Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 27

Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 27 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396 Íbúðareigendur í Sólheimum 25 og 27 Ég hef verið beðinn um að leita eftir 3ja herb. íbúð í Sólheimum 25 eða 27 fyrir aðila, sem er tilbúinn að gefa allt að 10 til 12 mánuði í afhendingartíma. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband og ég mun fúslega veita allar nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! FJÓRIR nemendur í 8. og 9. bekk Varmalandsskóla í Borgarfirði hafa undanfarið skrifað fréttir úr skólastarfinu og tekið viðtöl við samnemendur, sem fara út um héraðið í starfskynningu og í ferðalög. Greinarnar birtast svo á sérstakri heimasíðu sem verið er að útbúa í skólanum. Þetta er hluti af verkefni sem kallast „Sérstaða sveitaskóla“ og er svar við leng- ingu skólaársins. Hugmyndin varð upphaflega til sem samstarfsverk- efni við þrjá aðra grunnskóla á Norðurlandi, með það að leiðar- ljósi, að nemendur stundi nám ut- an skólastofunnar og þá í tengslum við hið daglega líf. Fá birta grein í bandarísku blaði Fréttamennirnir heita Eggert Kristjánsson, Hallgrímur Eggerts- son, Stefán Bjartur Runólfsson og Hjalti Þórhallsson, en þeir starfa undir leiðsögn kennara sinna, Ingibjargar Daníelsdóttur og Guð- rúnar Finnbogadóttur, sem hafa haft veg og vanda að þessu verk- efni. Eggert og Stefán spjölluðu við fréttaritara Mbl. ásamt kenn- urum sínum. Þeir segjast fara í fréttaöflun og taka myndir á stafræna myndavél skólans. Sumar greinar eru unnar í samvinnu en líka er viss hlut- verkaskipting. Þegar búið er að semja efnið, þarf að koma því á prent og á heimasíðu skólans, ásamt myndum. Þar bjargar Hjalti oft málum, en hann er aðal mynda- og tæknimaðurinn í hópnum. Stef- án og Eggert segjast hins vegar vera mest í að skrifa niður viðtöl og taka myndir. Stefán, Eggert og Hallgrímur búa á Bifröst eins og stór hluti nemendanna, en börn starfsfólks og nemenda á Bifröst koma mörg hver úr þéttbýli og eru e.t.v. að kynnast starfsháttum á sveitabæjum í fyrsta skipti. Pilt- arnir segja að hópurinn hafi ekki verið sérlega náinn fyrir verkefnið en samstarfið gangi vel. Stefán fór með yngri krökkunum í veiðiferð að Hreðavatni og birtist viðtal við fjóra krakka á fréttavef skólans. Eggert segir það mikilvægt að fá þjálfun í vinnubrögðum og báðir telja þeir sig hafa lært mikið af þessu verkefni. Hópurinn vann saman grein upp úr þremur frétt- um um starfskynningu á bænum Síðumúlaveggjum, og fengu kenn- arana til að hjálpa sér við að þýða hana á ensku. Greinina munu þeir síðan fá birta í blaðinu „Village Voice“ í Bandaríkjunum. Kynnast starfsháttum í sveitinni Eins og piltarnir og kennarar segja vantar nemendur innsýn í störf foreldra sinna vegna breyttra starfshátta og lengra skólaárs. Börnin eru minna heima við að að- stoða t.d. við sauðburð og önnur vorverk. Einnig eru margir for- eldrar sem vinna utan heimilisins. Á Varmalandi er reynt að mæta þessu með starfskynningu og nokkurs konar rannsóknarverk- efnum í leiðinni fyrir 7., 8. og 9. bekk. Nemendurnir fara út úr skólanum í 4–5 daga, á bæi í sveit- inni og í fyrirtæki til að kynnast starfsháttum. Þau halda dagbók og þurfa síðan að skila verkefnum sem tengjast viðkomandi störfum. Börnin hafa m.a. kynnst sauðburði og vigtun lamba, starfað með dýralækni og uppfræðst um sauð- fjársjúkdóma, kynnst störfum í Framköllunarþjónustunni í Borg- arnesi, sinnt æðarvarpi, unnið við hestaleigu, smíðað og rafsoðið. Fréttahópurinn fór á héraðs- fréttablaðið Skessuhorn og fékk m.a. birt viðtal við nemendur sem fóru í gönguferð að Langavatni og grein um sérstöðu sveitaskóla. 10. bekkur fer í starfskynningu eins og tíðkast í öðrum skólum, en yngri börnin fara í dagsferðir og vinna þemaverkefni í skólanum. Grunnskólanemar fræð- ast um fréttamennsku Varmalandi. Morgunblaðið. Fréttamennirnir Stefán B. Runólfsson og Eggert Kristjánsson fara yfir birtar greinar, en þeir hafa meðal annars skrifað fréttir úr skólastarfinu. Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga heldur aðalfund sinn í dag, mánudag, kl. 20 í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7 í Reykjavík. Efni fund- arins eru hefðbundin aðalfund- arstörf, kjör nýrrar stjórnar og önn- ur mál. Stjórn félagsins hvetur foreldra sem annað áhugafólk til að mæta á fundinn. Í DAG Kynningarfundur um visthópa- starf Landverndar Þátttakendur í visthópnum Orkuboltar halda kynningarfund um visthópastarfið í Foldasafni í Grafarvogskirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 20.30. Vist- vernd í verki er alþjóðlegt um- hverfisverkefni fyrir heimilin. Markmið þess er að hvetja og styðja fólk til vistvænna heim- ilishalds og lífsstíls og stuðla þann- ig að sjálfbæru samfélagi. Það eru sveitarfélögin, í samvinnu við Landvernd, sem bjóða íbúum til þátttöku í verkefninu sem tekur yf- ir u.þ.b. tvo mánuði í senn. Þátttak- endur Orkuboltanna munu á fund- inum segja frá því hvaða gagn þeir höfðu af því að taka þátt í visthópi. Boðið verður upp á léttar veitingar. ZEN-fyrirlestur verður í Gerðu- bergi á morgun, þriðjudaginn 27. maí kl. 20. Zenmeistarinn Jakusho Kwong-Roshi mun fjalla um hina nýútkomnu bók, „No Beginning No End“. Einnig les hann kafla úr bókinni og svarar spurningum áheyrenda um Zen-iðkun. Roshi mun árita bókina í lok fyrirlestrar. Á MORGUN AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.