Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 35 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert kappsamur og leggur hart að þér til að ná settu marki. Þú leggur þig fram um að gera heimili þitt að griðastað fjölskyldunnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að gæta þess að of- gera þér ekki. Ekkert er dýr- mætara en heilsan og það hefnir sín ef gengið er á hana í langan tíma. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt eitthvað skemmtilegt í vændum. Bíddu þess sem verða vill. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Skelltu skollaeyrum við slúðrinu sem vinnufélagar þínir eru að henda á milli sín. Það segir meira um þá sjálfa en þá sem þeir eru að tala um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hef- ur lengi verið að brjótast um í þér. Búðu þig undir að svarið geti komið á óvart. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá útrás. Mundu að mann- orðið er meira virði en efna- hagslegur ávinningur. Láttu aðra um smjaðrið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er tækifæri til að ganga frá hlutum sem þú hefur lengi látið sitja á hakanum. Brettu upp ermarnar og hættu ekki fyrr en borðið er hreint. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú mátt ekki við meira álagi í bili og því ættirðu að loka að þér á meðan þú kemur hlut- unum í röð og reglu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þig langar til að láta gott af þér leiða og því er upplagt að byrja á því að sinna bón gam- als vinar. Þú munt uppskera miklu meira en þú átt von á. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Frestaðu því ekki til morg- uns sem þú getur gert í dag. Ýttu öllum freistingum frá þér og líttu ekki upp fyrr en þú hefur lokið því sem fyrir liggur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér hættir til fljótfærni og því ættirðu að varast að taka afdrifaríka ákvörðun án þess að vera búin(n) að kanna alla málavexti. Sýndu þolinmæði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Farðu varlega í að gagnrýna vinnufélaga þína, því þeir vinna undir öðrum formerkj- um en þú. Hugsaðu málið vel áður en þú segir nokkuð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að kynna þér málin vel áður en þú grípur til að- gerða. Að öðrum kosti kunna afleiðingarnar að verða óvæntar og alvarlegar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HRÍSLAN OG LÆKURINN Gott átt þú, hrísla’ á grænum bala, glöðum að hlýða lækjarnið. Þið megið saman aldur ala, unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans. Vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Svo þegar hnígur sól til fjalla, sveigir þú niður limarnar og lætur á kvöldin laufblað falla í lækinn honum til ununar. Hvíslar þá lækjar bláa buna og brosandi kyssir laufið þitt: „Þig skal ég ætíð, ætíð muna, ástríka, blíða hjartað mitt!“ - - - Páll Ólafsson LJÓÐABROT BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ENSKUMÆLANDI menn kalla það „squeeze without the count“ þegar slagur er gefinn í kjölfar þvingunar. Þórður Sigfús- son hefur stungið upp á ís- lenska heitinu „forþvingun“ yfir þessa tegund spila- mennsku, sem er gott nafn og lýsandi. Í fyrri leik Ís- lands og Noregs á NL í Færeyjum náði Þorlákur Jónsson fallegri forþvingun í slemmuspili. Lítum á: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D743 ♥ G1043 ♦ K8 ♣K85 Vestur Austur ♠ 9 ♠ 1086 ♥ 9762 ♥ K5 ♦ G1065 ♦ 97432 ♣ÁD103 ♣942 Suður ♠ ÁKG52 ♥ ÁD8 ♦ ÁD ♣G76 Vestur Norður Austur Suður Furunes Jón Aa Þorlákur -- Pass Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Opnun Þorláks á tveimur gröndum lofar 20-22 há- punktum og þegar hann sýndi fimmlit í spaða í kjöl- farið gaf Jón slemmu- áskorun með fjórum laufum. Og þá héldu Þorláki engin bönd. Jon Egil Furunes kom út með tígul og Þorlákur horfði vondaufum augum á spil makkers. Hann hafði teikn- að upp spaðadrottningu, rauðu kóngana og einspil í laufi, en ekki þessi ósköp. Þorlákur tók þrisvar tromp og spilaði svo hjartagosa úr borði – kóngur og ás. Hann tók á hjartadrottningu til að athuga hvort nían