Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún MargrétHallgrímsdóttir fæddist á Droplaug- arstöðum í Fljótsdal 27. maí 1948. Hún lést af völdum slys- fara á Landspítalan- um í Fossvogi fimmtudaginn 15. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Hallgrímur Helga- son, f. 19.8. 1909, d. 30.12. 1993, og Lauf- ey Ólafsdóttir, f. 31.5. 1912. Systkini Guðrúnar eru Helgi, Ólafur Þór, Agnar, Guðsteinn og Bergljót. Árið 1967 giftist Guðrún Þórarni Kristjánssyni, þau skildu 1997. Þeirra börn eru: 1) Þóra Reg- ína, f. 10.8. 1967, sambýlismaður Guðrún ólst upp á Droplaugar- stöðum í Fljótsdal. Var búsett á Akureyri frá 1967. Flutti til Sví- þjóðar 1970 og bjó þar í 6 ár. Bú- sett á Akureyri frá 1976. Guðrún vann lengst af sem ritari á ýmsum stofnunum á Akureyri. 1977 fór hún að vinna hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar. Frá 1980 vann hún á Fræðsluskrifstofu Norðurlands. 1986 varð hún ritari samnorræna verkefnisins, Brjótum múrana, BRYT. Um 1990 byrjaði hún að vinna hjá Byggðastofnun á Akur- eyri og síðan um tíma á bókasafni Verkmenntaskólans og stundaði þá jafnframt nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík en sein- ustu árin var hún ritari Giljaskóla á Akureyri. Guðrún starfaði mikið með Kvennaframboðinu á Akur- eyri 1982 og síðar með Kvennalist- anum. Guðrún var félagi í Hesta- mannafélaginu Létti og sat þar í stjórn um tíma. Útför Guðrúnar fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Jonathan Kleinman, barn þeirra er Alex- ander, f. 16.4. 2002. 2) Jarþrúður, f. 2.7 1969, sambýlismaður Theo- dór Kristjánsson, barn þeirra er Þórarinn Jó- hann, f. 9.3. 2002. 3) Ninna Margrét, f. 23.5 1980, sambýlismaður Ingi Björn Ingason. Árið 1997 hóf Guð- rún sambúð með Jón- asi Bergsteinssyni og bjuggu þau í Lang- holti 14 á Akureyri. Börn Jónasar eru: 1) Berglind Judith, f. 1.11. 1976, sam- býlismaður Davíð Rúnar Gunnars- son, börn þeirra Daði Hrannar, f. 27.5 1998, og Valgarður Nói, f. 19.2 2001. 2) Ómar Valur, f. 9.12. 1992. Barn á sólarsíðu heims sestu niður að skrifa, hripaðu kvæði með korða seims um hvernig það er að lifa! (Guðrún Hallgrímsdóttir.) Þegar við fæðumst úthlutar lífið okkur mörgum hlutverkum í sam- ræmi við þær aðstæður sem bíða okkar. Eitt af hlutverkunum hennar Gunnu var að vera stóra systir. Frá upphafi var hún fastur punktur í lífi mínu, ráðagóð, framkvæmdasöm og stjórnsöm. Frá upphafi öfundaði ég hana af ýmsu. Hún var til dæmis köll- uð svo mikið sem þrem nöfnum; bræður okkar kölluðu hana Stelpuna, foreldrar okkar og ég kölluðum hana Gunnu og amma mín kallaði hana Möggu, því hún var skírð í höfuðið á dóttur hennar sem dó ung og var kölluð Magga. Ég gat ekki státað af neinu slíku en ég leit mikið upp til stóru systur og leitaði til hennar til að fá svör við flestu. Það gat hins- vegar brugðið til beggja vona með úrlausn, því ef henni þóttu spurning- arnar heimskulegri en góðu hófi gegndi, fékk ég bara athugasemdina „hálfviti“ með sérstakri áherslu á „hálf“. Ég lærði því fljótt að skyn- samlegar ályktanir skiluðu meiru en óígrundað blaður. Þó að á okkur væri 4 ára aldursmunur fylgdi ég henni eins og skugginn öll okkar bernsku- ár. Hefur hún líklega ekki alltaf verið hrifin af því, en lét kyrrt liggja og vandi mig snemma við að steinþegja um það sem við