Morgunblaðið - 19.05.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.05.2003, Qupperneq 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 13                       !" " #$%&'(()   *" !           +%( ,  -. /0 " *1 "   2 34  * 5**  +%6 ,  -7" 89 1  *   : * ;<* 3   +%6 ,  -!  ="!  =  1 =" "  : * ;<* 3 >  ''$(((2= "=       ?   *"       * ?      @1 @*" "    A  "*"="  "  /  *" "   1  "  *"  "     "7  *    B       C>      D1 #%"  " )#E&)FF#   A   #   *"    B '((#       %)B '((%G=                         0  / B.    H   -E)(I'FI   * -E)(I'((  "  J        !"   $"%&& # '  #  #(  !&$ MARGIR Slóvakar höfðu ekki fyrir því að mæta á kjörstað í þjóðarat- kvæðagreiðslu um Evrópusam- bandsaðild Slóvakíu, en yfirgnæf- andi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði samþykkti aðildarsamn- ingana. Niðurstöður atkvæða- greiðslunnar, sem fór fram á föstu- dag og laugardag, voru kynntar í gær. Rétt rúm 52% slóvakískra kjós- enda greiddu atkvæði, en af þeim lýstu 92,46% stuðningi við inngöng- una í ESB. Aðeins 6,2% greiddu at- kvæði á móti, eftir því sem Julius Fodor, talsmaður yfirkjörstjórnar, tjáði blaðamönnum. Til þess að nið- urstaðan teldist gild varð að minnsta kosti helmingur kjósenda að greiða atkvæði. Stjórnmálaleiðtogar innan sem ut- an Slóvakíu létu hina dræmu kjör- sókn ekki aftra sér frá því að fagna niðurstöðunni sem mikilvægum áfanga á leið Slóvakíu til fullgildrar þátttöku í Evrópusamrunanum, 14 árum eftir fall járntjaldsins og ára- tug eftir að landið hlaut sjálfstæði. Slóvakía klauf sig frá sambandsrík- inu Tékkóslóvakíu árið 1993. Gengið hefur verið frá samningum um að Slóvakía fái – ásamt níu öðr- um löndum – aðild að ESB 1. maí 2004. Þýzki kanzlarinn Gerhard Schröder sagði niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar „sögulegan atburð fyr- ir Slóvakíu og mikilvægt teikn fyrir stækkunarferli [ESB].“ Mikulas Dzurinda, forsætisráðherra Slóvak- íu, hafði lýst niðurstöðuna gilda strax á laugardag, og í gær sagði hann að í þessari atkvæðagreiðslu hefðu Slóvakar „í fyrsta sinn í sögu lands [síns] tekið eigin ákvörðun um það hvert þjóðin skuli stefna.“ Á valdatíma Vladimírs Meciars, fyrirrennara Dzurindas í embætti, dróst Slóvakía aftur úr öðrum fyrr- verandi austantjaldsríkjum á þróun- arbrautinni frá miðstýrðu kúgunar- kerfi kommúnismans yfir í frjálst markaðs- og lýðræðiskerfi með til- heyrandi réttarríkisreglum, en sú stjórn sem tók við árið 1998 kom landinu aftur á umbótabrautina sem á fáum árum hefur gert því kleift að uppfylla skilyrðin fyrir aðild bæði að Atlantshafsbandalaginu og ESB. Slóvakar samþykkja Evrópusambandsaðild Stuðningur yfir 90% en kjör- sókn dræm Bratislava. AP. JÓHANNES Páll II páfi veifar til mannfjölda á torginu við Péturs- kirkjuna í Róm, þar sem hann hélt útimessu í gær, á 83 ára af- mælisdegi sínum. Páfi tók við þetta tækifæri fjóra menn, tvo landsmenn sína frá Póllandi og tvo Ítali, í dýrlingatölu. Á aldarfjórðungs- löngum páfaferli sínum hefur Jó- hannes Páll II tekið alls 470 manns í dýrlingatölu og lýst 1.316 menn helga. Leggur hann mikið upp úr því að vekja athygli á vegvísandi hlutverki hinna helgu fyrir líf trúaðra. Í messunni lýsti kirkjuleiðtog- inn ennfremur þeirri ósk sinni, að trúaðir bæðu fyrir sér, svo að sér auðnaðist að halda áfram störfum sem páfi. Voru þessi orð hans túlkuð sem vísbending um að hann hygðist ekki láta heilsufar sitt knýja sig til að afsala sér páfadómi. Reuters Jóhannes Páll II páfi 83 ára ÍRASKUR sjíti situr á höfði styttu af Ahmed Hassen el-Bakr í Mansour- hverfinu í Bagdad í gær, og lemur hana með höndunum. Styttan, sem var eitt síðasta táknið um valdatíma Baath-flokksins sem enn stóð í Bagdad, var felld í gær að viðstöddu fjölmenni. Margir hrópuðu vígorð gegn Baath-flokknum og lömdu fallna styttuna með sleggjum og öðru tiltæku. Bakr fór fyrir stjórnarbyltingu Baath-flokksins árið 1968 og var for- seti Íraks til 1979. Saddam Hussein var orðinn valdamesti maðurinn í stjórn Bakrs strax í upphafi áttunda áratugarins. Saddam settist sjálfur í forsetastólinn 1979. Bakr dó 1982. Bakr felldur EPA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.