Morgunblaðið - 26.05.2003, Page 16

Morgunblaðið - 26.05.2003, Page 16
UMRÆÐAN 16 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.casa.is ÞAÐ verður ekki vefengt að vel- megun á Íslandi í dag er meiri en áður hefur þekkst. Enda þótt ekki verði dregið í efa að ennþá sé til fátækt í þjóðfélaginu. Það lætur að líkum að aukin velmegun þýðir aukið fjár- streymi þar sem margir einstaklingar eru að leggja grunninn að bættri fjárhagsstöðu til framtíðar. Jafn- framt verða menn óragari við að stofna til skulda þar sem allt bendir til þess að áframhaldandi velmegun geri þeim kleift að standa við allar skuldbindingar. Þessi staðreynd kemur ljóslega fram í því að skuldir heimilanna hafa aldrei verið hærri. Þá er spurning hvar lenda allir þeir fjármunir sem sífellt kveðja eig- endur sína. Þar komum við að einu aðaleinkenni hins frjálsa markaðar. Það sem vissulega einkennir við- skiptalífið í dag er hin geysilega samkeppni um fjármagnið. Þar ber að sjálfsögðu mest á verslun og þjónustuaðilum sem fylla alla fjöl- miðla af auglýsingum og tilkynn- ingum um ýmsar athyglisverðar uppákomur, sem eiga að fanga at- hygli viðskiptavinar. Sú samkeppni er vissulega til hagsbóta fyrir neyt- endur, þar sem auglýsendur setja verð eins lágt og þeir treysta sér til – og stundum þýðir það uppgjöf og gjaldþrot. Að þessu athuguðu verð- ur mér litið til peningastofnananna, bankanna. Þeir hafa sumir tekið upp nýstárlegar viðskiptaaðferðir, sem ekki ríma við það sem hér er lýst að framan. Þau stórmerku tíð- indi hafa gerst að ríkið hefur selt banka sína til einstaklinga. Nýir eigendur virðast telja að þar með séu þeir óbundnir af gömlum við- skiptaháttum! Nú gildir það lögmál að ná sér í viðskiptavini keppinaut- anna – og engin aðferð spöruð til þess. Hér á ég við síðasta útspil Landsbanka Íslands. Það virðist augljóst að Landsbankinn telur Búnaðarbankann sinn hættulegasta keppinaut. Og hvernig bregst hann við því? Jú, fyrsti leikur er sá að hann segir tuttugu starfsmönnum upp starfi sínu, án þess að skýra fyrir þeim að skipulagsbreytingar séu í aðsigi. Tilgangur þessa athæf- is var sagður hagræðing og styttri boðleiðir en fljótlega skýrðist raun- verulegur tilgangur. Bankastjórn Landsbankans sendi mann á fund starfsmanna Búnaðarbanka og réð hann þá í stöður þeirra brottreknu. Þar með hafði Landsbankinn í hendi sér öll vopn keppinautarins. Ef þetta er ekki brenglað við- skiptasiðferði þá veit ég ekki hvar það finnst. Brenglað viðskiptasiðferði Eftir Ingólf Aðalsteinsson Höfundur er fv. forstjóri og ellilífeyrisþegi. UMRÆÐAN um umhverfismál hefur undanfarið einkum snúist um málefni hálendisins og afstöðu landans til nýtingar þess. Lítið hefur farið fyrir um- ræðunni um um- hverfismál fyr- irtækjanna í landinu. Nýlega hlaut t.d. Morg- unblaðið umhverf- isverðlaun umhverf- isráðuneytisins. Meginástæða þess að blaðinu voru veitt þessi verðlaun var að fyrirtækið hefur komið á vott- uðu umhverf- isstjórnunarkerfi í samræmi við kröfur alþjóðaumhverfisstjórn- unarstaðalsins ISO 14001. Þegar unnið var að uppsetningu kerfisins kom óneitanlega stundum fram sú skoðun að hvatning ríkisins til fyr- irtækja til þess að koma á slíkum stjórnkerfum væri lítil sem engin, engin hvatning í formi afsláttar opinberra gjalda, engin kynning á umhverfislegum ávinningi af inn- leiðingu kerfisins og þar af leið- andi