Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞAÐ er mikið
tilhökkunarefni
að fá að takast á
við þetta mikla
ábyrgðarstarf
sem það er að fá
að vera formaður
þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins,
stærsta stjórn-
málaflokks þjóð-
arinnar, flokks
sem er leiðandi í ríkisstjórn,“ segir
Einar Kristinn Guðfinnsson, nýskip-
aður þingflokksformaður Sjálfstæð-
isflokksins.
„Ég þekki það af fenginni reynslu
sem varaformaður þingflokksins til
nokkurra ára að þetta er erilsamt og
krefjandi starf, sem ég tel af hinu
góða. Í upphafi kjörtímabils og við
myndun ríkisstjórnar þá reynir mik-
ið á þingflokksformenn, ekki síst
vegna þess að okkar hlutverk er
meðal annars að hafa forystu um
nefndaskipan á Alþingi og fyrir hönd
þingflokkanna að taka þátt í mótun
starfsins í þinginu á næstunni. Þegar
fram í sækir felst í þessu að vera eins
konar verkstjóri á þessu sviði og það
er auðvitað mikið ábyrgðar- og
áhrifastarf,“ segir Einar Kristinn.
Hann segir að hann hafi verið svo
lánsamur að hafa átt þess kost að
starfa með Sigríði Önnu Þórðardótt-
ur, fráfarandi þingflokksformanni,
en hún hafi verið afar samviskusöm
og ötul í sínu starfi og skili góðu búi.
„Ég þekki því ágætlega til innviða
þessa starfs, jafnframt því að hafa
verið þingmaður síðustu tólf árin.“
Einar K. Guðfinnsson
Tek við
góðu búi
Einar K.
Guðfinnsson
LIÐSINNI tvö þúsund Íslendingaer þörf við þróun íslenska tal-greinisins, sem verður tilbúinn íhaust, en safna þarf upplýsingum
fyrir vélræna greiningu á íslensku talmáli.
Sú greining er síðan forsenda fyrir því að
hægt sé að búa til lausnir til notkunar í
síma- og tölvukerfum. Verkefnið, sem nefn-
ist Hjal, er samstarfsverkefni Símans, Ný-
herja, Háskóla Íslands, Grunns gagnalausna
og Hex hugbúnaðar, auk þess sem Scansoft,
þekkt erlent tungutæknifyrirtæki, kemur að
verkefninu.
„Við þurfum að fá fólk til þess að lesa
texta sem inniheldur öll hljóð í íslensku.
Þetta þarf að vera dæmigert safn af þjóð-
inni, fólk sem er orðið 14 ára og eldra, jafnt
kynjahlutfall og fólk úr öllum landshlutum.
Ekki síst fólk af Norðurlandi þar sem fram-
burður þeirra sker sig mest úr,“ segir Sæ-
mundur Þorsteinsson, forstöðumaður rann-
sóknardeildar Landssímans. Hann segir að
öll hjálp sé vel þegin, en segist jafnframt
vonast eftir töluverðri breidd. „Ef við fáum
til dæmis of fáa af Norðurlandi eða of fáa af
aldursbilinu 14–18 ára þá verðum við að
fara í sérstakar aðgerðir til að reyna að fá
þessa hópa til liðs við okkur,“ bendir hann
á.
Sæmundur segir að upptökurnar séu í
þann veginn að hefjast og þeim ljúki í lok
júní. Hann undirstrikar að þeir sem vilja
taka þátt í verkefninu og stuðla þar með að
framtíð íslenskrar tungu geti farið inn á
heimasíðuna, www.tungutaekni.is, fundið
þar krækju sem vísar á skráningarsíðuna
og skráð sig. „Fólk skráir sig þarna inn og
síðan höfum við samband við það og send-
um því í tölvupósti textann sem það á að
lesa og segjum því hvaða símanúmer á að
hringja í. Það getur síðan hringt í þetta
númer hvenær sem því hentar og við borg-
um kostnaðinn af símtölunum. Það tekur
um fimm mínútur að lesa textann,“ bætir
hann við og hvetur almenning til að skoða
heimasíðuna. Að upptökunum loknum verða
tíu nöfn dregin út úr hópi þátttakenda og fá
þeir farsíma í verðlaun.
