Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁNÆGÐIR MEÐ FUNDINN Bæði Ísraelar og Palestínumenn kváðust ánægðir með fund Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínumanna, í Jerúsalem í gærkvöld. Ræddu ráðherrarnir ásteytingarsteina og hinn svonefnda Vegvísi, er verður meginefni fundar þeirra með Bandaríkjaforseta í Jórdaníu í næstu viku. Óvissa á Raufarhöfn Íbúar á Raufarhöfn eru uggandi um framtíðina eftir uppsagnir hjá Jökli og telja að margir neyðist til að flytja á brott og skilja eignir sínar verðlausar eftir. Tæplega 30 Pól- verjar hafa unnið í frystihúsinu og er óvissan mikil í þeirra hópi. Fleiri börn í Írak vannærð Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í gær að fjöldi van- nærðra íraskra barna hefði næstum því tvöfaldast síðan stríðinu í land- inu lauk og heilbrigðiskerfið í land- inu hrundi. Skeyta ekki um gróðurinn Á Reykjanesi hafa mótorhjóla- menn valdið talsverðum gróð- urskemmdum með utanvegaakstri og segir lögregla að vandinn fari vaxandi. Reyndur mótorhjólamaður segir rótina að vandanum vera skort á æfingasvæðum og gagnrýnir sýslumanninn í Keflavík fyrir óbil- girni. Afvopnun ekki aðalatriðið Paul Wolfowitz, aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna, segir í nýbirtu tímaritsviðtali að það hafi einungis verið af „stjórnkerf- islegum ástæðum“ sem áhersla hafi verið lögð á að afvopnun og gereyð- ingarvopn væru meginforsenda her- fararinnar til Íraks. Steypuhækkun líkleg Verð á steypu mun hugsanlega hækka um 1% um næstu mánaðamót vegna þess að flutningsjöfn- unargjald á sementi hækkar um 240 krónur á tonnið, meðal annars vegna mikilla framkvæmda á Austurlandi við jarðgangagerð og fleira. Flutn- ingsjöfnunargjald er ekki greitt af sementi sem notað er við virkj- unarframkvæmdir. Y f i r l i t Skipstjórinn og aflaklóin Þorsteinn Kristjánsson á Hólmaborginni SU hefur átt farsælan feril á sjónum. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við „karlinn í brúnni“. Fæðubót og forboðin lyf Það eru ekki aðeins íþróttamenn sem neyta ólöglegra lyfja, segir Hildur Einarsdóttir, heldur líka hinn al- menni borgari sem vill „fegra“ líkama sinn. Söngvari af lífi og sál Jón Hallsson hefur haft peningaumsýslu að ævistarfi en jafnframt verið ötull liðsmaður Karlakórs Reykja- víkur. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hann. Aflaklóin á „Gullborginni“ á sunnudaginn Í dag Sigmund 8 Bréf 32 Viðskipti 12/13 Skák 57 Erlent 14/15 Dagbók 34/35 Listir 16/19 Brids 31 Umræðan 23 Leikhús 40 Forystugrein 24 Fólk 41/45 Viðhorf 26 Bíó 42/45 Minningar 26/30 Ljósvakamiðlar 46 Staksteinar 34 Veður 47 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir „Sjó- mannadagsblaðið“ frá Sjómanna- dagsráði. Blaðinu er dreift um allt land. JÚPÍTER landaði í gærmorgun fullfermi af síld á Þórshöfn, um 1.200 tonnum, sem fara eiga í bræðslu. Síldin veiddist 370 mílur norðaustur af Langanesi og er stór og góð. Er þetta fyrsta síldin sem landað er á Þórshöfn á sum- arvertíðinni og segjast þeir Júpí- tersmenn þokkalega bjartsýnir á framhaldið. Skipshöfnin fer nú í frí enda sjómannadagurinn á næsta leiti. Morgunblaðið/Líney Fyrsta síldin til Þórshafnar IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að fjalla um at- vinnuvandann á Raufarhöfn. Til- gangurinn er að sögn iðnaðarráð- herra að ræða við heimamenn og athuga hvernig hægt er að taka á vandanum. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fer jafnframt með byggðamál í ríkisstjórninni og er fyrsti þingmaður Norðausturkjör- dæmis. „Það var mikið áfall að heyra af svona mikilli fækkun starfa á Rauf- arhöfn,“ segir Valgerður þegar leitað er eftir viðbrögðum hennar við fækk- un starfa hjá Jökli ehf. Hún segir ekki hægt að hafa uppi stór orð um ákvörðun fyrirtækisins. Öll fyrirtæki forðist að reka óarðbær- ar einingar, að minnsta kosti í langan tíma. Valgerður leggur áherslu á að vandinn á Raufarhöfn stafi ekki af skorti á hráefni enda ætli fyrirtækið að auka hráefni þegar ný starfsemi hefst, heldur valdi ytri aðstæður þessum rekstrarvanda, svo sem verð á afurðum og gengi. „Þetta mál sýnir okkur hvað atvinnulífið er fallvalt víða á landsbyggðinni. Norðaustur- hornið er sérstaklega veikt, alveg frá Húsavík til Vopnafjarðar og svona áfall er því hættulegt fyrir byggðina.