Morgunblaðið - 19.05.2003, Qupperneq 25
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 25
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuherbergi/leiga
Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt
öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa.
Upplýsingar í síma 896 9629.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Bindindisfélag
ökumanna
Aðalfundur Bindindisfélags ökumanna verður
haldinn miðvikudaginn 21. maí nk. kl. 17.30
í húsi góðtemplara í Stangarhyl 4, Reykjavík.
Dagskrá fundarins verður skv. ákvæðum
4. greinar laga félagsins.
Félagsmenn, sem greitt hafa félagsgjöld
sín fyrir árið 2002, hafa atkvæðisrétt á aðal-
fundinum.
Stjórn Bindindisfélags ökumanna.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir.
Hafraholt 32, Ísafirði, þingl. eig. Hermann Alfreð Hákonarson, gerð-
arbeiðendur Íbúðalánasjóður og Ísafjarðarbær, föstudaginn
23. maí 2003 kl. 10:30.
Mjósund 2, 0101, Ísafirði, þingl. eig. Fólks- og vörubílastöð Ísafj.
sf., gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, föstudaginn 23. maí 2003 kl. 10:00.
Planhús, (Stefnisgata 11), Suðureyri, þingl. eig. Gunnhildur Hálfdán-
ardóttir og Guðmundur Karvel Pálsson, gerðarbeiðendur Ísafjarðar-
bær, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Þróunarsjóður sjávarútvegs-
ins, föstudaginn 23. maí 2003 kl. 11:30.
Sindragata 11, 0101, Ísafirði, þingl. eig. Súðir ehf., gerðarbeiðendur
Byggðastofnun, Íslandsbanki hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar
hf., föstudaginn 23. maí 2003 kl. 9:30.
Sætún 8, Suðureyri, þingl. eig. Margrét Hildur Eiðsdóttir og Jón
Arnar Gestsson, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Vátryggingafélag
Íslands hf., föstudaginn 23. maí 2003 kl. 12:00.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
16. maí 2003.
TIL SÖLU
Til sölu hitaborð
fyrir matvörurverslun,
veitingastað, hótel eða
mötuneyti
Lítið notað. Selst á hálfvirði.
Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160.
NORÐURLANDAMÓTIÐ í
brids hefst í Þórshöfn í Færeyjum í
dag en þar keppa landslið Íslands,
Færeyja, Danmerkur, Finnlands,
Noregs og Svíþjóðar í opnum flokki
og kvennaflokki. Norðurlandamót-
ið hefur verið haldið annað hvert ár,
þau ár sem Evrópumótið er ekki
haldið, en nú eru þrjú ár liðin frá
því þetta mót var haldið síðast þar
sem tímasetningu Evrópumótsins
var breytt.
Raunar munaði ekki miklu að
mótið í Færeyjum yrði það síðasta
því Svíar hafa viljað leggja Norð-
urlandamótin niður; fannst varla
svara kostnaði að fara til Íslands,
Finnlands og Færeyja. Á fundi
Bridssambands Norðurlanda fyrir
skömmu var þó ákveðið að halda
mótin áfram en þau verða nú spiluð
til skiptis í Svíþjóð, Noregi og Dan-
mörku um hvítasunnuhelgina og
hin löndin þrjú fá ferðastyrki frá
Norðurlandasambandinu. Einnig
verður keppt í yngri flokki á sama
tíma en til þessa hefur verið keppt
sér í þeim flokki.
Í opna flokknum í Færeyjum
spila Jón Baldursson, Þorlákur
Jónsson, Bjarni Einarsson og
Þröstur Ingimarsson og Guðmund-
ur Páll Arnarson er fyrirliði. Þetta
er nokkuð sigurstranglegt lið en
fyrirfram má búast við því að Ís-
land, Danmörk og Noregur berjist
um sigurinn, að minnsta kosti eru
sænsku spilararnir nánast óþekktir
en Svíar eiga Norðurlandatitil að
verja í opnum flokki.
