Morgunblaðið - 14.05.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2003 51
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 5.30. B.i 12
www.regnboginn.is
HK DV
X-97,7
HJ MBL
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
HOURS
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 10.20. B.i 12.
HL MBL
HK DV
Kvikmyndir.com
X-97,7
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 16.
Brjálaður morðingi,
Stórhættulegir
dópsmyglarar
Nú er honum að
mæta.
Svakaleg
spennumynd með
töffaranum
Vin Diesel
úr xXx.
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
HK DV
SV MBL
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 .
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
400
kr
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.Sýnd kl. 8 og 10.
Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12
SV MBL
HK DV
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.15 B.i. 16
Svakaleg spennumynd
með töffaranum
Vin Diesel úr xXx.
At Home in the Heart of Appalachia eftir
by John O’Brien. 320 síðna kilja sem
Anchor Books gefur út. Kostaði 1.995 kr.
í Máli og menningu.
EKKI VEIT ég hversu margir
muna eftir sjónvarpsþáttunum The
Beverly Hillbillies sem sýndir voru
í Kanasjónvarpinu
í gamla daga en í
þeim birtist líf-
seigt minni úr
bandarískri þjóð-
arsögu; frum-
stæðir treggáfaðir
góðlátlegir sveita-
lubbar sem kunnu
sig illa eða ekki
innan um venjulegt fólk. Ekki þarf
maður að vera ýkja vel að sér í
sögu Bandaríkjanna eða þekkja
staðháttu nema miðlungi vel til að
átta sig á að verið var að gera grín
að íbúum fjallahéraðanna sem
kennd eru við Appalachian fjall-
garðinn sem nær frá Quebec í
Kanada til Georgiu-fylkis.
Fleiri muna væntanlega eftir
kvikmyndinni góðu O, Brother
Where art Thou þar sem
Appalachian-tónlist, bluegrass, lék
stórt hlutverk og naut í kjölfarið
(og nýtur) töluverðra vinsælda, en
einnig var þar dregin upp mynd af
frumstæðu fólki og fáfróðara en
gengur og gerist.
Appalachian-fjöll ná yfir geysi-
mikið flæmi og mörg fylki; alls
liggja þau um fjórtán fylki, en
helst er talað um sérstaka menn-
ingu og mannlíf tengt Appalach-
ian-fjöllum í Norður og Suður-
Karólínu, Kentucky, Tennessee og
Vestur-Virginíu. Í bókinni sem hér
er gerð að umtalsefni skrifar John
O’Brien um æskuár sín í sárri
fátækt í Vestur-Virginíu og til-
raunir sínar til að slíta sig frá fjöll-
unum. Það gekk þó ekki eftir, í dag
býr hann í Franklin í Norður-
Karólínu og unir þar sæll við sitt.
Stór hluti bókarinnar, sem er
listavel skrifuð, sérdeilis fróðleg og
skemmtileg, fer í að greiða úr
flækjunum sem gerðu O’Brien og
föður hans að óvinum í átján ár
(hann treysti sér til að mynda ekki
til að fara í útför föður síns), en að-
allega segir hún þó frá sögu fjalla-
héraðanna, rányrkjunni sem nán-
ast eyðilagði þau, vandamál
dagsins í dag og fólkinu.
John O’Brien heldur því fram og
færir fyrir því sterk rök að Appal-
achia sú sem helst er sýnd í sjón-
varpi eða mærð í bókum sé ekki til
– fólk sem búi í fjallahéruðunum sé
að engu leyti heimskara eða frum-
stæðara en gengur og gerist. Í
raun sé það helsti vandi íbúa
Appalachian-fjalla að losna undan
þeim stimpli að vera þaðan, svo
sterkir eru fordómarnir og rang-
hugmyndirnar. Hann rekur vel
sögu héraðsins og lýsir mannlífi,
en persónusaga hans, sem er oft
átakanleg, hnýtir bókina vel sam-
an.
Forvitnilegar bækur
Vörn
fjallabúans
Perpetual War for Perpetual Peace,
greinasafn eftir Gore Vidal. 160 síðna
kilja sem Nation Books gefur út 2003.
Kostaði 1.795 í Pennanum-Eymunds-
syni.