“ Valgerður segir að starfshópur hennar og félagsmálaráðherra sé skipaður til að koma þessum erfiðu málum í farveg. Hópurinn verður skipaður einum fulltrúa hvors ráðu- neytis auk forstjóra Byggðastofnun- ar. Félagsmálaráðuneytið fer með vinnumarkaðsmál og segir iðnaðar- ráðherra því mikilvægt að hafa sam- vinnu við félagsmálaráðherra. Val- gerður segir að hópurinn fari til Raufarhafnar á næstu dögum til að kynna sér málin. Spurð nánar út í hvaða ráðstafana sé hægt að grípa til segir hún að Vinnumálastofnun geti hugsanlega hafið átaksverkefni á Raufarhöfn og vonandi verði síðar hægt að auka þar atvinnustarfsemi. Segir atvinnulíf fallvalt víða á landsbyggðinni HALLDÓRA Friðjónsdóttir, for- maður Bandalags háskólamanna, leggur til að næsti ríkissáttasemjari verði kona. „Það er ljóst að það vantar heil- mikið upp á að fullu jafnrétti sé náð. Atvinnutekjur kvenna eru mun lægri en atvinnutekjur karla. Að auki eru afar fáar konur æðstu yf- irmenn hjá ríkinu, t.d. í ráðuneytum og öðrum stofnunum.“ Hún telur að nú sé lag til að fjölga konum í æðstu stöðum innan embættismannakerf- isins þegar núverandi ríkissátta- semjari, Þórir Einarsson, lætur af störfum 1. nóvember sökum aldurs. Engin kona hefur gegnt þessu embætti og segir Halldóra að það yrði afar fróðlegt að sjá konu reyna sig í þessu starfi. Allir þekki að kon- ur geti verið prýðis sáttasemjarar. „Þær eru lunknar í að miðla mál- um,“ segir Halldóra. Ríkissátta- semjari verði kona KÖNNUN sem félagið Vestmanna- eyjagöng hefur látið gera bendir til þess að landsmenn myndu fara 320 þúsund sinnum á ári til Eyja ef göng yrðu boruð þangað en nú fara um 100 þúsund manns til Eyja. For- svarsmenn félagsins telja að miðað við þessa notkun myndi fjárfestingin borga sig upp á 40 árum. Áhugafélag um vegtengingu milli lands og Eyja, Vestmannaeyjagöng, var stofnað í mars síðastliðnum til að vinna að rannsóknum og gerð veg- tengingar til Vestmannaeyja. Í fé- laginu eru nú um 200 manns. Á fyrsta aðalfundi félagsins í gær gerðu stjórnarmenn grein fyrir vinnu sinni til þessa. Gallup gerði nýlega könnun fyrir áhugafélagið á hugsanlegri notkun landsmanna á jarðgöngum milli lands og Eyja. Spurningin hljóðaði svo: Ef af jarðgöngum til Vest- mannaeyja yrði, hve oft á ári myndir þú líklega notfæra þér þau? Sú for- senda var gefin fyrir spurningunni að framkvæmdin yrði á svipuðum forsendum og Hvalfjarðargöng, meðal annars með innheimtu veg- tolls. Fram kom að 26,1% þeirra sem svöruðu myndu aldrei fara, 25,3% sjaldnar en árlega, 25,4 einu sinni á ári, 10,1% tvisvar á ári og 13,2% þrisvar eða oftar á ári. Meðaltalið er 1,6 skipti. Friðrik Friðriksson, stjórnarmaður í áhugafélaginu, kynnti þessar niðurstöður. Hann segir að þessar tölur sýni að lands- menn myndu fara 320 þúsund sinn- um um göngin á ári. Til samanburð- ar getur Friðrik þess að nú fari um 100 þúsund manns á milli. Reiknað er með að 18 kílómetra löng göng myndu kosta um 15 millj- arða króna. Búið er að keyra upplýs- ingar um niðurstöður skoðanakönn- unarinnar um hugsanlega notkun ganganna, stofnkostnað og fleiri for- sendur í gegnum lánalíkan hjá Ís- landsbanka og segir Friðrik að nið- urstaðan hafi orðið sú að göngin myndu borga sig upp á 40 árum. Er þá miðað við að vegtollur yrði 2.500– 3.000 krónur á hvern fólksbíl og að ríkið myndi ekki leggja meira í þess- ar samgöngur en það gerir í dag. „Þetta segir okkur að ef jarðfræðin er í lagi þá er þetta kostur sem geng- ur þægilega upp,“ segir Friðrik og segir margvíslegt annað hagræði af jarðgöngum svo sem stækkun mark- aðssvæðis og nýtingu hafnarinnar vegna stóriðju á Suðurlandi. Þrefalt fleiri til Eyja ef jarðgöng yrðu gerð Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fjölmenni var á aðalfundi félagsins um samgöngur milli lands og Eyja þar sem skýrt var frá könnun um göngin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.