Ýmis hljóð í íslensku sem
ekki koma fyrir í erlendu máli
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í ís-
lensku, hefur unnið að málfræðilegri undir-
búningsvinnu verkefnisins. Hann segir að
ferlið sé í raun tvískipt. Annars vegar sé
verið að leita að ákveðnum orðum sem er
líklegt að séu mikið notuð í alls konar kerf-
um sem greinirinn yrði notaður í, til dæmis
tölur og dagsetningar, staðanöfn, manna-
nöfn og ýmislegt fleira. Hins vegar sé um
setningar að ræða, orðin skipti þá í sjálfu
sér ekki máli, heldur sé verið að leitast við
að ná fram öllum hljóðum og hljóða-
samböndum sem koma fyrir í íslensku.
„Síðan er þetta hljóðasafn tekið og þessar
upptökur verða hljóðritaðar og skráðar nið-
ur á ákveðinn hátt. Þá er þetta greint allt
saman og þannig á kerfið að geta, út frá því
hráefni sem þarna verður til, greint og
þekkt orð sem það hefur ekki heyrt áður,“
segir Eiríkur og leggur áherslu á að fá mis-
munandi fólk í lesturinn. Hann bendir á að
kerfið vinni eftir ákveðnum hljóðmunstrum
og þegar hringt sé inn í svona kerfi, reyni
það að greina talið niður og finna munstur í
því sem passi við einhver munstur sem það
kann til þess að átta sig á því hvaða orð
þetta séu. „Þó um „sama orðið“ sé að ræða
getur framburðurinn verið talsvert misjafn
á milli manna og munstrin þar af leiðandi
talsvert mismunandi. Þess vegna þarf að fá
munstur frá sem flestum til þess að geta
búið til eitt svona sem dæmigerðast. Ef það
væru bara fengnar upptökur frá fáeinum þá
væru miklu minni líkur á að kerfið geti
greint þetta rétt,“ undirstrikar Eiríkur.
Hann segir að undirbúningsvinnan hafi
verið afar spennandi, en ákveða þurfti
hljóðritunar- og skráningarkerfi, jafnhliða
því að koma upp skrá um öll íslensk mál-
hljóð og hljóðmynstur sem koma fyrir í ís-
lensku. „Við höfum fylgst með því að það
hefur verið að verða til svona talgreining
fyrir ýmis tungumál á undanförnum árum
en það hefur ekkert slíkt verið til fyrir ís-
lensku og við höfum í raun og veru ekki séð
fram á að það væri á næstu grösum fyrr en
nú,“ bætir hann við. Hann segist ekki eiga
von á að einhverjir sérstakir erfiðleikar eigi
eftir að koma upp við notkunina, hvort ís-
lenska reynist erfiðara eða auðveldara
tungumál en önnur sem unnið hefur verið
að. „Menn hafa svolítið verið að reyna að
gera tilraunir með að nota talgreinarforrit,
sem hafa verið þróuð fyrir önnur mál, fyrir
íslensku. Það strandar þá oft á því að það
eru ýmis hljóð í íslensku sem ekki koma
fyrir í erlendu máli,“ segir hann.
Minni tæki og
engin lyklaborð
Sæmundur leggur áherslu á að miklir
möguleikar felist í notkun á talgreini. Hann
nefnir sem dæmi að í framtíðinni verði
mögulegt að hringja í bankann og biðja um
stöðu á reikningi eða hækkun á heimild og
talgreinir svari. „Við sjáum að það er gríð-
arleg framtíð í tungutækni, ef við getum
farið að tala við tækin sem við notum getum
við farið að losna við lyklaborð og þá er
hægt að minnka tækin enn meira. Ef við
getum til dæmis talað við tæki í bíl, þá eyk-
ur það þægindi og öryggi. Tungutæknin
mun í framtíðinni koma væntanlega alls
staðar inn þar sem við erum að nota tækni-
búnað,“ segir hann og bendir á nauðsyn
þess að mögulegt verði að nota íslensku í
því umhverfi. Hann segir jafnframt að er-
lendir framleiðendur tungutæknibúnaðar
hafi lítinn áhuga á því að gera eitthvað fyrir
tæplega 300 þúsund manna málsvæði og því
hafi íslenskir aðilar séð þann kost vænastan
að taka frumkvæðið sjálfir og framkvæma
þetta í samvinnu við erlendan framleiðanda.
