Morgunblaðið - 26.05.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 26.05.2003, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TNT Hraðflutningar flytja ... Vegna aukinna umsvifa flytja TNT Hraðflutningar starfsemi sína frá Hraunbæ 117 að Stórhöfða 32 (póstmiðstöð Íslandspósts). Þjónustu TNT Hraðflutninga er einnig hægt að fá á öllum pósthúsum landsins. Umboðsaðili TNT á Íslandi Hraðflutningar Stórhöfða 32 • 110 Reykjavík Sími: 580 1010 • Fax: 580 1019 www.tnt.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 5 4 6 / si a. is ... heimshorna á milli ALMENNA verkfræðistofan hf. hefur sett á fót sérstaka mats- deild um þann þátt starfsemi stofunnar er snýr að verðmæta- og kostnaðarmati og skyldum þáttum. Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Almennu verk- fræðistofunnar segir að með stofnun deildarinnar sé verið að bæta enn frekar þjónustu við við- skiptavini fyrirtækisins, sem hef- ur um áratuga skeið annast víð- tæk matsstörf fyrir fjölda stofnana, fyrirtæki og ein- staklinga. Hann segir að mat, til að mynda fyrir tryggingafélög og tjónþola, hafi til þessa að mestu verið framkvæmt af einyrkjum. Með því að koma þessu verkefni í hendurnar á sérstökum hópi sér- fræðinga geti Almenna verk- fræðistofan boðið upp á víðtækari vinnu á þessu sviði en til þessa og marghliða sérkunnáttu. Sameig- inleg reynsla þeirra sex sem mynda matshópinn af mats- störfum sé ríflega 100 ár. Freyr Jóhannesson, bygginga- tæknifræðingur og formaður Matsmannafélags Íslands, veitir matsdeildinni forstöðu, en hann hefur um árabil haft umsjón með tjónamati fyrir Viðlagatryggingu Íslands, þar sem helstu verkefni hafa verið á sviði náttúruham- fara. Auk Freys eru á matsdeild- inni byggingaverkfræðingur, byggingatæknifræðingur, rekstr- arverkfræðingur, lögmaður og fasteignasali. Segir Magnús að þar að auki njóti matsnefndin að- stoðar frá öðrum starfsmönnum Almennu verkfræðistofunnar, ásamt sésrstökum matsmönnum utan félagsins, eftir því sem þörf er á hverju sinni. Verkefni sem spanna breitt svið Að sögn Manúsar hefur Al- menna verkfræðistofan komið að fjölmörgum verkefnum á sviði verðmæta- og kostnaðarmats. Hann segir að stofan hafi m.a. haft yfirumsjón með tjónamati vegna Suðurlandsskjálftans á árinu 2000. Í því sambandi hafi hátt í fimm þúsund fasteignir verið skoðaðar, en heildartjón á fasteignum í skjálftanum nam um 2,5 milljörðum króna. Þá segir hann að Almenna verkfræðistof- an hafi einnig haft yfirumsjón með tjónamati vegna snjóflóð- anna í Súðavík og á Flateyri, vegna sjávarflóða á Akranesi og Patreksfirði og jökulhlaupa á Skeiðarársandi. Auk verkefna af þessu tagi þá segir Magnús að matsdeildin annist tryggingamat, kostnaðarmat, markaðsmat, tekjuvirðingu, mat á arðsemi og hagkvæmni, leigumat, endur- skoðun matsgerða, svo og marg- háttaða ráðgjöf í tengslum við þessi og önnur verkefni. Hún veiti einnig einstaklingum og fyr- irtækjum aðstoð vegna fasteigna- viðskipta, meti ástand fasteigna og viðgerðar- og viðhaldsþörf þeirra ásamt tilheyrandi verk- efnum. Magnús segir að verkefni mats- deildarinnar séu því fjölmörg og spanni breitt svið. Til að varpa ljósi á fjölbreytnina megi til við- bótar við það sem nefnt hefur verið nefna að meðal verkefna matsmanna deildarinnar hafi ver- ið mat á endurstofnvirði veitu- kerfa og hafnarmannvirkja sveit- arfélaga, mat á listaverkasafni banka, mat á kostnaði við gerð miðlægs gagnagrunns á heil- brigðissviði, verðmætamat á lausafé stofnana og fyrirtækja, svo fátt eitt sé nefnt. Hann segir að með því að koma þessum mál- um í hendur á hópi manna með víðtæka reynslu sé hægt að tryggja betri gæði og grundvöll matsgerða. Það sé mjög mikil- vægt. Ríflega 100 ára sameiginleg reynsla af matsstörfum Almenna verkfræðistofan býður upp á víðtækari vinnu við verð- mæta- og kostnaðarmat en til þessa Freyr Jóhannesson byggingatæknifræðingur og Magnús Magnússon,framkvæmdastjóri Almennu verkfræðistofunnar. ● HAGNAÐUR Granda á fyrstu 3 mánuðum ársins nam 455 millj- ónum króna, en á sama tíma árið 2002 var hagnaðurinn 575 milljónir króna. Rekstrartekjur tímabilsins voru 1.324 milljónir samanborið við 1.673 milljónir á fyrsta ársfjórðungi ársins 2002. Er það um 20% sam- dráttur milli tímabila. Skýrist tekju- samdrátturinn með verðlækkun á er- lendum mörkuðum