Morgunblaðið - 19.05.2003, Page 16

Morgunblaðið - 19.05.2003, Page 16
MENNTUN 16 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SHMS - Leiðandi á heimsvísu í hótelstjórnun Meðlimur í Sambandi hótelskóla í Sviss Swiss Hotel Management School “Caux-Palace”, 1824 Caux-Montreux (Switzerland) SHMS, einn af stærstu og virtustu hótelstjórnunarskólunum í Sviss, býður þrjár alþjóðlegar námsgráður í þriggja ára námi. * Swiss Æðri diplóma í hótelstjórnun og ferðaþjónustu * Bandaríkin AH og MA diplóma í hótelstjórnun * Bretland BA gráða í hótel- og veitingastjórnun (Hospitality) / Ferðaþjónustu/ Umsjón viðburða og heilsulinda Einnig í boði: Meistaragráða, MBA, framhaldsgráða, nám fyrir fólk með starfsreynslu, sumarnám - möguleiki á mati úr öðrum skólum. * Launaðar lærlingsstöður á hverju námsári * Ráðningarþjónusta eftir námslok * Frábær aðstaða á fyrrum 5* “Caux-Palace” hóteli. Nánari upplýsingar fást hjá: SMHS EUROPE, Rudolfplatz 6, 50674 Koeln, Þýskalandi, sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 5211 NETFANG: SHMSEUROPE@SHMS.COM WWW.SHMS.COM GETA foreldrar leikið sérsaman? Leiðin til að finnasvarið er að vera með leikja-námskeið fyrir foreldra, og fyrir því stóðu verkefnisstjórar í þró- unarverkefninu Lífsleikni í leikskóla. Leikskólarnir Krógaból, Síðusel og Sunnuból á Akureyri eru að vinna að verkefni, sem ætlað er að efla siðgæð- is- og tilfinningaþroska barna með kennslu í dygðum. Lífsleikni er einn af námsþáttum sem Aðalnámskrá leik- skóla leggur áherslu á að tekinn sé fyr- ir í leikskólastarfi. Þróunarverkefnið stendur í þrjú ár og er árangurinn kynntur foreldrum árlega. Hugmyndin að námskeiðinu núna var að gera leikskólastarfið sýni- legt og að gefa foreldrum innsýn í hvernig börnin læra dygðirnar sem kenndar eru í þessu verkefni. Leikjakvöldið með foreldrunum heppnaðist mjög vel, það hófst með sameiginlegri stund; stuttu erindi og sögu. Foreldrum var svo skipt í sex hópa og fengu þeir smjörþefinn af dygðakennslunni með tveimur 20 mín- útna kennslustundum. Eftirfarandi dygðir komu við sögu; vingjarnleiki, hjálpsemi, hugrekki, þolinmæði og sköpunargleði. Nefna má að í leikfim- issalnum var hugrekki eflt og styrkt með ýmsum leikjum og í tónlistarstund voru sungin tilfinningarlög og lög sem fjalla um dygðirnar. Eftir þessa fróðlegu leiki safnaðist hópurinn saman aftur og ræddi með verkefnisstjórum um verkefnið. Mæt- ingin var góð og voru þeir sem mættu jákvæðir og áhugasamir og tóku virk- an þátt í verkefnunum. Þolinmæði og fínhreyfingar Hópurinn byrjaði á því að setjast niður í samverustund, þar sem hver kynnti sig. Síðan var rætt um dygðir og fyrirmyndir og hvernig hægt er að vinna með dygðina þolinmæði heima fyrir. „Umræðan var mjög skemmti- leg, allir foreldrar voru virkir og fullir af áhuga,“ segir Heiðrún Jóhannsdótt- ir, verkefnisstjóri á Sunnubóli. „Ég hef verið að prófa mig áfram með hugtakakort í leikskólastarfi, það hefur gefið góða raun, en það er leið til að skrá niður þekkingu á myndrænan hátt,“ segir hún. Gengið er út frá einu orði, eins og t.d. þolinmæði, það skráð efst á stórt karton, síðan er reynt að finna orð sem eiga við og tengjast því. Þá tóku við verkefni sem reyna á þolinmæði og hjálpsemi. Á borðin var dreift ýmsum efnivið sem þjálfa fín- hreyfingar. Foreldrar tóku þessu mjög vel og voru áhugasamir