Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 23 SENN líður að því að laxveiði hefjist í Norðurá í Borgarfirði, einni glæsilegustu veiðiá landsins. Samkvæmt venju munu stjórnarmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur verða þeirrar ánægju að- njótandi að renna fyrstir félagsmanna fyrir lax í ánni. Vonandi verður ekkert til sparað hvorki í mat né drykk til þess að gera stjórn- armönnum opnun árinnar gleði- lega. Þessi veiðiferð stjórn- armanna er þeim að kostnaðarlausu enda er litið svo á að um sé að ræða eðlilega umbun fyrir óeigingjörn og krefjandi stjórnarstörf í félaginu liðinn vet- ur. Hefur sú tilhögun að stjórn- armenn og makar þeirra veiði endurgjaldslaust að öllu leyti fyrstu dagana sumar hvert tíðkast um árabil, en reyndar við misjafna hrifning almennra félagsmanna sem greiða fyrir sín veiðileyfi fullt, uppsett verð öllu jöfnu. Ef ég man rétt kom til tals fyrir nokkrum árum að Stöð 2 keypti opnunarréttinn að Norðurá fyrir væna fjárhæð til þess að nýta sem sjónvarpsefni en ekki varð úr því, væntanlega vegna afstöðu þáver- andi stjórnarmanna. Að þessu sinni ber nokkurn skugga á opnun Norðurár. Í fyrsta sinn í 60 ára sögu félagsins háttar svo til að formaður SVFR er um þessar mundir á fullum launum hjá félaginu við stofnun svonefnds rekstrarfélags en lítill sem enginn grundvöllur virðist vera fyrir stofnun slíks félags. Ég tel rétt að rekja þá sögu hér nokkuð, en þeir sem fylgst hafa með starfsemi félagsins að und- anförnu þekkja vel til atvika. Þannig er að einhverjir stjórn- armenn núverandi og fyrrverandi hafa fengið þá flugu í höfuðið að sala veiðileyfa til utanfélagsmanna kunni að falla undir samkeppnis- starfsemi en ekki frjálsa fé- lagastarfsemi eins og rekstur SVFR er í raun. Sé hætta á að umrædd veiðileyfasala verði kærð til skattayfirvalda og þá liggi Dan- ir í því. Hið rétta í málinu mun vera að aðili sem stundar veiði- leyfasölu í atvinnuskyni gerði fyrir mörgum árum tilraun til þess að klekkja á SVFR með kæru af þessu tagi en hafði ekki árangur sem erfiði. Svo virðist sem undirbúningur að stofnun Rekstrarfélags SVFR ehf. hafi verið eitt helsta verkefni stjórnarinnar á síðastliðnum vetri þó leynt hafi farið. Til stóð að lauma málinu í gegn án umsagnar félagsmanna en sem betur fór kom félagsfundur 3. apríl 2003 í veg fyrir þá fyrirætlan. Þrátt fyrir mjög eindregna af- stöðu þorra félagsmanna gegn stofnun rekstrarfélags af þessu tagi á þeim fundi tókst ekki að koma í veg fyrir að formaður fé- lagsins setti sjálfan sig með dyggri aðstoð annarra stjórn- armanna, þeirra á meðal mágs síns sem jafnframt er stjórn- armaður í félaginu, í launað starf við undirbúning að stofnun rekstr- arfélags, þótt ekki sé vitað að for- maðurinn hafi sérþekkingu á mál- efnum slíkra félaga. Þegar að loknum félagsfund- inum 3. apríl sl. sem fyrr er getið rituðum við Haraldur Blöndal hrl. stjórninni bréf og gerðum í því bréfi ítarlega grein fyrir sjón- armiðum okkar varðandi fyrirhug- aða stofnun rekstrarfélags, launa- greiðslna til formannsins og tókum fram að við teldum meiri- hluta fundarmanna 3. apríl 2003 hafa verið andvíga áformum stjórnarinnar og jafnframt teldum við launagreiðslurnar ólögmætar. Væri stjórn SVFR hugsanlega skaðabótaskyld vegna þess arna og þeir sem heimiluðu greiðsl- urnar kynnu að bera persónulega ábyrgð á þeim. Löggiltum endurskoðanda fé- lagsins var sent afrit þessa bréfs. Engin viðbrögð bárust frá stjórn félagsins vegna bréfsins. Með bréfi dags. 16. maí sl. ítrekuðum við Haraldur sjónarmið okkar og kröfðumst enn svara. Óskuðum við þess við löggiltan endurskoðanda félagsins með bréfi 16. maí 2003 að hann knýði á um að okkur yrðu veitt svör. Var stjórn SVFR sent afrit þess bréfs. Eftir að þetta bréf var sent hafði formaður félagsins síma- samband við annan okkar og bauð okkur til viðræðna við sig um efni kvörtunar okkar. Í því viðtali kom fram að formaðurinn er staðráðinn í að taka sér laun í þrjá mánuði sem fyrr segir, vegna lítt skil- greindra verkefna en þó með stofnun hins alræmda rekstr- arfélags sem leiðarljóss. Mér virt- ist í viðræðum okkar formaðurinn vera algjörlega lokaður fyrir nið- urstöðu félagsfundarins 3. apríl sl. og staðráðinn í að hafa vilja fé- lagsmanna að engu. Mig grunar reyndar að tilteknir, fyrrverandi stjórnarmenn SVFR og núverandi fulltrúaráðsmenn eigi hugmyndina að stofnun rekstrarfélags og vilji halda áfram að stjórna aðalfélaginu gegnum rekstarfélagið með aðstoð at- kvæðalítilla stjórnarmanna, eins og þeirra sem skipa núverandi stjórn. Ég tel að þeir sem bera ábyrgð á launagreiðslum til for- manns eigi að segja af sér stjórn- arstörfum. Jafnframt beri að leysa fulltrúaráð félagsins upp, enda er tímaskekkja að hafa gamla stjórn að baki aðalstjórnar til þess að ráðskast með málefni félagsins. Fyrrverandi stjórnarmenn verða að sætta sig við að þeir hafa látið af störfum og eru nú óbreyttir fé- lagsmenn sem verða að greiða fyr- ir sín veiðileyfi eins og aðrir. Gera verður ríka kröfu um traust siðferði þeirra sem til trún- aðarstarfa eins og formennsku í SVFR veljast. Starf formanns er og á að vera ólaunuð virðing- arstaða. Geti menn ekki sinnt því án launa eiga þeir ekki að gefa kost á sér til starfsins. Sé á hinn bóginn nauðsynlegt að fjölga stöðugildum á skrifstofu SVFR verður það að gerast að und- angenginni hagkvæmniathugun á öllum rekstri félagsins, en ekki með þeim hætti að stjórn félagsins ákveði án samþykkis félagsfundar að greiða einstökum stjórn- armönnum laun. Ég tel að með at- hæfi sínu hafi stjórn SVFR og einkum formaður félagsins brugð- ist þeim trúnaði sem þeim var sýndur við kjör þeirra til stjórnar. Nokkrar hugleið- ingar við upphaf laxveiðinnar sum- arið 2003 Eftir Sigurð Georgsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.