og styrkingu íslensku krónunnar. Rekstrargjöld tímabilsins án afskrifta voru 1.009 milljónir en voru 1.064 milljónir í fyrra. Rekstrarhagnaður af eigin starfsemi án afskrifta 316 milljónir króna eða 24% af rekstrartekjum. Rekstrarhagnaður af eigin starfsemi var 156 milljónir króna eftir afskriftir en var 446 milljónir á sama tímabili í fyrra. Fjáreignatekjur að frádregnum fjár- magnsgjöldum námu 258 milljónum á tímabilinu. Vegur þar þyngst 274 milljóna króna jákvæður gengis- munur af langtímaskuldum og 52 milljóna arðstekjur, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands. Hlutdeildarfélög Granda hf. eru fjögur, Deris SA Chile, Eskja hf., Stofnfiskur hf. og Þorbjörn – Fiska- nes hf. Áhrif þeirra á afkomu félags- ins skilaði félaginu 125 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam 244 millj- ónum sem er 18% af rekstrartekjum samanborið við 445 milljónir króna á sama tíma árið áður. Eigið fé Granda hf. var hinn 31. mars sl. 5.893 m.kr. og er eiginfjárhlutfall 40%. Arðsemi eigin fjár lækkaði úr 12,3% í 8,3% á tímabilinu. Horfur eru á að verðlækkanir sem orðið hafa á helstu afurðum félags- ins á erlendum mörkuðum muni hafa þau áhrif að afkoma félagsins verði lakari en áætlað var, að því er segir í tilkynningu. Tekjur Granda dragast saman um 20% HAGNAÐUR Þormóðs ramma-Sæ- bergs nam 431 milljón króna fyrstu þrjá mánuði ársins en var á sama tímabili í fyrra 408 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 180 milljónum króna, var 353 milljónir á sama tíma í fyrra, en þetta eru 15,4% af rekstrar- tekjum, á móti 26,1% á sama tíma ár- ið áður. Rekstrartekjur námu á ársfjórð- ungnum 1.174 milljónum króna en voru 1.354 milljónir á sama fjórðungi síðasta árs. Lækkun rekstrartekna milli ára nemur rúmum 13%. Rekstrargjöld voru 994 milljónir, en þau voru 1001 milljón á fyrra ári. Í janúar var seldur eignarhlutur í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. og nam söluverðið 1.904 milljónum og er söluhagnaður, 378 milljónir, færður meðal fjármunatekna. Áhrif hlutdeildarfélaga eru neikvæð um 82 milljónir króna. Framlegð af landvinnslu nánast engin Í tilkynningu frá Þormóði ramma- Sæbergi kemur fram að þróun geng- is hafði veruleg áhrif á tekjur félags- ins, en einnig lækkaði verð á helstu afurðum, s.s. rækju og sjófrystum fiski. Landvinnsla félagsins, sem á tímabilinu er að uppistöðu til rækju- vinnsla, velti tæplega hálfum millj- arði en framlegð af rekstrinum er því sem næst engin. Mikið tap er á rækjutogurum félagsins en þeir eru hráefnisöflunartæki rækjuvinnsl- unnar. Þá var framlegð frystiskipa verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur Þormóðs ramma-Sæbergs hf. eru mest í breskum pundum, en meðalgengi þess hefur lækkað um 13% frá sama tímabili árið áður, og í Bandaríkjadal, en meðalgengi doll- arans hefur lækkað um 23% frá sama tímabili í fyrra. Heildareignir 31. mars námu 8.124 milljónum króna og heildarskuldir voru 5.473 milljónir. Skuldir að frá- dregnum veltufjármunum námu 3.895 milljónum. Eigið fé 31. mars var 2.650 millj- ónir og hafði lækkað um 210 millj- ónir á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall var 32,62%. Veltufé frá rekstri var 112 milljónir króna, en var á sama tíma í fyrra 281 milljón króna. Veiðum á Flæmingja- grunni hætt „Afkoma rækjuveiða og vinnslu hefur versnað mjög undanfarna mánuði. Helstu ástæður eru lækk- andi markaðsverð afurða og lækk- andi gengi breska pundsins gagn- vart íslenskri krónu. Fjármála- stofnanir spá áfram háu gengi íslensku krónunnar og ekki eru líkur til þess að verð á pillaðri rækju hækki. Þrátt fyrir ágætan afla rækjufrystitogarans Sunnu SI-67, sem gerður er út til veiða á Flæm- ingjagrunni, er umtalsvert fram- legðartap af útgerðinni. Því hefur verið ákveðið að hætta veiðum á Flæmingjagrunni að sinni og leggja skipinu eftir þessa veiðiferð. Það er þegar orðið ljóst að framlegðar- markmið sem sett voru fram í rekstraráætlun á síðasta aðalfundi félagsins munu ekki nást miðað við óbreyttar forsendur. Endanleg rekstrarniðurstaða ársins mun ráð- ast mjög af gengi krónunnar það sem eftir er árs og hvort unnt verður að ná niður kostnaði í rækjuvinnslu,“ segir í tilkynningu. Þormóður rammi-Sæberg 431 milljón í hagnað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.