Morgunblaðið - 19.05.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.05.2003, Qupperneq 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 23 Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is tveim dögum seinna fórst þú frá jörðu. Þitt barnabarn, Malín. Nú kveðjum við þig með söknuði, elsku afi minn. Það er svo tómlegt þegar við förum í heimsókn til ömmu af því að þú ert ekki þar. Þú varst oft úti í garði eða inni í gróð- urhúsi að rækta rósir og dalíur. Við munum sakna þín sárt, en vonum að þú sért á betri stað í himnaríki. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért ekki hér, en maður verður bara að sætta sig við það. Eftir að hafa séð hvað þér leið illa þessa síðustu daga, þá reynir maður bara að hugsa um að þér líði betur núna. Þín sonardóttir, Kamilla. Elsku afi, það er svo skrítið að þú skulir vera dáinn. Það er skrítið að koma í Grundargerðið og enginn afi til staðar sem byrjar á að atast í manni og stríða. Þú áttir svo mikið af fínum og fallegum blómum og stundum gafst þú og amma okkur blóm úr garðinum ef við lofuðum að hugsa vel um þau. Það var líka gaman að tuskast við þig. Þú hélst með vonlausu fótboltaliði, mestu tuddurum alheimsins í fótbolta, og það var ótrúlega gaman að benda þér á hvað þeir voru lélegir. Við munum alltaf muna hvað við vorum lánsöm að eiga svona góðan afa. Þú varst svo skemmtilegur, góður, sérstakur og sterkur. Við söknum þín. Jón Reynir, Úlfhildur og Ingibjörg. Síðla sunnudaginn 11. maí barst sú fregn félögum Garðyrkjufélags Íslands að Kristinn Helgason væri allur. Þótt vitað væri að Kristinn væri alvarlega sjúkur setti mann hljóðan, Kristinn, sem áður hafði háð baráttu við erfiðan sjúkdóm og staðið keikur upp frá þeirri glímu, hafði nú látið í minni pokann. Hvarvetna sem Kristinn kom var eftir honum tekið, bæði var hann myndarlegur að vallarsýn og eins lá hann ekki á liði sínu, þegar honum þótti með þurfa. Þótt Kristinn væri ekki lengi formaður Garðyrkju- félags Íslands var hann í hugum fé- lagsmanna, sem honum kynntust, Formaður með stórum staf. Krist- inn var formaður á árunum 1966– 1970, en hafði áður verið varafor- maður í eitt ár. Iðulega hefur þess verið minnst að Kristinn og félagar hans gerðu í raun hallarbyltingu í Garðyrkjufélaginu, þegar hann varð formaður, þar sem áratugina á und- an höfðu það verið menn með sér- staka menntun á ræktunarsviðinu, sem stjórnuðu félaginu. Nú tóku áhugamenn ótrauðir við forystunni og félagið hefur síðan verið sam- starfsvettvangur þeirra, sem hafa yndi af ræktun, lærðra sem leikra. Fjögur ár eru ekki langur tími í starfsævi félags sem er bráðum 120 ára en Kristinn og hans samstarfs- menn í stjórninni voru mjög frjóir og komu hlutunum á hreyfingu. Hér verður aðeins minnst á nokkra þætti í starfsemi félagsins, sem eiga rót sína að rekja til þessa tímabils. Fréttabréfið Garðurinn kom fyrst út 1967 og á sama ári var fyrsta garðaskoðunin haldin. Nú gætu lík- lega fáir hugsað sér Garðyrkju- félagið án fréttablaðs eða garða- skoðunar, sem er helsta samkoma félagsmanna, árviss atburður, sem beðið er með eftirvæntingu. Krist- inn beitti sér mjög fyrir stofnun deilda innan félagsins. Fyrsta deild- in var dalíudeildin, sem síðar varð sjálfstæður klúbbur, dalíuklúbbur- inn, sem Kristinn var lengi mjög virkur í. Síðar komu deildir víðs vegar um landið. Eftir að Kristinn lét af for- mennsku dró hann sig í hlé frá störfum innan félagsins um skeið, en okkur til mikillar ánægju kom hann aftur til starfa, hélt fyrir- lestra, stjórnaði fundum og skrifaði greinar. Við Kristinn áttum gott samstarf, hann var jákvæður, hrós- aði þegar honum þótti vel gert, en sagði líka hreinskilnislega þegar honum þótti