Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 18
MINNINGAR 18 MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Systir mín, Guðrún Margrét Hallgríms- dóttir, lést af slysförum 15. maí. Hún hafði brugðið sér á hest- bak eftir vinnu eins og hún hafði gjarnan fyrir venju, þá var skyndi- lega klippt á lífsþráð hennar. Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við. Bilið er mjótt milli lífs og dauða, það sannaðist hér sem oftar. Við svip- legt fráfall Gunnu systur, eins og við systkinin nefndum hana gjarnan, leita margar minningar á hugann, ekki síst frá bernsku- og uppvaxtar- árunum heima á Droplaugarstöðum. Gunna var næstyngst okkar systkina og skírð í höfuðið á föðursystur okk- ar, Guðrúnu Margréti Helgadóttur, sem lést ung stúlka. Best minnist ég frá bernskuárun- um, hve Gunna var snemma dugleg og hugsunarsöm sem barn, þegar taka þurfti til hendinni við bústörf eða eitthvað annað. Þar gaf hún okkur strákunum ekkert eftir, þótt eldri værum. Sjálfsagt hefði hún orðið góð búkona í sveit, hefði það átt fyrir henni að liggja. Í vöggugjöf hlaut hún góða hæfileika og lagði snemma út á námsbrautina. Að loknu barnaskóla- námi í Fljótsdalnum settist hún í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri haustið 1962 og lauk landsprófi þaðan tveimur árum síðar, var í hópi þeirra er síðast tóku landspróf frá þeim skóla. Þá hóf hún eiginlegt mennta- skólanám og lauk stúdentsprófi á þremur árum vorið 1967 með því að lesa einn bekk utanskóla. Á námsár- unum á Akureyri bjó hún lengst af hjá bróður okkar Helga, náttúru- fræðingi, og konu hans, Kristbjörgu Gestsdóttur, sem hún tengdist sterk- um böndum. Þarna á Akureyri kynnt- GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR ✝ Guðrún MargrétHallgrímsdóttir fæddist á Droplaug- arstöðum í Fljótsdal 27. maí 1948. Hún lést af völdum slys- fara á Landspítalan- um í Fossvogi fimmtudaginn 15. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Glerár- kirkju 26. maí. ist hún mannsefni sínu, Þórarni Kristjánssyni frá Hvoli í Mýrdal, sem þar stundaði iðnnám. Gengu þau í hjónaband árið 1967 og bjuggu fyrstu árin í Hrafnagils- stræti 24. Þar fæddust tvær elstu dætur þeirra, Þóra Regína, nú búsett í Englandi, og Jarþrúður, búsett í Reykjavík. Árið 1970 fluttu Guðrún og Þórar- inn til Svíþjóðar með dætur sínar og bjuggu lengst af í Karlstad í Mið-Svíþjóð, þar sem Þórarinn starf- aði í vélaverksmiðju. Þar áttu þau góð ár, en fluttu heim sumarið 1976 og keyptu húsið Þingvallastræti 12 á Ak- ureyri. Þar fæddist yngsta dóttirin, Ninna Margrét, sem nú stundar nám í Hollandi. Heim kominn stofnaði Þórarinn Gúmmívinnsluna h.f. sem hann starfrækir enn í dag. Eftir heimkomuna var Gunna meira og minna útivinnandi húsmóðir. Vann hún ýmis skrifstofustörf á Akureyri, var um árabil ritari í útibúi Byggða- stofnunar á Akureyri eða allt þar til starfsemin þar var lögð niður. Síðustu árin var hún ritari Giljaskóla og starf- aði þar allt til dauðadags. Hún var mikil áhugamanneskja um tölvur og ritvinnslu, tileinkaði sér tölvutæknina snemma og alla ævi var hún að bæta við sig kunnáttu á því sviði. Hún var hvarvetna eftirsóttur starfskraftur sökum dugnaðar og samviskusemi og gerði miklar kröfur, en fyrst og fremst til sjálfrar sín. Systir mín var hæfileikarík og sjálfstæð kona, sem hafði mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og fylgdi þeim eftir af ein- urð og festu. Hún starfaði mikið í kvennabaráttunni, var ein af