Morgunblaðið - 27.05.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.05.2003, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 B 21HeimiliFasteignir KÓPAVOGUR Hlíðasmári 15,  595 9090 Hófgerði Vorum að fá í sölu neðri hæð í tvíbýlishúsi samtals 123,1 fm þar af er 32,9 fm bílskúr. 3 herbergi og stofa. Áhv. ca 4,4 millj. húsbr. Verð 14,5 millj. Ný tt Fífulind Mjög björt og rúmgóð 6 herb. 158,6 fm íbúð á tveimur hæðum á góðum úrsýnisstað. kirsuberjainnréttingar. Fallegt eldhús. Verð 16,9 millj. (5054) Ný tt Lómasalir - Útsýni Fjórar 4ra herb. 116,5-118,1 fm íbúðir með stæði í bílgeymslu eru enn eftir á annarri, þriðju og fjórðu hæð sem verður afhent í júní 2003 með glæsilegu útsýni. Húsið verður filt- múrað og steinað. Íbúðir skilast fullfrágengn- ar án gólfefna. Möguleiki er að fá íbúðir af- hentar tilbúnar undir tréverk. Verð frá 14,6 millj. Ný tt Sumarbústaður - Arnar- stapa Vandaður bústaður með frábæru útsýni. Heitur pottur og stór verönd. Bústaðurinn er 42 fm auk 15 fm svefnlofts. Tvö svefn- herbergi. Verð 7 millj. Sumarhús - Fitjar 111 Mjög gott sumarhús á góðum útsýnisstað í Skorradalnum. Bústaðnum fylgir sérgufuhús. Verð aðeins 8,5 m. Skoðar ýmis skipti Illugastaðir - Vaglaskógur Einstaklega hagstætt verð. Til sölu 45,1 fm heilsárs sumarhús. 3 herbergi. Húsið getur verið í leigu að hluta árssins. Ein- stök náttúrufegurð, sundlaug, veiði og iðandi mannlíf. Verð aðeins 2,9 millj. SUMARHÚS Auðbrekka - Kópavogi 140 fm iðnaðarhúsnæði með innkeyrsludyr- um. Mjög snyrtilegt pláss. Ágæt skrif- stofa og kaffistofa. Nýtt rafmagn og nýir ofnar. Þar er nú rekið trésmíðaverk- stæði. (5102) Verð kr 10,5 millj. Bæjarlind Til leigu, skrifstofuhæð á 3. hæð í glæsilegu húsi um 800 fm sem hægt er að skipta niður eftir þörfum og er skilað skv. þörfum leigutaka. Hagstæð leigukjör. Efstihjalli 2ja herbergja 56,8 fm íbúð á 1. hæð á þessum frábæra stað í Kópavogi. Verð 8,9 millj. (5068) Lækjasmári Glæsileg 2 herb. 70,4 fm íbúð á jarðhæð í Lækjasmára til sölu. Rauðeikarparket á gólfum. Náttúruflísar á forstofu/gangi. Allar innr. úr kirsuberja- viði. Baðherb. flísalagt. Sérmerkt bíla- stæði í lokaðri bílageymslu. Verð 11,9 millj. (5022) Furugrund - mikið áhv. Mjög falleg og vel skipulögð 54 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli á þessum barnvæna stað í Kópavoginum, áhvílandi byggsj, húsbr. og viðb. lán. Verð 9,2 millj. Engihjalli 3ja herb. 84,4 fm íbúð á efstu hæð í góðu 8 hæða húsi með gríð- arlegu útsýni í suðaustur. LAUS STRAX! Verð 10,2 millj. (5069) Kjarrhólmi 3ja Herb. 75,1 fm íbúð í fjölb. við úti- vistasv. í Fossvogsdal. Suðursvalir. Rúmgóð og björt íbúð með útsýni yfir Esjuna. Verð 10,8 millj. (4975) Lindasmári 3ja herb. 83,9 fm mjög góð íbúð. Rúmgóð stofa. Þvottah. í íbúð. Suðursvalir. Verð 13,9 millj. (4759) Lindasmári 3ja herb. 83,9 fm