ekki auðséð að ríkið teldi sig hafa einhvern hag af því að draga úr mengun frá innlendum fyr- irtækjum. Annað atriði sem kom upp var að starfsmönnum fyr- irtækisins fannst réttilega að kerf- ið væri viðamikið og oft flókið og voru þeir að velta fyrir sér hvort einhver styttri leið væri til sem tryggði samt ávinning fyrirtæk- isins af því að hafa vottað um- hverfisstjórnunarkerfi. Á þeim tíma sem unnið var að því að setja upp umhverfisstjórnunarkerfið hjá Morgunblaðinu var ekki hægt að fá umhverfisstjórnunarkerfi vottuð nema samkvæmt ISO 14001 staðl- inum eða EMAS-reglugerðinni sem er ættuð frá Evrópubandalag- inu (sambærilegt kerfi og ISO 14001). Lítil fyrirtæki hafa kvartað undan því sama, að kerfin séu flókin og torskilin og dýrt sé að koma þeim á. Þetta er ekkert sér- fyrirbrigði hér á landi. Víða í Evr- ópu kvarta fyrirtækin um það sama. Til þess að mæta þörfum þessara fyrirtækja hefur breska staðlastofnunin (BSI) riðið á vaðið með útgáfu nýs staðals, BS 8555, sem gefinn var út í apríl síðast- liðnum. Staðallinn er afurð Acorn- verkefnisins og miðar að því að lít- il og meðalstór fyrirtæki geti kom- ið á umhverfisstjórnunarkerfi í þrepum. Acorn-verkefnið er sam- starfsverkefni BSI og nokkurra fyrirtækja, ætlað til að stuðla að markvissu umhverfisstarfi í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Því þó svo að lítil fyrirtæki hafi ekki mikil umhverfisáhrif hvert og eitt þá geta þau öll saman haft tals- verð áhrif. Skilgreining Bretanna samræm- ist kannski ekki hugmyndum okk- ar um lítil og meðalstór fyrirtæki, en hún er engu að síður eftirfar- andi: Fyrirtæki með færri en 250 starfsmenn. Veltan minni en 17,5 milljón bresk pund á ári, eða um 2.100 milljónir ísk. Minna en 25% fyrirtækisins í eigu annars fyrirtækis. Lítil fyrirtæki hafa oft nóg með að sinna daglegum rekstri og gefa umhverfismálum lítinn gaum. Engu að síður geta þau átt von á því að vera krafin af stærri við- skiptaaðila um upplýsingar um stefnu og stöðu fyrirtækisins í um- hverfismálum. Þannig geta við- skipti litla fyrirtækisins við hið stærra, sem er að uppfylla kröfur eigin umhverfisstjórnunarkerfis, oltið á því hvernig staðið hefur verið að umhverfismálum. Munurinn á ISO 14001 og nýja staðlinum er fyrst og fremst sá að sá nýi skiptist í sex þrep. Hug- myndin er að þessi uppbygging staðalsins sé viðráðanlegri en ISO 14001, bæði fjárhagslega og í framkvæmd. Þrepin eru eftirfarandi: 1. Skuldbinding og skilgreining grunnlínu. 2. Skilgreining lagalegra krafna og gengið úr skugga um að þær séu uppfylltar. 3. Þróun stefnumiða, markmiða og áætlana. 4. Innleiðing og virkni umhverf- isstjórnunarkerfis. 5. Athuganir, úttekt og endur- skoðun/rýni. 6. Vottun umhverfisstjórn- unarkerfis samkvæmt ISO 14001 eða EMAS, en staðallinn tekur mið af þeim. Við innleiðingu staðalsins eru fyrirtækin leidd í gegnum kerfið skref fyrir skref. Mögulegt er að fara þá leið að lykilmanneskja frá fyrirtækinu verði sér úti um fræðslu og þjálfun sem nýtist við að innleiða kerfið eða þá að fyr- irtækið njóti utanaðkomandi að- stoðar ráðgjafa við innleiðingu kerfisins. Eftir að hverju þrepi lýkur getur fyrirtækið annaðhvort metið árangurinn sjálft með innri úttekt eða fengið óháðan aðila til að meta sig. Staðallinn er sveigjanlegur að því leyti að bíða má með úttekt eða mat þar til öllum þrepum er náð en einnig