Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRR hf. hefur hafið samstarf við sænska fyrirtækið Cambio Healthcare Systems, sem er eitt stærsta hugbúnaðarhús Norð- urlanda á sviði heilbrigðistækni. Skýrr er nú sölu- og þjónustuaðili Cambio á Íslandi en fyrirtækið framleiðir hugbúnað og þróun- arumhverfi fyrir stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisstofnana, til dæmis kerfi fyrir meðhöndlun sjúklinga, atvikastjórnun, slysa- umfjöllun, eftirmeðferð, skoðanir og rannsóknir. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir að í kjölfar þessa samstarfssamnings muni Skýrr leggja aukna áherslu á ráðgjöf og þjónustu í heilbrigðistækni. „Örugg miðlun upplýsinga er lyk- ilhæfni Skýrr og öryggismál eru mikilvægasta málið þegar kemur að rafrænni meðhöndlun heilbrigð- isgagna. Við teljum að samstarfið við Cambio sé eðlilegt framhald á annarri starfsemi okkar,“ segir hann. Kröfuharðir viðskiptavinir Notendur hugbúnaðarkerfa Cambio eru um 15 þúsund talsins á heilsugæslustöðvum, slysavarð- stofum, neyðarmóttökum og sjúkrahúsum. Meðal stærstu við- skiptavina Cambio eru sveit- arfélög í Uppsölum, Värmlandi, Östergötlandi, Jönköping, Krono- berg og Stokkhólmi og sjúkra- húsin Karolinska, Södertälje, Huddinge, Norrtälje og Ersta. „Heilbrigðisgeirinn hefur marg- brotnar þarfir á sviði upplýs- ingatækni og kröfuharðari við- skiptavinir fyrirfinnast vart, enda mikilvægi starfseminnar gríð- arlegt og gögn viðkvæm. Íslenskar heilbrigðistofnanir eru í fremstu röð og það er ögrandi verkefni að þjónusta þennan geira,“ bætir Hreinn við. „Aðgangur að sameiginlegum upplýsingum, skilvirkt innra og ytra samstarf heilbrigðisstofnana, auknir valkostir fyrir sjúklinga og lægri kostnaður við rekstur og umsýslu búnaðarins eru meðal helstu markmiða Cambio. Framþróun búnaðarins er í nánu samstarfi við notendur og við- skiptavini og allt notendaviðmót er sérsniðið að þörfum jafnt not- enda sem tæknifólks. Þessar áherslur eru okkur mjög að skapi,“ sagði Hreinn að lokum. Lausnir Cambio eru sérhann- aðar til þess að tengjast öðrum kerfum í notkun hjá heilbrigð- istofnunum. Einingar búnaðarins geta staðið einar sér eða verið samtvinnaðar. Takmarkið með kerfunum er einfaldari og öruggari heilsugæsla með ákvarðanatöku sem grund- vallast á nákvæmum upplýsingum og gögnum sem uppfærð eru í rauntíma. Forstjórar Skýrr og Cambio, Hreinn Jakobsson og Tomas Mora-Morrison. Skýrr með sænskar lausnir fyrir heilbrigðisstofnanir ÍSLENDINGURINN Jón Steph- ensson von Tetzchner var á dög- unum tilnefndur til verðlauna í Noregi sem „Netmaður áratug- arins“ þar í landi. Jón er forstjóri og einn af eigendum norska tæknifyrirtækisins Opera Soft- ware, sem m.a. hefur þróað hug- búnað sem gerir notendum kleift að varpa vefsíðum af Netinu yfir í farsíma. Tólf voru tilnefndir í val á „Net- manni áratugarins“ í Noregi. Jón varð meðal þriggja efstu í loka- vali. Opera Software hefur hannað vafra, bæði fyrir einkatölvur og farsíma. Jón stofnaði Opera Software í Ósló árið 1995 ásamt Geir Ivarsoey. Starfsmenn hjá fyr- irtækinu eru nú um 125 talsins og starfa flestir í Noregi. Meðal fremstu „netmanna“ í Noregi HAGNAÐUR Hraðfrystistöðvar Þórshafnar nam 137 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Er það mun minni hagnaður en á sama tíma- bili í fyrra er hagnaðurinn var 241 milljón. Helsta ástæða fyrir minni hagnaði nú er minni loðnuafli á síð- ustu vertíð, en tekið var á móti 31 þús- und tonnum á síðustu vertíð saman- borið við 46 þúsund tonn í fyrra. Eins hefur styrking krónunnar áhrif á af- komu félagsins. Rekstrartekjur félagsins minnk- uðu úr 794 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum í fyrra í 582 millj- ónir nú. Rekstrargjöldin voru í fyrra 531 milljón en voru 399 milljónir fyrstu þrjá mánuðina í ár. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) var 183 milljón- ir króna sem er 31% af tekjum. Veltu- fé frá rekstri nam 149 milljónum króna. Gengishagnaður vegna erlendra lána vegna styrkingar á gengi ís- lensku krónunnar nam 42 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins, en fjármunatekjur félagsins námu 43,2 milljónum króna. Nettóskuldir sam- stæðunnar lækkuðu um 148 milljónir á tímabilinu. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að ef styrking krónunnar heldur áfram sé ljóst að framlegð fé- lagsins muni lækka umtalsvert, en hins vegar skila sér í jákvæðari fjár- magnsliðum en áætlað var. Áætlanir Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar gera ráð fyrir að félagið verði rekið með hagnaði árið 2003. Samdráttur hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.