íbúð á eftirsóttum stað í Kópav. Falleg björt með suðursvölum. Þvottah. inní íbúð. MJÖG GOTT VERÐ 12,9 millj. (8457) ja herb. ja herb. Atvinnuhúsn. Lautasmári - Lækkað verð Mjög skemmtileg 83,9 fm íbúð á 2. hæð á góðum stað í Kópavoginum. Stutt í alla þjónustu, mjög barnvænt hverfi, laus fljótlega. Verð 13,5 millj. (4746) Gullsmári 4 herbergja 94,6 fm íbúð á 2. hæð. Opið eldhús með góðum tækj- um. Stór og björt stofa. Geymsla í íbúð.og þvottavélatengi í baðherbergi. Verð 13,9 millj. (4983) Hlíðarhjalli 4ra herb. 94,4 fm íbúð í fjölbýli á 1. hæð með miklu útsýni af suð- ursvölum. Parket. Björt og falleg íbúð. Verð 13,6 millj. (4974) Kórsalir Glæsileg 110,5 fm 4ra herb. íbúð í nýju (lyftu) fjölbýlishúsi í Lindahverfi. Rúmgóð herbergi og fallegar innréttingar. Suðursvalir með útsýni. Fal- leg eign. Bílageymsla. Verð 17,3 millj. (5005) Lindasmári Afar snyrtileg 105 fm íbúð á 3. hæð til sölu við Lindasmára. Forstofa flísalögð, parket á stofu, eldhús opið við stofu. Baðherbergi flísalagt, baðkar og sturtuhengi. 3 svherb. á efri hæð. Verð 14,8 millj. Áhv. 6,8 millj. (4971) Sólarsalir - Kóp. Einstaklega skemmtileg samt. 125 fm 4 herb. íbúð á jarðhæð ásamt 22,6 fm innb. bílskúr. 3 rúmgóð svefnh. Glæsileg flísalagt bað- herbergi m/kari. Stór og björt stofa. Fal- legt eldh. Sér grill-garður. Fífulind 4- 5 herbergja Ein- staklega falleg 132,6 fm endaíbúð á efstu hæð. 3-4 svefnh. Björt stofa. Glæsil. eldhús. Baðherb. m/kari og þvottah. innaf. Suðurgrillsvalir. Fallegt út- sýni. Ath. makask. á ód. 4ra herb. í Kóp. Verð 16,7 millj. Hátröð lækkað verð Fallegt einbýli á grónum stað í Kópavogi. End- urnýjaðir ofnar, pípu- og raflagnir. Góð verönd, garðskáli og heitur pottur. Góður skúr og aukaíbúð (leigutekjur). Verð 24,9 millj. Áhv. húsbr. 4,5 millj. (4391) ja herb.4-5 BLÓMABORG Breiðumörk 12 í Hveragerði er til sölu Eignin skiptist í eftirfarandi hluta: Verslun og gróðurskáli sem eru samtals um 600 fm, þar er rek- in ein þekktasta og elsta blómaverslun landsins, einnig verslun með gjafavörur, ritföng, garðyrkju- og blómavörur, myndbandaleiga, ís- og sælgætisverslun.Stórt íbúðarhús með tveim íbúðum og tvöföldum bílskúr, 240 fm. Steyptur grunnur, 100 fm, með byggingaleyfi fyrir tveggja hæða verslunarhús. Um er að ræða mikla og vel rekna rekstrareiningu, sem býður upp á fjölmörg tæki- færi í framtíðinni bæði við verslunarrekstur og möguleika í veitinga- og ferðaþjónustu. Allar upplýsingar: Auðunn 899 5487 og Helga 483 4225 og á www.south.aust.is Helga Björk Björnsdóttir, Blómaborg, Breiðumörk 12, 810 Hveragerði blomaborg@centrum.is – Sími 483 4225 – 483 5038 – Fax 483 4760 STARFSMENN fyrirtækisins Fag- úttektar ehf. fóru á dögunum til Nor- egs að kynna sér ástandsskoðun þar í landi. Markmið ferðarinnar var tví- þætt, í fyrsta lagi til að kynna sér þær aðferðir sem notaðar eru