og virkir í verkefn- inu. „Þegar mæðurnar komust í það að þræða bönd í gegnum spjöldin mynd- aðist hin besta saumaklúbbsstemn- ing,“ segir Heiðrún. Vinatré í listasmiðju Í verkefninu tóku þátt tveir hópar foreldra. Fyrri hópurinn vann eitt vin- atré og stofn á öðru og hinn hópurinn annað vinatré og krónu á stofn fyrri hópsins. Með þessu móti fengu leik- skólarnir þrír hver sitt vinatré, skapað af foreldrum. „Vinatréð var gert á þann hátt að við stimpluðum laufblöð og stofn með höndunum,“ segir Guðrún Hafdís Óð- insdóttir, verkefnisstjóri í Síðuseli. „Um leið ræddum við um hvernig þetta er unnið með börnunum, í sam- einingu finnum við út hvernig laufblöð eru á litinn, blöndum nokkra liti til að auka á fjölbreytnina og ákveðum hvernig við höfum stofninn á litinn.“ Þátttakendur máluðu lófa hver ann- ars og stimpluðu svo blaðið og sköpuðu vinatré. Þarna var unnið með nokkrar dygðir í einu, vingjarnleika, þetta gengur ekki nema við séum góð við hvert annað, hjálpsemi, við málum hvert annað og réttum hvert öðru liti, hugrekki, sumir þarfnast hugrekkis til að láta mála lófa sína og þolinmæði, við þurfum stundum að bíða svolítið. Þetta var ánægjuleg stund að mati Guðrúnar, foreldrar unnu vel saman, allir voru til í að mála aðra og láta mála sig, þótt fólk þekktist lítið eða ekkert. Í fyrri hópnum var ákafinn mikill, unnið af krafti og vinnugleðin mikil. Í seinni hópnum var meiri ró yfir og áherslan lögð á hver útkoman yrði. Hollow-kubbar Markmiðið með þessu verkefni var sköpunargleði, en jafnframt hugrekki og hjálpsemi. „Ég byrjaði á því að bjóða hópnum sæti á kubbunum og las fyrir þau kafla úr einni af uppáhalds- bókum mínum; Salómon svarta,“ segir Hanna Berglind Jónsdóttir, verkefnis- stjóri á Sunnubóli. Meðan á lestri stóð skráðu þátttak- endur niður það sem kom upp í huga, miðarnir voru því næst settir í skál, einn miði dreginn út og fólk beðið að byggja úr kubbunum það sem stæði á miðanum. „Ég útskýrði fyrir þeim hvernig lestur bóka gæti hjálpað börnunum að fá hugmyndir til sköpunar, en einnig að stundum ynnum við út frá fyrirfram ákveðnu þema,“ segir hún og það leyndi sér ekki að greina mætti léttan kvíða fyrir verkefni kvöldsins. Á miðanum sem fyrst var dreginn stóð „gömul Rafha-eldavél“. Allir stóðu upp tóku sér kubb í hönd og byrjuðu, en eftir svona hálfa mínútu stoppuðu þau við og fóru að ræða saman um það hvernig best væri að byggja eldavélina og smám saman fór hún að taka á sig mynd. „Þegar gamla Rafha-eldavélin var tilbúin var þó nokkuð eftir af tímanum svo ég bauð þeim að draga aftur og á þeim miða stóð „fjárhús“. Það kom smáhik á hópinn, það var greinilegt að það var þó nokkuð síðan þau höfðu far- ið í sveitina,“ segir Hanna Berglind og að eftir smá vangaveltur hafi fjárhúsið farið að taka á sig mynd; vert væri að sýna fjárbændum þessa lands þessa nýstárlegu hönnun! „Í grunninn var þetta eins og að vinna með börnum – en það kom mér skemmtilega á óvart,“ segir hún. Hóp- arnir í þessu verkefni reyndust virki- lega stoltir af verkum sínum og vildu helst ekki ganga frá kubbunum aftur. Hanna Berglind huggaði þau með því að taka mynd af þeim við verkin sín. Stig af stigi „Eitt af því sem við ákváðum að bjóða upp á var samvera og þótti okkur nærtækast að nota Stig af stigi sem er nýtt námsefni í tilfinningagreind,“ seg- ir Ragnheiður Ragnarsdóttir, verkefn- isstjóri á Krógabóli, en hún tók þátt í því að staðfæra námsefnið á íslensku í fyrravetur. Þeir foreldrar sem völdust í þennan hóp voru mjög spenntir og ólmir í að kynnast þessu námsefni þar sem það er nýtt og lítil reynsla komin á það. „Ég byrjaði tímann á að láta alla setj- ast í hring,“ segir hún. „Við fórum yfir reglurnar sem gilda í þessum tímum og notuðum reglur sem einn barnahóp- urinn hafði búið til í haust.