Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég gæli við blómið sem þú gafst mér. Nú er ilmur þess beiskur og blöðin drúpa. Ef ég kyssi það falla blöðin af, en krónan stendur eftir og grætur. (Nína Björk Árnadóttir.) Auður systir. HINSTA KVEÐJA ✝ Kolbrún Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. desember 1932. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Halldórs- son, húsasmíða- meistari frá Gröf í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, f. 7. desember 1903, d. 21. júní 1965, og Jó- hanna Lovísa Jónsdóttir húsmóð- ir frá Höfnum í Fljótum, f. 4. nóv- ember 1904, d. 30 nóvember 1981. Kolbrún var elst þriggja dætra þeirra hjóna. Næst er Auður, f. 30. ágúst 1935, og Þuríður, f. 5. apríl 1942, d. 24. desember 1997. Kolbrún giftist 20. mars 1954 eftirlifandi eiginmanni sínum Viggó M. Sigurðssyni, f. 20. febr- Börn þeirra eru Þuríður, f. 1982, Kolbrún, f. 1984, og Barði Freyr, f. 1990. 3) Sigurður Viðar, f. 15. júlí 1958, kvæntist Katrínu Sig- urðardóttur, f. 23. mars 1960, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Viggó M., f. 1976, Andrea, f. 1987, Unnur, f. 1989 og Þorgrímur, f. 1993. Kolbrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Lauk gagnfræða- prófí frá Austurbæjarskólanum. Hún starfaði við skrifstofustörf fyrstu árin og rak einnig verslun. Síðan stóð hugurinn til frekara náms. Hún gerðist jógakennari rúmlega þrítug og kenndi í tæp 40 ár. Hún stofnaði Yogastöðina Heilsubót í Hátúni ásamt eigin- manni sínum og fleira góðu fólki og starfrækti hana á árunum 1974–1987. Hún lærði snyrtifræði og rak snyrtistofu í nokkur ár. Einnig var Kolbrún sjúkraliði; hún vann mörg ár á Landspítal- anum við Hringbraut og var í laganefnd sjúkraliðafélagsins. Einnig stofnaði hún félag lungna- veikra ásamt fleirum og sat í stjórn þess. Útför Kolbrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. úar 1926. Sonur Kol- brúnar og Björns Kolbeinssonar, f. 6. jan. 1921, er Guð- mundur, f. 29. apríl 1950, kvæntur Ósk Hilmarsdóttur, f. 19. desember 1952. Börn þeirra eru Kolbeinn, f. 1981, Brynja, f. 1985, og Saga, f. 1993. Börn Kolbrúnar og Viggós eru: 1) Eg- ill, f. l. október 1953, giftist Erlu Sigurðar- dóttur, f. 12. apríl 1951, þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru Arnar Þór, f. 1975, og Elsa Ingibjörg, f. 1984. Núverandi kona Egils er Guðrún Guðmundsdóttir, f. 13. október 1964. Börn þeirra eru Erling Þór- ir, f. 1986, Egill Örn, f. 1988, Edda Kolbrún, f. 1991, og Erla Guðrún, f. 2001. 2) Jóhanna L., f. 22. október 1954, maki Þorsteinn Barðason, f. 11. nóvember 1953. Loks ert þú frjáls og getur andað léttar eftir erfið veikindi. Þín verður sárt saknað af öllum þeim, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi, að kynnast þér. Kollý var flest til lista lagt. Hún var bráðgáfuð, óvenju fjölhæf og var alltaf tilbúin að rannsaka eða takast á við nýjar hugmyndir, þegar það átti við. Hún var fróð um flesta hluti, lét sig flest varða og hafði un- un af samræðum um allt milli him- ins og jarðar. Hún lagði jafna rækt við andann og líkamann, og lærði og kenndi jóga í þrjá áratugi, en hún starfrækti, ásamt eiginmanni sínum og nokkrum frábærum samstarfs- mönnum, Yogastöðina Heilsubót í nærri tvo áratugi. Hún var þannig brautryðjandi á sviði andlegrar og líkamlegrar heilsuræktar á íslandi. Ég kynntist Kollý fyrir um 30 ár- um, þegar ég, 19 ára unglingur, var að gera hosur mínar grænar fyrir heimasætunni á Brávallagötu 40 en hún varð síðar eiginkona mín. Brá- vallagata 40 var eins konar fjöl- skylduhús, þar sem þrjár kynslóðir úr sömu fjölskyldunni