við ástandsskoðanir fasteigna í Noregi og í öðru lagi til að kynna sér öfluga starfsemi fagfélaga í greininni. Þekkingin verður notuð til frekari uppbyggingar á starfsemi Fagút- tektar ehf. á Íslandi. Lagalegt umhverfi um kaup, sölu og afhendingu fasteigna er nokkuð svipað í Noregi og á Íslandi. Upplýs- ingaskylda seljanda er nánast sú sama, en aðgæsluskylda kaupanda er nokkuð önnur. Eftir nýjustu breytingarnar á ís- lensku lögunum um fasteignakaup nr. 40/2002 eru gerðar meiri kröfur til kaupenda á Íslandi en í Noregi. Við þessar breytingar jókst þörfin á ástandsskoðun miðað við það sem áð- ur var. Á Íslandi eru flestar ástand- sskoðanir gerðar fyrir kaupendur. Í Noregi er þessu öfugt farið þar sem seljendur láta yfirleitt ástandskoða. Hvort það sé afleiðing nýju lagana sem hefur þessi áhrif er ekki vitað, en að mati flestra, bæði á Íslandi og í Noregi, eru hagsmunir seljanda það miklir að það þykir eðlilegast að þeir láti ástandsskoða. Norðmenn hafa líkt og Íslendingar ekki sett ástandsskoðun sem skyldu né valkvæði í fasteignalögin. Þrátt fyrir að ekki séu lög eða reglugerðir til um ástandsskoðun hafa Norð- menn byggt upp fagfélög utan um starfsemi fyrirtækja og einstaklinga sem starfa við fagið. Fagfélögin eru fjögur og markmið þeirra er að halda utan um faglegu hliðina á ástandsskoðunum. Þeirra hlutverk er að stuðla að aukinni menntun, samræmingu upplýsinga, umsjón um hugbúnað skoðunar- manna, betri tryggingum, neytenda- vernd o.fl. Í stærsta félaginu, Norges Taks- eringsforbund (NTF) eru t.d. yfir 850 meðlimir. Kröfur félagana um menntun félagsmanna eru töluverð- ar og eru inngönguskilyrði til grunn- menntunar að viðkomandi sé að lág- marki byggingarmeistari. Fagfélögin hafa sameinast um staðlaða skýrslu sem þeir kalla Bol- igsalgrapport. Skýrslan saman- stendur af tveimur meginþáttum sem eru efnislýsing og ástand. Í efn- islýsingu er sagt frá því byggingar- efni sem er notað t.d. hvort húsið sé úr tré eða steini, hvort veggir séu klæddir með spón eða gifsi, flísalagð- ir eða málaðir, hvort gler er einfalt eða tvöfalt o.s.frv. Ástandinu er síðan lýst með 4 mismunandi stigum. Félagsmenn hafa einnig aðgang að öðrum skýrsluformum sem taka á ýmsum sérhæfðum þáttum eins og verðmati, skoðun á meintu gallamáli, ástandsskoðun án efnislýsingar o.fl. Áður fyrr voru ýmsar útgáfur af ástandsskýrslum í gangi, en Norð- menn eru þó almennt byrjaðir að nota „Boligsalgrapport“ við ástand- sskoðanir enda leggja fagfélögin ríka áherslu á notkun hennar af sínum fé- lagsmönnum. Heimsókn til íslensks matsmanns í Tönsberg Í Noregi starfar Gunnar Sverris- son sem matsmaður við ástandsskoð- anir fasteigna. Markmið ferðarinnar var meðal annars að hitta hann og fá betri innsýn í starf mats- manns. Gunnar starfar hjá Taksthuset og er einn af fjórum mats- mönnum fyrirtækisins. Hann