Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.06.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 2003 25 DAGBÓK HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 5494 Úrvalið er hjá okkur Allar gerðir af kerrum Verð frá 11.990 www.oo.is . BARNAVÖRUVERSLUN STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Eiginleikar sem vænlegir eru til árangurs prýða þig, þolinmæði og skynsemi. Þú veist einnig hvernig best er að fjárfesta í framtíðinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að losna úr viðjum vanans. Viðbrögð þín við áreiti eru lítt þroskuð og eiga ekki við þann lífsstíl sem þú hefur tamið þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það býr keppnisandi í þínu brjósti. Þú ættir að fá útrás fyrir hann í íþróttum eða leik með vinum og kunn- ingjum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Metnaður þinn er gríð- arlegur. Láttu hann hjálpa þér á leið þinni að settu marki. Haldir þú rétt á spil- unum eru miklir hamingju- tímar framundan. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert heimakær og ferðast helst ekki nema nauðsyn krefji. Hvað sem því líður þarftu nú á tilbreytingu að halda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þín rómantíska hlið er nú vakin upp af værum blundi. Feimni er ekki vænleg til árangurs í ástarmálum. Sýndu því frumkvæði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Náinn vinur eða maki gæti fundið til öfundar gagnvart þér. Velgengni þín virkar jafnvel ógnandi á aðra. Sýndu þeim þolinmæði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Bættu umhverfi þitt, hvort sem það er í vinnu eða heimafyrir. Þetta er góð hugmynd vegna þess að um- hverfi þitt skiptir þig miklu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú kýst að skemmta þér og njóta lífsins. Gerðu það á meðan þessi löngun er til staðar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Spenna og ringulreið heimafyrir vegna breytinga gæti orsakað vandamál. Þetta merkir einfaldlega það að þú þarft að sýna öðr- um skilning. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú leggur allt undir til þess að ná markmiðum þínum. Færni þín í samskiptum er nú í hámarki og þú átt auð- velt með að sannfæra aðra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Eyðsla peninga á upp á pallborðið hjá þér þessa stundina. Þú kýst að fjár- festa í einhverju sem skiptir máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Árásargirni og viðkvæmni einkenna þig þessa stund- ina. Því er aukin hreyfing nauðsynleg. Losaðu um spennu á skynsamlegan hátt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, þjóðhátíð- ardaginn 17. júní, verður sextug Ólöf Karlsdóttir á Selfossi. Hún ætlar að njóta vorblíðunnar og halda upp á tímamótin í sumarbústað á Flúðum vikuna 13.–20. júní. KIRKJUHVOLL Hún amma mín það sagði mér: „Um sólarlagsbil á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til! Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar. – Þeir eiga kirkju í hvolnum, og barn er ég var, í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.“ Hún trúði þessu, hún amma mín, – ég efaði ei það, að allt það væri rétt, er hún sagði um þann stað. Ég leit því jafnan hvolsins með lotningu til, – ég lék mér þar ei nærri um sólarlagsbil: Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin. En forvitnin með aldrinum þó óx svo mér hjá og einhver kynleg löngun og brennandi þrá. – Á sumarkvöldi björtu um sólarlagsbil á sunnudegi Kirkjuhvols ég reikaði til. – Í hvolnum glymur samhljómur klukknanna á kvöldin. Guðmundur Guðmundsson LJÓÐABROT 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. g3 Bb4 5. Bg2 0–0 6. 