tókum okkur fyrir hendur. Hvort sem það var að laum- ast frá því sem við áttum að gera og fara að sulla við ána með Jóni Óla, frænda okkar, sem var sumarstrákur á næsta bæ eða klifra í klettunum, sem var bannað, eða taka 3ja vetra tryppið hann Mósa, beisla hann og fara á bak þegar foreldrar okkar voru að heiman. Aldrei reiddist Gunna við mig eða skeytti skapi sínu á mér en hún var dálítið stríðin og fannst stundum gaman að hleypa mér upp, þar til ég réðst á hana með hnúum og hnefum. Hún gerði mér líka snemma ljóst að það væri aum- ingjaskapur að vera að væla til dæm- is ef maður meiddi sig og tilfinninga- semi sýndi hún mér aldrei og hún hafði um sig einhvern hjúp sem stoppaði mig af að leita huggunar hjá henni. Hún kenndi mér því að vera hörð. Frá því ég man eftir voru allir leik- ir okkar tengdir einhverjum fram- kvæmdum; brúðuleikir snerust upp í að sauma föt á brúðurnar en leikir í búinu okkar voru þó fjölbreyttastir því þar var mikill búskapur og ferða- lög á hestum, sem voru kindaleggir. Við beisluðum þá og þeystum langar leiðir til aðdrátta eða bæjaferða en á þykjustubúskaparárum okkar var heil sveit í kringum búið okkar á Bjöllustöðum. Auðvitað áttum við þá strax okkar uppáhaldsgæðinga. Við máluðum þá oftast rauða með lita- steinum sem við fundum við Fljótið. Við komum líka oft við í smíðahúsinu heima, því margs þarf búið við, og fengum ávítur frá föður okkar að vera að sóa nöglum og nýtilegum spýtum í óþarfa. Okkar bestu stundir áttum við þó í kringum alvöru hestana. Ég minnist hinnar villtu gleði sem fólst í því að ná klárunum, beisla þá og skríða á bak, þegar við vorum sendar að sækja þá. Oft voru þeir uppi í fjalli og þá var nú heldur betur sprett úr spori niður brekkurnar og gátu þau ferðalög endað með því að önnur hvor eða báðar rúlluðu af baki, eink- um þegar við tvímenntum og ég sat fyrir aftan. Ég fékk þá stundum snuprur frá Gunnu fyrir að hafa hangið svo fast í henni að hún missti jafnvægið. Á veturna teiknuðum við hesta og límdum á pappa og klipptum út og lékum okkur með. Það voru flottir gæðingar í mínum augum, sérstak- lega þeir sem Gunna teiknaði. Okkur dreymdi líka, bæði í svefni og vöku, að við ættum hvor sinn hest. Það voru ekki neinir brúkunarklárar heldur nánast guðlegar verur sem mundu standa altygjaðar fyrir neðan gluggann okkar þegar við vöknuðum. Stundum áttu þeir að vera með hnakk og beisli, stundum með aktygi og vagn. Um þetta ræddum við löngum stundum. Gunna varð snemma fullorðin og fannst þá leikir vera barnalegir en hún vann mikið, einkum innanhúss. Hún hefur þó líklega þurft meira at- hafnafrelsi því hún var oft geðvond og hélt mér í meiri fjarlægð frá sér en áður. Hún notaði þó vel þau tæki- færi sem buðust á frekar fátæku sveitaheimili, lærði öll húsverk, las flestar bækur sem til voru og spilaði á harmonikku og orgel eftir eyranu. Hún var mikil handavinnukona og reyndi ég að fylgja henni eftir í því eins og öðru. Það gekk þó illa, því að þegar ég var orðin fær um að prjóna barnasokka var hún farin að prjóna peysur á sig og mig og þegar ég gat bögglað saman pilsi á dúkkurnar var hún farin að sauma buxur og jafnvel yfirhafnir á okkur. Veturinn áður en ég byrjaði í barnaskóla var hún látin kenna mér, þar sem hún var heima vetrarpart til að undirbúa sig fyrir að komast í