hefur starfað við ástandsskoðanir í 4 ár og hefur töluverða inn- sýn og skoðanir á mál- efnum fagsins. Gunnar byrjaði á því að kynna starfsemi fyr- irtækisins fyrir okkur og ásamt þeim tólum og tækjum sem þeir nota við úttektir. Farið var almennt yfir starf matsmanns og samstarf þeirra við fasteignasölur og tryggingafélög, en Gunnar vinnur einnig töluvert við úttektir á vegum tryggingafélaga. Til að kynna okkur nánar aðferðir Norðmanna fórum við með Gunnari í eina skoðun. Húsið var 170 fermetra timburhús á hlöðnum sökkli. Bygg- ingaraðferðir Norðmanna eru tölu- vert frábrugðnar okkar stöðlum og ekki sömu kröfur gerðar varðandi burðarvirki o.fl. Skoðunin tók um 2,5 klukkutíma en töluverður tími fór í umræður um mismunandi byggingarreglugerðir og aðferðir. Mikil áhersla var lögð á að athuga raka- og lekaskemmdir í húsnæðinu. Hluti af vinnu mats- mannsins er að upplýsa hvort gler, þak, rennur, niðurföll o.fl. sé að koma á endurnýjunartíma m.v. þá endingu sem efnið hefur. Gunnar hafði fartölvu meðferðis og gerði ástandsskýrsluna á staðn- um. Skýrslan er unnin í forriti sem var útbúið af NTF og er í almennri notkun meðal skoðun- armanna í Noregi. For- ritið einfaldar mjög alla uppsetningu og staðl- aðir frasar eru mikið notaðir. Skýrslan er síðan kláruð endanlega þegar komið er til baka á skrifstofuna. Skýrsl- an er send rafrænt til fasteignasölunnar og útprentað eintak er sent til seljandans. Mjög algengt er að kaupendur fasteigna krefji seljendur um að þeir láti ástandsskoða fasteignir sínar. Ferð okkar til Noregs var mjög lærdómsrík bæði hvað varðar fram- kvæmd almennrar skoðunar og einn- ig þeirri hlið sem snýr að faginu sjálfu og þeirri umgjörð sem fag- félögin hafa byggt um starfsemi matsmanna. Áherslupunktar okkar hér á landi ættu að liggja í uppbygg- ingu fagfélags sem stuðlar að sam- ræmingu bæði í almennri matsvinnu og menntun matsmanna. Við þurfum að byggja upp um- hverfi þar sem matsmenn geta tryggt sig gegn skakkaföllum og þá tekið almenna ábyrgð á þeirri vinnu. Með þessu móti skapast traust og trúnaður gagnvart fasteignasölum og viðskiptavinum þeirra. Við Íslendingar eigum enn eftir langa leið að byggja upp þessa iðn- grein sem svo sannarlega er þörf á þar sem ástandsskoðun er fyrir- byggjandi ráðstöfun sem kemur öll- um þeim sem starfa við fasteignaum- sýslu til góða. Yfir 50% fasteigna ástandsskoðuð í Noregi Skoðað var hús í Tönsberg, timburhús á hlöðnum sökkli. Gunnar Sverrisson matsmaður við ástandsskoðun á húsinu í Tönsberg. Við Íslendingar eigum enn eftir langa leið til að byggja upp þessa iðn- grein, segir Pétur Jóns- son, framkvæmdastjóri Fagúttekar ehf. Ástands- skoðun er fyrirbyggjandi ráðstöfun, sem kemur öll- um þeim, sem starfa við fasteignaumsýslu til góða. petur@faguttekt.is Pétur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.