Norska liðið er skipað Per Erik
Austberg, Jon Egil Furunes, Geir
Helgemo, Terje Aa og Erik Rynn-
ing sem er fyrirliði. Þetta eru allt
keppnisreyndir menn sem erfitt
verður að vinna. Þá senda Danir
bræðurna Lars og Morten Lund
Madsen, Jacob Røn og Freddi
Brøndum. Þetta eru ungir menn
sem hafa unnið ýmis afrek við
bridsborðið, þar á meðal hampað
heimsmeistaratitli spilara 25 ára og
yngri. Það verður gaman að sjá
hvernig þeir spjara sig í Þórshöfn.
Í íslenska kvennaliðinu spila
Esther Jakobsdóttir, Ljósbrá Bald-
ursdóttir, Alda Guðnadóttir og
Stefanía Sigurbjörnsdóttir. Ragnar
Hermannsson er fyrirliði. Síðast
þegar Norðurlandamót var spilað í
Færeyjum unnu Íslendingar
kvennaflokkinn en Esther var þá
einnig í liðinu. Íslenska liðið er
skipað keppnisreyndum konum
þótt Stefanía hafi ekki áður spilað í
landsliði.
Finnar eru núverandi Norður-
landameistarar í kvennaflokki og
senda nú þær Sue Bäckström,
Raija Tuomi, Mirja Mäntylä og
Sari Kulmala til leiks en Kulmala er
sú eina úr sigurliðinu í Hveragerði.
Ekki er ólíklegt að Norðmenn og
Svíar berjist um sigurinn í kvenna-
flokknum. Norðmenn senda Anne-
Lill Helleman, Gunn Kari Helness,
Åse Langeland og Ann-Mari
Mircovic og Svíar þær Jenny
Evelius-Nohrén, Ylva Karlsson,
Catarina Midskog og Kathrine
Bertheau.
Spilamennska hefst eins og áður
sagði í dag og verður spiluð tvöföld
umferð með 24 spila leikjum. Ís-
lendingar byrja á Finnum og spila
síðan við Færeyinga í kvöld. Á
morgun spila íslensku liðin fyrst við
Norðmenn, síðan Dani og loks Svía.
Á miðvikudag er frí en á fimmtudag
spila Íslendingar við Finna, Fær-
eyinga og Norðmenn og loks við
Dani og Svía á föstudag en þá lýkur
mótinu.
Norðurlandamót að
hefjast í Færeyjum
BRIDS
Þórshöfn
Íslenska liðið í opnum flokki. F.v. Þorlákur Jónsson, Þröstur Ingimars-
son, Bjarni Einarsson, Guðmundur Páll Arnarson og Jón Baldursson.
Íslenska kvennaliðið sem spilar í Færeyjum. Frá vinstri eru Alda Guðna-
dóttir, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Ragnar Hermannsson, Ljósbrá Bald-
ursdóttir og Esther Jakobsdóttir.
Norðurlandamótið í brids hefst í Þórs-
höfn 19. maí og stendur til 23. maí.
Heimasíða mótsins er www.bridge.fo.
Guðm. Sv. Hermannsson
Þegar ég hugsa til
bernskunnar finnst mér
stundum að ég hafi
mest verið á hlaupum
yfir Sýslumannstúnin. Í
samnefndu húsi, sunn-
an við Tungu okkar, bjó þá Erlendur
Björnsson sýslumaður og Katrín
Jónsdóttir kona hans ásamt fimm
börnum. Þar var einnig í heimili Vil-
borg Guðnadóttir eða Villa. Húsið var
stórt og þar var gaman að leika sér,
ekki síst fyrir það að börn þeirra
hjóna voru ákaflega skemmtilegir
leikfélagar. Í minningunni eru þessi
ár samfellt ævintýri og þar leikur fjöl-
skyldan í Sýslumannshúsi stórt hlut-
verk. Kata er sú síðasta sem kveður af
eldri kynslóðinni þar. Erlendur dó ár-
ið 1980 og Villa átta árum síðar.
Ég minnist Kötu við píanóið inni í
bestustofu. Hún hafði ung lært á pí-
anó og farið til Þýskalands í nám.
