Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 44
ÍÞRÓTTIR
44 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Nokkur spenna var í troðfulluíþróttahúsinu þegar flautað var
til leiks í Austurbergi, það var að
duga eða drepast
fyrir ÍR-inga, þeir
urðu að vinna til að
geta tryggt sér odda-
leik í rimmunni.
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka,
hafði hins vegar gefið út þá yfirlýs-
ingu eftir þriðja leik liðanna á sunnu-
daginn, að hann ætlaði ekki að fara
með lið sitt í fimmta leikinn, farið yrði
í fjórða leikinn til þess að ljúka dæm-
inu. Greinilegt að Haukar voru þjálf-
ara sínum sammála í einu og öllu,
verkefnið sem hófst þegar flautað var
til leiks á Íslandsmótinu í september
á síðasta ári, mótið yrði ekki teygt
lengra fram á vorið.
Flugstjórinn Bjarni Frostason var
eins og maður í hans stöðu viss hvert
skyldi stefnuna og eftir nokkurra
sekúndna leik gerði hann samherjum
sínum það ljóst að áfangastaðurinn
væri á hreinu þegar hann varði víta-
kast nafna síns Fritzsonar. Flug-
stjórinn og áhöfn hans tóku stjórn-
ina, ÍR-ingar skyldu aðeins vera
farþegar. Áfangastaðurinn væri
Hafnarfjörður og þegar þar yrði lent
skyldi Íslandsbikarinn vera með í för.
Framan af leik gekk allt að óskum
hjá Haukum, ÍR-ingar áttu í mesta
basli með að halda í við gestina sem
léku að vanda sterka flata 6/0 vörn.
Sóknarleikurinn var hikandi og ráð-
leysislegur. Hinum megin vallarins
gekk Haukum allt í haginn, þeir
fundu hverja glufuna á fætur annarri
á framliggjandi vörn ÍR og fátt virtist
geta komið í veg fyrir að Haukar
gerðu út um leikinn strax í fyrri hálf-
leik. Það gekk hins vegar ekki eftir,
ÍR-ingar streittust við, tókst að kom-
ast inn í leikinn og halda jöfnu eftir
miðjan fyrri hálfleik og framundir
leikhlé. Þá tókst Haukum aftur að
komast fram úr og vera fjórum
mörkum yfir í hálfleik, 14:10.
Haukar gáfu lítið eftir í byrjun síð-
ari hálfleiks, minnstur varð munur-
inn fjögur mörk og greinilegt var að
ÍR-liðið var að brotna undan þunga
Haukaliðsins sem var ákveðið í að
það væri mætt til leiks til að sjá og
sigra. Og sú varð og raunin. Hvað
eina sem ÍR-inga reyndu til þess að
halda aftur af gestunum mistókst,
Haukaliðið hafði ráð undir hverju
rifi, var of reynslumikið, of vel skipu-
lagt og of vel skipað til þess að það
slakaði á klónni. Íslandsmeistaratit-
illinn var í höfn.
Eins áður segir var Haukaliðið ein-
faldlega of stór biti fyrir hið efnilega
og dugmikla ÍR-lið í þessari rimmu,
ekkert lið stendur Haukum á sporði
um þessar mundir. Haukar verð-
skulda það svo sannarlega að varð-
veita Íslandsbikarinn næsta árið.
Leikmenn liðsins og þjálfari höfðu
allt sitt á hreinu í úrslitaleikjunum
fjórum þótt einn þeirra tapaðist.
Vörnin sterk, markverðirnir framúr-
skarandi og sóknarleikurinn oftast
nær fumlaus og árangursríkur, engin
taugaspenna þótt á stundum gengi
ekki allt upp, menn vissu að með þol-
inmæði og festu fengi ekkert þeim
ógnað.
ÍR-ingar eru svo sannarlega
reynslunni ríkari eftir þessa leiki.
Þótt það sé sárt að sjá á eftir gull-
verðlaunum og bikarnum góða í
Hafnarfjörðinn þá geta ÍR-ingar allir
sem einn borið höfuðið hátt eftir
framúrskarandi leiktíð, jafnt leik-
menn, stjórnendur og stuðnings-
menn. Verði áfram haldið rétt á spöð-
unum hjá félaginu má telja víst að
innan tveggja til þriggja ára verða
það ÍR-ingar sem fagna að leikslok-
um í Austurbergi. Þá mun reynslan
af þessari rimmu við Hauka koma sér
vel.
Morgunblaðið/Sverrir
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var tolleraður af lærisveinum sínum eftir sigurinn á ÍR-ingum í Austurbergi í gær þar sem Haukar
tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn, þar af þann þriðja á síðustu fjórum árum, tveir þeir síðustu undir stjórn Viggós.
