Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 21

Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 21 Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Bárugötu 6, Dalvík, lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, sunnu- daginn 18. maí. Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju miðviku- daginn 28. maí og hefst kl. 13.30. Kristinn Þorleifsson, Össur Kristinsson, Berglind Andrésdóttir, Birgir Össurarson, Birna Björnsdóttir, Björg Össurardóttir, Einar Einarsson, Sigrún Össurardóttir, Haraldur Ólafsson og langömmubörn. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GUNNAR B. ÓLAFS, andaðist þriðjudaginn 20. maí sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 10.30. Ingibjörg Lúðvíksdóttir, Logi Gunnarsson, Eva Klingenstein. Elskuleg frænka okkar, ÓLÖF SIGVALDADÓTTIR frá Hjálmholti, Vestmannaeyjum, Mávabraut 6B, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, miðvikudaginn 21. maí. Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 28. maí kl. 14.00. Sigvaldi Arnoddson, Jóhanna Jóhannesdóttir, Jóhanna Arnoddsdóttir, Guðmann Jóhannsson. ANDRJES GUNNARSSON vélstjóri, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, sem lést 16. maí, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 15.00. Aðstandendur. Mig langar að minn- ast föðurömmu minnar með nokkrum orðum. Þau orð sem fyrst koma upp í hugann þegar minnst er á ömmu eru fórnfýsi, matargerð og stangveiði. Amma vildi alltaf gera öllum til geðs og snúast í kringum alla. Henni fannst það alltaf vera algert for- gangsatriði að aðrir hefðu það gott, skipti engu máli hvernig á stóð hjá henni sjálfri. Sjálf var hún hins veg- ar mjög treg að biðja um hjálp frá öðrum og viðurkenndi t.d. aldrei að hún væri þreytt eða syfjuð. Það er óhætt að segja að gott hafi verið að heimsækja ömmu, enda var oft margt um manninn í Breiðholtinu þar sem hún bjó lengstum. Mikið var um að barnabörnin dveldu hjá henni um lengri eða skemmri tíma, hvort sem þau komu til Reykjavíkur í skóla eða keppnisferðir eða komu hreinlega til ömmu til þess eins að láta fara vel um sig. Amma var mikil matarkona og henni leið yfirleitt best í eldhúsinu við að undirbúa matarveislur. Óhætt er að segja að fáir hafi haft hæfileika til að elda jafngóðan mat. Eftir- minnilegasta minningin úr Breið- holtinu var þegar undirritaður kom eitt sinn heim úr skólanum rétt fyrir miðnætti. Gamla konan ljómaði þá af ánægju í bökunargallanum enda hafði hún verið að baka allan daginn. Inni í eldhúsinu lágu heilu staflarnir af flatkökum auk góðs slatta af tert- um og kökum. Þetta var einmitt rétt fyrir áttræðisafmælið hennar. Þetta atvik sýnir vel hversu mikil kraftur var í ömmu í eldhúsinu og hversu mikla ánægju hún hafði af matar- gerð og bakstri. Amma smitaðist af stangveiði- bakteríunni á efri árum. Þær voru ófáar veiðiferðinar sem hún fór með afkomendum og öðrum skyldmenn- um í lax og silung. Sérstaklega var oft farið í Rangárnar. Í einni veiði- ferðinni sannaði amma að veiðar- færatæknin er ekki fullþróuð og að hana má alltaf betrumbæta. Hún hafði tekið semilíusteina úr gömlum kjól og notað þá til búa til túpu. Eig- inmaðurinn og sonurinn, sem báðir voru þekkir aflaskipstjórar og reyndir stangaveiðimenn, gáfu ekki mikið fyrir þessa nýjung. Amma not- aði samt túpuna og sá ekki eftir því þegar 13 punda lax lét túpuna góðu freista sín. Blessuð sé minning ömmu minnar, Sigríðar Sóleyjar Sveinsdóttur. Karl Óskar Viðarsson. Það