Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 33
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 33 Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. HERRASKÓR 3ja daga tilboð föstudag - laugardag - sunnudag 20% af öllum herraskóm face - yellow miles - roots - ralph boston - best seller - victory - imac - nike - adidas afsláttur NÝLEGA voru 140 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskól- anum við Ármúla: 9 lyfjatæknar, 15 læknaritarar, 20 nuddarar, 10 sjúkraliðar, 8 tanntæknar og 78 stúdentar. Stúdentar útskrifast af eftirfarandi brautum; 39 af fé- lagsfræðabraut, 5 af íþróttabraut, 9 af málabraut, 24 af nátt- úrufræðibraut og einn af upplýs- inga- og fjölmiðlabraut. Þetta er stærsti hópur sem útskrifaður hefur verið frá skólanum. Ingvar Þór Gylfason er dúx skólans, aðrir nemendur sem fengu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og félagsstörf eru: Astrid Sörensen, Ásta Kristín Sveinsdóttir, Bryndís Guðmunds- dóttir, Böðvar Sturluson, Guð- björg Eva Baldursdóttir, Guðný Ása Guðmundsdóttir, Guðrún Helga Ívarsdóttir, Ingunn Hlín Jónasdóttir, Karen Jónsdóttir, Lena Ýr Sveinbjörnsdóttir, Lilja Rós Benediktsdóttir, María Hjaltadóttir, María Svavarsdóttir, Oddur Ingi Þórisson, Ragnar Karl Jóhannsson, Valgeir Við- arsson og Þórunn Guðlaugsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart 140 brautskráðir frá Fjölbrautaskól- anum við Ármúla Fyrirlestrar um áhrif jarðskjálfta sem eru áfangi til meistaraprófs við Háskóla Íslands verða haldnir á morgun, laugardaginn 31. maí, kl. 13-17, í húsnæði Háskóla Íslands á Selfossi, Rannsóknarmiðstöð í jarð- skjálftaverkfræði, Austurvegi 2a, og er öllum heimill aðgangur. Nem- endur sem fyrirlestra halda eru frá verkfræðideild Háskóla Íslands, um- hverfis- og byggingarverkfræðiskor (BS), og Félagsvísindadeild, fé- lagsfræðiskor (BA). Þau eru: Að- alheiður Sigbergsdóttir, BS, Albert Leó Haagensen, BS, Marija Bosk- ovic, BS og Jón Börkur Ákason, BA. Leiðbeinandi í þremur fyrstu verk- efnunum er Ragnar Sigbjörnsson, prófessor í verkfræðideild HÍ, og er hann einnig leiðbeinandi í fjórða verkefninu ásamt Stefáni Ólafssyni, prófessor í félagsvísindadeild HÍ. Fundarstjóri er Birgir Jónsson, dós- ent, verkfræðideild. Fjallað um stjórnmál í Íran og löndunum við Kaspíahaf í MÍR salnum, Vatnsstíg 10, á morgun, laugardaginn 31. maí, kl. 17. Tony Hunt frá Communist League í Bret- landi fjallar um stjórnmál í Íran og löndunum við Kaspíahaf í kjölfar stríðsins í Írak. Erindið er hluti op- innar fræðsluhelgar Komm- únistabandalags og Ungra sósíal- ista, sem er hefst kl. 14.30 á sama stað á erindinu: Hvað felst í stefnu ríkisstjórnarinnar fyrir vinnandi fólk? Fyrirspurnir og umræður. Túlkun af og á ensku á boðstólum. Á MORGUN SJÓMANNADAGSBLAÐ Austur- lands er komið út og er blaðið fjöl- breytt að vanda. Á meðal efnis má nefna viðtal við myndlistarmanninn Tolla Morthens, en Tolli var á sínum yngri árum á sjó á bátum frá Aust- urlandi, auk þess sem hann vann við fiskvinnslustörf í landi. Í viðtalinu fjallar Tolli m.a. um sjómennskuna og verbúðarlífið á Austurlandi, en textinn í laginu mb. Rosinn, sem Bubbi bróðir hans gerði frægt, flétt- ast inn í viðtalið. Í blaðinu er einnig að finna