Haukar eru svo
sannarlega bestir
HAUKAR eru svo sannarlega með besta handknattleikslið landsins
í karlaflokki, á því leikur enginn vafi. Því til staðfestingar innsigluðu
þeir sinn þriðja Íslandsmeistaratitil á fjórum árum í gærkvöldi með
því að leggja ÍR-inga þriðja sinni í fjórum viðureignum liðanna í úr-
slitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn, lokatölur, 33:25, í Aust-
urbergi. Staðan í hálfleik var 14:10 í hálfleik, leikmönnum Hauka í
vil. Haukar voru einfaldlega rúmlega skrefinu á undan efnilegu ÍR-
liði alla úrslitakeppnina.
$ ;<
= :<
3 +
3< $
6 ! 0
>
?
?
>
>
6 ! 0
3 ;
//
>
>
>@
9+
9+
#
00
//
?
@
?
)
Ívar
Benediktsson
skrifar
AC Milan hafði betur í uppgjöri við
granna sína í Inter í undanúrslitum
Meistaradeildarinnar í knattspyrnu
í gær. Liðin skildu jöfn, 1:1, en AC
Milan tryggði sér farseðilinn í úr-
slitaleikinn á útimarkareglunni þar
sem leikurinn í gær var heima-
leikur Inter. Úkraínumaðurinn
Andrei Shevchenko skoraði markið
mikilvæga á lokamínútu fyrri hálf-
leiks en Obafemi Martins jafnaði
átta mínútum fyrir leikslok. AC
Milan, sem fimm sinnum hefur
hampað Evrópumeistaratitlinum,
mætir annað hvort Real Madrid eða
Juventus í úrslitum en liðin eigast
við í Torínó í kvöld.
AC Milan
í úrslit
„VIÐ erum að berjast í vörn-
inni, vinnum boltann og förum
í hraðaupphlaup en tökum svo
óskynsamleg skot eða einfald-
ar sendingar eru ekki gripn-
ar,“ sagði Júlíus Jónasson
þjálfari og leikmaður ÍR eftir
leikinn. „Við vorum í erf-
iðleikum og eins og í fleiri
leikjum í þessu einvígi var það
sóknarleikurinn fyrst og
fremst sem klikkar. Við börð-
umst áfram en þegar mun-
urinn var orðinn sjö mörk og
tíu mínútur eftir var þetta sér-
lega erfitt. Ég tel að reynslan
skipti mestu máli. Haukar
hafa verið í þessari stöðu áður
en þeir sem eru að bera leik-
ina uppi hjá okkur eru ekki að
spila vel í öllum leikjunum,“
sagði Júlíus eftir leikinn. „Ég
tel að hópurinn okkar hafi
verið að vissu leyti sigurveg-
arar líka því veturinn hefur
verið frábær. Það verða ekki
stórar breytingar á liðinu og
málin skoðuð í næstu viku. Ég
hef ekki skrifað undir en það
er samt búið að ákveða það.“
Þeir stöðvuðu skytturnar
„Við áttum slaka úrslitaleiki
en komum tvíefldir á næsta
ári,“ sagði stórskyttan Einar
Hólmgeirsson, sem náði ekki
að sýna sínar bestu hliðar.
„Þetta var lélegt. Þeir voru
betri og áttu skilið að sigra.
Við vissum að við þyrftum að
berja á þeim því þeir eru með
betur spilandi lið en við og
náðu að stöðva okkur skytt-
urnar og þá var þetta búið.“
Óskyn-
samir
„ÞAÐ kemur til greina að
hætta, ég ætla að gefa mér
tíma til að velta því aðeins fyr-
ir mér. Ég er farinn að þreyt-
ast og úrslitakeppnin hefur
verið erfið,“ sagði Viggó Sig-
urðsson, þjálfari Hauka, eftir
að hann hafði stýrt liði sínu til
sigurs á Íslandsmótinu í hand-
knattleik. Síðan Viggó tók við
Haukum fyrir þremur árum
hefur hann stýrt þeim til sig-
urs í tvígang á Íslandsmótinu
og tvisvar í bikarkeppni auk
tveggja sigra í deildinni.
Viggó gerði þriggja ára
samning við Hauka fyrir ári.
„Ég ætla aðeins að velta stöð-
unni fyrir mér áður en ég
ákveð af eða á með framtíð-
ina,“ sagði Viggó Sigurðsson,
þjálfari Íslandsmeistara
Hauka.
Viggó
íhugar að
hætta