er eitthvað meira en lítið bog- ið við það að amma sé dáin. Ef það var eitthvað í þessu lífi sem mátti treysta, fyrir utan hana mömmu auð- vitað, þá var það að amma væri alltaf á sínum stað og vildi allt fyrir mann gera. Aldrei gleymum við bræðurnir hinum óteljandi músasögum sem amma svæfði okkur með í þau ófáu skipti sem við fengum að gista hjá afa og ömmu. Tefla við afa og hlusta á ömmu segja músasögur, ekkert stress í gangi þar. Amma var algjör dugnaðarforkur. Hún saumaði á okkur heilu skíða- gallana ásamt alls kyns öðrum föt- um, bakaði endalaust mikið af pönnukökum, kleinum og flatkökum enda ekki kölluð amma flatari í vina- hópnum fyrir ekki neitt. Aldrei heimsótti maður ömmu án þess að lenda í einhverri heljarinnar veislu og var hún miður sín ef maður droppaði í heimsókn og hún átti ekki 10 tegundir af kökum og fleira góð- SIGRÍÐUR SÓLEY SVEINSDÓTTIR ✝ Sigríður SóleySveinsdóttir fæddist á Þykkva- bæjarklaustri í V- Skaftafellssýslu 26. maí 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 7. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogs- kirkju 16. maí. gæti til þess að bjóða upp á. Amma lifði fyrir fjölskylduna og fyrir að hjálpa öðrum. Ef amma frétti að það stæði til að fara í útilegu þá var vakt umsvifalaust sett af stað og fyrr en varði var komin hraðsending af flatkökum í nesti, sem ávallt stóðu fyrir sínu. Fjölskylduboð á jóladag var einnig fast- ur punktur í tilverunni og þar var veisluborðið ávallt drekkhlaðið, m.a. af hinum margrómuðu soðkökum sem amma var hvað fræg- ust fyrir. Amma hafði mjög gaman af bingó og var þekkt fyrir að raka saman vinningum í þeim leik. Það þýddi ekkert að fara með henni á bingó með vonir um að vinna eitthvað sjálf- ur. Ég held að hún hafi haldið upp- teknum hætti í þeim efnum á elli- heimilinu. Hin seinni ár ömmu, þrátt fyrir að líkaminn væri eitthvað farinn að malda í móinn, gafst amma aldrei upp og var að sauma og föndra fram á síðasta dag. Þrátt fyrir að líkaminn hafi ekki haft næga orku til að halda í við hana ömmu hin síðari ár, hélt hún andlegri heilsu alveg fram á síðasta dag og var ótrúlegt hvað hún var með fjölskyldutréð á hreinu þó stórt væri. Það var yndislegt að amma fann ástina á nýjan leik á elliheim- ilinu með honum Ingimar og viljum við senda honum hinar bestu sam- úðarkveðjur og þakkir fyrir að vera eins yndislegur og hann var við hana ömmu. Ef við gætum fengið einn dag í viðbót með henni ömmu myndum við segja henni hvað okkur þótti óskap- lega vænt um hana, þakka henni fyr- ir allt sem hún gerði fyrir okkur þessi fjölda mörgu ár og segja henni hvað það var okkur mikils virði. Eitt- hvað sem svo sannarlega hefði mátt segja oftar á meðan hún var á lífi. Kannski Guð komi því til skila fyrir okkur. Karel, Jörundur og Hildur Hrönn. Gömul kona sem ólst upp á næsta bæ við Þykkvabæjarklaustur sagði eitt sinn við mig að hvergi hefði hún séð eins stórar og fallegar sóleyjar og sóleyjarnar sem uxu í hlaðvarp- anum á Þykkvabæjarklaustri. Það var á þessum bæ sem frumburður hjónanna Hildar Jónsdóttur ljós- móður og Sveins Jónssonar bónda fæddist hinn 26. maí 1913 og var hún skírð nafni formóður sinnar, Sigríð- ur, nafnið Sóley var vafalaust sótt til blómanna fögru í hlaðvarpanum. Og það var við hlaðvarpann á Þykkva- bæjarklaustri sem hún óx upp og blómstraði til 22ja ára aldurs að und- anskildum fjórum árum sem hún var til heimilis með foreldrum sínum í Skaftártungu. Sigríður Sóley „Sigga“ eignaðist sex