Morgunblaðið - 19.05.2003, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SENN líður að því að framkvæmdir
við veggöng til Siglufjarðar verði
boðin út, fari sem horfir, 11 km löng,
þar af 0,4 km steyptir vegskálar,
sem eru dýrari einingar en göng í
bergi.
Fjölmörg styttri göng eru meir
aðkallandi en þessi. Kjósendum er
því storkað með þessari röð fram-
kvæmda. Borgarbúar fárast oft yfir
því þegar „borað er gegnum fjöll“ til
fámennra byggða og er sízt þörf á að
gefa þeim þvílíkt tilefni að hefja
þann söng – sem jafnvel landsbyggð-
arfólk verður með þessu neytt til að
taka undir. Hér verður því um hina
óþörfustu hermdargjöf að ræða frá
Alþingi. En að henni munu standa
allir stjórnmálaflokkarnir – og allir
alþingismenn, eða ekki er annars
getið. Þó er kunnugt að viðhorf
margra þeirra er nú allt annað – og
hefur skrifari margan mann spurt
og alls engan sem tekið hafi upp
hanskann fyrir Alþingi í þessu máli.
Röng hönnun
Annað er þó verra en hin fráleita
forgangsröðun. Það er að göng um
Héðinsfjörð eru að líkindum vitlaus
hönnun, sem menn mundu brátt iðr-
ast, en geta þá ekki aftur tekið.
Þetta verður að vísu ekki fullyrt
mema með rannsókn, en hana þora
ábyrgðarmenn ekki fyrir sitt líf að
láta gera, af ótta við að hún sýni ann-
að en þeir myndu kjósa. Verjast þeir
með þeim rökum, að önnur leið en
um Héðinsfjörð væri „utan þess
ramma“ sem þeim sé heimilt að
kanna. Hafa þeir þó varið ærnum
fjármunum og vinnu til að kanna enn
fjarlægari leið en hér er um að ræða
(!)
Sé það rétt að Alþingi setji Vega-
gerðinni slíkan ramma til að hindra
rannsókn annarra kosta, hins bezta
frá tæknilegu sjónarmiði, fjárhags-
legu, vistfræðilegu og félagslegu, þá
er ótækt að Alþingi hafi vald til
þessa. Kann að vera nauðsynlegt að
skilgreina hlutverk Vegagerðarinn-
ar og styrkja stöðu hennar og heim-
ildir til rannsókna. Að rannsókn lok-
inni ber Alþingi að sjálfsögðu að
skera úr.
Markmið
Héðinsfjarðarleið virðist ætlað að
þjóna einungis bæjunum Ólafsfirði
og Siglufirði – er því beinlínis mót-
mælt að hún skuli gagnast fjarlæg-
ari byggðum. Þessu til staðfestingar
er reynt að láta svo að núverandi
vegur um Strákagöng og Almenn-
inga muni verða framtíðarleið til
Fljóta og inn í Skagafjörð. Það
stenzt auðvitað ekki, heldur koma
göng undir Siglufjarðarskarð eða
milli Hólsdals og Nautadals. Með
þeim væru göng á þessari leið orðin
jafnlöng og á Leið II, frá Ólafsfirði
um Hólsdal til Siglufjarðar, ásamt
álmu til Fljóta, líklega 16–17 km alls
í þrem álmum.
Leið í heild milli nefndra staða
væri hins vegar mun styttri á Leið
II, nema milli Ólafsfjarðar og Siglu-
fjarðar, þar sem hún yrði 2–3 km
lengri (17–18 km í stað 15). Mestu
munar á milli landshlutanna, þ.e.
Ólafsfjarðar og Ketiláss í Fljótum,
þar yrði Leið II 17–18 km, en ca 30
km um göng til Siglufjarðar og það-
an um Héðinsfjörð, en 40 km um Al-
menninga. – Þjóðhagslega mætti
kannski una við Héðinsfjarðargöng
og frá Siglufirði önnur göng út í
Fljót, þá helzt milli Nautadals og
Hólsdals, ef menn sætta sig við þá
röskun sem verður í Héðinsfirði, –
hún verður lítil sem engin á Leið II,
einungis dyr að dalbotni við Héðins-
fjörð. Göng undir Skarðið, eða leið
um Almenninga, býður þeirri hættu
heim, að menn láti freistast til að
spara sér krókinn inn fyrir Mikla-
vatn og leggi veg um Hraunamöl, en
það er mér sagt að yrði mikil nátt-
úruspjöll.
Að sjálfsögðu gerbreytast viðhorf,
ef Héðinsfjörð mætti nýta, t.d. undir
flugvöll fyrir báða bæina, eða sem
höfn til vöruflutninga fyrir þá eða
jafnvel allt Eyjafjarðarsvæðið. En
slík rök hef ég ekki heyrt né nein
önnur sem réttlæti hina þarflausu og
umdeildu röskun í Héðinsfirði.
Nýtt er það í þessu máli, að ný
tækni, nýjar vélar, nýjar aðferðir
eru að koma fram, nú þegar að verki
við Kárahnjúkavirkjun, og mun vera
ómaksins vert að bíða þeirra áður en
meira verður sprengt í göngum.
Látum Siglufjarðargöng bíða um
sinn og notum tímann til að endur-
skoða hönnun þessa verks. Leggjum
á meðan kapp á nokkur styttri göng:
Almannaskarð, báðum megin Reyð-
arfjarðar, Vaðlaheiði, Bakkasels-
brekku og báðum megin Arnarfjarð-
ar. Og kannski ein göng eða tvenn í
höfuðborginni.
GUÐJÓN JÓNSSON,
fv. kennari.
Ekki storka
allri þjóðinni
Frá Guðjóni Jónssyni