fjöl- margar greinar, m.a. eftir Dagnýju Jónsdóttur, nýkjörinn þingmann og yngstu konuna á Alþingi, Guðjón A. Kristjánsson, þingmann, og Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Þá eru í blaðinu fjölmargar frá- sagnir, vítt og breitt af Austurlandi, m.a. frásögn af því þegar Helgi SF-50 fórst í ofsaveðri 1961, frásögn sjómanns, sem lenti í baráttu við beinhákarl, og ljóð eftir Ingvar Gíslason, fyrrverandi ráðherra. Á höfuðborgarsvæðinu er m.a. hægt að nálgast Sjómannadagsblað Austurlands í Bókabúð Lárusar Blöndals, Listhúsinu í Laugardal, verslunum Pennans – Eymundsson- ar á höfuðborgarsvæðinu, Granda- kaffi á Grandagarði, Kænunni í Hafnarfirði og í Bókabúðinni Grímu á Garðatorgi í Garðabæ. Á Akureyri er blaðið fáanlegt í Pennanum – Bókvali í Hafnarstræti og í Penn- anum á Glerártorgi. Einnig er hægt að panta Sjómannadagsblað Austur- lands á netinu á slóðinni www.local.- is. Sjómannadagsblað Austurlands er um 80 blaðsíður að stærð og inni- heldur á annað hundrað ljósmyndir. Ritstjóri blaðsins er Kristján J. Kristjánsson frá Norðfirði. Sjómannadags- blað Austurlands er komið út SAMTÖK ferðaþjónustunnar fagna ákvæðum í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarflokkanna um að íslenskri ferðaþjónustu verði sköpuð sambæri- leg rekstrarskilyrði og í samkeppn- islöndum. Fyrirtækin í greininni hafa lengi óskað eftir því að tekið verði al- varlega á rekstrarskilyrðum þeirra og þau færð til samræmis við helstu samkeppnislönd. Brýnast er að skoða virðisaukaskatta, ýmis gjöld, s.s. inn- flutningsgjöld, eitthvert hæsta áfengisgjald í heimi, gríðarlega mörg og dýr leyfisgjöld, skyldutryggingar sem aðeins gilda hér á landi o.fl., auk þess sem háir vextir eru að sliga fyr- irtækin, segir í ályktun samtakanna. „Slík endurskoðun er mjög brýn, ekki síst nú þegar hver plágan af ann- arri hefur skollið á ferðaþjónustunni í heiminum, 11. september, stríðið í Írak og nú HABL. Talað er um hinar þrjár plágur en segja má að fjórða plágan fyrir ferðaþjónustuna hér á Íslandi um þessar mundir sé hið háa gengi íslensku krónunnar sem gerir Ísland svo illa samkeppnisfært á al- þjóðamarkaði að til stórvandræða horfir. Fátt bendir til þess að íslenska krónan veikist á næstu árum vegna stórframkvæmda á vegum opinberra aðila eystra og hafa Samtök atvinnu- lífsins lagt áherslu á að ríki og sveitarfélög stefni að aðhaldi á öðrum sviðum til þess að hamla gegn þessu háa gengi. Jafnframt því er brýnna en oft áður að tryggja hagfelldara rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar svo að hún megi áfram vera sú vax- andi stoð sem hún hefur verið í ís- lenskum þjóðarbúskap,“ segir enn fremur. Fagna ákvæðum í stefnuyfir- lýsingu Á AÐALFUNDI Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi var eft- irfarandi ályktun samþykkt sam- hljóða: „Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi, haldinn á Reyðarfirði 20. maí 2003, fagnar kjarabótum þeim sem Kjaradómur færði skjólstæðingum sínum daginn eftir alþingiskosningar. Jafnframt vænta fundarmenn, og treysta á, að sömu kjarabætur nái til annarra launþega, þegar kjara- samningar renna út.“ Vilja sömu kjarabætur og Kjara- dómur ákvað ♦ ♦ ♦ www.solidea.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.