“ Reglurnar eru: rétta upp hönd þeg- ar okkur langar að segja eitthvað, einn talar í einu, hlusta, vera góð hvert við annað og sitja kyrr. Hópurinn fór svo í fyrstu þrjár frumtilfinningarnar; gleði, leiða og reiði. Seinna sýndi Ragnheiður þeim næstu þrjár; undrun, hræðsla og ógeð/ viðbjóður. „Einnig kynnti ég fyrir þeim hundinn Hvutta hvatvísa og Snigilinn staðfasta sem eru handbrúður sem fylgja námsefninu. Það var mjög gam- an að reyna þetta með fullorðnum og komu ýmsar spurningar og vangavelt- ur upp um tilfinningarnar,“ segir hún. Hugrekkið æft „Í þessum tíma ákvað ég að sýna foreldrum hvernig börn læra og þjálfa sig í hugrekki í salnum, einnig vildi ég reyna á hugrekki foreldranna,“ segir Sonja Kro, verkefnisstjóri á Krógabóli. Uppbygging tímans var á þessa leið; kynning, þrautakóngur, skottaleikur, flöskustútur og slökun. Hópurinn settist á gólfið og Sonja útskýrði fyrir þeim hvernig hún væri vön að byrja hópastarf. Foreldrarnir héldust í hendur, buðu góðan dag og kynntu sig, auk þess sagði hver og einn örlítið frá áhugamáli sínu. „Ég lét þau standa upp og raða sér upp við vegg, taldi úr hver átti fyrstur að vera þrautakóngur og hófst svo leik- urinn,“ segir hún. Það þarf hugrekki til að vera fremstur og láta alla horfa á sig. Sonja spilaði fjöruga tónlist sem skapaði góða stemningu, en þátttak- endur skiptust á að vera þrautakóng- ur. Næsti leikur var skottaleikur, þar sem allir fá skott í buxnastrenginn nema einn sem á að ná skottunum og þá fækkar í hópnum. Sumir hafa ekki nægt hugrekki til að fara í svona elt- ingarleiki, en það virtist ekki skorta þetta kvöld. Síðasti leikurinn var flöskustútur. Í lokinn setti Sonja rólega tónlist á og lét alla fara í slökun, talaði aðeins í leiðinni, um að nú þurfi að hvíla hend- ur, fætur og maga …, eins og ég geri við börnin. „Ég bað alla að hugsa um eitthvað fallegt og skemmtilegt svo þeim liði vel. Fólk reis rólega á fætur og hafði skapast svolítið viðkvæm og einlæg stemning,“ segir hún. Næsti hópur stóð sig jafn vel, í raun næstum eins vel og börnin. „Það var mikið brosað og hlegið og grínast. Ég veit ekki hvað hefði átt að vera öðru- vísi,“ segir Sonja. Söngstund Uppbygging söngustundarinnar sýndi nokkur tilbrigði af söngstund. „Mikilvægt er að sýna fram á fjöl- breytileika söngstunda; söngur er ekki bara söngur. Foreldrar sátu fyrir framan hópstjóra og byrjað var á nafnalagi,“ segir Hildur Óladóttir, verkefnistjóri á Síðuseli. Sungin voru lögin „Það er alveg ókeypis að brosa“ og „Við erum vinir“, en það eru lög sem vel tengjast þróun- arverkefninu. Einnig voru Guttavísur og vísan um Rauðhettu, sungnar, hvoru tveggja er til myndskreytt, fengu foreldrar að skiptast á að setja myndirnar á sérstaka loðtöflu, sem börnum þeirra finnst skemmtilegt að nota. „Goggi söngfugl, sem er hand- brúða, var með þetta kvöld,“ segir Hildur. „Hann birtist upp úr söngkass- anum sínum, en hann hefur yfir að ráða mörgum vísum.