Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.05.2003, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 11 www.casa.is Morten Schmidt, arkitekt frá dönsku arkitektastofunni Schmidt, Hammer & Lassen, og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt hjá Hornsteinum, lýsa byggingunum og sam- eiginlegu svæði íbúanna. Líkön af byggingunum, myndir og teikningar á staðnum. Nýr lífsstíll á besta stað í miðborginni 101 Skuggahverfi er þyrping íbúðabygginga af ýmsum stærðum sem rís á einum fegursta útsýnisstað í borginni á reit sem markast af Skúla götu, Frakkastíg og Lindargötu. Framkvæmdir eru þegar hafnar og fyrstu íbúðirnar verða afhentar í september 2004. Í boði eru íbúðir frá 54m2 og að 270m2 „penthouse-íbúð“. Kynningarfundur í Listasafni Íslands v i ð f r í k i r k j u v e g í dag 26. maí kl. 17.30 101 Skuggahverfi hf. Kringlunni, 3. hæð Sími 575-9000 Netfang: 101skuggi@101skuggi.is Vefsetur: www.101skuggi.is Síðumúla 21 Sími 588-9090 Fax 588-9095 Netfang: 101skuggi@eignamidlun.is Vefsetur: www.eignamidlun.is Suðurlandsbraut 52 Sími 530-1500 Fax 530-1501 Netfang: 101skuggi@husakaup.is Vefsetur: www.husakaup.is G l æ s i l e g a r í b ú ð i r í h j a r t a R e y k j a v í k u r m e ð ú t s ý n i t i l a l l r a á t t a ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - SK U 2 07 60 05 /2 00 3 S a l a á í b ú ð u n u m e r h a f i n Óvenju bjartar íbúðir Hátt til lofts, 2,70 m Góð hljóðeinangrun Hátækni samskipta- lausn í samvinnu við Nýherja JÓN Gunnarsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, gerði opnun fræðslu- og þjónustumið- stöðvarinnar á Gufuskálum fyrir tveimur árum að umtalsefni í opnunarræðu sinni á fjórða lands- þingi félagsins, sem sett var sl. föstudag. Jón sagði að með því hefði mikilvægur áfangi náðst. „Er- lendar rústabjörgunarsveitir hafa sýnt mikinn áhuga á að nýta sér þessa aðstöðu til þjálfunar og félag- inu var sýnd mikil viðurkenning þegar því var falið námskeiðahald í rústabjörgun fyrir hermenn úr fastaliði NATO,“ sagði hann. Fjórða landsþing Slysavarna- félagsins Landsbjargar var sett á Ásvöllum í Hafnarfirði að við- stöddum 400 þingfulltrúum. Stóð þingið yfir í tvo daga. Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp á þinginu. Samhliða þinginu voru Björgunarleikar björgunar- sveita, þar sem liðsmenn hinna ýmsu björgunarsveita reyndu fyrir sér í margskonar þrautum. Mikilvægt framfaraskref Að sögn Jóns náðist mikill árang- ur í samstarfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við opinbera aðila á síðasta þingi. Hann nefndi að lög um björgunarsveitir og björgunar- sveitarmenn hefðu loksins litið dagsins ljós eftir áralanga bið og benti á að með þessum lögum væri réttarstaða og tryggingarmál björgunarmanna tryggð. Eitt af baráttumálum félagsins var að koma á einni samræmingarstjórn- stöð fyrir alla aðila sem koma að leit og björgun á landinu og sagði Jón að nú í ár hefði sá áfangi náðst. „Í okkar huga er þetta mjög mikil- vægt framfaraskref í skipulagi björgunarmála. Það gefur augaleið að allt skipulag og öll yfirsýn í að- gerðum verður miklu markvissari og minni hætta er á misskilningi milli aðila. Það er aukaatriði í raun undir hvers stjórn viðkomandi at- burður heyrir, aðalatriðið er hvern- ig tekst til við aðgerðastjórnun og vinnu á vettvangi,“ lagði hann áherslu á. Jón sagði mikinn árangur hafa náðst í skipulagsmálum á undan- förnum árum og að félagið stæði á traustum grunni. Hann sagði að byggja þyrfti á þeim grunni og hvatti félagsmenn til að hlúa að þeirri grunnhugmynd sem starfið byggðist á, það er sjálfboðalið- unum. 400 fulltrúar voru á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar Réttarstaða björg- unarmanna tryggð Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur setningu 4. landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar. ÖKUMAÐUR var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús eftir að bíll hans valt út af Laugarvatnsvegi um kl. sjö á laugardagskvöld. Maðurinn var einn í bílnum og er hann grun- aður um ölvun. Hann hlaut beinbrot við veltuna. Erilsamt var hjá lögregl- unni á Selfossi í fyrrinótt og barst fjöldi kvartana vegna hávaða í heimahúsum. Bílvelta við Laugarvatn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.