Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is  HK DVSV MBL  Kvikmyndir.com 500 kr Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8, 10 og Powersýning kl 12. B.i. 16 ára kl. 3.40, 5.50, 8, 10 og 12. B.i.16 Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! FRUMSÝNING Powe rsýni ng kl. 1 2. Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! Frá framleiðanda the Others og Mission Impossible kemur magnaður þriller með Ray Liotta og Jason Patric Athyglisverðasta spennumynd ársins. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16.  SV MBL „Hrottalegasta mynd síðari ára!“  HK DV 500 kr Sýnd kl. 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! FRUMSÝNING Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði. (S.V.) ½ Háskólabíó. X2 Frábærar tæknibrellur, viðunandi söguþráð- ur miðað við hasarblaðamyndir, ásamt góð- um leikurum og ábúðarmiklum persónum gera mynd Singers að afbragðsafþreyingu. (S.V.) ½ Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak. Eiturlyfjalöggur (Narc) Drifin áfram af fítonskrafti. Ofuráhersla á smáatriði, skelfilegt blóðbað og átakaatriði sem minna á meistara Peckinpah þegar best lætur. Ray Liotta er senuþjófur. (S.V.)  Smárabíó. Abrafax og sjóræningjarnir Krakkarnir í Abrafax lenda í rosalegum æv- intýrum. (H.L.) ½ Laugarásbíó. Að hrekja burt gæja á 10 dögum (How to Lose a Guy in 10 Days) Hugmyndin að þessari rómantísku gam- anmynd er sniðug en langsótt. (H.J.) ½ Sambíóin. Borgin við sjóinn (City By The Sea) Átakanleg raunasaga sem ristir ekki mjög djúpt. Umhverfið tónar hárrétt við innihaldið og leikurinn er yfir höfuð magnaður enda margir gæðaleikarar á ferð. (S.V.)  Regnboginn. Draumafangarinn (Dreamcatcher) Hressileg og lúmskt fyndin hrollvekja byggð á skáldsögu eftir Stephen King. (H.J.) ½ Sambíóin, Háskólabíó. Matrix endurhlaðið (The Matrix Reloaded) Á heildina litið er Matrix endurhlaðið langt frá því að vera jafn heilsteypt, öguð og hug- vekjandi og forverinn. (H.J.)  Sambíóin í Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Rafeind á Egilsstöðum og Bíóhöllin á Akranesi. Nýliðinn (The Recruit) Trúverðugleiki er ekki einkenni spæjaratrylla og fléttan er víðsfjarri raunveruleikanum. (S.V.) ½ Regnboginn. Riddarar Shanghai (Shanghai Knights) Chan og Wilson eru skemmtileg vinatvenna sem mála Lundúni rauðar á tímum Viktoríu, Chaplins og Kobba kviðristis. (S.V.) ½ Laugarásbíó. Samsara Myndin er mjög fögur á að líta [...] og kvik- myndatakan er stórkostleg. (H.L.) ½ Háskólabíó. Töfrabúðingurinn Byggð á gömlu áströlsku ævintýri, ekkert stórkostlegt listverk, hún er lítil og bara ansi lífleg og hjartnæm teiknimynd. (H.L.)  Smárabíó, Borgarbíó. Hægláti Ameríkumaðurinn (The Quiet American) Stemningin í myndinni er áhugaverð [...] en of hæg, dempuð og eiginlega flöt. (H.L.) ½ Sambíóin, Háskólabíó. Bad Boy Charlie Snaggaraleg og hress tilbreyting frá hefð- bundnari viðfangsefnum og útkoman merki- lega einlæg, miðað við efni og aðstæður. (S.V.) Regnboginn Einfarinn (A Man Apart) Slagsmál og götubardagar milli lögreglu- manna og dópgreifa. (S.V.) Laugarásbíó. Nonni enski (Johnny English) Atkinson skemmtilegur að vanda í Clous- eau-stellingum í Bond-gríni sem skortir loka fínpússningu. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó. Nýgift (Just Married) Ósköp sæt mynd. (H.L.) Smárabíó. Af gamla skólanum (Old School) Hugmyndin er alls ekki afleit og er það hinn hálf gráglettni tónn sem kemur upp annað slagið sem gerir myndina þess virði að fylgjast með til enda. En hrapar alltof oft niður á plan lélegra háskólamynda. (H.J.) Laugarásbíó, Háskólabíó. Skotheldi munkurinn (Bulletproof Monk) Sniðug ævintýramynd en illa útfærð með hvimleiðum bardagaatriðum. (H.J.) Sambíóin. Útsýni að ofan (View from the Top) Sum atriðin alveg frábærlega vel til fundin [...] en það vantar algerlega hápunkt í myndina. (H.L.) Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri Myrkravík (Darkness Falls) Hrollvekja sem nærist á öllum gömlu tugg- unum og notar þær á heimskulegan og úr- sérgenginn máta. Einkar slöpp tilraun til hryllingsmyndar. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Segja má að Ray Liotta eigi góða endurkomu í Eiturlyfjalöggunum, blóðugum glæpatrylli sem líkt er við myndir Sam Peckinpah. Andardráttur þykir falleg ítölsk kvikmynd, sem snertir áhorfendur djúpt. Hún byggist á gamalli dæmisögu frá Sikiley, en henni hefur verið líkt við myndir á borð við Bréfberann (Il Postino) og Paradísarbíóið (Cinema Paradiso) og hefur hlotið þó nokkrar við- urkenningar, t.d. í Cannes í fyrra. Þar segir frá fjölskyldumóð- urinni Graziu. Bæjarbúar á eyj- unni þeirra líta á frjálslyndi og lífsgleði hennar sem glyðruskap og ábyrgðarleysi sem veldur fjöl- skyldunni vandræðum. Faðirinn fer að halda að hún þurfi á sál- fræðihjálp að halda og ákveður að fara með hana til Mílanó. En son- ur hennar, sá sem best skilur móður sína, gerir hvað sem er til að koma í veg fyrir þær ráðagerð- ir. Frjálslynd móðir Háskólabíó frumsýnir kvikmyndina Andardráttur (Respiro). Leikstjórn: Emanuele Crialese. Aðalhlutverk: Valeria Golino, Vincenzo Amato, Francesco Casisa og Veronica D’Agostino. Tatú-gellan Julia Volkova mun hafa misst fóstur skömmu áður en hún varð 18 ára. Móðir hennar seg- ir dóttur sína hafa verið þungaða þegar lag þeirra „All the things she said“ var á toppi vinsældarlista en henni hafi verið sagt að halda óléttu sinni leyndri til að veikja ekki ímynd tvíeykisins sem lesb- ískra elskhuga. Eitthvað kom upp á og var Júlía drifin á spítala en náði fljótt heilsu þó hún hafi misst fóstr- ið. Einnig er hermt að Júlía þurfi að gangast undir aðgerð á radd- böndum, annars sé hætta á að hún missi alla söngrödd. …Shake- speare-unnandinn myndarlegi hann Kenneth Branagh hefur gifst unn- ustu sinni Lindsay Brunnock á laun. Branagh, sem síðast gerði það gott sem prófessor Gilderoy í myndinni um Harry Potter og Leyniklefann, var áður giftur Emmu Thompson en slitu þau samvistum árið 1996. Seinna var hann í tygjum við Helenu Bonham Carter, en Lindsay kynntist hann fyrir tveimur árum þegar Branagh lék í myndum fyrir breska sjón- varpsstöð. Þau hjúin eyða nú hveiti- brauðsdögum sínum á leynilegum stað. …Sprellibjálfinn Steve-O er laus úr steininum. Kauði, sem heitir réttu nafni Stephen Glover, var sem kunnugt er handtekinn á dög- unum eftir yfirlýsingar um að hafa gleypt fíkniefni í smokki. Það reyndust þó vera ýkjur hjá honum, en hins vegar fundust agnir af maríjúana og e-pilla á hótelher- bergi flónsins. Steve-O hefur játað á sig að hafa haft þessi fíkniefni í fórum sínum og þarf að greiða sekt að upphæð um hálfrar milljónar króna fyrir vikið. …Gikkirnir í Oasis segjast vera tilbúnir með heil þrettán lög á nýja plötu. Eng- FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.