eitthvað miður fara. Kristinn var heill og hreinskiptinn. Það var mikið ánægjuefni að fá að veita honum gullmerki félagsins á aldarafmæli þess, æðsta heiðurs- merkið, sem hann sjálfur afhenti Ingólfi Davíðssyni fyrstum manna. Nú er skarð fyrir skildi, ekki er lengur hægt að ausa af fróðleiks- brunni Kristins, sem var manna best að sér um ræktun og ótrauður við að prófa lítt reyndar plöntur. Kristins verður minnst lengi innan Garðyrkjufélags Íslands og við vott- um Ingibjörgu konu hans og fjöl- skyldunni allri innilega samúð okk- ar. Ljóðlínur Stephans G. Stephans- sonar í kvæðinu „Greniskógurinn“ lýsa þessum þróttmikla og hrein- skiptna félaga betur en mörg orð og ég vil gera þau orð að mínum: „Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast.“ F.h. Garðyrkjufélags Íslands, Sigríður Hjartar. Kveðjur frá Stómasamtökum Íslands Haustið 1977 kom lítill hópur stómaþega og velunnara þeirra saman í þáverandi húsakynnum Krabbameinsfélags Íslands við Suð- urgötu í Reykjavík. Greinilega var þörf á að sinna hjálpartækjamálum, samskiptum við lækna og hjúkr- unarfólk og aðstoða sjúklinga sem voru að fara í stómaaðgerðir vegna krabbameins eða af öðrum ástæð- um. Við héldum því áfram að hittast reglulega og smám saman fjölgaði í hópnum. Þeirra á meðal var Krist- inn Helgason sem fór að starfa með okkur um tveim árum eftir að þessi óformlegi hópur var stofnaður. Hann var vanur félagsmálamaður, skeleggur og tillögugóður og reynd- ist okkur frá upphafi góður liðsauki. Sem talsmaður Stómahópsins og fyrsti formaður Stómasamtaka Ís- lands, sem stofnuð voru haustið 1980, átti ég ánægjulegt samstarf við Kristin og hann tók mjög virkan þátt í stofnun samtakanna. Vorið 1981 tók hann við formennskunni, var formaður til 1983 og aftur frá 1985–1989 og sat enn um sinn í stjórninni. Þannig mótaði hann öðr- um fremur starfsemi samtakanna á 9. áratugnum, beitti sér m.a. fyrir útgáfu fréttabréfs sem bráðlega kemur út í 100. skiptið, efldi mjög tengsl við erlend stómasamtök, bæði á Norðurlöndum og annars staðar, og studdi dyggilega við heimsóknaþjónustuna. Reyndar var hann sjálfur virkur í henni um margra ára skeið og gaf mörgum stómaþeganum holl ráð og uppörv- un á erfiðum stundum, með alúð- legri framkomu og glaðværð. Við eigum margar góðar minn- ingar um okkar ágæta félaga frá þessum árum. Eina þeirra geymi ég vel en það er minningin um ferð okkar á ráðstefnu Evrópusambands stómafélaga í London haustið 1986 þar sem við sögðum frá starfsem- inni hjá okkur og urðum margs vís- ari um hagi stómaþega í ýmsum Evrópulöndum. Þá eins og ætíð stóð allt eins og stafur á bók sem Kristinn tók að sér að skipuleggja, hann átti auðvelt með að blanda geði við fólk og ferðin var í senn gagnleg og skemmtileg enda Krist- inn afbragðs ferðafélagi. Við kunn- um báðir vel að meta gestrisni Bretanna sem héldu ráðstefnuna og í lok eins fundarins vorum við svo lánsamir að eiga eftirminnilegt samtal við breska skurðlækninn Brian Brooks sem var einn helsti frumkvöðull í stómaaðgerðum á lið- inni öld. Þessi merki maður, sem þá þegar var heimsfrægur og aðlaður skömmu síðar, var alþýðlegur og viðræðugóður, og þótti mér Krist- inn hitta naglann á höfuðið þegar hann sagði við mig á eftir að lækn- irinn minnti helst á hressilegan, ís- lenskan bónda. Kristinn Helgason vann mikið og gott starf í þágu Stómasamtaka Ís- lands. Hann kveðjum við nú með virðingu og þökk og vottum að- standendum innilega samúð. Ólafur R. Dýrmundsson. ✝ Katrín Sigurðar-dóttir fæddist í Kirkjulandshjáleigu í Landeyjum 27. maí 1930. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi laugardaginn 10. maí síðastliðinn. Foreldrar Katrínar voru Sigurður Sig- urðarson frá Aust- ur-Sámstöðum í Fljótshlíð, f. 26. ágúst 1893, d. 19. maí 1980, og lngi- björg Ólafsdóttir frá Lækjarbakka í Mýrdal, f. 18. ágúst 1888, d. 5. ágúst 1968. Systkini Katrínar eru: Ágústa, f. 1918, gift Axel Reynhold Krist- jánssyni, d. 1995, Anna, f. 1921, d. 1949, gift Eggerti Ólafsson Sigurðssyni, d. 1987, Sigurður, f. 1924, kvæntur Þóru Þórarins- dóttur, og Margrét, f. 1934, gift- ist Jakobi Sigurði Árnasyni, þau skildu. Katrín giftist 13. júní 1953 Guðlaugi Jónssyni verslunar- manni, f. 11. desember 1931. Foreldrar hans voru Soffia Frið- riksdóttir, f. 22. júlí 1900, d. 12. ágúst 1968, og Jón Jónsson, f. 27. september 1890, d. 14. júní 1982. Þau Guðlaugur og Katrín eiga tvö börn, þau eru: a) Ingi- björg Anna, f. 11. apríl 1954, gift Þor- steini Þorsteins- syni, f. 13. apríl 1952. Synir þeirra eru; Þorsteinn Örn, f. 6. nóvember 1976, unnusta Berglind Gerða Sig- urðardóttir, dóttir þeirra Bríet Líf, f. 11. apríl 2001; Guð- laugur Þór, f. 18. september 1978, unnusta María Ósk Kristjánsdóttir; ennfremur á Þor- steinn Gunnar Bergmann, f. 26. mars 1971, kvæntur Guðbjörgu Rósu Guðjónsdóttur, sonur þeirra er Ísak, f. 3. ágúst 1998. b) Jón, f. 21. júní 1958, kvæntur Katrínu Pétursdóttur, f. 23. maí 1962, dóttir þeirra er Erla Katr- ín, f. 28. júní 1992. Katrín ólst upp í Fljótshlíðinni á æskuheimili sínu á Sámstöðum þar til hún flutti til Reykjavíkur, og sá um börn og heimili þar til börnin komust á legg, þá hóf hún störf utan heimilis og starf- aði allt frá því hjá Efnalauginni Úðafossi. Hún lét af störfum fyr- ir fjórum árum. Útför Katrínar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Í dag kveð ég þig með miklum söknuði og sorg í hjarta. Ég lifði alltaf í þeirri von að þú fengir bata af þeim hræðilega sjúkdómi sem þú greindist með síðastliðið haust, en sú von mín brást og nú hefur þú kvatt okkur hinsta sinni en minn- ingarnar streyma, þær eru svo margar góðar að þær verða ekki taldar upp hér, heldur mun ég geyma þær í hjarta mér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt mömmu eins og þig, mömmu sem alltaf var til staðar tilbúin að hlusta, ráðleggja og hjálpa. Börnin þín og fjölskylda voru þér allt og að ég tali nú ekki um ömmustrákana þína sem voru þér svo kærir og áttu alltaf öruggt skjól hjá ömmu og afa þegar pabbi og mamma voru ekki heima. Þú varst líka svo handlagin og þolinmóð, það lék allt í hönd- unum á þér, og það kom ósjaldan fyrir að dóttirin með þumalputtana sína tíu bankaði upp á til að fá hjálp hjá þér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Megi góður Guð geyma þig elsku mamma mín. Þín dóttir, Ingibjörg. Elsku tengdamamma. Ég kveð þig í dag með þakklæti og söknuði í hjarta. Okkar kynni hófst fyrir rúmlega 30 árum er ég kynntist dóttur þinni og aldrei hef- ur borið skugga á þá vináttu, þú varst þessi trausta kona sem varst alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd ef þess þurfti með, og alltaf varstu til í að líta eftir litlu strákunum okkar ef eftir því var leitað og mik- ið þótti þeim gott að koma til ömmu sinnar sem las fyrir þá og eldaði handa þeim góðan mat. Þú hafðir ákaflega gaman af því að veiða og ferðast, bæði um Ísland og til sólarlanda og fóruð þið Guð- laugur margar slíkar ferðir. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar til baka en fyrst og fremst er það þakklæti fyr- ir liðnar stundir. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Höf. ók.) Ég óska þér góðrar ferðar elsku tengdamamma, og ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Þinn tengdasonur, Þorsteinn Þorsteinsson. Elsku amma. Í dag kveðjum við ömmu okkar, eða ömmu Kötu eins og við köll- uðum hana. Amma var yndisleg og hlý kona og vildi allt fyrir okkur gera, hún passaði okkur mikið þeg- ar við vorum litlir og það var alltaf jafn gaman, við fórum mikið í veiði- ferðir og ferðalög og nestisferðir. Okkur leiddist aldrei með ömmu, ef við höfðum ekkert að gera þá spil- uðum við eða hún kenndi okkur að leggja kapal og fyrir hvern kapal fylgdi ein saga. Oft fórum við í nest- isferðir og tíndum ber, og í lok hverrar ferðar bjó amma til eitt mesta snilldarberjasaft sem sögur fara af og síðan tappaði hún á flösk- ur til að taka með heim. Einnig var amma frábær kokkur og sjaldan fékk maður eins góðan mat og hjá henni. Nú þegar amma er farin rifj- ast upp minningar um okkur þegar við vorum pollar, t.d. þegar amma lét okkur í röndóttar smekkbuxur sem við vorum ekki alveg sáttir við þannig að við fórum út að maka okkur alla í drullu til að losna við að vera í buxunum. Þegar við komum inn sá hún alveg í gegnum okkur og smellti hún þeim í þvottavélina og þurrkaði þær og lét okkur aftur í þær á meðan við biðum brókarlaus- ir og spiluðum ólsen ólsen. Við vilj- um þakka fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum elsku amma. Guð geymi þig. Núna ertu farin amma mín, í hjarta mér mun ég þig geyma. Þakka þér fyrir árin þín, þér mun ég aldrei gleyma. Þorsteinn og Guðlaugur. Við mæðgurnar kveðjum nú ást- kæra ömmu okkar, eftir erfiða og hetjulega baráttu við hinn hörmu- lega sjúkdóm. Hun var yndisleg og góð kona. Það var fyrir átta árum sem ég kynntist henni fyrst og ég leit strax á hana sem ömmu mína. Þegar Bríet Líf kom í heiminn og hún amma hélt á henni í fyrsta skipti sá maður hvað henni leið vel í örmum hennar, sem sýnir hversu hlý og góð hún amma okkar var. Við kveðjum hana með miklum söknuði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl í friði. Berglind Gerða og Bríet Líf. Elsku amma, ég sakna þín en veit að þú ert komin á góðan stað þar sem þér líður betur. Þú ert örugg- lega búin að hitta langafa og lang- ömmu og marga gamla vini sem hafa tekið vel á móti þér. Kannski farið þið á hestbak. Ég sakna jóla- boðanna hjá þér og hvað það var gaman þá. Það var líka gott að fá að heimsækja þig á spítalann og sjá hvað það var vel hugsað um þig. Þín Erla Katrín. Þú komst eins og lítið, blessað blóm á bjartasta lífsins vori. Fuglarnir sungu með sætum róm, við svifum svo létt í spori. Þú gafst okkur dýpstan unaðsdóm á ástinni og lífsins þori. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Kata mín, nú er komið að kveðjustund, það er erfitt að sætta sig við að þú skulir vera dáin, þú ert búin að berjast við þennan illvíga sjúdóm, sem tók þig frá okkur á svo skömmum tíma. Okkur systurnar og pabba lang- ar í örfáum orðum að þakka þér samfylgdina og hversu góð þú varst henni mömmu í hennar veikindum. Hver skyldi hafa trúað því að þið svilkonurnar færuð með svona stuttu millibili? Ég veit að hún hef- ur tekið vel á móti þér og nú dansið þið saman í paradís. Elsku Búlli, Bogga, Nonni og fjölskyldur, megi góður guð styrkja ykkur og vernda. Hvíl í friði elsku Kata. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Anna Lind. Elsku brosmilda og hlýlega Kata mín, eins og ég kallaði þig, mig langar að kveðja þig með smáljóði. Þú ert ljós. Ljós er hvar sem þú ferð. Þú ert aldrei í myrkri. Þú nálgast aðeins myrkrið. Þú ert aldrei í dauðanum. Þú nálgast aðeins dauðann vegna þess að þegar í dauðann er komið þá er líf. Vegna þess að þú lifir. Þess vegna ert þú óendanlega örugg því Guð tekur á móti þér með kærleika og skilning. (Emanuelle.) Elsku Búlli, Bogga, Jón, börn og barnabörn, Guð styrki ykkur í þessum mikla missi. Þín frænka Soffía Rut Jónsdóttir. KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.