sýndi sig, en hún kom ekki. Næst spil- aði Þorlákur laufi að blind- um, enda varð ásinn að liggja. Furunes dúkkaði og kóngurinn átti slaginn. Nú fór að fæðast fótur! Þorlákur tók síðustu tvö trompin og henti tígulkóng í það síðasta. Spilaði svo tíg- ulás í þessari stöðu: Norður ♠ -- ♥ 104 ♦ -- ♣85 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ 97 ♥ -- ♦ -- ♦ 97 ♣ÁD ♣94 Suður ♠ -- ♥ 8 ♦ Á ♣G7 Furunes henti laufásnum og Þorlákur lét hjarta- fjarkann fara úr borðinu. Spilaði svo litlu laufi í bláinn og felldi drottninguna. Laufgosinn varð þar með tólfti slagurinn. Á hinu borðinu varð Geir Helgemo sagnhafi í sama samningi og fékk út hjarta upp á kóng- inn. Hann þurfti því aðeins að spila laufi að kóng til að ná í úrslitaslaginn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Db6 5. Rb3 Rf6 6. Rc3 e6 7. De2 Bb4 8. Bd2 O-O 9. a3 Be7 10. O-O-O d5 11. e5 Rd7 12. f4 a6 13. h4 Dc7 14. Hh3 b5 15. Dg4 f5 16. Dh5 b4 17. axb4 Rxb4 18. g4 Rc5 19. Rd4 Da5 20. Kb1 Re4 21. gxf5 exf5 22. Bd3 Hb8 23. Bxe4 dxe4 24. Hg3 Db6 25. Hdg1 Hf7 26. Be3 Rd5 27. Ra4 Rc3+ 28. Kc1 Rxa4 Staðan kom upp á búlgarska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu. Kalin Karakehajov (2273) hafði hvítt gegn Ma- rijan Petrov (2490). 29. Hxg7+! Hxg7 30. Hxg7+ Kxg7 31. Rxf5+ Bxf5 32. Bxb6 Bg6 33. Dg4 Hxb6 33... Rxb6 hefði e.t.v. veitt harðvítugra viðnám þar sem eftir textaleikinn tókst hvít- ur að koma f-peðinu sínu að stað. 34. Dd7 Kf8 35. Dxa4 Bxh4 36. Dc4 Hb8 37. De6 Hd8 38. Dg4 Be1 39. f5 Bf7 40. e6 Bd2+ 41. Kb1 e3 42. f6 Bg6 43. e7+ Ke8 44. exd8=D+ Kxd8 45. De6 h5 46. f7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon Svavarsson, sími 898 9396 ÍBÚÐAREIGENDUR SELÁSHVERFI, AUSTURBÆ RVK. OG KÓPAVOGI Ég hef verið beðinn um að leita eftir 3ja herb. íbúð fyrir ungt par sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Óskað er eftir íbúð í góðu ástandi, ekki kjallari/jarðhæð. Verðhugmynd 11-13 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 samkv. dagskrá í umsjá Aðalbjargar Helga- dóttur. Gönguhópurinn Sólarmegin. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10.30 alla miðv. og föstud. Allir velkomnir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Lokahátíð. Keflavíkurkirkja. Aðalfundur KGSÍ verður haldinn í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju laugardaginn 31. maí. Fundurinn hefst kl. 9 og lýkur eigi síðar en kl. 15.30. Sjá nán- ar í Vefriti Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja- .is Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamarkað- ur frá kl. 10-18 í dag. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma kl. 21. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Biblíurannsókn og bænastund á fimmtu- dögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Biblíurannsókn og bænastund á föstudög- um kl. 19. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/guðsþjón- usta kl. 10.30. Biblíurannsókn og bænastund á sunnu- dögum kl. 13. Fermingar Ferming í Hólaneskirkju á Skaga- strönd laugardaginn 31. maí kl. 13. Prestur sr. Magnús Magnússon. Fermd verða: Almar Freyr Fannarsson, Bogabraut 18. Arnrún Bára Finnsdóttir, Hólabraut 19. Ásþór Óðinn Egilsson, Bankastræti 7. Guðmundur Ingi Ólafsson, Hólabraut 14. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja SAFNAÐARSTARF GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 30. maí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Dúfa Kristjánsdóttir og Hörður Hallbergsson, Dofrabergi 7, Hafnarfirði. Hörður er mennt- aður rafvirki og starfaði lengst af hjá Rafveitu Hafn- arfjarðar sem yfirverkstjóri. Dúfa er saumakona og rekur Saumsprettuna sf. í Reykjavík. Þau hjónin dvelja þessa helgi á Hótel Rangá. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ingibjörg Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 3.490 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær eru Heiðrún Þórarinsdóttir, Aþena Örk Ómarsdóttir og Helena Sól Ómarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík ÁRNAÐ HEILLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.