Vonir standa til að verkefninu ljúki í
haust og þá verði tilbúin fyrsta útgáfa af
talgreini fyrir íslensku, svokallaður stak-
orðagreinir. Að sögn Sæmundar mun
Landssíminn eiga talgreininn sem slíkan og
getur boðið upp á ýmsa þjónustu sem bygg-
ist á því að tölva taki við skilaboðum í gegn-
um síma. Í Hjal-verkefninu er hins vegar
unnið að almennum grunni fyrir íslenska
tungutækni. Verkefnið er styrkt af Tungu-
tæknisjóði menntamálaráðuneytisins og nið-
urstöður þess verða aðgengilegar hverjum
þeim sem vill búa til tungutæknibúnað fyrir
íslensku.
Upplýsingum safnað meðal almennings við þróun íslenska talgreinisins sem verður tilbúinn í haust
Upptökur á framburði tvö
þúsund Íslendinga að hefjast
„Við þurfum að fá fólk til þess að lesa texta
sem inniheldur öll hljóð í íslensku. Þetta þarf
að vera dæmigert safn af þjóðinni, fólk sem er
orðið 14 ára og eldra, jafnt kynjahlutfall og
fólk úr öllum landshlutum,“ segir Sæmundur
Þorsteinsson.
Þverskurður þjóðarinnar, eða um tvö þúsund manns,
les upp texta í síma á næstu vikum, en textinn inniheld-
ur öll hljóð sem koma fyrir í íslensku. Upptökurnar af
framburði þessa fólks verða notaðar við þróun á ís-
lenska talgreininum, sem kemur á markað í haust.
AÐALFUNDUR Rauða kross Ís-
lands, sem haldinn var um
helgina, samþykkti stefnu félags-
ins til næstu sjö ára en í henni er
m.a. lögð áhersla á að félagið
bregðist skjótt við neyð innan-
lands og utan.
„Þetta er í raun það sem við höf-
um verið að gera,“ útskýrir Þórir
Guðmundsson, upplýsingafulltrúi
Rauða krossins, „en með því að
setja það í stefnu félagsins er verið
að leggja enn frekari áherslu á
verkefnið.“
Í stefnu félagsins kemur einnig
fram að fyrirhugað er að efla
fræðslu um Genfarsamningana og
mannúðarhugsjón Rauða kross-
ins, auka aðstoð við þá sem lenda í
skyndilegri neyð, t.d. eftir hús-
bruna og önnur slík áföll, og þróa
áfram þjónustu sjálfboðaliða
Rauða krossins fyrir þá sem eru
einmana og sjúkir.
55 börn söfnuðu 85 þús-
undum á risatombólu
„Stefnt er að því að auka veru-
lega þátttöku ungs fólks í starfi
Rauða krossins og beina starfinu í
enn meiri mæli að ungu fólki,“
segir aukinheldur í fréttatilkynn-
ingu frá Rauða krossinum.
Á meðan aðalfundur Rauða
krossins fór fram héldu um 55
börn á aldrinum sjö til tólf ára
risatombólu í Kringlunni á laug-
ardag til aðstoðar stríðshrjáðum
börnum í Írak.
Að sögn Þóris gekk tombólan
vel og söfnuðu þau um 85 þúsund
krónum. Ýmis varningur var á
tombólunni, m.a. munir sem sum
barnanna höfðu búið til sjálf.
Ein milljón til fórnarlamba
jarðskjálftans í Alsír
Rauði krossinn ætlar ekki að-
eins að sinna börnum í Írak heldur
ákvað stjórn hans um helgina að
senda eina milljón króna til stuðn-
ings fórnarlömbum jarðskjálftans
sem varð í Alsír á miðvikudag. Í
fréttatilkynningu segir að hundr-
uð starfsmanna Rauða krossins og
Rauða hálfmánans séu við björg-
unarstörf á jarðskjálftasvæðinu.
„Fjárstuðningurinn er svar
Rauða kross Íslands við hjálpar-
beiðni frá Alþjóða Rauða krossin-
um. Óttast er að jarðskjálftinn
hafi skemmt vatnslagnir, sem get-
ur leitt til vatnsskorts og marg-
víslegra heilbrigðisvandamála,“
segir í fréttatilkynningu Rauða
krossins.
Aðalfundur Rauða kross Íslands
markar stefnu til næstu sjö ára
Bregðast
skjótt við neyð