað að því yngra sem fólk byrjar áfengisneyzlu, því meiri verður fram- tíðarneyzla þess með öllum sínum al- varlegu afleiðingum. Því seinna sem byrjað er, þeim mun minni hætta á öllum þeim fylgifiskum ofneyzlunnar sem leggur líf alltof margra í rúst. Og enn skal í lokin minnt á þá ugg- vænlegu en margsönnuðu staðreynd að neyzla harðari efna hefur nær und- antekningalaust áfengisneyzlu að undanfara. Þessa mættu uppalendur minnast svo ótvíræð sem þessi tengsl eru. En fordæmi Kvennaskólans ber að lofa og sannfæring mín sú að hin góða fyrirmynd sem þar var sýnd muni víð- ar verða blessunarleg staðreynd. HELGI SELJAN, form. fjölmiðlanefndar IOGT. Farsæl fyrirmynd Frá Helga Seljan Helgi Seljan ÉG HEF oft velt því fyrir mér hvort fullorðnir ökumenn líti í eigin barm þegar þeir gagnrýna aðra. Í ökuskólum landsins í dag er mikil áhersla lögð á að uppfræða nem- endurna um það hversu ungt fólk er hættulegt í umferðinni, hvað þessir krakkar eru miklir glannar og þar fram eftir götunni. Sannleikurinn er hins vegar sá að fullorðnir öku- menn eru alveg jafn miklir glannar og þeir yngri. Auðvitað stendur töl- fræðin fyrir sínu en munurinn er sá að vanari ökumenn eiga auðveldara með að koma sér úr klípu. Eftir að ég fékk bílprófið hef ég fylgst betur með því sem er að ger- ast í umferðinni þegar ég er farþegi heldur en ég gerði þegar ég var yngri. Fleiri og fleiri fullorðnir virðast vera farnir að halda að stefnuljósin séu bara til skrauts og að það sé enginn tilgangur með þeim. Kannast ekki allir við að vera að flýta sér og lenda á eftir ein- hverjum sem í fyrsta lagi er ekki að flýta sér, og í öðru lagi gefur engin merki um það hvert hann er að fara, eins og maður eigi bara að vita það að hann er að fara í kaffi til mömmu sinnar? Ykkur finnst þetta eflaust þreytandi en hugsið um hvað fólkið fyrir aftan ykkur er að hugsa þegar þið gerið nákvæmlega sama hlutinn! Einnig er það nokkuð algengt að fólk keyri á vinstri akrein. Mjög fá- ir virðast gera sér grein fyrir því að vinstri akrein er til þess að taka framúr, en ekki til að dóla sér á 50 km/klst. alla leiðina til Reykjavíkur og tefja alla umferð í leiðinni. Ég ætla að biðja þá sem eru að lesa þetta að líta í eigin barm og hugleiða þetta aðeins. Ert þú einn af þessum reiðu bílstjórum sem lenda alltaf á eftir svona fólki? Ef þú ert þannig bílstjóri, hvernig heldur þú að fólkinu í bílnum fyrir aftan þig líði þegar þú gerir ná- kvæmlega sama hlutinn? Auðvitað er það ekki bara fullorðið fólk sem gerir þetta, ég get alveg viðurkennt það. Hinsvegar er það hræsni að gagnrýna ungt fólk fyrir að gera nákvæmlega það sama og þið. SIGRÚN BJÖRG ELÍASDÓTTIR, nemandi Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Hólmatúni 30, Bessastaðahreppi. Umferðarmenningin á Íslandi Frá Sigrúnu Björgu Elíasdóttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.