Morgunblaðið - 26.05.2003, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 29
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert góður skipuleggjandi
með næmt auga fyrir smá-
atriðum og fólk reiðir sig
gjarnan á útsjónarsemi þína.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það getur verið erfitt að finna
réttu stundina til þess að
bera fram persónulegar
spurningar en þú ættir ekki
að þurfa að hafa af þessu
áhyggjur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu ekki misskilning um
stöðu þína verða til þess að
þú gerir eitthvað sem þér er
þvert um geð. Þegar allt kem-
ur til alls berð þú ábyrgðina.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft að taka meira tillit til
annarra og þarft að varast að
ganga yfir fólk, þótt boð-
skapur þinn sé góður. Leyfðu
öðrum að njóta sín.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Stattu upp og láttu til þín
taka. Það mun vekja eftirtekt
annarra og aðdáun og þú
færð tækifæri til að sannfæra
fjölda fólks um ágæti þitt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það eru alltaf einhverjir sem
ekki kunna að meta fram-
göngu þína. Það verður þá
bara svo að vera því enginn
getur gert svo öllum líki.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Nú er lag til að söðla um og
taka upp nýja háttu. Farðu
þér samt hægt, því þá eru lík-
ur til þess að þér takist ætl-
unarverkið, en óðagotið
skemmir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú lendir í þeirri aðstöðu að
yfirráð þín eru dregin í efa.
Láttu þetta ekki hafa áhrif á
starf þitt því þú munt upp-
skera laun erfiðis þíns.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Blindur er bóklaus maður svo
þú skalt bæta úr því að þú
hefur ekki í langan tíma get-
að gefið þér tóm til lestrar.
Taktu þér bók í hönd.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er svo auðvelt að taka
eigin skoðanir fram yfir ann-
arra en stundum hafa nú aðr-
ir eitthvað til síns máls ef vel
er að gáð. Viðurkenndu það
bara.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú verður að safna kjarki og
láta langþráðan draum þinn
rætast. Þiggðu ráð frá sér-
fræðingum og vinum sem
vilja aðstoða þig.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vinur þinn gæti gagnrýnt
rómantískan áhuga þinn á til-
tekinni manneskju. Þú þarft
ekki að réttlæta áhuga þinn á
þessari manneskju fyrir nein-
um.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sýndu samstarfsfólki þínu og
vandamálum á vinnustað þol-
inmæði í dag. Það er nokkur
spenna í vinnunni en hún
hverfur fljótt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
GÍGJAN
Um undrageim í himinveldi háu
nú hverfur sól og kveður jarðar glaum.
Á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali
og drauma vekur purpurans í blæ
og norðurljósið hylur helga sali,
þar hnígur máninn aldrei niður í sæ.
Þar rísa bjartar hallir sem ei hrynja
og hreimur sætur fyllir bogagöng
en langt í fjarska foldar þrumur drynja
með fimbulbassa undir helgum söng.
Og gullinn strengur gígju veldur hljóði
og glitrar títt um eilíft sumarkvöld,
þar roðnar aldrei sverð af banablóði,
þar byggir gyðjan mín sín himintjöld.
- - -
Benedikt Gröndal
LJÓÐABROT
50 Ára afmæli. Í dag,mánudaginn 26. maí,
er fimmtíu ára Haraldur
Reynir Jónsson fram-
kvæmdastjóri, Sævangi 48,
Hafnarfirði. Í tilefni af
þessum tímamótum ætla
Haraldur og fjölskylda að
bjóða ættingjum, vinum og
samferðafólki til veislu í
Turninum, Fjarðargötu 13–
15 í Hafnarfirði, miðviku-
daginn 28. maí kl. 20–24.
60 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 26. maí,
er sextug Svanhildur Guð-
mundsdóttir, starfsmaður
Sýslumannsins í Hafnar-
firði, til heimilis að Arnar-
hrauni 48, Hafnarfirði.
Eiginmaður hennar er Ólaf-
ur Ingólfsson.
Þau verða að heiman á af-
mælisdaginn.
„EF þú velur að trompa
út frá hundum, spilaðu þá
lægsta trompinu – annað er
óþrafa bruðl sem gæti kost-
að slag.“
Þetta er heilræði sem
keppnisspilarar kannast við
og fylgja í reynd. En það
eru svo sem tvær hliðar á
þessu máli:
Norður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ G985
♥ ÁK964
♦ 6
♣G72
Vestur Austur
♠ 1072 ♠ ÁK4
♥ DG82 ♥ 10753
♦ ÁG104 ♦ KD752
♣85 ♣3
Suður
♠ D63
♥ --
♦ 983
♣ÁKD10964
Spilið kom upp í Cavend-
ish-tvímenningnum og víð-
ast hvar spilaði suður fimm
lauf. Þar sem Eric Rodwell
var í suðursætinu gengu
sagnir þannig:
Vestur Norður Austur Suður
-- Pass 1 tígull 2 lauf
Dobl * 2 hjörtu Pass 3 lauf
Pass 4 lauf Pass 5 lauf
Pass Pass Pass
Vörnin getur tekið þrjá
fyrstu slagina, en vestur
valdi að trompa út – spilaði
út fimmunni, lægra spilinu!
