Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 36

Morgunblaðið - 26.05.2003, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. NÍTJÁN mánaða gamall drengur brenndist alvarlega þegar pottur af heitri súpu féll yfir hann í heimahúsi í Hafnarfirði um hádeg- isbilið á laugardag. Slysið varð með þeim hætti að drengurinn steig á ofnskúffu með þeim afleið- ingum að eldavélin steyptist fram. Að sögn vakthafandi sérfræð- ings á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut, þar sem drengurinn dvelur, er hann al- varlega brenndur og á gjörgæslu. Líðan hans er þó góð eftir atvikum. 19 mánaða drengur brenndist BIRGITTA Haukdal og Evróvisjónfararnir komu til landsins í gærkvöldi eftir vel heppnaða för til Ríga í Lettlandi, þar sem framlag Íslands lenti í níunda sæti. Birgitta segist vera mjög sátt við hvernig til tókst. Systkini Birgittu, Sylvía Haukdal og Reynir Garðar Brynjarsson, voru mætt í Leifsstöð til að taka á móti systur sinni, en foreldrar Birgittu, Anna Haukdal og Brynj- ar Víkingsson, fylgdu henni til Ríga. Eins og við var að búast voru þau afar stolt af dótturinni. „Þetta var rosaleg upplifun,“ sagði Brynjar. Morgunblaðið/Sverrir Komin heim frá Ríga  Ævintýri/4 FORSVARSMENN verkefnis sem nefnist Hjal gera ráð fyrir að fá aðstoð um það bil tvö þúsund Íslendinga til að lesa upp texta vegna þróunar á íslenskum talgreini. Ætl- unin er að safna upptökum með hljóðdæm- um frá eins breiðum hópi Íslendinga og mögulegt er. Stefnt er að því að íslenski tal- greinirinn komi á markað í haust. Hjal er samstarfsverkefni Landssíma Ís- lands, Nýherja, Háskóla Íslands, Grunns gagnalausna og Hex hugbúnaðar, auk þess sem Scansoft, þekkt erlent tungutæknifyr- irtæki, kemur að verkefninu. Sæmundur Þorsteinsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Símans, segir mikla möguleika felast í notkun á talgreini. Í framtíðinni verði með honum hægt að tala við þau tæki sem við notum. Sæmundur segir að erlendir framleiðendur tungu- tæknibúnaðar hafi lítinn áhuga á að gera eitthvað fyrir tæplega þrjú hundruð þúsund manna málsvæði. Því hafi Íslendingar séð sér þann kost vænstan að taka frumkvæðið sjálfir í þessum efnum í samstarfi við er- lendan framleiðanda. Safna hljóð- dæmum tvö þúsund Íslendinga  Upptökur/10 HEITASTI dagur sumars- ins var að kvöldi kominn. Yfir ferköntuðu húsunum á Runnaflöt lá syfjuleg þögn. Enginn var á ferli nema unglingsstrákur sem lá of- an í blómabeði fyrir utan hús númer 4.“ Á þessum orðum hefst fimmta bókin í bókaflokknum um Harry Potter og félaga, Harry Potter og Fönixreglan, sem kemur út hér á landi 1. nóvember nk. kl. 11.11 árdegis. Bókin kemur í verslanir í Engandi, Bandaríkjunum og Ástralíu 21. júní. Að sögn Snæbjörns Arngrímssonar, stofn- anda Bókaútgáfunnar Bjarts, er greinilegt að mikil eftirvænting er meðal lesenda í tengslum við útkomu nýju bókarinnar og nokkuð um að börn og fullorðnir hringi í for- lagið og spyrji um útgáfudaginn. Bókin er vel yfir 700 blaðsíður og sú lengsta til þessa. Snæ- björn reiknar með að fólk geti pantað bókina fyrirfram strax í byrjun júní en eftir sé þó að ganga frá endanlegri tilhögun þessa. Ljóst er hins vegar að þýðanda bókanna, Helgu Har- aldsdóttur, bíður ærið verkefni en handritið berst ekki í hendur íslenska útgefandans fyrr en 21. júní þegar bókin kemur út erlendis. „Það er búin að vera gífurleg pressa frá öll- um útgefendum í Evrópu um að fá handritið fyrr en það hefur algerlega verið fyrir dauf- um eyrum,“ segir Snæbjörn. Hann segir mikla leynd hvíla yfir efni bókarinnar. Hins vegar hafi verið upplýst að einhver af aðalpersónun- um deyi í þessari bók. Byrjað er að prenta bókina í Bretlandi og fyrir skömmu var greint frá því að þrjú eintök hefðu fundist af bókinni sem þrír af starfsmönnum prentsmiðjunnar þar sem hún er prentuð höfðu stolið. 