aðaldrif- fjöðrunum að stofnun og framkvæmd Kvennaframboðsins á Akureyri árið 1982, en einnig virk við stofnun Sam- taka um kvennalista, sem bauð fram til Alþingis ári síðar, og starfaði með þeim samtökum um árabil. Hún var ritari samnorræna verkefnisins Brjótum múrana (Bryt) á árunum 1986-90 og sótti alþjóðlega kvenna- ráðstefnu í Finnlandi, svo nokkuð sé nefnt. Eitt af aðaláhugamálum Gunnu var þó hestamennskan. Á þeim vettvangi starfaði hún mikið, stundaði hrossa- rækt og rak um tíma hestaleigu á Ak- ureyri, ferðaðist mikið á hestum um landið með fjölskyldunni og í hópi góðra vina og var óþreytandi að sinna þessu áhugamáli sínu. Hún ferðaðist mikið innanlands og utan, var í raun mikil heimskona, gerði víðreist um Evrópu og brá sér m.a. til Flórída í Bandaríkjunum árið 1991 og hélt jólin þar ásamt fjölskyldunni. Það hygg ég þó að ekkert glys stórborga hafi henni fundist jafnast á við ferðalög í fylgd hinna fjórfættu vina sinna um fjöll og dali Íslands. Það var toppur- inn á tilverunni. Guðrún og Þórarinn slitu samvist- um fyrir nokkrum árum og síðar hóf hún sambúð með Jónasi Bergsteins- syni, húsasmið. Þau bjuggu í Lang- holti 14 og áttu saman góð ár, sem nú hafa fengið enda allt of fljótt. Við fráfall kærrar systur býr harm- ur í hjarta. Höggið var þungt. Hún var ævinlega fastur punktur í lífi okk- ar, þess nutum við sannarlega öll stórfjölskyldan. Alltaf var hún reiðubúin að liðsinna og hjálpa, þegar þess gerðist þörf. Mörg eru sporin gengin heim til Gunnu og fjölskyldu hennar, margur matarbitinn þeginn og margt spjallað. Gunna var mikil húsmóðir og átti fallegt heimili, sem hún prýddi með eigin handavinnu, því hún var góð handverkskona, og blómagarðinn sinn ræktaði hún svo vel að unun var á að horfa. Hún gerði allt vel, sem hún tók sér fyrir hendur. Á liðnu sumri stóð hún ásamt frænku okkar annarri fyrir ættarmóti okkar fólks að Droplaugarstöðum í Fljóts- dal. Þar áttum við saman ánægjulega daga sem ekki gleymast. Þar var Gunna hrókur alls fagnaðar eins og hún var raunar alltaf í öllum okkar samskiptum, glaðsinna og gefandi. Minningarnar um þessa ljúfu sumar- daga ylja, nú þegar sól hefur svo skjótt brugðið sumri. Ég kveð kæra systur. Við á Mæli- felli þökkum henni allt og allt og biðj- um góðan Guð að annast hana um alla eilífð. En mestur er missir aldraðrar móður okkar, eftirlifandi eiginmanns, dætranna þriggja, tengdasona og barnabarnanna litlu, sem fæddust á liðnu ári. Megi Guð, sem er svo ríkur af náð, gefa þeim og okkur öllum styrk. Drottinn gefur og Drottinn tekur. Lofað veri hans heilaga nafn um aldir og að eilífu. Ólafur Þ. Hallgrímsson. Á árunum 1990– 1996, þegar ég gegndi formennsku í Starfs- mannafélagi ríkis- stofnana, áttum við Kristinn Helgason mikla og góða sam- vinnu. Hann hafði þá látið af störf- um en gekk í lífeyrisþegadeild fé- lagsins og vann þar gott starf, var formaður deildarinnar um árabil. Þar lét hann til sín taka, skipu- lagði fundi og ferðalög og aðra starfsemi af röggsemi enda ná- kvæmur og góður skipuleggjari. Hann sýni mér sérstaka umhyggju sem formanni SFR þó að hans áhugamál væru önnur að hluta en mín. Eitt vissi ég að réttlætistil- finning hans var mjög ríkuleg. Hlýhugur hans í garð okkar, sem unnum að málum SFR, sýndi hvaða hug hann bar til verkalýðs- hreyfingarinnar og baráttu henn- ar. Kristinn var umsjónarmaður með sumarhúsum SFR í Vaðnesi tvö sumur og var vel til þess fall- inn. Hann var afar samviskusamur og athugull, tók vel á móti fólki