Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er skammt stórra högga á milli. Hvert stórmennið af öðru flýr land, og það mitt í öllu góðærinu. Fríkirkjukórinn á ferð og flugi Kórinn kominn í ferðafötin Fríkirkjusöfnuðurinní Hafnarfirði er níu-tíu ára um þessar mundir og verður Frí- kirkjukórinn af því tilefni mikið á ferð og flugi á næstunni. Kór hefur verið viðloðandi söfnuðinn allar götur, en það eru aðeins tvö ár síðan hann var skráður sem félag með kennitölu og tilheyrandi. Formaður Fríkirkjukórs- ins í Hafnarfirði er Ár- mann Eiríksson verkefnis- stjóri hjá Hafnarfjarðar- bæ. – Hvert er svo verið að fara? „Já, það má nú segja, að Fríkirkjukórinn í Hafnar- firði er kominn í ferðafötin. Að morgni 29. maí næst komandi, á uppstigningardag, stígum við upp í þotu Flugleiða og er ferðinni heitið til Danmerkur þar sem við ætlum að syngja fyrir og skemmta frændum okkar Dön- um og Íslendingum búsettum í Danmörku.“ – Verður þetta mikið fjölmenni? „Já, þetta er mikil útrás hjá kórnum. Með kórnum í téðri útrás verða báðir prestar kirkjunnar, fjöldi maka og velunnara, söng- stjórar, þriggja manna hljómsveit/ léttsveit auk söngkonunnar Ernu Blöndal sem syngur einsöng í nokkrum laganna sem prýða söng- skrá kórsins í þessari ferð.“ – Segðu okkur frá ferðinni.. „Við komuna til Kastrupflug- vallar um hádegisbilið bíður kórs- ins langferðabifreið sem mun aka söngsveitinni ásamt fríðu föru- neyti heim á hótel á Frederiks- berg til innskráningar og til að losa fólk við íþyngjandi ferðatösk- ur. Ekki verður til setunnar boðið því ferðinni verður strax haldið áfram og haldið í Tívolí þar sem kórinn er bókaður sem sérstakur viðburður á „Plænen“, stóra sviði skemmtigarðsins, klukkan 17 til þess greinilega að snerta við næm- ustu tilfinningataugum gesta og gangandi með ljúfum lagaflutningi ættuðum frá Íslandi og reyndar úr flestum heimshornum. Daginn eftir syngur kórinn í Godhåbskirken á Frederiksberg ásamt íslenska kvennakórnum í Kaupmannahöfn. Áfram verður sungið hvern daginn á fætur öðr- um. Laugardaginn 31. maí verður haldið til Græsted Kirke á Norð- ur-Sjálandi. Loks mun svo kórinn syngja hámessu í Frederiksberg Kirke á sunnudagsmorguninn 1. júní sem eru í rauninni slit á vina- bæjarmóti sem Hafnarfjarðarbær á aðild að ásamt Tartu í Eistlandi og öðrum bæjarfélögum hinna Norðurlandanna. Kórinn hefur svo loks verið beðinn um að halda vísi að tónleikum í safnaðarheimili Frederiksberg Kirke að aflokinni messu. Þaðan verður svo haldið í eftirmiðdagskaffi í Jónshúsi þar sem sungið verður fyrir viðstadda vini, vandamenn, gesti og gang- andi. Næstu fjóra daga mun Fríkirkjukórinn svo ferðast til eyjarinn- ar Manar og Bornholm þar sem m.a. verða haldnir lokatónleikar fyrir eldri borgara í Rönne.“ – Hvað er Fríkirkjukórinn stór? „Fríkirkjukórinn hefur bók- staflega vaxið og sprungið út á síðustu tveimur árum. Sveitina skipa nú 33 einstaklingar, 10 karlar og 23 konur. Stjórnendur eru tveir, þau Þóra Vigdís Guð- mundsdóttir organisti Fríkirkj- unnar og tónmenntakennari og Örn Arnarson tónlistarmaður.“ – Hvað finnst ykkur skemmti- legast að syngja? „Metnaður er jafnan hafður í fyrirrúmi við það að velja og flytja fallegan og vandaðan samsöng. Auk hefðbundins sálmasöngs syngur kórinn oft klassískar perl- ur gömlu meistara tónbók- menntanna, sem og íslensk og er- lend þjóðlög.“ – Hvert má eiginlega segja að sé hlutverk kirkjukórs? „Meginhlutverk Fríkirkjukórs- ins er, líkt og annarra kirkjukóra, að leiða söng við almennar sunnu- dagsguðsþjónustur sem og á kvöldvökum og kyrrðarstundum sem að jafnaði eru einu sinni í mánuði. Kórinn fylgir og prestum sínum þegar þeir eru kvaddir til starfa eða athafna utan sjálfrar kirkjunnar á hátíðum og tyllidög- um.“ – Svo á Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði stórafmæli? „Já, hann var stofnaður á sum- ardaginn fyrsta árið 1913 og fagn- aði því nítugasta aldursári sínu nú í vor. Aðalmarkmið hans var að reisa kirkju í Hafnarfirði sem þá var vaxandi kaupstaður en þá hafði engin kirkja verið í Hafnarfirði um aldir. Fram til þess tíma höfðu Hafnfirðing- ar átt kirkjusókn að Görðum á Álftanesi og þótti mörg- um löng leið að sækja þangað helgihald. Fríkirkjusöfnuðurinn er lúterskur söfnuður og starfar á sama grunni og Þjóðkirkjan. Frí- kirkjuhugsjónin beindist aldrei gegn kennisetningum Þjóðkirkj- unnar, heldur gegn hinum miklu afskiptum ríkisvaldsins af málefn- um kirkjunnar sem féllu mörgum illa.“ Ármann Eiríksson  Ármann Eiríksson er formað- ur Fríkirkjukórsins í Hafn- arfirði. Fæddur 1946 og lauk verslunarprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1965 og stúd- entsprófi frá öldungadeild skól- ans. Starfaði um tíma í Danmörku hjá Standard Electric og við heimkomuna hjá SH. Stundaði eigin verslunarrekstur til 1972 en varð þá sölumaður og sölustjóri hjá Glerborg til sjö ára. Hefur síðan verið í stjórn- unarstöðum hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna og Bandalagi ís- lenskra farfugla, atvinnu- málafulltrúi í Hafnarfirði og síðast verkefnisstjóri á sviði atvinnu- og þróunar við um- gengni á atvinnusvæðum. Maki er Sigrún Gísladóttir sem á þrjú börn, en Ármann á sjálfur þrjú uppkomin börn með fyrri konu, Erlu Guðrúnu Gestsdóttur, sem nú er látin. …bókstaf- lega vaxið og sprungið út

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.