Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 37
Morgunblaðið/Jim Smart stöðva Valsmanninn Hálfdán Gíslason og Bjarni Ólafur Eiríksson fylgist með rimmunni. ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 37 Golfklúbbur Sandgerðis Kirkjubólsvöllur Opna Sandgerðismótið Opna Sandgerðismótið verður á Kirkjubólsvelli, Sandgerði, laugardaginn 31. maí. Mótið er punktamót - Rástímar frá 9-11 og 13.20-15 5 efstu fá verðlaun - Nándarverðlaun á 4. flöt. Rástímar í golfskála 423 7802 og á netinu. Góð verðlaun Styrktaraðili Sandgerðisbær. KNATTSPYRNUSAMBAND Evr- ópu, UEFA, hefur hrósað stuðn- ingsmönnum ítölsku liðanna AC Milan og Juventus, sem léku til úrslita á Old Trafford í Man- chester á miðvikudagskvöldið, fyrir frábæra framkomu. Yfir 70 þúsund stuðningsmenn liðanna mættu til Manchester og var framkoma þeirra liðunum og Ítöl- um til mikils sóma. AC Milan fagnaði sigri í vítaspyrnukeppni, 3:2. Mike Lee, talsmaður UEFA, sagði að ítölsku stuðningsmenn- irnir hefðu verið hreint út sagt stórkostlegir, eins og fimmtíu þúsund stuðningsmenn Celtic sem voru í Sevilla á Spáni fyrir viku, þegar Celtic lék þar til úrslita um UEFA-bikarinn. „Ítölsku stuðningsmennirnir veittu liðum sínum mikinn stuðn- ing á vellinum. Þeir sýndu okkur að það það er hægt að fá sér vín- glas, skemmta sér á vellinum og bera virðingu fyrir andstæð- ingnum, gestgjöfum og þeirri borg sem heimsótt er. Ítölsku stuðningsmennirnir settu svo sannarlega mark sitt á þennan atburð og voru knattspyrnunni til sóma,“ sagði Lee. Þess má geta að aldrei fyrr hafa jafnmargir farþegar farið í gegnum flugvöllinn í Manchester eins og s.l. miðvikudag er úrslita- leikurinn fór fram. Ítalir voru landi sínu og þjóð til sóma  ÓLAFUR Stígsson og Bjarni Þorsteinsson voru í byrjunarliði Molde í norsku úrvalsdeildinni í gær á útivelli gegn Vålerenga. Molde tapaði leiknum, 2:0.  HELGI Sigurðsson var í byrj- unarliði Lyn sem tapaði 4:0 á úti- velli gegn Bryne. Jóhann Guð- mundsson var á varamanna- bekknum hjá Lyn en kom inná í upphafi síðari hálfleiks.  TEITUR Þórðarson þjálfari Lyn skipti út aðalmarkverði liðsins fyrir leikinn en hann sló boltann í eigið mark í 3:3 jafnteflisleik liðsins um s.l. helgi. Ali Al-Habsi landsliðs- maður frá Óman stóð í markinu í þessum leik og fékk á sig fjögur mörk í frumraun sinni.  HARALDUR Ingólfsson er enn á skotskónum í norsku 1. deildinni en hann skoraði sigurmark og jafn- framt eina mark Raufoss gegn Moss í gær. Raufoss er í fjórða sæti með 13 stig að loknum sjö umferð- um og hefur Haraldur skorað alls fimm mörk til þessa í deildinni.  FORRÁÐAMENN bandaríska landsliðsins í körfuknattleik sem tekur þátt í undankeppni fyrir Ól- ympíuleikana í sumar hafa tilkynnt endanlegt lið sitt sem er þannig skipað: Elton Brand (LA Clippers), Richard Jefferson (New Jersey), Nick Collison (Kansas-háskólan- um), Kobe Bryant (LA Lakers), Allen Iverson (Philadelphia), Jerm- aine O’Neal (Indiana), Tim Duncan (San Antonio), Tracy McGrady (Or- lando), Jason Kidd (New Jersey), Ray Allen (Milwaukee), Mike Bibby (Sacramento) og Karl Malone (Ut- ah). Fyrrum þjálfari Philadelphia 76ers, Larry Brown, mun þjálfa lið- ið.  TÍU leikmenn Atalanta náðu að halda hreinu í gær á útivelli gegn Reggina, er liðin mættust í fyrri leiknum um sæti í ítölsku 1. deild- arkeppninni, 0:0. Varnarmaðurinn Luigi Sala fékk að sjá rauða spjald- ið í leiknum og verður hann ekki með í seinni leiknum í Bergamo á sunnudaginn. FÓLK Leikurinn fór rólega af stað en-Eyjamenn voru þó meira með boltann en engin afgerandi færi sáust í fyrri hálfleik, það besta féll Eyja- mönnum í skaut þegar Unnar Hólm Ólafsson átti skalla að marki en Kjartan Sturluson varði vel. Fyr- irliði Fylkis, Þórhallur Dan Jó- hannsson, fór meiddur af leikvelli um miðjan fyrri hálfleik og við það kom smá óöryggi upp í vörn gest- anna en Eyjamönnum tókst ekki að nýta sér það og því markalaust í leikhléi. Ian Jeffs var í miklu stuði á hægri kanti Eyjamanna og fékk sannkallað dauðafæri á 59. mínútu eftir sendingu frá Steingrími Jó- hannessyni, Gunnar Heiðar hljóp yfir boltann og Ian Jeffs í upplögðu færi en skot hans fór