70 þúsund eintök seld hérlendis Bækurnar um Harry Potter hafa selst gríð- arvel hér á landi sem og um heim allan. Hér- lendis hafa um 13 þúsund eintök verið seld af hverri nýrri Harry Potter-bók fyrsta útgáfu- árið og síðan nokkur þúsund eintök af hverri bók eftir það. Af fyrstu bókinni hafa t.d. selst í kringum 20 þúsund eintök og heildarsala á bókunum fjórum er í kringum 70 þúsund ein- tök. Ný Harry Potter-bók á íslensku 1.11. kl. 11.11 FYRRVERANDI aðalgjaldkeri Landssímans hefur játað á sig stór- felldan fjárdrátt hjá félaginu, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Talið er að undanskotin sem um ræðir nemi um 150 milljónum króna. Maðurinn situr í gæsluvarð- haldi ásamt tveimur sakborningum sem grunaðir eru um hlutdeild í brotunum. Tveir hinna síðarnefndu bera því við að þeir hafi tekið við meginhluta fjárins sem lánsfé í nafni fyrirtækis sem þeir áttu. Landssíminn lítur mjög alvarleg- um augum á málið og hefur tekið þá ákvörðun að kalla til utanaðkom- andi endurskoðendur til þess að fara yfir verkferla innan félagsins. Samkvæmt heimildum blaðsins sætti fyrrnefnt fyrirtæki í eigu tví- menninganna opinberu eftirliti skattayfirvalda sem sendu Lands- símanum fyrirspurn í maíbyrjun varðandi greiðslur hans til fyrir- tækisins. Af þessu tilefni tók Landssíminn að kanna ákveðna þætti í bókhaldi sínu og komst að því að ekki var allt með felldu. Í kjölfarið bárust böndin að aðal- gjaldkeranum. Tvímenningarnir hafa borið því við að hafa fengið að láni um 100 milljónir króna frá Landssímanum. „Engin lánastarfsemi“ Forstjóri Landssímans, Brynj- ólfur Bjarnason, neitar því hins vegar að félagið hafi stundað slíka lánastarfsemi. „Félagið er síma- félag og er ekki í neinni lánastarf- semi. Einu lán mér vitanlega eru til dóttur- og hlutdeildarfélaga með veðum og öðru þvíumlíku,“ segir Brynjólfur. Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landssímans, telur máls- ástæðu sakborninganna tveggja fjarstæðukennda, enda eigi aðilum, sem hafi verið jafnumfangsmiklir í viðskiptalífinu og þeir, að vera full- ljóst hvernig lánafyrirkomulagi er almennt háttað í þjóðfélaginu. Í fyrsta lagi eigi þeim að vera ljóst að Landssíminn sé ekki banki og í öðru lagi sé vaninn að skrifa undir skuldaviðurkenningu og leggja fram tryggingar og ábyrgðir þegar tekin eru lán hjá lánastofnunum. Tvímenningarnir hafi aldrei kvittað upp á nein lánsgögn né verið krafð- ir um endurgreiðslu. Breytti tölvuskrám Samkvæmt heimildum blaðsins mun aðalgjaldkeranum hafa tekist að draga sér féð með því að breyta tölvuskrám Símans á leið inn í bankakerfið. Mun hann hafa breytt reikningsnúmerum í kerfi Símans og látið líta svo út að Síminn hefði greitt inn á reikninga fyrirtækja í viðskiptum við hann, þegar fjár- hæðirnar fóru í raun inn á reikning fyrirtækis tvímenninganna. Til að fela slóðina þurfti síðan að eiga aft- ur við tölvukerfið þegar yfirlit yfir millifærslur barst frá viðskipta- banka Landssímans. Til þess að hindra að fyrirtæki í viðskiptum við Landssímann yrðu langeyg eftir raunverulegum greiðslum greiddi hann inn á reikninga þeirra með greiðslum sem áttu að fara á reikn- inga enn annarra fyrirtækja og þannig velti hann á undan sér þeim mismun sem óhjákvæmilega varð til með fjárdrættinum. Játar á sig stórfelldan fjárdrátt hjá Símanum SVIFFLUGFÉLAGIÐ festi nýverið kaup á tveggja sæta mótorknúinni svifflugu sem jafnframt er eina mótorknúna vélin á landinu. Félagið keypti mótorsvifflugu árið 1974 en seldi hana fyrir þremur árum. Á laugardag stóð félagið fyrir svifflugdegi á samnorrænum degi svifflugsins þar sem starfsemi félagsins var kynnt. Gafst fólki kostur á að fljúga í nýju mótorsvifflugunni og nýttu sér það þónokkrir. Til að fljúga mótorknúinni svifflugu þarf svif- flugsskírteini eða vélflugsskírteini. Að sögn Kristjáns Sveinbjörnssonar, for- manns Svifflugfélagsins, er hægt að fljúga slíkri vél í „engum uppstreymisskilyrðum“ enda vélin hvort tveggja í senn vélfluga og sviffluga. „Þetta er mjög skemmtileg vélfluga, flýgur hratt og stingur þessar Cessnur af ef því er að skipta,“ segir Kristján. Félagið hefur hug á að kaupa með haustinu búnað sem hægt er að festa á vélina þannig að hún geti dregið aðrar svifflugur í loftið. Morgunblaðið/Sverrir Fyrsta vélknúna sviffluga landsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.