má fá vottun á hvert þrep að undangenginni ytri úttekt. Fyrirtæki geta einnig komið inn í hvaða þrep sem er en verða þó að uppfylla fyrri þrep innan ákveðins tíma. Þrátt fyrir að fyrirtæki kjósi að fara ekki lengra en að ákveðnu þrepi þarf að fara fram regluleg úttekt á fyrirtækinu. Leiðbeiningarnar með staðlinum miða að því að búa til frammi- stöðuvísa þannig að fyrirtækið geti sjálft fylgst með því hvernig um- hverfisstjórnunarkerfið reynist, brugðist við með viðeigandi hætti og stuðlað þannig að stöðugum endurbótum. Sem sagt, núna er ekki lengur nein afsökun fyrir okkar með- alstóru fyrirtæki að taka ekki upp umhverfistjórnun eftir við- urkenndum leiðum. Með staðlinum er búið að einfalda og auðvelda litlum og meðalstórum fyr- irtækjum að innleiða umhverf- istjórnun sem skilar undantekning- arlítið sparnaði í rekstri fyrir- tækisins og umhverfislegum ávinningi fyrir þjóðfélagið í heild. Engin afsökun lengur Eftir Guðjón Jónsson og Auði Magnúsdóttur Höfundar eru starfsmenn VSÓ-ráðgjafar. VEGFARENDUR um Hafnarfjarðarveg hafa flestir tekið eftir umtals- verðum breytingum sem nú eiga sér stað fyrir neðan hið gamalgróna hverfi Silfurtún í Garðabæ. Búið er að ýta upp miklum moldarbing sem efni í hljóðmön til að verja húsin fyrir hávaða frá bílaum- ferð. En ekki eru allir sáttir við þessar aðgerðir. Allmargir íbúanna í Silfurtúni vilja heldur útsýnið út á Faxaflóa held- ur en skermun hljóðs með tilheyrandi útsýnismissi. Ekki ætla ég að draga í efa þörfina á hljóðvist á þessum stað enda hafa nokkrir íbúanna skrifað bæjarstjórn bréf og minnt á skyldu yfirvalda til að draga úr umferðarhávaða gagnvart þeim húsum sem næst Hafnarfjarðarveginum standa. Hins vegar hef ég gagnrýnt hvernig bærinn hefur staðið að þessari framkvæmd og kynningu hennar. Umrædd hljóðmön var rædd í bæjarráði Garðabæjar snemma í apríl og var bæjarverkfræðingi þá falið að vinna framkvæmdar- og kostnaðaráætlun vegna hljóðvarna við Silfurtún. Engin ákvörðun var tekin um upphaf framkvæmdanna eða hvernig staðið yrði að þeim. Morgun einn í maí vakna síðan íbúar hverfisins við það að vinnuvélar eru mættar og vörubílar sturta moldarhlössum á grasið framan við neðstu hús- in. Í bæjarstjórn sl. fimmtudag lét ég bóka mótmæli, þar sem ég harmaði að framkvæmdir skyldu hafnar án samráðs við íbúanna og án þess að þeir væru upplýstir um hvað til stæði. Það var vitað að ekki voru allir sáttir við gerð hljóðmanar og þess vegna var náið samráð forsenda þess að vel tækist til. Nú hyggst bæjarstjórinn í Garðabæ efna til fundar með íbúunum eftir að efnið í hljóðmönina er komið á staðinn og ljóst að litlar breytingar verða gerðar úr þessu. Undirbúningur og gerð þessarar hljóðmanar í grónu íbúðahverfi er gott dæmi um það hvernig ekki á að standa að fram- kvæmdum. Teikning af möninni er löngu gerð. Jafnvel þótt vafi leiki á um það að hljóðskermun skuli sýna á skipulagsuppdráttum átti Garðabær skil- yrðislaust að sýna íbúunum þessa teikningu og hafa náið samráð um gerð og útlit hljóðmanarinnar. Undirbúningur og framkvæmd þessa verks, sem snertir marga íbúa bæj- arins getur ekki talist bænum til sóma og harma ég slík vinnubrögð af hálfu bæjarstjórnar. Hljóðmönin í Silfurtúni Eftir Sigurlaugu Garðarsdóttur Viborg Höfundur er bæjarfulltrúi B-lista, óháðra og framsóknarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.