0–0 He8 7. d3 h6 8. Rd5 Bc5 9. c3 d6 10. b4 Bb6 11. a4 a5 12. Rxb6 cxb6 13. b5 Re7 14. h3 Be6 15. Kh2 Rg6 16. c4 Rd7 17. Be3 Hc8 18. Rd2 Hc7 19. Rb1 Rc5 20. Rc3 f5 21. exf5 Bxf5 22. Ha3 Hf7 23. Rd5 Re7 24. d4 exd4 25. Dxd4 Rg6 26. He1 Be4 27. f3 Bxf3 28. Bxf3 Hxf3 29. Bxh6 Re5 30. Bxg7 Hxa3 31. Bxe5 Ha2+ 32. Kg1 Dg5 33. Rf6+ Staðan kom upp á Evrópu- meistaramóti einstaklinga sem lauk fyrir skömmu í Ist- anbúl. Ivan Iv- SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. anisevic (2.569) hafði svart gegn Ilya Smirin (2.662). 33 … Dxf6! 34. Dg4+ 34. Bxf6 Hxe1#. 34 … Kf8 35. Hf1 Dxf1+ 36. Kxf1 Hxe5 Umskipti síðustu leikja hafa endað svo að svartur er manni yfir og með auð- unnið tafl. 37. h4 Hee2 38. h5 Hf2+ 39. Kg1 Hfc2 40. Df4+ Ke7 41. Dg5+ Kd7 42. Df5+ Kc7 43. Df7+ Rd7 og hvítur gafst upp. ÞAÐ er lúxus að eiga út með ÁK í sama lit. Vestur er svo heppinn og lyftir tíg- ulás gegn þremur hjörtum suðurs. Við skulum setjast í vestursætið: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ D87 ♥ DG10 ♦ D852 ♣KD6 Vestur ♠ KG10643 ♥ Á54 ♦ ÁK7 ♣2 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta 1 spaði 2 spaðar * Pass 3 hjörtu Pass Pass Pass * Góð hækkun í hjarta. Makker vísar frá og suð- ur fylgir lit með níunni. Hvert er framhaldið? Það er deginum ljósara að makker státar ekki af mörg- um mannspilum. Og ekki á hann tvíspil í tígli, svo útlitið er frekar dökkt. En þó er von ef hann á einspil í spaða. Þetta er til dæmis mögu- leiki sem vert er að spila upp á: Norður ♠ D87 ♥ DG10 ♦ D852 ♣KD6 Vestur Austur ♠ KG10643 ♠ 2 ♥ Á54 ♥ 76 ♦ ÁK7 ♦ 10643 ♣2 ♣G108754 Suður ♠ Á95 ♥ K9832 ♦ G9 ♣Á93 Ef legan er þessi fær vestur tækifæri til að sóla sig. Hann spilar spaðakóng í öðrum slag! Suður drepur og trompar út, en vestur hoppar upp með ásinn og þrýstir spaðagosanum á borðið. Austur trompar drottningu blinds, spilar tígli á kónginn og vestur tekur fimmta slag varn- arinnar á spaðatíu. Fallegt. Í öllum bridsbókum stendur (réttilega) að útspil frá ÁK séu almennt góð. Ástæðan er þríþætt: Í fyrsta lagi getur þurft að taka slagina strax á litinn. Í öðru lagi er ólíklegt að út- spilið kosti slag. Og í þriðja lagi – sem er ekki síst mik- ilvægt – fær útspilarinn tækifæri til að berja blindan augum og skipuleggja vörn- ina. Þetta spil er gott dæmi um mikilvægi þess. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Morgunblaðið/Kristján Þessar ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 1.730 krónur. Þær heita Andrea Rún Halldórsdóttir og Heiðbjört Arnardóttir. Morgunblaðið/Kristján Þessar ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna, á Akureyri og söfn- uðust 4.455 krónur. Þær heita Linda Margrét Eyþórs- dóttir, Hrund Hákonardóttir og Alvilda Ösp Ólafsdóttir. HLUTAVELTA KIRKJUSTARF Laugarneskirkja. Kl. 18 opinn 12 spora- fundur í safnaðarheimilinu. Allt fólk vel- komið. Vinir í bata. Neskirkja. Leikjanámskeið Neskirkju kl. 13–17. Upplýsingar og skráning á www.neskirkja.is eða í síma 511 1560. Lágafellskirkja. Al-Anon-fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Akureyrarkirkja. ÆFAK kl. 20. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.