“ Foreldrar fengu að draga vísur upp úr söngkassanum hans Gogga og svo var sungið. Hildur segir að spjallað hafi verið um hvernig börn læra ný lög og hvern- ig unnt er að skýra innihald texta fyrir börnum á myndrænan hátt með notk- un tússtöflu. Að lokum var sungið hermilag sem fólst í því að hópstjóri söng og foreldrar hermdu eftir. „En við notuðum mismunandi raddstyrk, hvísl, öskur og allt þar á milli. Allir for- eldrarnir voru virkir og sungu með, enda var þetta mjög skemmtileg kvöldstund,“ segir Hildur. Leikskólar/ Á leikjanámskeiði á Akureyri voru engin börn, en foreldrum þeirra var skipt í sex hópa til að fá smjörþefinn af kennslunni sem börnin fá á daginn. Gunnar Hersveinn kynnti sér námskeiðið sem tengist þró- unarverkefni í lífsleikni í leikskólum og fjallar um dygðakennslu. Foreldrar læra margt í leikskóla  Goggi söngbrúða birtist upp úr söngkassanum með margar vísur  Sterk og sjálfstæð börn sem bera virðingu fyrir öðrum Vinatré hannað með höndunum: Hildur Þóra, Alda, Halla Björk, Sigríður, Þorvaldur og Jóhanna Dögg. TENGLAR .............................................. www.sunnubol.akureyri.is www.sidusel.akureyri.is www.krogabol.akureyri.is guhe@mbl.is „ÞETTA var mjög skemmtilegt og fróðlegt kvöld sem gaf mér og öðr- um foreldrum tækifæri til þess að taka þátt og kynnast á eigin spýtur þeim verkefnum sem börnin okkar eru að fást við á hverjum degi í leik- skólanum,“ sagði Björk Jóhanns- dóttir, foreldri á Krógabóli. „Mér fannst mjög áhugavert að sjá hversu mikil hugmyndafræði býr að baki hverju einstöku verkefni. Hvert verkefni hefur ákveðinn til- gang og í sameiningu gera þau börnin okkar að sterkum og sjálf- stæðum einstaklingum sem bera virðingu fyrir sér og öðrum.“ „Mér fannst hugmyndin að þess- um foreldrafundi frábær,“ sagði Hallur Gunnarsson foreldri á Síðu- seli, „það var gaman að setja sig í spor krakkanna og að leyfa krakk- anum í sjálfum sér að brjótast út. Taka þátt í leikjum sem þau eru að leika á hverjum degi. Það myndast líka skemmtileg stemmning meðal foreldra á fundi með þessu sniði, frekar en að sitja kyrr með kaffi- bolla. Það er líka mikilvægt að kom- ast í raunverulega snertingu við starf krakkanna með því að fá kynningu sem þessa.“ „Ég var fróðari eftir þetta og hef aðeins betri innsýn í hvað krakk- arnir eru að gera á daginn og er enn áhugasamari fyrir vikið. Líka eftir að ég kom heim og fór yfir kvöldið skildi ég betur um hvað leikskólastarfið snýst og til hvers er ætlast af krökkunum.“ „Ég var mjög ánægð með að fá að taka þátt í leikjanámskeiðinu,“ sagði Elva Eir Þórólfsdóttir, for- eldri á Sunnubóli. „Það sem mér fannst einna skemmtilegast var það að foreldrar fengu að taka virkan þátt. Ég byrjaði á stöðinni með Hollow-kubbana. Allir foreldrar tóku virkan þátt í vinnunni og hjálp- uðust að við að byggja úr kubb- unum. Það var mjög skemmtilegt að fá að upplifa það svona hvað börnin eru að fást við á hverjum degi í leik- skólanum og gaman að sjá hvernig unnið er með dygðirnar í gegnum allt starfið. Einnig er gaman að sjá hvernig hægt er að tengja nánast allar dygðir við hvert það verkefni sem börnin eru að fást við.“ Jónína, Fanney, Elva, Sigþóra, Árni og Katrín við nýreista höllina sína. Ánægðir foreldrar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.