bjuggu sam- an. Ég varð strax var við að Kollý var máttarstólpinn á Brávallagöt- unni. Allir leituðu til hennar með gleði sína, sorgir og vandamál stór og smá, enda hafði hún af nægu að miðla. Við urðum strax miklir mát- ar, og töluðum oft saman um lífið og tilveruna, andleg mál, vísindi, lækn- isfræði, stjörnufræði og jafnvel stjórnmál. Hún hafði miklu að miðla, enda lagði hún sig eftir því að fræðast og læra sem flest. En allt er í lífinu hverfult. Smám saman fækk- aði fólkinu á Brávallagötunni, og Viggó og Kollý fluttu í Garðabæinn, þar sem heimili þeirra hjóna var rekið með sama myndarbrag og áð- ur. Þarna mætti stórfjölskyldan og vinir við öll tækifæri enda var þar oft margt um manninn. Þær eru líka ófáar ánægjustundirnar á Kleifár- völlum eða „í sveitinni“ eins og börnin kölluðu það, þar sem við dvöldum oft á sumrum. Andlegur styrkur hennar kom samt best í ljós í langvinnum veikindum hennar, þar sem hún hélt fullri reisn og glæsileika alveg þar til sá sem öllu ræður kallaði hana til sín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Ég vil að lokum þakka Kollý fyrir samfylgdina og allar ánægjustund- irnar sem ég og fjölskylda mín höf- um átt með henni. Þorsteinn Barðason. Í dag kveðjum við okkar kæru ömmu. Eftir sitja ljúfar minningar um góðar samverustundir sem við áttum með henni. Hún var okkur alltaf innan handar í ófáum ferðum vestur á Snæfellsnes, þar sem hún fylgdist með okkur í leik. Ömmu þótti afskaplega vænt um þennan sælureit sem hún og afi áttu. Alltaf var gaman að heimsækja þau hvort sem var að Minni-Brekku eða í Gull- smára. Ekki er langt síðan farið var í heimsókn í Gullsmárann, tókum við fartölvuna með. Við sýndum ömmu og afa fjöldskyldualbúm sem búið var að setja í tölvuna. Amma var mjög hrifin, sérstaklega þegar henni voru sýndar myndir af henni sjálfri í jóga, það lýsti henni vel. Hún var alltaf móttækileg fyrir nýj- ungum, hreinskilin og ljúf. Lifi minningin um ljúfa ömmu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi, missir þinn er mikill, megi góður guð veita þér styrk. Arnar Þór, Ásgerður Inga og Elsa Ingibjörg. Elsku amma. Ég er varla búin að átta mig á því að þú sért farin, að ég geti ekki komið til þín og talað við þig um allt. Þú hafðir alltaf svör við öllu. Hvern- ig sem manni leið varst þú alltaf snögg að koma manni í góða skapið aftur, maður fór alltaf sáttur út frá þér. Við áttum margar góðar stund- ir saman, þú varst alltaf til í að dröslast með okkur barnabörnin. Hvort sem það var í jógatíma, í sveitina eða eitthvað annað. Okkur leið alltaf svo vel hjá þér. Eftir að þú fórst að vera svona slöpp komum við systurnar stundum til þín til þess að gera þig fína, þú varst svo mikil pæja, enda lærður snyrtifræð- ingur. Þú ert fyrirmyndin mín, sjálfstæð og ákveðin, en um leið alltaf svo góð og skemmtileg. Við skulum syngja Kvæðið um fuglana fyrir þig, ég vona að þú heyrir til okkar frá himnum: Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ég veit að nú ertu komin á betri stað og líður loksins vel, ég vona að þú sért þarna uppi og fylgist með okkur og verðir til að taka á móti okkur þegar okkar tími kemur. Sakna þín og hlakka til að sjá þig þá, ég elska þig, amma mín. Þín Þuríður. Elsku hjartans Kolbrún mín. Ég kveð þig með þungum huga og sáru hjarta, en eins og venja er með okkur mannkindurnar er það mest sjálfsmeðaumkun. Við áttum svo margar indælar stundir og daga hvort sem það var hringurinn kring- um landið eða ferð norður á Húsa- vík, sem var alltaf gerð fyrir mig. Ég man þú kallaðir mig oft ekta Þingeying og ég tók það alltaf sem hrós. Eins