rétt framhjá. Hann bætti það þó upp sjö mínútum síðar þegar hann skoraði eina mark leiksins eftir góðan undirbúning Steingríms Jóhannessonar sem átti góðan leik gegn sínum fyrri fé- lögum. Eftir markið reyndu Fylkismenn að sækja meira en þetta var ekki þeirra dagur og hver sóknartilraun- in á fætur annarri rann út í sandinn. Eyjamenn beittu skyndisóknum og í einni slíkri var Kjartan Sturluson heppinn að fá ekki á sig hendi þegar hann mjög greinilega fór með bolt- ann út fyrir teiginn. Undir lok leiksins fengu Fylkis- menn besta færið sitt í leiknum, Theodór Óskarsson komst inn fyrir og sendi á Hauk Inga Guðnason var einn og óvaldaður og aðeins Birkir markvörður á móti honum en hann hitti ekki boltann í upplögðu færi. Eyjamenn fögnuðu að leikslokum, fyrstu stigunum á Íslandsmótinu. Fylkismenn voru ekki sannfær- andi í gær og virtust áhugalausir. Eigum varla færi í leiknum „Þetta var bara ömurlegt hjá okkur og við fengum bara það sem við áttum skilið,“ sagði Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis. „Ef menn mæta svona til leiks eiga þeir ekki skilið að sigra. Við töpuðum þremur stigum hér í dag og verðum bara að kyngja því og vinna okkur út úr þessu.“ Aðalsteinn sagði enn- fremur að allir ellefu leikmenn liðs- ins hefðu ekki verið tilbúnir að leggja sig nógu mikið fram í leikn- um. „Menn koma ekki til Eyja svona stemmdir og halda að þeir geti labbað í burtu með þrjú stig. Við áttum varla færi í leiknum.“ „Þetta eru fyrstu stigin okkar í sumar og svo náum við að halda hreinu. Við vorum búnir að fá á okk- ur sjö mörk í tveimur leikjum og því var mikilvægt að halda hreinu í dag. leggi sig fram og berjist í svona leik. Við getum ímyndað okkur hvernig staðan væri ef við hefðum tapað hérna í dag,“ sagði Bjarnólfur Lárusson leikmaður ÍBV. Eyjamenn stöðvuðu Fylki ÞAÐ var ólík staða sem lið ÍBV og Fylkis voru í áður en flautað var til leiks í Eyjum í gær, Fylkir á toppnum eftir tvo sigurleiki en Eyja- menn í neðsta sæti eftir tvo tapleiki. Vörn Eyjamanna hefur verið eins og gatasigti í fyrstu leikjunum og því beið erfitt verkefni Magn- úsar Gylfasonar þjálfara að stoppa í götin. Fylkismenn höfðu aftur á móti leikið á als oddi í fyrstu leikjunum og unnið sannfærandi. Fyrri afrek dugðu Fylki ekki í gær og heimamenn fögnuðu gríðarlega sín- um fyrsta sigri á leiktíðinni, 1:0. Sigursveinn Þórðarson skrifar 2$<   ! ) *0  6  '$      /    !      3 4 56767> A  D !    #  !#  (  *!#   C1 - /   #  3 # <   (     (   !  ?       4 3  )   @8   !  $  %   +, *+--.  . 5 6 &$*  1-    ! )  "(  5:,- 9  <   *6   5 #  # #=   5 ! 4 5 %  $ 5 76*8- 7 7 3 4 567878 A#    A # <   ( 9  *!  !   >C - < =     EF    /  &  ! < 9    #$ <" )#$ *(     @06 - !  /    .   *  !  ,, - 6 6  *%7> 8 $ "  &$/ *? 7; 80 &! 5 0&! *%7>. 80 @'  *? 7;+ 8 ! '$   *%73: 80   4#$ 5 %  4#$ 5 #  B517>> 8 0*8- 0 B Birkir ánægður BIRKIR Kristinsson, markvörður ÍBV, átti frekar náðugan dag í viðureigninni við Fylki, eftir að hafa staðið í stórræðum í fyrstu tveimur leikjunum. „Það var lagt upp með að halda hreinu og það tókst, við vissum að við myndum fá færi og þótt þau hafi ekki verið mörg þá nýttum við þau og sigurinn var sanngjarn.Við höfum ekki varist sér- staklega vel í síðustu leikjum en í dag small vörnin saman. Það er nú þannig að það þarf að byggja sjálfstraustið upp frá aftasta manni, byrja frá búrinu og vinna svo fram á við, og þegar við höldum hreinu eykst sjálfs- traustið,“ sagði Birkir. ÞÓRHALLUR Dan Jóhannsson slasaðist í leik Fylkismanna gegn ÍBV í gær í Vestmannaeyjum og við fyrstu skoðun í gær er líklegt að brotnað hafi rifbein. Aðalsteinn Víg- lundsson, þjálfari Fylkismanna, sagði í gær að líklega þyrfti liðið að vera án Þórhalls í einhvern tíma, nokkrar vikur í versta falli en slík meiðsli eru erfið viðureignar. Kjart- an Antonsson, varnarmaður í liðinu, er enn meiddur og einnig þeir Finn- ur Kolbeinsson og Arnar Þór Úlf- arsson. Aðalsteinn bjóst við að hægt yrði að „tjasla“ Finni Kolbeinssyni saman fyrir næsta leik liðsins á sunnudaginn gegn FH-ingum í Ár- bænum. Þórhallur Dan frá í nokkrar vikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.