Menntaskólann á Akureyri, sem þá var ennþá með gagnfræðadeild. Systir mín var í síðasta árganginum áður en gagnfræðadeildin var lögð niður við MA. Hún var svo kröfu- harður kennari að síðan hefur mér ekki þótt neinn skóli erfiður. Ég átti t.d. að skrifa ritgerð í hverri viku, eða það sem þá hét heimastíll, og hún ákvað sjálf um hvað ég skyldi skrifa og setti ritgerðarefnið efst á blaðið. Ég reyndi eins og ég gat að standa undir þessum kröfum en einu sinni lenti ég eitthvað út fyrir efnið og man ég ennþá gustinn sem mér fannst leggja af hendi systur minnar, sem setti blátt strik yfir upphaflega nafn- ið og krotaði í staðinn það heiti sem henni fannst passa við þetta ómark- vissa rugl. Löngu seinna lærði ég um mikilvægi þess fyrir þroska barna, að hafa möguleika á að fást við viðfangs- efni sem eru aðeins ofar þeirra þroskastigi, og þá varð mér ljóst hve góð áhrif kennsla stóru systur hafði fyrir þroska minn. Ef Gunna hefði verið barn í dag mundi hún án efa vera það sem nú er kallað afburðagreint barn en á okkar stað og tíma voru hæfileikar barna varla umræðu virði og stóra systir fékk engan bónus fyrir hversu af- burða vel hún var af Guði gerð. Gunna fór um fermingu til Akur- eyrar og dvaldi hjá bróður okkar og mágkonu, passaði börnin þeirra, fór síðan í skóla þar og var lítið heima eftir það. Af og til gátum við þó sinnt okkar aðaláhugamáli, hestamennsk- unni, einkum í tengslum við göngur á haustin. Á þeim árum var áhugi á hestum á hraðri niðurleið og hestur- inn búinn að missa sinn sess sem þarfasti þjónninn en ekki búinn að fá það lífsstílshlutverk sem hann hefur í dag. Áhugamál Gunnu beindust því smám saman að öðru og táningsárin tóku við. Systir mín var frá barns- aldri lagleg stúlka og hún var bráð- þroska og á unglingsárunum bættist við einhvers konar útgeislun, sem fylgdi henni alla tíð. Ég fylgdist úr dálítilli fjarlægð, en af mikilli for- vitni, með hennar strákamálum en var nú löngu hætt að láta mig dreyma um að standa henni jafnfæt- is. Hápunkturinn var þegar hún kom heim með Tóta á drapplita Volvón- um. Tóti hét reyndar Þórarinn og varð maðurinn hennar Gunnu. Þetta var sumarið sem ég fermdist og hún systir mín tók að sér af röggsemi að pússa mig upp svo ég yrði svolítið glansleg á fermingardaginn; meðal annars tók hún hárið á mér og setti í það rúllur í heila viku til þess að vera búin að „venja“ það fyrir „túperingu“ sem þá var tískugreiðslan. Hún lést ekki einu sinni sjá hvað hin hársára litla systir kvaldist og píndist undir þessum fegrunaraðgerðum. Einnig tók hún að sér að útbúa mig fyrir að fara að heiman í skóla veturinn eftir og þau Tóti fóru með mig niður í Nes- kaupstað, þar sem helstu tískubúð- irnar voru á þeim tíma. Hún valdi sjálf fötin og lét mig bara máta og sparaði ekkert til með útgjöldin svo föður okkar fannst meira en nóg um. Henni var það því að þakka hve ég var, fram yfir eigin verðleika, vinsæl á kvennavistinni á Eiðum veturinn eftir, einkum á laugardagskvöldum þegar verið var að skiptast á fötum fyrir ball. Þegar ég byrjaði í skóla á Akureyri var sjálfsagt að ég byggi hjá stóru systur, sem var sest þar að með Þór- arni og dætrum þeirra tveim. Þetta var góður vetur fyrir ungling sem var að fara í alvörunni út í lífið. Gunna hélt uppteknum hætti og sá um að ég ætti föt og liti sómasamlega