Í TILEFNI af sýningunni á
heimildarmyndinni Bowling for
Columbine í Regnboganum fyrir
stuttu rifjuðu margir upp að höf-
undur þeirrar
verðlaunamyndar
lenti í hremm-
ingum með bók
sem hann hugðist
gefa út þar sem
hamast var að
bandarískum
stjórnvöldum. Út-
gefandi bók-
arinnar ákvað að
hætta við að gefa hana út í kjölfar
hryðjuverkaárásanna 9. september
2001 en lét undan fyrir þrýsting
frá bókasafnsfræðingum. Gore
Vidal lenti í álíka hremmingum;
blöð neituðu að birta greinar eftir
hann þar sem hann skammaðist
yfir frammistöðu stjórnvalda og
síðan vildi enginn stóru útgefend-
anna gefa út bækur eftir hann
þótt ekki hefði verið ástæða til að
óttast um sölu.
Gore Vidal er óhemju skemmti-
legur penni og snjall stílisti og
hefur fyrir sið að vera á skjön við
ríkjandi viðhorf sem hefur oftar
en ekki komið honum í klandur.
Þessi bók hans var til að mynda
ekki gefin út í Bandaríkjunum
fyrr en hún var orðin að met-
sölubók á Ítalíu og hryggjarstykki
hennar, frásögn af umdeildum
bréfaskriftum Vidals við Timothy
McVeigh sem vöktu töluverða at-
hygli á sínum tíma. Vidal er þess
fullviss að fleiri hafi verið að verki
en McVeigh einn, aukinheldur sem
hann segir að ekki sé rétt að
draga upp þá mynd af McVeigh
(eða Osama bin Laden) að hann sé
ófreskja – McVeigh hafi verið að
bregðast við ákvörðunum banda-
rískra stjórnvalda sem hann taldi
óréttmætar og ólöglegar.
Það segir sitt um efnistök
Vidals að hann kallar Bandaríkja-
stjórn yfirleitt „junta“ sem á ís-
lensku hefur verið snarað sem
herforingjastjórn. Líkt og fleiri
vinstrimenn vestan hafs hefur
hann verulegar áhyggjur af því
hve stjórnvöld voru fús að fórna
réttindum bandarískra borgara að
sögn til að vernda þá og hefur
verið iðinn við að draga athygli að
því hvernig lagasetning hefur
skert persónu- og tjáningarfrelsi
manna aukinheldur sem stjórnvöld
hafa gripið til ýmissa aðgerða sem
fara, að mati Vidals, á snið við lög
og rétt.
Eins og Vidal rekur söguna hafa
Bandaríkjamenn verið í stríði í
fimmtíu ár; síðan 27. febrúar 1947
þegar Harry S. Truman ákvað að
fara að ráðum starfsmanna sinna
um að hefja eilífðarstríð til að
treysta efnahag bandarískra stór-
fyrirtækja í kjölfar heimsstyrjald-
arinnar síðari. Til að skjóta stoð-
um undir þessa staðhæfingu birtir
Vidal í bók sinni lista yfir þær
hernaðaraðgerðir sem Bandaríkja-
menn hafa hafið að fyrra bragði
undanfarna áratugi, ýmist til þess
að berjast gegn kommúnistum,
hryðjuverkum, fíkniefnum eða ein-
hverju sem enginn veit eða getur
sagt frá. Á listanum er á þriðja
hundrað slíkra aðgerða sem Vidal
segir að eigi sinn þátt í því hvers
vegna almenningi víða um heim er
illa við bandarísk stjórnvöld og
hvers vegna það eigi ekki eftir að
breytast í náinni framtíð.
Árni Matthíasson
Eilífðar-
stríð
NÝLEGA útskrifaðist fyrsti hópur
leiðsögumanna frá Ferðamálaskóla
Íslands. Sl. haust var bætt við nýrri
námsbraut í skólanum sem er leið-
sögunám. Við kennsluna er stuðst
við námskrá frá menntamálaráðu-
neytinu um viðurkennt leiðsögu-
nám.
Námið fer að stórum hluta fram
með myndasýningum þannig að
nemendur geta fylgst með á lifandi
hátt þegar ferðast er um landið á
helstu viðkomustaði ferðamanna.
Að þessu sinni útskrifuðust tólf
nemendur frá skólanum en miðað
við þær væntingar sem gerðar eru í
ferðaþjónustu á komandi árum má
reikna með að spurn eftir fólki með
kunnáttu eigi eftir að aukast tölu-
vert.
Ferðamálaskóli Íslands útskrifar
Fótum fráum á …