Sagnhafi getur augljóslega
hent niður tveimur spöðum í
ÁK í hjarta, en hann mun
ekki ná að trompa nema
einn tígul og því verður
hann að fría fimmta hjartað.
Rodwell fann lausnina.
Hann „svínaði“ laufsjöunni í
fyrsta slag. Tók svo ÁK í
hjarta og stakk hjarta. Spil-
aði laufi á gosa og trompaði
enn hjarta. Það féll, svo
hann gat hent þriðja tígl-
inum heima niður í fimmta
hjartað.
Þetta var vel spilað hjá
Rodwell, en við skulum
huga aftur að heilræðinu í
upphafi.
Það er greinilega ekki út í
hött, því ef vestur kemur út
með laufáttu þarf sagnhafi
ekkert að hafa fyrir hlut-
unum. Með því að spila
fimmunni út þarf sagnhafi
að giska því að vestur gæti
auðvitað allt eins verið með
fimmu-þrist eins og áttu-
fimmu. Ekki satt?
Nei, raunar ekki. Úr því
að allir „expertar“ hafa tam-
ið sér að spila alltaf út
LÆGSTA trompinu sínu
getur vestur varla átt 5-3 –
hann myndi spila út þrist-
inum!
Brids er skondið spil.
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4
cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7
6. Be3 a6 7. Dd2 Rf6 8. O-
O-O Be7 9. f3 O-O 10. g4 b5
11. g5 Rh5 12. Rce2 g6 13.
Rg3 Rxd4 14. Bxd4 Rf4 15.
h4 e5 16. Be3 Hd8 17. Re2
Rh5 18. Rc3 Bb7 19. Df2 Rf4
20. Bb6 Dc6 21.
Bxd8 Bc5 22. Dd2
Hxd8 23. Rd5 Rxd5
24. exd5 Dd6 25. Kb1
Be3 26. Dg2 Dc5 27.
h5 De7 28. hxg6 fxg6
29. Bd3 d6 30. Hh4
Bxg5 31. Hg4 Bf6 32.
Hh1 Kf8
Staðan kom upp í
A-flokki minning-
armóts Capablanca
sem lauk fyrir
skemmstu í Havana
á Kúbu. Heimamað-
urinn Lenier Dom-
inguez (2603) hafði
hvítt gegn Alonso Zapata
(2543). 33. Bxg6! hxg6 34.
Hxg6 Bxd5 35. Hhh6 Bg7
36. Hh7 Hd7 37. Dg4 Df7
38. Hgxg7 Dxg7 39. Hxg7
Hxg7 40. Dc8+ Kf7 41. b3
Hg6 42. Dxa6 Bxf3 43.
Dxb5 Ke7 44. a4 Hg2 45.
Dd3 e4 46. Dd4 Hg5 47. De3
Hd5 48. Kb2 Kd7 49. b4
Hd1 50. a5 d5 51. Da7+ Ke6
52. a6 d4 53. Db7 og svartur
gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS
EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ
Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og
viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á
jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka
einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka
sjálfsmynd.
Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur.
Upplýsingar í síma 694 54 94
NÁMSK
EIÐ Í
SJÁLFS
TYRKIN
GU
Áhersluatriði:
• Að greina eigið samskiptamynstur
• Að efla öryggi og sveigjanleika
• Að ráða við vandasöm samskipti
• Að auka sjálfstyrk á markvissan hátt
Höfundar og leiðbeinendur námskeiðs eru
sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir
og Guðfinna Eydal.
Skráning í síma 562 3075
Netfang: psych.center@mmedia.is
SÁLFRÆÐISTÖÐIN
MEÐ MORGUNKAFFINU
Á ég að segja þér
dálítið skemmti-
legt, Kalli?! Ég
ætla að koma
með nýjan rak-
spíra í staðinn
fyrir skor-
dýraeitrið.
ÁRNAÐ HEILLA
ÞJÓNUSTA
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica
á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–
15. Upplýsingar í s. 563 1010.
BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S.
543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl.
17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga.
Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan
sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýs-
ingar í s. 1770.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka
í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika
og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn
sími.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og
stórhátíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl.
10–16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma
821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin
læknisþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–
17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.-
laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl.
8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins
kl. 8–24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24.
Sími 564 5600.
BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga
kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700.
Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232.
Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavakt-
ar.
NEYÐARÞJÓNUSTA
NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan
sólarhringinn, s. 525 1710 eða 525 1000.
EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólar-
hringinn. S. 525 1111 eða 525 1000.
ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar-
hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð.
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn
aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af
depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Full-
um trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum
símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjaf-
ar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og
aðstandendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross-
.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern
til að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430
tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan
skrifstofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sól-
arhringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
60 ÁRA afmæli. Þor-steinn Erlingsson,
skipstjóri og útgerð-
armaður, til heimilis í
Hrauntúni 3 í Keflavík,
verður sextugur miðviku-
daginn 28. maí. Af því tilefni
taka hann og kona hans,
Auður Bjarnadóttir, á móti
gestum í félagsheimilinu
Stapa frá klukkan 20 á af-
mælisdaginn.