systkini á 19 árum, auk þess voru á heimilinu afi og ömmur og fleira fólk. Hún þurfti því ung að taka til hendinni við heimilis- og bústörf og taka að sér hússtjórn, þegar móðir okkar var fjarverandi vegna ljós- móðurstarfa. Þó að skólaganga væri ekki löng voru heimilisstörfin góður skóli m.a. til matargerðar, fatasaums og annarra hannyrða. Árið 1935 giftist Sigríður Sóley Karli Óskari Guðmundssyni, útgerð- armanni og skipstjóra á mb. Ársæli VE 8, og fluttist til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu til ársins 1946. Á þessum árum voru skýr skil milli vertíða og á sumrin fór Karl Óskar alltaf til síldveiða fyrir Norðurlandi. Það var meginástæðan fyrir því, að á hverju vori kom hún austur að Þykkvabæjarklaustri og dvaldi þar fram á haust. Ég minnist þess sem sjö ára patti, þegar hún kom austur með lítinn ljóshærðan hrokkinkoll með sér, Viðar að nafni. Við yngri systkinin og Viðar urðum leikfélagar og ólumst upp saman eins og systk- ini og árið 1941 bættist Svanhildur í hópinn. Í minningunni var Sigríður gagnvart mér meira í móður- en systurhlutverki og í fyrstu langferð- inni minni, þegar ég fór í Flensborg- arskólann, var hún með í för mér til halds og trausts. Árið eftir að fjölskyldan flutti frá Þykkvabæjarklaustri að Skeggja- stöðum í Mosfellssveit flutti Sigríður og fjölskylda þangað frá Vestmanna- eyjum og bjuggu þar um tíma í sam- býli við foreldra okkar og fjölskyldu. Þar eignuðust þau þriðja barnið, Hrafnhildi. Þar var oft margt um manninn og mikið ættarmót á sumr- in, því að fjölskyldur Eiríks Orms- sonar og Rannveigar móðursystur okkar bjuggu þar öll sumur og var oft glatt á hjalla. Næst var heimili þeirra í Grafar- holti sem þá var í Mosfellssveit. Leigðu þau þar íbúð hjá Bryndísi Birnir og bjuggu þar í 7 ár. Tókst mikil og einlæg vinátta milli fjöl- skyldnanna beggja. Foreldrar okkar fluttu í lítið hús í túninu í Grafarholti, svo að aftur varð heimili Sigríðar samkomustaður fjölskyldunnar og meðan ég var einhleypur fannst mér sjálfsagt að hún þvæði minn þvott og straujaði skyrtur. Í Grafarholti eign- uðust þau fjórða barnið, Guðmund. Í fjölmennu heimili voru annir miklar og ég man aldrei eftir að hafa séð Sigríði ganga til hvíldar að kvöldi, því að þegar aðrir gengu til hvíldar fór hún að þvo þvotta eða sauma föt. Eftir þetta bjó fjölskyldan í Reykjavík, lengst af í Vörðufelli 48. Við systkinin og börn okkar minn- umst sérstaklega jólahátíðanna sem Sigríður og Karl buðu til á jóladag. Á þessum árum gaf Sigríður sér tíma til að vinna við hugðarefni sín með því að stunda saumaskap. Árið 1986 dó Karl Óskar, hafði verið á sjó til sjötugs en fékk að njóta landvistar í 5 ár. Árið 1996 fékk Sigríður alvar- legt áfall og lamaðist öðrum megin, en náði því að dvelja heima næstu ár- in. En eftir fleiri áföll var hún bundin við hjólastól og dvaldi síðustu árin í góðu yfirlæti á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð. Hún var svo heppin að fá að halda andlegu heilbrigði, með þrautseigju og góðri lund tók hún fullan þátt í öllu sem í boði var og handmálaði listilega fallega dúka sem hún gaf afkomendum sínum. Hún fylgdist vel með öllum fjölskyld- um systkina sinna og var önnum kaf- in við að bjóða í 90 ára afmælið sitt þegar hún sofnaði svefninum langa í stólnum sínum. Við systkinin og fjölskyldur þökk- um okkar elskulegu systur allar samvistirnar, við þökkum starfsfólk- inu í Holtsbúð frábæra vináttu og þjónustu, sambýlisfólkinu ánægju- stundirnar