út með því að sauma á mig. Hún reyndi einn- ig að hafa áhrif á andlegan þroska minn með því að leggja mér lífsregl- urnar varðandi stjórnmálaskoðanir og fleira en nú fór okkur að greina á og við fórum að stunda langar rök- ræður, sem enduðu oftast í tíma- þröng en ekki með því að önnur sann- færði hina. Fljótlega fluttu systir mín og fjölskylda til Svíþjóðar og bjuggu þar í 6 ár. Samband okkar varð þá mest bréfleiðis og þar kynntist ég nýrri hlið á systur minni, sem hún hafði aldrei sýnt mér áður en það var tilfinningahliðin. Systir mín var að GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR ✝ Sigríður Ingv-arsdóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1934. Hún andaðist á líknardeild Landa- kotsspítala 16. maí síðastliðinn. For- eldrar Sigríðar voru Ingibjörg Jónsdóttir frá Oddagörðum í Gaulverjabæjar- hreppi, f. 7. nóv. 1893, d. 29. júlí 1939, og Ingvar Þor- varðarson múrara- meistari frá Meðal- holtum í Gaulverja- bæjarhreppi, f. 3 ágúst 1891, d. 5. ágúst 1981. Systkini Sigríðar eru Jón, f. 7. júlí 1918, d. 22. júní 2000, Ingveldur Anna, f. 28. marz 1920, Jóni Pétri Ragnarssyni, f. 4. marz 1929. Foreldrar hans voru Andr- ea F. G. Jónsdóttir, f. 18. okt. 1909, d. 28. sept.1972, og Ragnar J. Lárusson, f. 8. maí 1907, d. 11. júní 1971. Sonur Sigríðar og fóst- ursonur Jóns er Gísli Björgvins- son, Gíslasonar, f. 24. júlí 1961. Sambýliskona hans er Erna Mart- insdóttir, f. 3. júlí 1963. Börn þeirra eru Jón Pétur, f. 28. nóv. 1993, og Ólöf Erna, f. 25. júlí 1997. Ung lærði Sigríður hárgreiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík og varð síðar hárgreiðslumeistari og rak eigin hárgreiðslustofu. Eftir um fimmtán ára starf í því fagi, vann hún verzlunarstörf nokkurn tíma, en síðustu 25 árin starfaði hún hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, tannlæknadeild, eða allt þar til hún varð að hætta störfum vegna veikinda fyrir fimm árum. Útför Sigríðar verður gerð frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Ástríður, f. 3. júní 1921, Ingibjörg Vig- dís, f. 14. júlí 1924, d. 23. okt. 1981, Fríða, f. 15. des. 1929, og Magnea, f. 14. apríl 1933, d. 12. okt. 1997. Eftir að móðir Sig- ríðar lézt 1939, tóku hjónin Guðrún Sæ- mundsdóttir, f. 19. febrúar 1909, d. 24. sept. 1993, og Gísli Markússon, f. 25. nóv. 1903, d. 18. maí 1964, þær systur Sigríði og Magneu í fóstur, en þau hjón voru barnlaus. Bjuggu þau ýmist í Reykjavík eða á Stokkseyri. Sigríður giftist 4. apríl 1964 Elsku tengdamóðir mín, hún Sirrý, er látin eftir langa og harða baráttu við erfið veikindi sín. Þrátt fyrir að við höfum vitað að hverju stefndi þá er maður aldrei viðbúinn manninum með ljáinn þeg- ar hann kemur og sækir þá sem okk- ur þykir svo vænt um. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að hún eigi ekki eftir að hringja í okkur og tala við sólargeislana sína, Jón Pétur og hana Ólöfu Ernu. Við eigum ekki eftir að fara fleiri ferðir í Kringluna og á kaffihús eins og við gerðum svo oft. Við spjölluð- um mikið saman um lífið og tilveruna í þessum ferðum okkar. Mig langar til að þakka þér og Jóni fyrir það hversu vel þið tókuð á móti mér í fjölskylduna þegar Gísli sonur ykkar kynnti mig og ætíð reyndust þið okkur svo vel. Ég hefði ekki getað eignast betri tengdaforeldra en ykkur. Nú eigum við góðar minningar sem munu hjálpa okkur í framtíð- inni. Hvíl í friði, elsku Sirrý mín. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin eftir mjög langa og erfiða baráttu, en aldrei kvartaðir þú. Það var ekki til í þinni orðabók að kvarta þrátt fyrir áralanga baráttu sem jafnvel fróðustu menn skildu ekki hvernig þú seiglaðist í gegnum árin og ekkert virtist geta feykt þér um koll. Þú sýndir okkur að það eru oft mestu hetjurnar sem lítið ber á í líf- inu. Þú sýnir okkur hvílíkan styrk að við fylltumst undrun og stolti yfir þreki og viljastyrk þínum sem ekk- ert virtist geta hnikað. Hvíl í friði, elsku Sirrý mín, og guð geymi þig. Þakka þér fyrir allt. Þín tengdadóttir, Erna Martinsdóttir. Elsku amma. Nú ertu komin til englanna og líð- ur vel og ert ekki veik lengur. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa. Vertu alveg róleg þarna uppi. Við hugsum um afa með mömmu og pabba. Elskum þig alltaf. Þín barnabörn Jón Pétur Gíslason og Ólöf Erna Gísladóttir. Látin er mágkona mín Sigríður Ingvarsdóttir eftir langvinna bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Á kveðjustundu rifjast upp ára- tuga samskipti og góðar samveru- stundir. Sirrý kynntist ég fyrst sem vinkonu systur minnar Rögnu og síð- ar sem eiginkonu Jóns Péturs, bróð- ur míns. Upp í hugann koma minn- ingar um góða konu, glaðlynda og vinfasta, sem stóð jafnan þétt með sínum og sýndi í verki hjálpsemi og vináttu þegar á þurfti að halda. Þótt Sirrý ynni lengst af utan heimilis var heimilið fyrst og fremst hennar vettvangur og átti hug henn- ar allan. Velferð eiginmanns og son- ar skiptu mestu máli og síðan bætt- ust við Erna og sonarbörnin, Jón Pétur og Ólöf Erna. Ekki þurfti að tala lengi við Sirrý til þess að finna hve hún naut ömmuhlutverksins og var stolt af sonarbörnunum. Hún tókst á við sjúkdóm sinn af mikilli hugarró og ótrúlegum dugn- aði. Kom þá best í ljós hve vel gerð hún var og sterk, bæði andlega og líkamlega. Oft stóðu vonir til þess að hún hefði yfirunnið sjúkdóminn en svo sótti jafnan í sama far. Þegar kom að lokabaráttunni fékk hún þá ósk uppfyllta að dvelja í heimahúsum fram undir það síðasta. Þá reyndi á eiginmann hennar sem annaðist hana af mikilli umhyggju. Tengdafólk Sigríðar, systkini Jóns Péturs og fjölskyldur þeirra, minnast hennar af miklum hlýhug og þakka ljúfa samveru. Við Halldóra sendum Jóni Pétri, Gísla, Ernu og sonarbörnunum inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Ingv- arsdóttur. Sveinn H. Ragnarsson. Elsku frænka ég held að við höf- um átt margt sameiginlegt, svo sem ömmu Maggý sem var systir þín, kis- ur og auðvitað hárgreiðsluna sem við gátum talað svo mikið um. Þegar ég ákvað að verða hár- greiðslukona eins og þú vorum við báðar svolítið montnar af ákvörðun minni. Einu sinni vantaði mig gæslu fyrir Tinnu, köttinn minn, þá kom enginn annar til greina því þú kunnir kisu- mál sem ekki margir aðrir kunnu. Það var margt í fari þínu sem ég vildi gera að mínu og þá sérstaklega umburðarlyndið, fordómaleysið og síðast en ekki síst húmorinn þinn. Ég er viss um að amma Maggý tekur vel á móti þér elsku Sirrý, hvíl þú í friði. Elsku Jón, Gísli, Erna, Jón Pétur yngri og Ólöf Erna, Guð geymi ykk- ur og styrki ykkur í sorginni. Maggý Sif. SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.