og sá um að allt væri í röð og reglu og hlutunum fyrir komið sem best mátti verða. En ekki síst hafði hann bætandi áhrif á umhverfið með ræktunaráhuga sínum. Var gaman að vinna með honum og kynnast ræktunarmanninum að starfi, umhirðu hans, ötulleika við að planta, og ekki síst að reisa við fallnar plöntur. Fyrir hans góða starf fyrir SFR skal Kristni Helgasyni hér með þakkað. Kristni kynntist ég fyrst þegar hann fór að venja komur sínar á Þjóðskjalasafnið og biðja um bréfa- og dómabækur úr Skafta- fellsþingi frá því rétt fyrir alda- mótin 1900. Svo æxlaðist að ég lenti talsvert mikið í að afgreiða hann og kynntist verkefninu náið en það var svokallað Eyjafjalla- KRISTINN HELGASON ✝ Kristinn Helga-son fæddist í Vík í Mýrdal 9. maí 1922. Hann lést á Land- spítalanum Fossvogi 11. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 19. maí. mál. Ávöxturinn af iðju Kristins að þessu sinni var bókin Fár undir fjöllum, sem kom út árið 1994. Við þessa iðju kynntumst við allvel. Meðal ann- ars er ógleymanleg ferð sem við fórum saman góðan sumar- dag um söguslóðirnar undir Eyjafjöllum og nutum leiðsagnar sagnaþularins Þórðar Tómassonar. Þegar vettvangurinn hafði verið skoðaður lengi dags spurði Kristinn hvort við ætt- um ekki að skjótast austur í Vík, óvitandi um hvað mér stendur mikil ógn af löngum ferðalögum. En aldrei sé ég eftir því að við lengdum daginn með því að fara þangað því í Vík í Mýrdal voru æskuslóðir Kristins og hann benti á hús og steina og brekkur og fjör- una þar sem hann lék sér ungur og sagði frá gömlum körlum og kon- um og lífsbaráttunni á fyrri hluta aldarinnar. Kristinn var kominn á efri ár þegar við kynntumst og hann fór að sinna fræðagrúski. Á þeim vett- vangi var hann vel vígur, nákvæm- ur og gjörhugull að grafa upp heimildir um Eyjafjallamálið en það snerist um ofsóknir yfirvalda gegn fátækum bændum og leigu- liðum í sveitinni. Frásögnin er vel grunduð enda byggt á málsskjöl- unum og öðrum rituðum heimild- um. Kristni var sýnt um að setja mál sitt skipulega fram og hafði lipran stíl, enda sagðist hann hafa æfst í framsetningu á margra ára ferli í lögreglunni þegar hann þurfti að semja skýrslur, oft í fljótheitum og helst áttu þær að vera stuttar. Mörg ár var Kristinn einn af fastagestunum í Þjóðskjalasafninu og dró saman mikið efni um átt- haga sína í Vestur-Skaftafells- sýslu. Hann setti raunar saman aðra bók um Arnes útilegumann og sýndi fram á að þjóðsögurnar um hann eiga sér litla stoð í veru- leikanum. Síðasta stórvirki Krist- ins á þessum vettvangi var eins konar sjóslysa- og björgunarannáll erlendra skipa sem strönduðu í Vestur-Skaftafellssýslu og birtist í Dynskógum árið 2001. Við alla þessa iðju vann hann skipulega enda verk hans vel grunduð og fram sett. Og saknar maður nú vinar í stað. Kristinn Helgason var þrekvax- inn og vörpulegur maður. Hann var léttur í máli og þægilegur í umgengni, höfðingi heim að sækja. Hann var ræktunarmaður af lífi og sál. Það var unun að koma í garð- inn í Grundargerðinu og sjá tré og jurtir af íslenskum stofnum dafna þar, enda eins og garðurinn stæði ævinlega í blóma, hvort sem var vetur eða sumar. En Kristinn gróðursetti líka jurtir af suðræn- um uppruna og sagði að þær gætu vel vaxið utandyra á Íslandi ef þær væru í hæfilegu skjóli, og hann sannaði það. Margs konar blóm og plöntur úr sólarlöndum uxu í hlýju skjóli af stóru höndunum hans. Við hjón vottum Ingu, börnum, barnabörnum og öðrum aðstand- endum samúð okkar. Sigríður Kristinsdóttir, Jón Torfason. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist for- máli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Á björtum vordegi fékk ég þau sorgartíð- indi að Guðrún Helga hefði kvatt þennan heim og nú sit ég í stofuglugganum mínum, læt sólina ylja hug og hjarta og hugsa um mjög sérstaka manneskju sem ég var svo heppin að fá að kynnast fyr- ir þremur árum. Það var á því tímabili sem við vor- um báðar að vinna hjá Hugsjón sem vinskapur okkar hófst, þó svo kunn- ingsskapur hafi verið með okkur frá því í dansinum hjá Sóleyju. Hún GUÐRÚN HELGA ARNARSDÓTTIR ✝ Guðrún HelgaArnarsdóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1964. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut að- faranótt föstudags- ins 16. maí síðastlið- ins og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 27. maí. hafði einstakt lag á að fá alla í lið með sér, sem svo sannarlega er kostur þegar unnið er í stórum hópi við aug- lýsinga- eða þáttagerð, og þótt ég kæmist ekki með tærnar þar sem hún hafði hælana reyndi ég að tileinka mér þá starfsgleði, kraft og dugnað sem hún ávallt lagði í allt sem hún tók sér fyrir hendur. Einhvern veg- inn varð allt svo auð- velt og skemmtilegt í framkvæmd ef maður var í liðinu hennar Guðrúnar Helgu. Okkar vinskapur hélst eftir að við skiptum báðar um starfsvettvang, og þá var gaman að koma í kaffi í fallega eldhúsið þeirra Geirs eða skella sér í gott nudd. Mér eru minnisstæð orð unnusta míns, Vig- fúsar, þegar hann hafði farið í nudd til Guðrúnar og kom endurnærður og fullur af krafti til baka: „María, veistu ég er bara ekki viss hvort hún nuddaði meira, iljarnar á mér eða sálartetrið.“ Við vorum glöð þegar hún birtist óvænt snemma í vor á Hrefnugöt- unni með hana Ragnheiði Katrínu. Þær mæðgurnar voru í spássitúr og þar sem við vorum nýflutt í hverfið var tilvalið að kíkja inn. Mikið dáð- umst við að litla stýrinu með rauða hárið, sem hún var svo stolt af, og áður en við vissum var búið að skipuleggja grillkvöld og ótal laut- arferðir á Klambratúnið á komandi sumri. Ekki grunaði mig þá að ég væri að sjá hana í síðasta skipti, er ég horfði á eftir henni með barna- vagninn út í rigninguna, og er ég þakklát fyrir þessa stund sem við áttum saman. Krafturinn og lífsgleðin var svo mikil að hún smitaði allt í kring og allir hrifust með. Hlátur og gleði fylgdu henni og ætíð var stutt í góð- an og beittan húmor, hún var bara einfaldlega falleg og skemmtileg manneskja. Ætíð rétti hún fram hjálparhönd ef til hennar var leitað, sama hver átti í hlut, og óska ég þess að ég hefði fylgst betur með öllu hennar starfi sem hún gaf svo fúslega í þágu Krafts, og veit að þar gerði hún kraftaverk á hverjum ein- asta degi. Mikið óska ég einnig að ég hefði sagt henni í lifanda lífi hve mjög ég dáði kraftinn og lífsviljann, og hve mikils ég mat vinskap okkar. Maður er alltof spar á að segja fólki í kringum sig hve vænt manni þykir um það, gefa hrós eða klapp á bakið, hví að spara það? Barátta við illvígan sjúkdóm er á enda, fáir aðrir en Guðrún Helga hefðu getað barist af eins miklum hetjuskap, hugrekki, bjartsýni og ómælanlegri elju. Hún bjó yfir sér- stökum mætti sem ekki margir skarta. Guð gefi Geira, Arnari Sveini, Ragnheiði Katrínu, fjölskyldu og vinum styrk í sorg sinni og kraft til að takast á við lífið án hennar. Hvílík forréttindi að hafa þekkt slíka konu! María Ólafs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.