sátum við oft úti á þúfu á Minnibrekku og ræddum vandamál heimsins, en það voru víst fæst sem við gátum leyst, en ekki vegna þess að við ekki reyndum. Kolbrún mín, þú varst mér svo mikið meira en mágkona. Þú varst mín vina, trú og kær. Við þurfum öll að ganga okkar braut í þessu lífi og þú gekkst þína með sóma og þreki. Í hvert skipti sem ég kom heim til Íslands fór ég aftur vestur um haf með endurnýjað þrek og góðar minningar. Það er hægt að taka Íslendinginn og senda í aðra heimsálfu, en ekki að taka Ís- lendinginn úr hjarta manns. Þín mun verða mikið saknað af mér og mínum börnum, Viggó, Steven, Jim og Laurie Jónínu eins einnig mörg- um vinum sem þú kynntist í Hast- ings, Minnesota. Ég kveð þig, hjartans vina mín, og veit að við munum sjást heilar og frískar hinum megin. Bless þangað til. Áslaug (Solla). Það lætur nærri 30 árum að ég fyrir tilviljun hitti Kolbrúnu og Viggó á miðjum Austurvelli og er spurð hvort ég vilji vera með í hópi sem var að stofna Yogastöðina Heilsubót. Þetta var upphafið að áratuga vináttu milli okkar. Þarna var að myndast góður hópur af fólki sem starfaði og átti saman margar ánægjustundir. Í mörg ár yfir vetr- artímann voru föstudagar fráteknir í þjálfun fyrir okkur og nokkrum sinnum erlendir yogaskólar sóttir heim í eftirminnilegum ferðalögum og oft gerðum við okkur glaðan dag saman. Kolbrún var afar vinsæll kennari og átti auðvelt með að ná til fólks og eftir að þessi hópur hætti með Yogastöðina kenndi hún áfram og fylgdu henni konur sem voru hjá henni áratugi. Hún naut þess að mennta sig og á þessum árum lauk hún snyrtifræði- námi með meistaragráðu frá Iðn- skóla Reykjavíkur og var með snyrtistofu á tímabili. Fórum við síðan báðar í Sjúkra- liðaskólann og lukum námi 1989. Þeir voru ófáir klukkutímarnir sem við eyddum saman eða í símanum á þessum tíma. Eftir námið tók við vinna á deild 11 A á Landspítalanum og öll nám- skeið sótt sem hugsast gat. Kol- brúnu þótti vænt um starfið sitt og því var það áfall þegar hún varð að hætta að starfa vegna veikinda. En það var ekki bara vinnan og áhugamálin sem við áttum saman. Kolbrún og Viggó áttu jörðina Kleifárvelli ásamt fleirum vestur á Snæfellsnesi og 1977 þegar hluti var laus til sölu keyptum við hjónin þann hlut. Eftir þetta eyddum við ómældum tíma saman við leik og störf og oft var fjölmennt. Síðar voru bústaðirnir Minni Brekka og Sytra byggðir og þá tók við brenn- andi áhugi á ræktun þrátt fyrir óblítt veðurfar og erfitt land, en þeim mun meiri var ánægjan þegar árangur sást. Kvöldunum var svo oft eytt saman við að borða góðan mat og tekið í spil á eftir. Við Er- lingur erum heldur léleg í þeirri íþrótt en Kolbrún og Viggó hafa alla tíð spilað mikið. Sárt var því að horfa upp á svona sterka konu þurfa að láta undan síga vegna lungnasjúkdóms en þó gat hún átt nokkra góða daga síð- ustu ár á Minni Brekku. Þær eru því orðnar æði margar ánægjustundirnar sem við höfum átt saman og ferðalagið sem við fór- um fjögur saman til Búdapest 1997 var ein af þeim. Elsku Viggó og öll ykkar stóra fjölskylda, við Erlingur vottum ykk- ur alla okkar samúð. Hrafnhildur. Alltaf kemur dauðinn jafnmikið á óvart. Þegar skilaboð bárust um það föstudaginn 9. maí, að Kolbrún væri látin, áttum við í jógahópnum henn- ar erfitt með að trúa því, þótt við vissum reyndar hversu mikið veik hún var. Baráttukonan Kolbrún hafði alltaf komið sem sigurvegari úr hverri raun, en nú hafði mað- urinn með ljáinn betur. Það eru líklega orðin meira en 30 ár, síðan við byrjuðum í jógatímum hjá Kolbrúnu í Heilsubót. Þegar þau hjónin Kolbrún og Viggó hættu með Jógastöðina, fannst