Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 31

Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 31
karlleikarar, en sá síðarnefndi lést sviplega í bílslysi daginn eftir að myndin var valin á hátíðina, langt fyrir aldur fram. Kanadíski leikstjórinn Denys Arc- and hlaut verðlaun fyrir besta hand- ritið, að mynd sinni Innrás barbar- anna (Les invasion barbares) og besta leikkona hátíðarinnar kemur einnig úr þeirri mynd, Marie-Josée Croze. Myndin er framhald Hnign- unar ameríska heimsveldisins frá 1986 og fjallar um Rémy, dauðvona háskólaprófessor, sem nýtur þeirra forréttinda að fá að eyða síðustu dögum sínum með vinum sínum og vandamönnum. Í þessari sorglegu en um leið fyndnu og hjartnæmu mynd ræða þau saman um lífið og dauðann, fjölskylduna, kynslóðabilið og heimsmálin. Margir höfðu spáð myndinni sigri en hinn glaðbeitti Arcand sagðist ekkert taka það nærri sér, þeir sem fengjust við gamanmyndir, meistarar eins og Chaplin, hefðu ekki hlotið náð fyrir augum dómnefnda fyrr en á elliár- um. Arcand sagðist reyndar sann- færður um að gamanmyndir ættu mun minni séns á að fá æðstu verð- laun á kvikmyndahátíð, slíkar mynd- ir yrðu að sætta sig við minni veg- tyllur, eins og dómnefndarverðlaun, en Monty Python-hópurinn breski hlaut þau einmitt 1983 fyrir Tilgang lífsins. Hin 23 ára gamla Samira Makhmalbaf frá Íran vann dóm- nefndarverðlaunin í ár fyrir Klukk- an fimm síðdegis (Panj é asr), mynd um réttindarbaráttu ungra afg- anskra kvenna eftir fall talibana- stjórnarinnar. Leikstjórinn ungi þakkaði George Bush forseta og bandarísku þjóðinni fyrir að hafa frelsað afganskar konur úr ánauð og sagðist efast um að myndin fengist sýnd óklippt í heimalandi sínu, en vonist til að hún verði þó sýnd í fullri lengd í Afganistan, sem og öllum öðrum löndum. Myndin fékk einnig sérstök kirkjunnar verðlaun. Auk Gullpálmans og verðlauna í aðalkeppninni er veittur fjöldinn all- ur af smærri og minna áberandi verðlaunum. Ítalska myndin La meglio gioventú eftir Marco Tullio Giordana fékk Altadis-verðlaunin sem veitt eru myndum sem sýndar eru í Un Certain Regard dag- skránni, þar sem Stormviðri, mynd Sólveigar Anspach, var sýnd. Í þeirri dagskrá voru einnig verð- launaðar íranska myndin Talaye sorg eftir Jafar Panahi og hin mar- okkóska Mille mois eftir Faouzi Bensaidi. Camera D’or verðlaunin fyrir bestu frumraunina hlaut Dan- inn Christoffer Boe fyrir Recon- struction, auk þess sem ákveðið var að nefna sérstaklega frumraun Afganans Sedigh Barmak fyrir Osama. Stuttmyndaverðlaunin hlutu Ástr- alinn Glendyn Ivin fyrir frumraun sína Cracker Bag og Frakkinn Juan Solanas fyrir L’homme sans téte. Nýju mynddiskaverðlaun Cannes- hátíðarinnar runnu til tveggja út- gáfna, Captain Conan eftir Bertrand Tavernier og viðhafnarútgáfu Sjötta skilningarvitsins eftir M. Night Shyamalan. Alþjóðasamtök gagn- rýnenda, FIPRESCI, völdu úr að- alkeppninni rússnesku myndina Föður og son (Pére et fils) eftir Al- exander Sokurov, úr Un Certain Régard bandarísku myndina Am- erican Splendor eftir Shari Sringer Berman og Robert Pulcini, og úr leikstjóradagskrá hátíðarinnar Las Horas del Dia eftir Jaime Rosale. Þess má svo geta að handhafi Gull- ljónsins í Feneyjum, Magdalenu- systurnar eftir Skotann Peters Mullens, fékk sérstök verðlaun Evr- ópsku kvikmyndastofnunarinnar MEDIA fyrir árið 2003, þótt myndin hafi reyndar ekki verið sýnd á hátíð- inni. Mestu leiðindin í 40 ár Burtséð frá hverjir unnu og hverj- ir ekki þá verður hátíðarinnar í ár minnst á allt annan og miður skemmtilegri máta. Þegar talað verður um 56. kvikmyndahátíðina í Cannes þá mun nefnilega fyrst koma upp í hugann leiðindi, vonbrigði og ennþá meiri leiðindi. Það er nefni- lega mál manna, þar á meðal allra reyndustu Cannes-fara, að keppnin um Gullpálmann hafi ekki verið til- þrifaminni í heil 40 ár og sjaldan eða aldrei fyrr hafi verið eins fáar af myndunum tuttugu í keppninni, verðugur verðlaunakandídat. Á meðan menn voru í stökustu vandræðum í fyrra að velja og upp undir tíu myndir þóttu koma til greina, þá voru einungis fjórar-fimm í umræðinni þetta árið; danska Dogville, Innrás Barbaranna, Ein- semd, franska Sundlaugin (Swimm- ing Pool), og Klukkan fimm síðdegis. Nei, í stað sælla minninga um af- hjúpun ódauðlegra kvikmyndaverka þá eiga menn eftir að tala um Brúnu kanínuna (The Brown Bunny), rusl- ræmu Vincents Gallos, sem hlaut verstu móttökur á frumsýningu á Cannes í manna minnum, mynd sem varð til þess að leikstjórinn tók sig meira að segja til og gerði það sem aldrei fyrr hefur verið gert hér í Cannes, baðst innilega afsökunar á mynd sinni, og að hafa eytt tíma við- staddra til einskis í að sitja undir henni. Og fleiri hefðu mátt sjá sóma sinn í að fara að dæmi Gallos, eins og t.a.m. Bertrand Bonello sem lét menn þurfa að þola yfirgengilega til- gerð með samtímatúlkun sinni á grískri goðsögn í Tiresia, Kiyoshi Kusosawa sem náði ekki nokkurri átt í marglyttu-myndinni Bjarta framtíð (Akarui Mirai) og Bertrand Blier sem klúðraði algjörlega leik- verkinu vinsæla Kótilettunum (Les Cotelettes). Þessar myndir, og reyndar fleiri, áttu nákvæmlega ekkert erindi í keppni um Gull- pálmann. Það er mat langflestra sem sáu þær, jafnt gagnrýnenda, blaðamanna sem almennings. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins skarpi@mbl.is Bandaríski leikstjórinn Gus van Sant hampar Gullpálmanum í ár, flestum að óvörum. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10.  Kvikmyndir.com SV MBL  HK DVKvikmyndir.is Kyngimagnaður tryllir með stórleikaranum Robert De Niro þegar þú leitar morðingja er sonur þinnsá síðasti sem þú vilt finna Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12.  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10. MIÐAVERÐ 750 KR. Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.