Kannski átti hún drauma sem tengd-
ust tónlist. Hennar var hlutskipti
flestra kvenna þessa tíma fyrir
kvennabaráttu, að giftast og verða
húsmóðir. Þetta var á þeim árum sem
mömmur voru heima. Þegar Kata sat
við píanóið og lék upp úr þýskum
nótnabókum var stundum fjarrænt
blik í augum hennar. Kannski minnt-
ist hún daganna í Lübeck forðum.
Villa gamla var á þönum í eldhúsinu
eða úti í fjósi. Ef hún var ekki að elda
eða mjólka var hún að stoppa í sokka
eða þurrka upp. Sjálfsagt var það
Villu að þakka að Kata hafði stundum
næði til að sitja við píanóið. Og það
sem hún Villa reyndist okkur vel þeg-
ar mamma dó. Það verður aldrei full-
þakkað. Erlendur var rólyndur mað-
ur og ákaflega barngóður. Þegar
„Sjervinn“ kom í bæinn 1956 hafði
maður náttúrulega aldrei séð aðra
eins dýrð nema í bíó. Erlendur bauð
okkur krökkunum í bílferðir inn í
land. Að líða áfram í þessum eðal-
vagni er ógleymanlegt. Þá var farið
KATRÍN
JÓNSDÓTTIR
✝ Katrín Jónsdótt-ir fæddist á
Seyðisfirði 20. apríl
1913 og ólst þar upp.
Hún lést á Elli- og
hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík 2.
apríl síðastliðinn og
var jarðsett á Seyð-
isfirði 26. apríl.
inn að Systrafossi, í
hellinn. Síðan haldið
áfram að spila slagbolta
innan við hús þangað til
ég hljóp heim í kvöld-
mat yfir túnið.
Kata var sérstök.
Hún var listakona. Hús-
móðurhlutverkið pass-
aði henni ekki alltaf. Ég
velti því fyrir mér hvað
hún hefði orðið ef hún
væri ung í dag. Áreið-
anlega tónlistarkona.
Hún fann upp á ýmsu
skemmtilegu. Hélt
grímuböll fyrir krakk-
ana á Öldu, í Firði og Bakka. Þá fyllt-
ust stofurnar af grímuklæddum
krökkum. Kata lék á píanóið og söng
og við tókum undir og dönsuðum. Svo
voru veitt verðlaun fyrir besta bún-
ing. Dæmigert fyrir Sýslumannshús-
ið; skemmtilegar uppákomur, frjótt
ímyndunarafl.
Árið 1959 flutti fjölskyldan norður
fyrir Tungu, upp í Fjörð. Erlendur
hafði reist stórt hús á hinni gömlu arf-
leifð konu sinnar. Þar bjuggu þau
næstu tuttugu árin. Þetta hús var
ákaflega fínt og féll vel að pörum okk-
ar krakkanna. Allt í kring voru túnin
og jafnlangt að hlaupa úr Tungu og
áður. Svo uxum við úr grasi, urðum
túberaðir unglingar með bítlahár og
hæla. Búskapur lagðist af og nýir
tímar tóku við. Leið okkar lá að heim-
an í skóla. En í fríum kom maður í
Fjörð. Þar var nú hljóðlátara en fyrr-
um. Samt mátti heyra gígjuslátt í
bestustofu. Þar sat húsmóðirin og lék
á sinn kliðmjúka hátt með ljúft bros á
vör. Að hitta Kötu hin seinni ár var
eins og að hitta sinn besta vin. Hún
var alltaf svo hlý og glöð að sjá mann.
Þessar tvær fjölskyldur úr Firði og
Tungu, sem bjuggu samhliða í þrjá
áratugi, eru alltaf tengdar sérstökum
böndum.
Mig langar að þakka Kötu og þeim
hinum fyrir gömlu árin og allar stund-
irnar sem við áttum saman í blíðu og
stríðu. Ég er alveg viss um að fjöl-
skyldan í Sýslumannshúsi hefur gefið
okkur Tungubúum meiri innblástur
en hana grunar. Fyrir það allt þökk-
um við. Systkinunum og öðrum
vandamönnum sendi ég mínar bestu
samúðarkveðjur.
Ingólfur Steinsson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.