Morgunblaðið - 19.05.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 19.05.2003, Síða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 11 OPTIMAR Íslandi ehf. hefur keypt rekstur Ískerfa hf. og tek- ið við framleiðslu á ísþykkni- vélum þeim er Ískerfi hafa verið að framleiða og selja bæði á inn- lendan og erlendan markað. „Optimar Íslandi ehf. hefur um árabil selt frystikerfi, vakumkerfi og annan tengdan búnað til íslenskra fiskiskipa og í íslensk frystihús. Á und- anförnum árum hefur átt sér stað mikil hagræðing og sam- þjöppun í íslenskum sjávarútvegi og er nauðsynlegt fyrir fyr- irtæki er þjónusta sjávarútveg- inn að hagræða að sama skapi. Eru kaup Optimar liður í því að ná fram hagræðingu og sameina rekstur þessara tveggja fyr- irtækja,“ segir meðal annars í frétt frá Optimar Íslandi. Ískerfi framleiða búnað til ísþykkn- isframleiðslu í fjórum mismun- andi stærðum og hafa selt búnað sinn til 11 þjóðlanda til nota um borð í fiskiskipum og í land- vinnslu sjávarfangs. „Það er viðurkennd staðreynd að meðferð og kælihraði ráða mestu um að viðhalda gæðum á ferskfiski. Kröfur neytenda um hámarksgæði og ferskleika vaxa stöðugt. Lykill að því að auka gæði fisksins er hröð kæling því þannig næst að draga úr örveru- og bakteríumyndun. Notkun ís- þykknisvéla frá Optimar Íslandi ehf. er góð aðferð til að ná fram hámarkskælihraða því flotmikið og fínkrystallað ísþykknið um- lykur allt hráefnið og orku- yfirfærslan er því gríðarlega hröð,“ segir í fréttinni. Breytt eignaraðild Ennfremur hafa orðið breyt- ingar á eignaraðild Optimar Ís- land ehf., en aðaleigendur fé- lagsins eru í dag Guðmundur Jón Matthíassson, fram- kvæmdastjóri, Reynir Guð- jónsson, sölu- og markaðsstjóri, Trausti Þór Ósvaldsson, þjón- ustustjóri, ásamt öðru starfsfólki Optimar. Reynir hóf nýverið störf hjá Optimar sem sölu- og markaðsstjóri, en hann var áður framkvæmdastjóri hjá Ísmar hf. síðastliðin 20 ár. Guðmundur Jón kveðst ánægð- ur með að hafa náð sam- komulagi við Hömlur um kaup á rekstri Ískerfa. „Ég tel að við séum að gera skynsamlegan hlut og að tryggja að við komum til með að geta veitt viðskiptavin- um okkar enn betri þjónustu til langframa. Ég er mjög sáttur við að vera viðriðinn íslenska hágæða framleiðslu í þjónustu við sjávarútveg. Ísþykknið tryggir meiri gæði og lengri geymslutíma að ekki sé minnst á hærra verð á hráefninu. Fram- tíðin er björt. Optimar Ísland vinnur ennþá náið með Optimar a/s sem var áður móðurfyrirtæki þess fyrrnefnda, og mun Optimar a/s verða umboðsaðili fyrir íslenska fyrirtækið og er íslenska fyrirtæki umboðsaðili þess norska.“ Optimar Ísland ehf. er til húsa í Stangarhyl 6, 110 Reykjavík. Guðmundur Jón Matthíasson, framkvæmdastjóri Optimar, í miðju Jónína Líndal frá Hömlum hf. eignarhaldsfélagi Landsbanka Íslands, og Reynir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri Optimar Íslandi ehf. Optimar Íslandi kaupir rekstur Ískerfa hf. HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Gunnvör í Hnífsdal skilaði 140 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaður á sama tímabili í fyrra nam 205 milljónum og hefur því dregist saman um tæp 32%. Tekjur af rekstri félagsins námu 711 milljónum króna og drógust saman um 11% frá sama tímabili á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að samdrátt í veltu megi fyrst og fremst rekja til styrkingu krón- unnar og lækkunar á afurðaverði. Rekstrargjöld voru 148 milljónir á tímabilinu, sem eru 20,9% tekna. Á sama tímabili 2002 voru gjöldin 29,5% tekna eða 239 milljónir og hafa því dregist saman um 38% á milli tímabila. Heildareignir félagsins 31. mars sl. námu 5.558 milljónum króna en skuldir 3.639 milljónum króna. Bók- fært eigið fé nam 1.919 milljónum króna og jókst um 10,8% á tíma- bilinu. Eiginfjárhlutfall var 34,5% og veltufjárhlutfall 1,18. Arðsemi eigin fjár nam 26,5% á tímabilinu, segir í tilkynningu. Árshlutauppgjörið er gert skv. reglum um verðleiðrétt reiknings- skil. Hefði þeim hins vegar ekki ver- ið beitt hefði hagnaður félagsins numið 117 milljónum króna og eigið fé verið 1.880 milljónir króna. Í tilkynningunni kemur fram að afkoma rækjuveiða- og vinnslu sem og bolfiskvinnslu hefur versnað. Að sögn Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra félagsins, mun þróun íslensku krónunnar „hafa af- gerandi áhrif á rekstarniðurstöðu fé- lagsins á árinu.“ Hagnaður Gunn- varar dregst saman HAGNAÐUR Íslenskra aðalverk- taka, ÍAV, á fyrsta fjórðungi ársins 2003 nam 73,2 milljónum króna samanborið við 110,7 milljónir króna fyrir sama tímabil árið 2002. Rekstrartekjur samstæðu Ís- lenskra aðalverktaka námu 2.299 milljónum króna á fyrsta ársfjórð- ungi 2003, samanborið við 1.283 milljónir króna á fyrsta ársfjórð- ungi ársins 2002. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 77,4 milljónir króna, samanborið við 90,8 milljónir króna á sama tímabili á árinu 2002. Hagn- aður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 5,5 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi, til samanburðar við 18,4 milljónir króna á árinu 2002. Heildareignir Íslenskra aðal- verktaka og dótturfélaga námu 8.125 milljónum króna í lok mars 2003 en voru 8.829 milljónir króna í árslok 2002. Heildarskuldir sam- stæðunnar voru 4.701 milljónir króna í lok mars, en voru 5.520 milljónir króna í árslok 2002. Bók- fært eigið fé þann 31. mars 2003 var 3.424 milljónir króna en í upp- hafi árs 3.309 milljónir króna. Eig- infjárhlutfall í lok mars er 42% en það var 37% í upphafi árs. Innra virði hlutafjár var 2,58 í lok mars en hlutfallið var 2,50 í upphafi árs. Í fréttatilkynningu kemur fram að lokið er tveimur stærstu verk- efnum sem félagið vann að á árinu 2002 og fram á fyrsta fjórðung árs- ins 2003 og ekki hefur tekist að afla félaginu sambærilegra verk- efna að umfangi í stað þeirra sem lokið var. „Talsverður samdráttur hefur verið á byggingamarkaði það sem af er ári og samkeppni verið hörð, sem skilað hefur sér í lækk- andi verðum sem dregið hefur verulega úr framlegð verka. Mat forsvarsmanna ÍAV er að sá sam- dráttur sem spáð hafði verið á fyrstu mánuðum ársins 2003 teygi sig fram eftir árinu, en er líða fer á árið sé viðbúið að verkefnastaða batni,“ að því er segir í tilkynn- ingu. Minni hagnaður ÍAV Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín býður til málþings næstkomandi fimmtudag um miðlun á nýrri öld, menningu, fræðslu og markaðssetn- ingu. Í tilkynningu segir að Internetið, geisladiskar og aðrir stafrænir miðl- ar hafi sannað sig sem áhrifarík leið til miðlunar. Á málþinginu verði fjallað um ný tækifæri og þróun í miðlun efnis og hvernig til hafi tekist við að koma menningu, fræðslu og ímynd á framfæri með gagnvirkri margmiðlun. Guðný Káradóttir, framkvæmda- stjóri Gagarín, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil vakning hefði orðið, bæði hjá opinberum aðilum og einkaaðilum, varðandi notkun gagn- virkrar miðlunar í markaðsstarfi og miðlun efnis sem stundum er nefnt inntaksiðnaður. Menningarstofnanir notuðu þessa tækni til að mynda í sí- auknum mæli til að miðla menning- ararfi Íslendinga til almennings. Ný vídd skapast „Við viljum með þessu málþingi gefa innsýn í nokkur ólík verkefni og aðferðir við framsetningu á efni auk þess að fjalla um val á milli ólíkra miðla, vefjarins, geisladiska og tölvustanda, og gefa öðrum kost á að sjá hvað hægt er að gera með gagn- virkri miðlun. Til dæmis hvernig hún nýtist til að draga menningararfinn og söguna fram í dagsljósið, útskýra með teikningum, hreyfimyndum og öðrum áhrifaríkum aðferðum og ná þannig betur til almennings og sér- staklega unga fólksins. Einnig verð- ur fjallað um miðlun á vef og mik- ilvægi þess að hanna viðmót og virkni þannig að vefur sé notenda- vænn og miðli samræmdri ímynd. Það skapast ný vídd með þessum miðli og við ætlum að sýna fram á það á málþinginu,“ sagði Guðný. Þrjú erindi verða flutt á mál- þinginu: María H. Maack, umhverfisstjóri Íslenskrar nýorku, fjallar um fræðsluefni um vetni sem orkubera framtíðar og hvernig fræðsluefni á gagnvirku formi verður til. Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslu- fulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, fjallar um sögu og náttúru Þingvalla á margmiðlunarformi í nýrri fræðslumiðstöð og markmið og notk- un í menningartengdri ferðaþjón- ustu. Hreinn Hreinsson, upplýsinga- fulltrúi Reykjavíkurborgar, fjallar um aðgengi að efni í flóknu stjórn- kerfi og mikilvægi heildstæðrar ímyndar auk þáttar samræmds við- móts í aðgengi á vef. Loks fjallar Geir Borg, þróunar- stjóri Gagarín, um nýjustu áherslur og margmiðlun í tíma og rúmi. Þá verða umræður um málefnið og boðið upp á léttar veitingar. Gefst gestum þá tækifæri til að ræða við sérfræðinga og hugmyndasmiði um leiðir í miðlun efnis og skoða nýjustu útfærslur í margmiðlunarkynning- um, að því er segir í kynningu. Málþingið verður haldið á Höfða- bakka 9, 3. hæð, fimmtudaginn 22. maí og hefst kl. 16. Formlegri dag- skrá lýkur um kl. 17:15. Aðgangur er ókeypis en tekið er við skráningum á gagarin@gagarin.is. Málþing um miðl- un á nýrri öld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.