og alveg sérstaklega hennar ástkæra vini, Ingimari Magnússyni, umhyggju og ást. Guð blessi minningu Sigríðar Sól- eyjar. Einar S.M. Sveinsson. Elsku Róshildur langamma er dáin. Okkur finnst það sorglegt en það er svo frábært að hafa átt hana sem langömmu og allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem við áttum með henni. Minnisstæðar eru ferðirnar í Litlu kaffistofuna en þangað vorum við alltaf tilbúin að fara þegar stungið var upp á. Toppurinn var þegar langamma splæsti í pylsur en þær voru hennar uppáhald eins og okkar. Í mörg ár hefur hún verið hjá okkur á gamlárskvöld. Það var svo gaman að horfa á flugeldana með henni, hún var líka alltaf svo fín. Við vonum að nú þegar langamma Róshildur er komin til himna sjái hún alla flugelda heims- ins á næsta gamlárskvöld. Við von- um líka að þegar hún kemur inn fyr- ir Gullna hliðið þá sé þar veit- ingahús líkt og Litla kaffistofan. Og ekki væri verra að þar sætu langafi Benedikt, Sveinbjörn og Páll Briem og allir hinir sem henni þótti vænt um. Jóhanna Margrét og Rúnar Örn. Elsku amma Róshildur. Mér þykir svo sárt að þú sért far- in. Við áttum mjög góðar stundir saman en þú varst orðin svo gömul og veik að það var gott fyrir þig að deyja, en samt er það svo sorglegt. Ég vona að þér líði vel hjá afa Sveinbirni og langafa Benedikt og ég er viss um að þeir hafa tekið vel á móti þér. Þín langömmustelpa Auður. Hún Róshildur frænka okkar er látin á 93. aldursári en bjartar minningar um elskulega og glæsi- lega konu munu lifa áfram í huga okkar. Eftir lát föður okkar árið 1954 flytjum við frá Gunnarsholti til Reykjavíkur. Fjölskyldur foreldra okkar í Reykjavík tóku okkur opn- um örmum og hjálpuðu okkur á alla lund. Róshildur og Benedikt hýstu okkur á Hofteignum um tíma með- an móðir okkar byggði á Selvogs- grunninum og æ síðan voru mikil og góð tengsl milli fjölskyldnanna. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg liðinna ára. Rós- hildur var Skaftfellingur í húð og hár og alin upp í stórum systkina- hópi á Ásum í Skaftártungu og síð- an á Norður-Fossi í Mýrdal. Hún var gædd miklum mannkostum, góðum gáfum, velviljuð og vinaföst. Hún var ákaflega stolt kona, trygg vinum sínum og afar heilsteypt manneskja, ól upp og kom til manns myndarlegum hópi barna þeirra Benedikts. Róshildur var hreinskiptin, sagði skoðanir sínar tæpitungulaust, oft nokkuð stóryrt eins og Skaftfellingi sæmir en hjartahlý og einstaklega trygg ættingjum sínum og vinum. Hún hélt ávallt reisn sinni í gegnum erfiðleika lífsins, sem hún fékk sinn skerf af. Kjarkurinn var óbilandi og sem dæmi um það tók hún bílpróf þegar hún var komin vel á sjötugs- aldur. Síðar kynntist hún Páli Briem og stundaði hestamennsku með honum þar til hann féll frá þeg- ar hún var áttatíu og níu ára gömul, geri aðrir betur. Hún ætlaði sér ekki að lúta í lægra haldi fyrir Elli kerlingu. Um síðir flutti hún á dvalarheim- ilið á Dalbrautinni og dvaldi þar til yfir lauk við ákaflega gott atlæti starfsfólksins. Fjölskyldan, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfa konu með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana svo lengi. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu Róshildar frænku og sendum dætrum hennar og fjöl- skyldum, vinum og vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sveinn Runólfsson, bræður og fjölskyldur.  Fleiri minningargreinar um Rós- hildi Sveinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.