Morgunblaðið - 26.05.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8. B.i.14.Sýnd kl. 5.30. B.i.12 ára.
Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.
KVIKMYNDIR.COM
Kvikmyndir.is ÓHT Rás 2
„Grípandi og gefandi með
óborganlega bardaga“
R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R I
3.24 milljón virkir dílar.
Ljósnæmi ISO 100.
Aðdráttarlinsa 38-228mm.
Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn
meiri aðdrátt (342mm).
Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði.
Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að
30 sek á hverja mynd.
Notar nýju x-D minniskortin.
Hægt að taka allt að 300 skot á
venjulegar AA Alkaline rafhlöður!
Allt sem þarf til að byrja fylgir.
Verð kr. 59.900,-
Nánari upplýsingar á www.fujifilm.is
2.0 milljón virkir dílar.
Ljósnæmi ISO 100.
Aðdráttarlinsa 38-114mm.
Hægt að taka allt að 300 skot á
venjulegar AA Alkaline rafhlöður!
Tekur allt að 80 sek kvikmynd (án
hljóðs).
Notar nýju x-D minniskortin.
Allt sem þarf til að byrja fylgir.
Verð kr. 39.900,-
Fujifilm stafrænar myndavélar
POTTÞÉTT EIN FYRIR ÞIG
3ja kynslóð af Super CCD myndflögu.
Allt að 6 milljón díla (pixel) myndir.
Ljósnæmi stillanlegt ISO 160-1600.
Aðdráttarlinsa 3X (36-108mm).
640x480 díla kvikmyndataka á 15
römmum á sek. m/hljóði.
Hljóðupptaka – 33-272 mín. eftir
minniskorta stærð.
Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að
30 sek. á hverja mynd.
Mjög einföld í notkun, þrátt fyrir
fjölbreytta notkunarmöguleika.
Allt sem þarf til að byrja fylgir.
Verð kr. 79.900,-
F601 S304 A203
Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 ı Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850
ÁLFABAKKI / KRINGLAN
kl. 5.20, 8 og 10.20. / kl. 5.20, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8. B.i. 14 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára
ÁLFABAKKI
kl. 4. ísl. tal. / kl. 6. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI / KRINGLAN
Sýnd kl. 8.
KEFLAVÍK
Frábær rómantísk
gamanmynd
sem hefur
allstaðar
slegið
í gegn.
KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2
BRETAR sátu eftir stigalausir í
söngkeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva á laugardag en Tyrkir fóru
hróðugir heim. Breskir fjölmiðlar
hafa velt sér mikið upp úr stiga-
leysinu í fréttum helgarinnar. Til-
gátur hafa verið uppi um að aðrir
Evrópubúar hafi sameinast um að
gefa Bretum ekki stig vegna stuðn-
ings þeirra við stríðsstefnu Banda-
ríkjanna í Írak. Slíkar samsær-
iskenningar koma iðulega upp í
tengslum við Evróvisjón. Í þetta
sinn verður að teljast líklegra að
Evrópubúum hafi einfaldlega þótt
breska lagið afleitt og vegna þess
ákveðið að vera ekkert að splæsa á
það stigum.
Tyrkneska dívan Sertab Erener,
sem sigraði keppnina vafin bleikum
borðum, er afar vinsæl í heimalandi
sínu. Fréttum af frækilegum sigr-
inum, og þeim fyrsta sem Tyrkir
hljóta í Evróvisjón, var slegið upp á
forsíðum dagblaða. Tyrkland hefur
tekið þátt í Evróvisjón frá árinu
1975 og ávallt sungið lögin á
tyrknesku, þar til nú. Sú
ákvörðun að senda lag á ensku
til keppni var umdeild í Tyrk-
landi í fyrstu, en því hafa
ábyggilega allir gleymt nú
þegar sigur lagsins Everyway
that I can er í höfn.
Gleði Tyrkjanna er slík að
ráðamenn hafa jafnvel sagt
sigurinn vera merki um að
landið væri á góðri siglingu
inn í Evrópusambandið, að því
er fram kemur í frétt AFP.
Breski dúettinn Jemini
vakti ekki alveg eins mikla
lukku við heimkomuna í gær. Í
frétt Sky News kemur fram
að þau Chris Cromby og
Gemma Abbey, sem skipa dú-
ettinn, hafi engu að síður borið
höfuð hátt. „Okkur líður stór-
kostlega. Við gerðum okkar
besta,“ er haft eftir Chris.
Þeirra besta dugði því miður
ekki til því engin hinna 25
þjóðanna sáu snilldina við framlag
Breta.
Einhverjir sem Sky News ræðir
við eru þess fullvissir að hollusta
Breta við stríðsstefnu Bandaríkja-
manna í Írak hafi valdið því að fram-
lag Breta í keppninni var sniðgeng-
ið. Aðrir segja lagið Cry Baby
einfaldlega ekki hafa verið nógu gott
og því ekki átt skilið eitt einasta stig.
Tyrkir hlutu 167 stig í keppninni
og Belgar höfnuðu í öðru sæti með
165 stig. Rússnesku gelgjurnar í
t.A.T.u. náðu í bronsið með 164 stig á
bak við sig en hafði fyrirfram verið
spáð sigri. Rússnesku stúlkurnar
fengu hvað mesta athygli fjölmiðla,
enda virðast þær sækjast eftir at-
hygli öðru fremur. Höfðu margir
spáð því að þær yrðu heimalandi
sínu til skammar með ósiðlegri
hegðun á sviðinu. Þeir spádómar
rættust þó ekki og þegar upp var
staðið var klæðaburður þessara
ungu stúlkna og framkoma með
smekklegasta móti. Slíkt hið sama
var ekki hægt að segja um aðra
keppendur, en margar af þeim
föngulegu stúlkum sem fram komu
virtust sérlega áfjáðar í að sýna
þeim 150 milljón Evrópubúum sem á
horfðu sem allra mest hold.
eyrun@mbl.is
Tyrkir efstir og Bretar
neðstir … í fyrsta sinn
Reuters
Táningsstúlkurnar í t.A.T.u. sungu lagið Don’t Believe án allra stæla og
vandræðagangs eins og spáð hafði verið.
Sertab Erener varð hetja Tyrkja þegar
hún tryggði þeim sigur í Evróvisjón-
keppninni í fyrsta sinn í 28 ár.