okkur að án hennar gætum við ekki verið, svo það varð að samkomulagi að hún héldi áfram að þjálfa okkur og það gerði hún fram að síðasta vori. Kolbrún var einstök. Bjartsýni og dugnaður voru henni eðlislæg, upp- gjöf var ekki til í hennar orðabók, það voru alltaf til ráð við öllu, and- leg eða líkamleg. Hún var góður fé- lagi, glaðleg og skemmtileg og við höfum oft sagt, að við eigum henni mikið að þakka. Við geymum í minningu okkar margar góðar sam- verustundir, þá var ýmislegt sér til gamans gert og Kolbrún að sjálf- sögðu leiðtoginn. Við söknum Kolbrúnar sárlega og geymum minninguna um yndislega konu. Viggó og fjölskyldu þeirra send- um við okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Kolbrúnar Guðmundsdóttur. Jógasystur. Mín elskulega vinkona Kollý er látin eftir margra ára erfið veikindi. Oft höfum við verið hrædd um að komið væri að hennar síðasta, en lífsviljinn og löngunin til að gera eitthvað skemmtilegt hélt henni lif- andi. Þegar ég heimsótti hana hvort heldur var heim eða á spítalann töl- uðum við ekki um veikindin, heldur hvað við gætum gert skemmtilegt þegar hún væri orðin hressari. Sameiginlegt áhugamál okkar var m.a. að spila bridds, og það höf- um við gert alveg frá því að við vor- um ungar ásamt eiginmönnum okk- ar. Þegar ég hitti hana síðast var hún ákveðin í að við myndum keppa í bridds eftir hálfan mánuð. Hún var alltaf svo bjartsýn og jákvæð. Hún Kollý mín hafði kjark og andlega reisn til dauðadags, sem var einmitt eitt af því sem hún óskaði sér. Kollý var einstaklega glæsileg og hæfileikarík kona gædd miklum persónutöfrum, kjarki og miklum dugnaði. Hún laðaði alla að sér og ekki síst börn og unglinga, sem allt- af voru tilbúin að deila með henni vandamálum sínum og gleði. Í fimmtíu ár höfum við fylgst að og tekið þátt í gleðinni og sorginni hvor hjá annarri. Á mínum erfiðu stundum voru þau Viggó alltaf tilbúin að aðstoða mig og börnin mín og fyrir það verð ég þeim æv- inlega þakklát. Ég hugsa um Kollý mína með þakklæti og söknuði og minningin um að hafa átt hana sem vinkonu öll þessi ár er það sem ég hugga mig nú við. Í dag finn ég hvað lífið er hverfult og sýnir okkur að allt tekur enda, þar sem þrír úr vinahópnum okkar hafa kvatt þennan heim á aðeins átta mánuðum. En þannig er lífið og við sem eftir erum þurfum að halda áfram að lifa og njóta þess sem það gefur okkur. Ég og fjölskylda mín öll vottum elsku Viggó og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Megi Kollý vinkona mín hvíla í Guðs friði. Ruth Pálsdóttir. KOLBRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Kveðja frá skáta- hreyfingunni Erik Håkansson varð ungur virkur fé- lagi í skátahreyfing- unni. Hann var félagi í Víkingadeild Skátafélags Reykjavíkur. Erik var traustur og vinsæll félagi og sýndi í mörgu að skátahreyfingin átti ávallt í honum traustan liðsmann. Honum voru ungum falin trún- ERIK HÅKANSSON ✝ Erik Håkanssonfæddist í Reykja- vík 19. október 1941. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 18. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 29. apríl. aðarstörf og sat hann meðal annars í stjórn Skátafélags Reykja- víkur. Löngu eftir að skátastörfum lauk sem tengjast unglingsárum leitaði Skátasamband Reykjavíkur til hans og varð hann við þeirri beiðni af þeirri ljúf- mennsku sem honum var lagið. Erik Håkansson er nú farinn heim fyrir aldur fram og er harmur að brotthvarfi hans. Skátahreyfingin á Íslandi flytur ástvinum Eriks samúðarkveðjur og þakkar honum að leiðarlokum. Stjórn Bandalags íslenskra skáta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.