Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 13 REKSTUR samstæðu Kögunar hf. skilaði 38 milljóna króna hagnaði af fyrsta fjórðungi árs- ins 2003 en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 35,5 milljónum. Rekstrartekjur samstæðunn- ar námu 263 milljónum króna á ársfjórðungnum, samanborið við 268 milljónir árið áður. Rekstr- argjöld námu samtals 229 millj- ónum króna nú en 234 milljónum fyrir sama tímabil árið 2002. Heildareignir Kögunar hf. í marslok 2003 nema samtals 841 milljón króna. Á sama tíma námu heildarskuldir 267 milljón- um. Eigið fé Kögunar í lok mars 2003 er 574 milljónir en eigið fé félagsins hefur verið lækkað frá síðasta uppgjöri um 46 milljónir sem er bókfært verð á eigin hlutabréfum félagsins. Eigin- fjárhlutfall nú var 68% í marslok en 72% á sama tíma í fyrra. Arð- semi eigin fjár reyndist 28% nú en var 25% á fyrra ári. Veltufé frá rekstri á tíma- bilinu janúar til mars 2003 nam samtals 30 milljónum króna samanborið við 46 milljónir á sama tímabili 2002. Afkoman í samræmi við áætlanir Í tilkynningu frá Kögun segir að tekjur, gjöld og afkoma fé- lagsins á fyrsta ársfjórðungi 2003 séu í samræmi við áætlanir félagsins en þær hafi gert ráð fyrir svipuðu rekstrarumfangi og var á síðasta ársfjórðungi 2002. „Á tímabilinu hefur umtals- verðum tíma og mannafla verið varið í undirbúning og þjálfun vegna fyrirhugaðrar þátttöku fé- lagsins í Link-16 verkefninu, sem felur í sér smíði fjarskipta- kerfa fyrir Mannvirkjasjóð Atl- antshafsbandalagsins í sam- vinnu við Thales Raytheon Systems. Talsverður kostnaður hefur fylgt undirbúningnum auk þess sem hann hefur hamlað annarri tekjuöflun á meðan,“ segir í tilkynningu og einnig að búast megi við niðurstöðu í mál- inu í júní nk. Tekið er fram að stjórn Kög- unar hf. leiti áfram tækifæra til kaupa á fyrirtækjum sem falla að rekstri félagsins, innanlands sem utan. Frá stofnun hefur fjárhagsár Kögunar verið frá 1. október til 30. september ár hvert en verð- ur framvegis frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Ársfjórð- ungsuppgjör og ársuppgjör Kögunar almanaksárið 2003 verða því með sama hætti og hjá öðrum fyrirtækjum sem hafa almanaksárið sem reikningsár. Kögun skilaði 38 milljóna króna hagnaði rekstrartekjum. Afskriftir sam-stæðunnar námu samtals 279 millj-ónum króna en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 329 milljónum króna, hlutdeild í af- komu hlutdeildarfélaga nam 26 milljónum króna og hlutdeild minnihluta í afkomu dótturfélaga nam 15 milljónum króna. Heildar- eignir samstæðunnar í marslok 2003 voru bókfærðar á 18.630 milljónir króna. Skuldir og skuld- bindingar samstæðunnar námu hins vegar 12.898 milljónum króna, hlutdeild minnihluta í eigin fé nam 494 milljónum króna og var bók- fært eigið fé samstæðunnar í marslok 5.238 milljónir króna. Í marslok 2003 var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 28,1%. Veltufjár- hlutfallið var 0,92 í marslok. SÍLDARVINNSLAN hf. var rekin með 585 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Síldarvinnslan hf. og SR-mjöl hf. voru sameinuð hinn 1. janúar 2003 og því ekki um samanburðarhæfar tölur að ræða á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, er 659 milljónir króna eða 22,9% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri nam 531 milljón króna og hand- bært fé frá rekstri nam 231 milljón króna. Ekki er beitt verðleiðrétt- um reikningsskilum. Rekstrar- tekjur samstæðunnar á tímabilinu námu 2.876 milljónum króna en rekstrargjöld 2.218 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 659 milljónum króna, eða sem svarar til 22,9% af Í fréttatilkynningu er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, að áætlanir gerðu ráð fyrir mun meiri afla á loðnuvertíðinni en raun varð á. „Þannig var tekið á móti tæpum 200 þúsund tonnum til vinnslu en áætluð höfðu verið ríflega 300 þús- und tonn. Þetta hefur að sjálf- sögðu veruleg áhrif á reksturinn. Rekstrartekjur hafa lækkað vegna styrkingar íslensku krónunnar en skuldir hafa lækkað af sömu ástæðu þar sem félagið er að mestu fjármagnað í erlendum gjaldmiðlum. Framlegð hefur farið lækkandi vegna þessa. Óvissa á næstu misserum er mikil en ef um frekari styrkingu krónunnar verð- ur að ræða fer framlegð rekstrar minnkandi,“ segir Björgólfur. Síldarvinnslan með 585 milljónir í hagnað REKSTUR kauphallarinnar Euro- next hefur ekki gengið jafn vel og hjá keppinautunum í London og Frankfurt, að því er fram kemur í Financial Times. Euronext varð til við samruna kauphallanna í París, Brussel og Amsterdam fyrir þrem- ur árum og ári síðar bættist kaup- höllin í Lissabon í hópinn. Hagn- aður Euronext hefur dregist saman á sama tíma og hagnaður hinna kauphallanna tveggja hefur aukist hratt. Kostnaður hjá Euronext hefur einungis dregist saman um 0,8%, en Financial Times bendir á að ætlunin hafi verið að ná miklum sparnaði út úr því að sameina kauphallir milli landa. Tekjur Euronext vegna skrán- inga drógust saman um meira en helming vegna erfiðra markaðsað- stæðna, en tekjur vegna sölu á hug- búnaði jukust um fimmtung. Kauphallir í Evrópu Rekstur Euronext lakari en hjá keppinautunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.